Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
- .........
AÐSENDAR GREINAR
Hver er að of-
’ sækjahvern?
ÞAÐ er óvænt hlut-
skipti að sitja undir
ásökunum fyrrverandi
samstarfskonu um póli-
tískar ofsóknir og
hefndarhug. Stóiyrðin
eru öll á aðra hlið, og
hér verður ekki svarað í
sömu mynt. Misskiln-
ing og rangar fullyrð-
ingar er hins vegar
^ihjákvæmilegt að leið-
rétta. Að öðru leyti
verður hver að liggja
svo sem hann hefur um
sig búið.
Það hvarflar ekki að
kvennahstakonum að
hafa af fyrrverandi
þingkonu sinni neitt sem hún á lög-
mætan rétt á. Við hljótum hins vegar
að spyrja um ástæður og túlkun
Iagatexta, þegar stjórnskipuð nefnd
gerir tillögu um skiptingu fjárfram-
laga til stjórnmálaflokkanna á allt
öðrum forsendum en fyrir þremur
árum, þegar nákvæmlega sama
staða var uppi.
v Forræði flokkanna
Alið er á þeim misskilningi, að
„þingmenn fái í sinn hlut“ svo og svo
margar krónur til eigin nota. í raun
hafa þeir lítið um ráðstöfun fjárins
að segja. Hlutur Kvennalistans hef-
ur ævinlega runnið beint til samtak-
anna, og svo mun vera um aðra.
Fjárframlög til þingflokka/stjórn-
málaflokka koma af tveimur liðum
fjárlaga. I fyrsta lagi er sérfræðiað-
stoð þingflokkanna, sem heyrir und-
ir þingið og er skipt miðað við fjölda
þingflokka og tölu þingmanna. I
"’öðru lagi er liður, sem heyrir undir
fjármálaráðuneytið og er skipt „...
samkvæmt tillögum stjórnskipaðrar
nefndar og skriflegri umsókn þing-
flokka“. Þótt vísað sé á þennan hátt
til ábyrgðar þingflokka er reyndin
sú, að forræðið er að öllu leyti í
höndum stjórnmálaflokkanna. Allt
er þetta hugsað til að jafna aðstöðu
og styrkja lýðræðið.
Undirstaðan kostar sitt
kona, sem segir sig úr
Kvennalistanum árið
1997, ætti að fá fjár-
magn til útgáfumála, en
ekki þingkona, sem
gekk úr Alþýðuflokkn-
um þremur árum fyrr?
Hver er munurinn?
Hefur Alþýðuflokkur-
inn annan rétt en
Kvennalistinn? Hvað
býr hér að baki?
Eina raunhæfa
fordæmið
Vísað hefur verið til
nokkurra fordæma, en
merkilegt nokk ekki tfl
Jóhönnu Sigurðardótt;
ur, sem er nærtækasta dæmið. í
raun er þó ekki hægt að vísa til
neinna fordæma. Astæðan er sú, að
lagatextanum á bak við þessa úthlut-
un var breytt fyrir tveimur árum á
þá leið, að nú er úthlutun skilyrt við
umsókn þingflokka. Að þeirri breyt-
Við spyrjum um ástæð-
ur og túlkun lagatexta,
segir Kristín Halldórs-
dóttir, þegar gerð er
tillaga um skiptingu
fjárframlaga til stjórn-
málaflokkanna á öðrum
forsendum en fyrir
þremur árum.
ingu stóðu formenn allra þingflokka
annarra en Kvennalistans og því
eðlilegt að þeir kynni sér meðferð
málsins.
Staðreyndir um tilgreind fordæmi
eru þessi:
Kristín Kvaran var ein á báti örfáa
mánuði árið 1986. Úgáfustyrknum
var skipt í upphafl árs eins og venjan
Kristín
Halldórsdóttir
er, og þá fékk Bandalag jafnaðar-
manna allt sitt miðað við fjóra þing-
menn. Þrír þeirra gengu í Alþýðu-
flokkinn nokkru síðar, og haustið
1986 gekk Kristín í Sjálfstæðisflokk-
inn. Hafi hún fengið eitthvað af út-
gáfustyrk, sem ekki verður séð af
gögnum, hlýtur það að hafa verið á
milli hennar og Bandalagsins.
Fordæmið um Borgaraflokkinn er
ekki sambærilegt. Hann klofnaði í
tvo þingflokka, en skv. lögum er
þingflokkur samtök tveggja eða
fleiri þingmanna, sem eru fulltrúar
stjórnmálaflokks.
Stefán Valgeirsson var ekki utan
flokka. Hann var kjörinn í þingkosn-
ingum 1987 fyrh' Samtök um jafn-
rétti og félagshyggju. Hann fékk út-
gáfustyrk fyrir sín samtök.
Dæmið um Jóhönnu Sigurðardótt-
ur er eina raunhæfa viðmiðunin.
Hún fékk aldrei framlag af þessum
fjárlagalið og bar sig heldur ekki eft-
ir því. Af einhverjum ástæðum vh-ð-
ist það ekki henta sem fordæmi.
Sníðum stakk
eftir vexti
Það væri hræsni að segja að sú
fjárupphæð, sem um er að ræða,
tæpar 2 millj. kr., skipti ekki máli í
sjálfu sér. Auðvitað sldptir hún máli.
Kvennalistinn sendir mánaðarlegt
fréttabréf til fjölda áskrifenda og
gefur út VERÚ, tímarit um konur
og kvenfrelsi. Auk þess rekur
Kvennalistinn skrifstofuþjónustu
fyrir kvennalistakonur um allt land,
heldur fundi og ráðstefnur, styrkir
starfsemi úti í kjördæmunum, greið-
ir ferðakostnað kvenna á samráðs-
fundi, vorþing og landsfundi, styrkir
konur til framboðs, og fleira mætti
telja. Og rétt er að benda á, að Sam-
tök um Kvennalista urðu fyrst
stjórnmálaafla til að opna reiknings-
hald sitt og hafa um nokkurra ára
skeið falið löggiltum endurskoðanda
að tryggja að öll fjármál séu sam-
kvæmt góðum reikningsskilavenj-
um.
Það munar því auðvitað um hverja
krónu. En Kvennalistinn hefur alltaf
kunnað að sníða sér stakk eftir vexti
og mundi ekki flækja sig í skuldavef
þótt klipið yrði af ríkisframlagi. Slík
lækkun ráðstöfunarfjár kæmi þó vit-
anlega illa niður á allri okkar starf-
semi. Það gleður efalaust einhverja.
Höfundur er þingkona
Kvennalistans.
Lítilsvirðandi
ummæli bók-
menntafræðings
um alþýðufólk
Á JÓLADAG sá
Gunnar Stefánsson um
minningarþátt í Ríkis-
útvarpinu um Hannes
Sigfússon skáld. Þátt-
urinn var endurfluttur
föstudagskvöldið 9.jan-
úar. Gunnar vék að end-
urminningabókum
Hannesar „Flökkulífi"
og „Framhaldslífi föru-
manns“ og sagði: „Það
sem eftirminnilegast er
úr þeim bókum er blátt
áfram það undur að
slíkt skáld skuli vera
sprottið úr jarðvegi eins
og þeim sem hann lýsir.
Það er fátt í uppeldi
hans og mótun sem gefur tilefni til
að ætla að þar vaxi mikið skáld úr
grasi. Hannes Sigfússon er vissulega
dæmi um að óvenjulegar gáfur geta
komið upp hvar sem er...“
Eg vil ekki vera ósanngjam í garð
Gunnars eða gera honum rangt til.
En mér finnst hin tilfærðu orð mikil
lítilsvirðing í garð óbreytts alþýðu-
fólks. Fjölskylda Hannesai' Sigfús-
sonar og uppeldi allt virðist vera æði
litilsigld og ómerkileg í augum bók-
menntafræðingsins. Annars hefði
hann ekki tekið svona leiðinlega til
orða. En hvers konar fólk og um-
hverfi hefði þurft að vera til staðar á
þessum tíma til að fram kæmu
„óvenjulegar gáfur“ án þess að
nokkra undrun vekti? Hinar fáu fjöl-
skyldur embættis- og menntamanna
sem til voru í landinu? Komu ekki
flestir þeir sem fram úr hafa skarað
af kynslóð Hannesar, hvað þá þeir
sem eldri voru, ekki einmitt af ósköp
venjulegu alþýðufólki þar sem fátt
var um andlegar fyrh’myndir og lítið
um listræna uppörvun í „uppeldi" og
„mótun“ barna og ung-
linga? Fátækt fólk fyrri
tíma hafði oftast um
annað og þarfara að
hugsa en bókmenntir
og listir jafnvel þó upp-
lag sumra hafi hnigið í
þær áttir og þeir stolið
stundum til einhvers
konar listiðkana.
Þegar að er gætt
kemur nefnilega ennþá
betur í ljós hve ummæli
Gunnars eru vanhugs-
uð. Hann hefur greini-
lega ekki kynnt sér
málið út fyrir endur-
minningabækur Hann-
esar og virðist auk þess
hafa gleymt ýmsu sem í þeim stend-
ur. Faðir Hannesar Sigfússonar var
til dæmis tónelskur. Harmoníum var
til á heimilinu og síðar píanó og Egg-
ert Gilfer kenndi Grétu systur
Hannesar á hljóðfærið, en hún varð
síðar þekkt skáldkona og bjó yfir
ýmsum „óvenjulegum gáfum“, var til
dæmis drátthög og músikölsk.
Hannes ólst upp við verk Beet-
hovens, Schuberts og Schumanns og
annarra meistara tónanna eins og
hann lýsir í æskusögu sinni. Slíkt var
sjaldgæft á þessum tíma enda höfum
við orð Hannesar fyrir því að tilfinn-
ingalíf hans öðlaðist „dýpri hljóm-
grunn“ fyrir vikið. Ljóðlist og tónlist
eru nánast tvær hliðar á sama ten-
ingi, þó það virðist vefjast mikið fyr-
ir mörgum bókmenntafræðingum og
reyndar skáldum einnig. Það er
áreiðanlega engin tilviljun að mörg
bestu ljóð Hannesar minna mjög á
tónlist, ekki endilega laglínur hennar
þó endurtekningar stefja séu alltíðar
í ljóðum skáldsins, heldur einkum
hrynjandi og hljómbrigði tónlistar-
Sigurður Þór
Guðjónsson
Þegar Kvennalistinn kom til sög-
unnai- árið 1983 var úthlutun þessa
fjár á þann veg að nær helmingnum
var skipt jafnt milli flokka, sem áttu
fulltrúa á Alþingi, en hinum helm-
ingnum eftir atkvæðastyrk. Á síð-
•V ústu árum hefui’ úthlutun þróast í þá
átt að 12,5% er skipt jafnt á milli
flokkanna, en 87,5% eftir atkvæða-
fjölda hvers flokks í síðustu þing-
kosningum. Það skýrir hvers vegna
samtök með fáa þingmenn fá hlut-
fallslega hærri upphæð en flokkur
með marga þingmenn og byggist á
því að starfsemi kostai- sitt, hvort
sem um fleiri eða fæn’i fulltrúa er að
ræða. Víða erlendis er gengið miklu
lengra í þessum efnum, og m.a. er
flokkum í stjórnarandstöðu úthlutað
hærri upphæðum en stjórnarflokk-
um vegna mikils aðstöðumunar.
Kvennalistinn hefur gagnrýnt nú-
verandi hentistefnu við skiptingu
þessa fjár og tvívegis flutt tillögu á
Álþingi um setningu laga og reglna
*um fjárframlög til stjórnmálaflokk-
anna.
Sömu aðstæður -
önnur afgreiðsla
í janúar 1995 var skiptingin
ákveðin með ofangreindum hætti og
ekkert tillit tekið til þess að Alþýðu-
flokkurinn hafði misst einn liðsmann,
Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún fékk
ekki krónu af þessum fjárlagalið,
enda ekki talið að hún „ætti“ tiltek-
inn hluta atkvæða frá síðustu kosn-
ingum. Fulltrúi Kvennalistans vakti
. <máls á því, hvort Jóhanna ætti rétt á
framlagi af þessum lið. Nefndin
komst að þeirri niðurstöðu að svo
væri ekki. Alþýðuflokkurinn hélt því
fullkomlega sínum hlut.
Með tilliti til þessa kom afstaða
meirihluta sömu nefndar á fundi 21.
jan. sl. fulltrúa Kvennalistans í opna
skjöldu, og lái okkur hver sem vill,
^þótt við spyrjum, hvers vegna þing-
Afrakstur að loknu
Víkartinds(f)ári
ÞAD VAR talsvert í tísku á mín-
um ungdómsárum að fara í kaffihús
og hlusta á kaffíhúsaspekingana
ausa af bnmni visku sinnar. Þeim
var gjarnt að tala tæpitungulaust
eins og þeir gjarnan gera sem ekki
þurfa að bera ábyrgð á eigin orð-
um. Til að mynda sló einn þeirra
eftirfarandi fram: Meðan allir eni
að raka sama heyinu er enginn til
að skrifa bækur, menn nema ekki
lönd eða stunda vísindi - framfarir
verða engar. Þrátt fyrir að með
sönnu megi segja að svarið sé
dæmigerð kaffíhúsaklisja er tals-
verður sannleikur í þessum orðum.
Sérhæfing er nauðsynleg til
margra verka, og henni verður að
viðhalda, ef ekki á að tapa þeim ár-
angri sem þegar hefur náðst.
Fámennið hér á Islandi gerir það
að verkum að verulega vantar á að
menn geti sérhæft sig til ýmissa
starfa. Þetta á ekki síst við í stjóm-
málum, stjómsýslunni
og í fjölmiðlum. Ég
leyni því ekki að mér
hefur oft bragðið sú
vanþekking sem kem-
ur fram í umræðum
stjómmálamanna,
raunar stjórnsýslunni
almennt, og í umíjöllun
fjölmiðla um þann
málaflokk sem ég hefi
unnið við til skamms
tíma og er: Vamir
gegn mengun hafsins.
Þetta er ekki sagt af
hroka og yfirdrepsskap
heldur lít ég svo á að
fámennið bjóði einfald-
lega ekki upp á að margir geti sér-
hæft sig í þessum málaflokki til að
fjalla um viðfangsefnið af þekkingu.
Þó kastaði tólfunum, að mínu viti,
þegar Víkartindur strandaði og
fjölmiðlai’ fóra að gagnrýna seina-
gang á björgun og um-
hverfisráðherra var,
að ósekju, gerður
ábyi-gur fyrir honum.
Megnið af þeirri um-
fjöllun var gert af van-
kunnáttu og yfirborðs-
kenndum slagorðum
eins og „þriðja heims
strand“, sem einkenna
því miður mikið frétta-
flutning þegar slíkir
atburðir verða. Hin ís-
lenska rannsóknar-
blaðamennska var oft
mjög illa unnin og
snerist upp í and-
hverfu sína sem kalla
má fjölmiðlavaðal, enda gerð með
hraði og væntanlega hafa fjármunir
verið litlir til að greiða fyrir þá
vinnu sem þarf til að fjalla um við-
fangsefnið með aðferðum rann-
sóknarblaðamennsku.
Davíð
Egilson
Viðfangsefni Lög Framkvæmdaaðili Ráðuneyti
Björgun skips Skipströnd og vogrek Sýslumaður Dómsmálaráðuneyti
Löggæsla á strandstað Skipströnd og vogrek Sýslumaður Dómsmálaráðuneyti
Björgun farms Skipströnd og vogrek Sýslumaður Dómsmálaráðuneyti
Hættulegur farmur Eftirl. m. skipum/mengun Hollustuvernd/ Umhverfisráðuneyti
(IMDG) sj ávar/E iturefnalögin Sighngast?/ Vinnueftirlit? Samgönguráðuneyti Félagsmálaráðuneyti
Rusl Hollustuháttarlögin Heilbrigðisnefnd Umhverfísráðuneyti
Hættulegur varningur, sem rusl Hollustuháttarlögin Heilbrigðisnefnd Umhverfisráðuneyti
Olía Mengun sjávar Hollustuvernd Umhverfisráðuneyti
Skipið sem flak Náttúruverndarlögin Sveitarstjóm Umhverfísráðuneyti
Ætla má að sá sem fjallaði um
viðfangsefnið með viðurkenndum
aðferðum rannsóknai’blaða-
mennsku, og hefði haft þann tíma
sem þurfti til að greina viðfangsefn-
ið, hefði dregið fram að veralegar
tafír urðu vegna veðurs, en einn
megindragbíturinn var gildandi
löggjöf sem er sundurleit og dreifir
ábyrgð á fjölmarga aðila, samanber
meðfylgjandi töflu.
Tafla sem sýnir lagaumhverfi og
aðkomu mismunandi opinbeira að-
ila að við björgun verðmæta og í að-
gerðum til að koma í veg fyrir
mengun og óhöpp, eftir að strand
er orðið.
Sjá töflu.
Ath.: Taflan sýnir einungis
„björgunaraðila" en ekki þátt toll-
gæslu. Gæslan kemur væntanlega
ekki lögfonnlega að málum eftir að
strand hefur orðið - nema hugsan-
lega sem verktaki.
Þar fyrir utan leggur löggjöfin
skyldur á opinbera aðila til aðgerða
án þess að nokkur ti-ygging sé fyrir
greiðslu á útgjöldum sem kunna að
verða þegar brugðist er við.
Hinn gagnrýni rannsóknarblaða-
maður hefði spurt surninga eins og:
• Hver er gildandi löggjöf og
hvernig skiptist ábyrgðin á mis-
munandi stjórnvaldsstofnanir?
• Hvernig er uppbyggingu þessa
málaflokks háttað, (mannafli,
tækjabúnaður, áætlanir)?
• Er nægjanlegu fjármagni veitt
til málaflokksins?
Síðast en ekki síst hefði hann
spurt:
Er líklegt að unnt verði að bregð-
ast við óhappi af svipaðri stærð-
argráðu, eða meiri, miðað við nú-
verandi uppbyggingu viðbúnaðar,
eða þarf að gera betur?
Hvernig er unnt að draga úr lík-