Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 58
,58 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK í FRÉTTUM „Rödd er svo líkamslaus“ ✓ Utvarpsraddir byrja að hljóma klukkan sex og sjö alla virka daga. Hvernig er að setjast við hljóðnemann þegar flestir Ekki er öll vitleysan eins Morgunblaðið/H alldór • • Olvaður „öku- maður“ ÁSTRALINN Ricky Hall bíður nú dóms vegna ákæru um að hafa ekið drukkinn um götur Oodnadatta, sem er lítt þekkt útnáraþorp hinu megin á linettinum. Mál Halls er þó engan veginn dæmigert fyrir ölv- unarakstur, því liann var fyrst stöðvaður af iög- reglu fyrir að stýra vagni sem tveimur kameldýrum var beitt fyrir. Þegar lögreglan hafði stöðvað för- ina, dansaði Hall á vagninum og hreytti fúkyrðum að laganna vörðum, stökk síðan af vagninum á bak annars kameldýrs og spyrnti hælum. Tók KAFFIBIRGÐIR sóttar enda nauðsynlegt að kameldýrið á rás, en sá halda sér vel vakandi svona snetnma dags. sig um hæl er lögreglan ir samtalið var rödd hennar kunnug- leg og einkennileg tOfinning íylgdi því að sjá loks konuna á bak við röddina. „Mér finnst aldrei sérstak- lega þægilegt að hlusta á sjálfa mig í útvarpi. Ég held að fólk þekki ekki raddir, ég held að þetta sé allt öðru- vísi en í sjónvarpi þar sem sjón- varpsfólkið er hreinlega komið inn til þín. Rödd er svo líkamslaus í raun og veru.“ veitti eftirfór, hægði á sér og skil- aði knapa sínum í hendur réttvís- innar. Var þá haft eftir Hall að honum þætti lítið til tryggðar kameldýra konia. Þá væru hestar og hundar skárri. Aulaþáttur sækir á GRÍSKUR rétttrúnaðarbiskup, Chrysostomos Synetos, situr í súpunni eftir að hafa gefið færi á sér í viðtali við grísku útgáfuna af karlatímaritinu Penthouse. Bisk- up segir m.a. í viðtalinu að hann sé hlynntur kynlífi ungs fólks fyr- ir hjónaband og fyrir vikið hefur hann verið boðaður á fund kirkjumála- yfirvalda í Grikk- landi til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ekki bætir úr skák, að mati trúfastra, að við- talið við biskupinn er kynnt á forsíðu blaðsins, með stóru letri undir mynd af stórvöxnum kven- mannsrassi. Stutt landsmenn liggja enn í rúminu? Rakel .<*"•.—--------------------------------- Þorbergsdóttir skyggndist inn í morgun- heim Onnu Kristínar Jónsdóttur dagskrár- gerðarmanns Rásar tvö. EG SVAF yfir mig í morgun og það var ljósmyndarinn sem vakti mig. Ég var alveg eins og áttavillt hæna þennan tíma sem hann var með mér,“ sagði Anna Kristín um heimsókn blaðsins til hennar einn janúarmorgunn. Hún hefur verið stjórnandi Morgunþátt- arins síðan í ágúst en áður var hún einn af stjórnendum síðdegisþáttar Rásar tvö. „Ég hef leyst Björn með- stjórnanda minn af og byrjað út- sendingu klukkan sex og sannast sagna munar skelfilega miklu á þvi hvort maður fer út klukkan fimm eða sex. Þetta er hátturinn hjá okkur núna. Stundum er erfitt að fara svona snemma út og skilja fjölskyld- una eftir á flatsænginni." Dagurinn: „Ég fer venjulega á fætur um hálfsex og er komin upp í útvarp rúmlega sex en þá er Björn með- . stjórnandi minn mættur. Hann stjórnar þættinum einn á milli klukkan sex og sjö en svo erum við saman á milli klukkan sjö og níu. Venjulega er búið að leggja línurnar fyrir þáttinn en oft er ekki alveg búið að loka honum þegar útsending hefst. Ég byrja á því að fletta blöð- unum þegar ég mæti, tek veðrið, helli uppá og fer svo inn i hljóðverið klukkan sjö. Eftir útsendinguna fór- um við á fund með Síðdegisútvarpinu þar sem farið er yfir efnið sem fjall- að var um deginum áður og það sem er á dagskrá daginn eftir. Við erum þó sjaldnast búin að ákveða á þess- um tíma hvert verður efni þáttarins daginn eftir. Fundirnir eru haldnir til að forðast það að þættirnir skarist fcmikið varðandi efni og efnistök." Anna Kristín var áður með síðdeg- isþátt rásarinnar og segir það mikla breytingu að færa sig yfir í Morgun- þáttinn þar sem vinnulagið sé allt annað en hún hafði vanist. „Það er munur á því hvort þú byrjar daginn í útsendingu og ferð svo að undh-búa næsta þátt eða hvort þú ert að undir- búa þig yfir daginn og klárar vinnuna með útsendingunni. Að sumu leyti er maður mýkri á morgnana og reynir að hugsa til þess að fólk er að vakna með manni. Mér finnst við hæfi að áferðin sé rólegri og þægilegri." Segja má að röddin sé eitt aðal- tækið sem góður útvarpsmaður þai'f að búa yfir en er atvinnutækið aldrei seint í gang á morgnana? „Maður ætti að gera raddæfingar fyi-ir út- sendingu þegar maður ei- nýstiginn úr rekkju. Það er frekar skrítið að opna munninn í hljóðnemann í fyrsta skiptið á deginum og vera svolítið hás. Ég verð þó að viðurkenna að ég syng ekki nógu mikið í leigubílnum á leið i vinnuna," sagði Anna Kristín sem að mati blaðamanns hefur þýða og þægilega morgunrödd. „Lifandi og íjölbreytt starf ‘ Að sögn Önnu Kristínar er sím- inn aðaltækið þeg- ar þátturinn er undirbúinn og fer talsverður tími í að fá viðmælendur í þáttinn með notkun hans. Þau Björn ræða hug- myndir að efni þáttarins og skipta með sér verkum. „Það er auðveldara að fá viðmælendur í Morgunþáttinn heldur en í Síð- degisþáttinn því það getur verið erfitt fyrir fólk að segjast vera upp- tekið klukkan sjö eða átta að morgni til,“ segir Anna Kristín hlæjandi og sýnir litla miskunn þeg- ar svefn er annars vegar. „Helsti kostur þess að starfa í út- varpi er hversu lifandi og fjölbreytt það er. Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna í útvarpi. Við þurfum að fylgjast vel með því sem er að gerast því starfið byggist að mörgu leyti á því. Tilgangurinn með því að hafa tvo stjórnendur þáttarins er til dæm- is sá að þeir séu ólíkir og þar með sé komið viðar við,“ segir Anna Kristín en hennar fyrsta fjölmiðlareynsla var á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. „Það er auðvitað stress- andi að byrja að tala í beinni útsend- ingu en það venst. Þegar maður MORGUN- MATURINN að þessu sinni voru kornflögur snæddar í flýti vegna tímaskorts. ANNA Krist- ín byrjar vinnudaginn á þvf að fletta dagblöðunum og taka veðr- ið. MÆTT í hljóðver rétt fyrir sjö. Björn Þór Sigur- björnsson hefur stjórnað þættinum í klukkutíma. byrjar í svona starfi situr maður sveittur og það er mjög slæmt því stressinu fylgir því að raddböndin herpast saman og röddin verður háttstemmd. Ég reyni samt að hugsa til þess að einhver sé að hlusta því maður þarf að vera að tala við ein- hvern þegar enginn gestur er í hljóð- verinu. Sjálfri finnst mér mjög óþægilegt að hlusta á viðtal sem er ekki samtal heldur talar fólk í kross. Það getur fylgt stressinu að þátta- stjómendur gleyma að hlusta á við- mælandann." Þrátt fyrir að blaðamaður hefði aldrei litið Önnu Kristínu augum fyr- Úlpur frá kr. 2.990,- • Snjóbretta/skíðaúlpur með 30% afslætti • Innanhússkór með dempara frá kr. 2.990,- Bolir frá kr. 990,- • Hlaupaskór frá kr. 3.990,- • Bakpokar frá kr. 1.500,- iþrótt Sérverslun með íþróttavörur Skipholtl 50d / sími 562 0025 ^&izino errea 0 uhlsport NÝR og heldur aulalegur viðtals- þáttur sækir nú svo í sig veðrið í Bandarikjunum að haft er fyrir satt að sjálf Oprah Winfrey megi fara að vara sig. Þátturinn nefnist „The Jerry Springer Silly Show“ og er efni hans vægast sagt dæmi- gert fyrir Bandaríkin. Stjórnand- inn Jerry Springer tekur á móti gestum sem hafa furðusögur að segja og virðast engin takmörk fyrir því hvað mönnum dettur í hug að tala um né hvað á daga manna drífur þar vestra. Dæmi um viðtalsefni má nefna: „Ég er ófrísk eftir kynskipting" og „Kærasti mömmu er bekkjarbróð- ir minn“. „Þetta er skemmtilegt og segja má að þátturinn sé nokk- urs konar menningarleg teikni- myndasaga," segir Springer sjálf- ur. Og aðspurður hvort hann sé stoltur af þættinum svarar hann: „Ég er stoltur af vinsældum hans.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.