Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 17 Samkomulag um breytt fyrirkomulag sjálfskuldarábyrgða * Abyrgðarmenn geta krafist greiðslumats SAMKOMULAG hefur náðst milli viðskiptaráðuneytis, félagsmálaráðu- neytis, Sambands íslenskra við- skiptabanka, Sambands íslenskra sparisjóða, Greiðslumiðlunar hf., Kreditkorta hf. og Neytendasamtak- anna um breytt fyrirkomulag á notk- un sjálfskuldarábyrgða. Samkomu- lagið felur í sér auknar kvaðir á fjár- málastofnanir að meta greiðslugetu greiðenda auk þess sem ábyrgðar- menn verði verndaðir betur en nú er. Samkomulag þetta verður undirritað af samningsaðilum í dag. Að sögn Benedikts Árnasonar, deildarstjóra hjá viðskiptaráðuneyt- inu, felur samkomulagið í sér að ábyrgðarmaður geti ávallt óskað eft- ir því að viðkomandi fjármálastofnun meti greiðslugetu greiðanda áður en lán sé veitt og að ábyrgðarmanni sé tilkynnt sérstaklega ef fyrirsjáanlegt sé að einhverjir vankantar séu þar á. „Þá er það alveg skýrt að fari láns- fjárhæð yfir 1 millj. kr. þá er viðkom- andi stofnun skylt að meta greiðslu- getu greiðanda hvort sem ábyrgðar- maður óskar eftir því eða ekki.“ Benedikt segir að einnig verði ábyrgðarmenn upplýstir betur um allt sem tengist sjálfskuldarábyrgð- um og ýmis önnur ákvæði verði sett með það að markmiði að vernda bet- ur ábyrgðarmenn. Helmingair ijárráða fslendinga í ábyrgð fyrir aðra I skýrslu nefndar sem skilaði við- skiptaráðherra niðurstöðum sínum í fyrra kemur fram að um 90 þúsund íslendingar væru í sjálfskuldará- byrgð fyrir fjárhagslegum skuld- bindingum annarra, eða sem sam- svarar nær helmingi landsmanna yfír 18 ára aldri. Staða þessa hóps hefur oft þótt bágborin, þeir hafi ekki haft greinargóðar upplýsingar um rétt sinn og skyldur né fengið upplýsing- ar um fjárhagsstöðu þeirra sem þeir eru að gangast í ábyrgð fyrir. I frétt frá viðskiptaráðuneytinu segii- að markmiðið með þessu sam- komulagi sé að draga úr vægi sjálf- skuldarábyrgða. Aðilar að samkomu- laginu telji að með því megi ná fram breyttum viðskiptaháttum til hags- bóta fyrir lánveitendur og lántaka og að lánveitingar verði í auknum mæli miðaðar eingöngu við greiðslugetu greiðanda og eigin tryggingar hans. VIÐSKIPTI_______________________________ Digital selt Compaq fyr- ir 9,6 milljarða dollara New York. Reuters. COMPAQ-tölvufyrirtækið hefur ssamþykkt að kaupa Digital Equip- ment Corp. fyrir 9,6 milljarða doll- ara og eru þetta mestu fyrirtækja- kaup í sögu tölvuiðnaðarins. Compaq, sem er umsvifamesti seljandi einmenningstölva í heimin- um, mun gefa út um 150 milljónir hlutabréfa og greiða 4,8 milljarða dollara í reiðufé fyrir Digital, sem framleiðir tölvur og netkerfi. Samkvæmt endanlegu samkomu- lagi um samrunann munu hluthafar Digital fá 30 dollara í reiðufé og um 0,945 hlutabréf í Compaq í staðinn fyrir hvert hlutabréf í Digital. Samningurinn kveður á um að Digital verði algerlega í eigu Compaq. Compaq sagði að samning- urinn ætti að auka tekjur fyrirtæk- isins á innan við ári. Eckhard Pfeiffer, forstjóri Compaq, sagði í yfirlýsingu að Compaq myndi fjárfesta í þjónustu- kerfi Digital-fyrirtækisins í heimin- um, Alpha-kubbatækni þess, OpenVMS, Digital UNIX og Windows NT. Samningurinn verður að hljóta samþykki hluthafa Digital og búizt er við að hann verði kominn til fram- kvæmda á öðrum ársfjórðungi. Hlutabréf í Digital hækkuðu um 11,56 dollara í 57 í viðskiptum áður en kauphöllin í New York var opnuð, en bréf í Compaq lækkuðu um 75 sent í 31 dollar. Spannar stærra svið Compaq spannar stærra svið en fyrr með því að komast yfir Alpha- kubbatæknina og miðlara sem tengja tölvur og netkerfi. Að sögn markaðsstjóra Dataquest í London er líklegt að samkomulagið leiði til uppsagna og uppstokkunar í stjómum fyrirtækjanna í Bandaríkj- unum. Erfitt verði að réttlæta tvær yf- irstjómir, stjómunarstOl Compaq sé „harðari" en Digital og um ólíka fýrir- tækjamenningu geti verið að ræða Compaq er stærsti seljandi ein- menningstölva í Evrópu, með 16% markaðshlutdeild, að sögn Dataquest. Samþjöppun fyrirtækj- anna í Evrópu muni sennilega taka lengri tíma en vestanhafs. Engin áhrif hér á landi á næstu mánuðum Rúnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Tæknivals hf„ umboðsaðila Compaq á íslandi, segir að sér lítist vel á þennan sammna og telur hann ÍSLENSK-sænska verslunarráðið gengst fyrir hádegisverðarfundi mið- vikudaginn 4. febrúar nk. kl. 12 í Vík- ingsal Hótel Loftleiða. „EEA - EU - EMU“ „Why vas EEA not enough for Swedish Business“. Ræðumaður er Göran Tunhammar, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Svi- þjóðar, SAF. Göran Tunhammar hefur verið framkvæmdastjóri SAF síðan árið 1990. Hann útskrifaðist frá Háskólanum í Lundi 1975 með próf í lögfræði og heimspeki. Þar á eftir starfaði haiin styrkja fyrirtækið. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um hvort ein- hverjar breytingar standi fyrir dyr- um hvað dreifingarkerfi fyrirtækj- anna varði, t.d. með hugsanlegri sameiningu Compaq- og Digital-um- boðsins hér á landi. Karl Wemersson, framkvæmda- stjóri Digital á Islandi, segir sömu- leiðis að enn sé alls óljóst hvort þessi sammni muni hafa einhver áhrif á dreifingarkerfi Compaq og Digital hér á landi. „Það er ljóst að bandaríska viðskiptaráðuneytið mun þurfa að samþykkja þennan samn- ing og eftir því sem mér er sagt munu engar breytingar eiga sér stað næstu 5-6 mánuðina. Það mun hins vegar væntanlega skýrast í kjölfarið hvort og þá hvaða breytingar verða gerðar," segir Karl. hjá héraðsdómi en var ráðinn til SAF árið 1977 þar sem hann hefur starfað síðan að undanskildum nokkmm ár- um er hann starfaði á lögfræðistofu. Göran Tunhammar sinnti ýmsum verkefnum í stúdentafélaginu í Lundi, var m.a. formaður í lögfræði- félaginu. Hann hefur setið í stjórn ýmissa minni og meðalstórra fyrir- tækja, verið formaður í NEMIA (Nordic Employers Mutual Ins- urance Association) er meðlimur í European Policy Fomm og annast mörg önnur verkefni fyrir vinnuveit- endasambandið. Von á framkvæmdastjóra sænskra vinnuveitenda Nú er rétti tíminn til að festa kaup á Apt iva E 20. IBM hefur löngum verið tákn gæða og áreiðanleika og býðst nú þessi hágæða margmiðlunartölva á frábæru verði. Aptiva tölvurnar eru hannaðar með afköst í huga enda er í þeim allt sem þarf til að vinnslan verði skemmtileg, auðveld og umfram allt hröð. Þeir sem kjósa vandaða vöru velja IBM Aptiva. Skjáhort: ATI 3D Rage Il+. Tengirauiar: 6, þar af 5 lausar. Margmiðlun: 24 braða gelsladrif, hljóðkort ag hátalarar. Samskipti 33.600 baud mótald. Hughúnaður: Windows 95, Lotus SmartSuite 97, Slmply Speaklng, IBM Antivirus. Örgjörvi: Intel Pentium 166MHz MMX. Vinnsluminni: 32MB 'SDRAM, Harðdiakur: Enhanced IDE 2.1GB Skjár: 15" IBM G51 lltaskjár. Skjáminni: 2MB SGHAM. -Verslun- Skaftahlia 24 • Sími 569 7700 Slóð: http://www.nyherji.is Netfang: nyherji@nyherji.is W1 39.900,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.