Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Skipulagsmál í Reykjavík rædd á fundi sjálfstæðismanna á laugardag
Geldinganes eitt fegursta
byggingasvæði borgarinnar
Morgunblaðið/Kristinn
A OPNUM fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á laugardag var rætt uni nýjar lausnir f um-
ferð og skipulagi í Reykjavík.
REYKJAVlK: Aðalskipulag 1996-2016
Sjálfstæðismenn í
Reykjavík leggja
áherslu á að stærsti
hluti Geldinganess
verði lagður undir
íbúðabyggð í stað
atvinnu- og
iðnaðarstarfsemi.
Arna Schram
fylgdist með fundi
Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík
á laugardag,
þar sem þetta
kom m.a. fram.
REYKJAVÍK, nýjar lausnir
í umferð og skipulagi, var
yfirskrift opins fundar
Varðar, Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík, sem
haldinn var í Sunnusal Hótels Sögu
á laugardag. Baldur Guðlaugsson
formaður Varðar sagði í upphafi
fundarins að umræðuefnið væri vel
við hæfi, því að á sama tíma og verið
væri að þrengja að íbúum Reykja-
víkur væru að skapast nýir mögu-
leikar með sameiningu Kjalarness
og Reykjavíkur.
Framsögumenn fundarins voru
Ingibjörg Guðlaugsdóttir deildar-
stjóri hjá Borgarskipulagi, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfull-
trúi, Pétur Friðriksson oddviti Kjal-
arneshrepps og Ólafur Bjarnason
aðstoðarborgarverkfræðingur. í
lokin tók Arni Sigfússon borgarfull-
trúi efni fundarins samans.
Byggð á Álfsnesi
eftir sex ár
Ingibjörg Guðlaugsdóttir deild-
arstjóri hjá Borgarskipulagi fjallaði
í erindi sínu um byggingarsvæði í
Reykjavík til næstu framtíðar.
Kom hún m.a. inn á að byggingar-
land innan núverandi borgarmarka
væri að verða takmarkað. Hefði til
dæmis ekkert orðið að sameiningu
Reykjavíkur og Kjalamess hefðu
áætluð byggingasvæði austan Vest-
urlands- og Suðuriandsvegar orðið
uppurin eftir 20 ár. „Vegna samein-
ingarinnar er hins vegar talið eðli-
legt að breyta áherslu á byggðaþró-
un vegna landkosta og að Grafar-
holt, hugsanlega Hamrahlíðarlönd
og Norðlingaholt byggist á næstu
sex til tíu árum og að byggð rísi síð-
an á Alfsnesi eftir sex til tíu ár,“
sagði hún meðal annars.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
gerði framtíðarbyggð á Geldinga-
nesi að umtalsefni. Sagði hann m.a.
að sjálfstæðismenn hefðu lagt og
legðu enn mikla áherslu á að á
Geldinganesinu yrði íbúðabyggð,
en við afgreiðslu síðasta aðalskipu-
lags hefðu komið fram nýjar hug-
myndir R-listans um að nýta svæð-
ið að mestu leyti undir atvinnu- og
iðnaðarstarfsemi. Hann sagði að
yrðu þær hugmyndir að veruleika
myndi það þýða alvarlegt skipu-
lagsslys, því Geldinganesið væri
eitt fegursta byggingarsvæði borg-
arlandsins.
Vilhjálmur sagði það skipta
miklu máli fyrir borgina að tryggja
íbúðalóðir, en að sama skapi þyrfti
að tryggja lóðir undir atvinnustarf-
semi. Þar væru margir möguleikar
fyrir hendi. Víða væru ónotuð
svæði og nefndi hann til dæmis
Gylfaflöt og Fossaleynismýri sem
og ónýttar lóðir á Borgarmýri og
Ártúnshöfða.
Vilhjálmur sagði ennfremur að á
tímum R-listans hefði nánast ekk-
ert framtíðarbyggðarsvæði verið
deiliskipulagt undir íbúða- og at-
vinnulóðir og tilbúið til úthlutunar.
Vegna þessa hefðu margir þurft að
leita annað. Sagði hann til dæmis
að margir af stærri byggingaraðil-
um sem hefðu starfað í Reykjavík í
áratugi hefðu farið með verkefni
sín yfir í Kópavog, Garðabæ og
Mosfellsbæ. „Það á að vera fram-
skylda hverrar sveitarstjómar og
ekki síst borgarstjómar Reykja-
víkur að sjá til þess að þeir einstak-
lingar sem vilja búa í borginni fái
lóðir við sitt hæfi og ennfremur að
þau fyrirtæki sem vilja starfa í
borginni fái aðstöðu til þess,“ sagði
hann meðal annars.
Sundabníin
skilyrði
Pétur Friðriksson oddviti Kjai-
arnesshrepps fjallaði um framtíð-
arbyggð í Álfsnesi og á Kjalamesi.
Hann sagði í upphafi máls síns að
óneitanlega hlyti sameining Kjalar-
ness og Reykjavíkur að breyta
miklu um áherslu í skipulagsmái-
um. Hann sagði að Kjalames væri
mjög stórt landfræðilega, eða um
12.000 hektarar. Við sameininguna
myndi því landsvæði Reykjavíkur-
borgar stækka um helming. ,Að
vísu er dágóður hluti af því landi
Esjan, en hún færist nánast öll inn
í höfuðborgina," sagði hann.
Pétur sagði að möguleikarnir
væra miklir, sérstaklega þegar litið
væri til Álfsness og svæðisins í
kring. I framtíðinni yrði þar byggð
sem með Sundabrúnni yrði í um tíu
km fjarlægð frá miðborg Reykja-
víkur, byggð sem gæti tekið u.þ.b.
20 þúsund íbúa. í þessu sambandi
tók Pétur fram að ein af aðalfor-
sendum Kjalnesinga fyrir samein-
inguna væri Sundabrúin.
Ólafur Bjamason aðstoðarborg-
arverkfræðingur lagði m.a. áherslu
á það í erindi sínu hvað Sunda-
brautin yrði mikilvæg fyrir höfuð-
borgarsvæðið og landsbyggðina í
framtíðinni. Sagði hann mikilvægi
Sundabrautarinnar margþætt, en
meðal annars að hún væri nánast
forsenda fyrir byggð á Geldinga-
nesi og Gunnunesi. Sagði hann að
úr norðri myndi brautin stytta leið
til höfuðborgarsvæðisins um níu
kílómetra, en auk þess yrði hún
greiðfær þar sem reiknað væri
með því að hægt yrði að aka um
hana á um níutíu kílómetra hraða.
Kvað hann ennfremur að með til-
komu Hvalfjarðarganganna og
Sundabrautar yrði allt svæðið frá
Borgarnesi austur á Selfoss og
suður á Reykjavík meira og minna
eitt atvinnusvæði.
Lífríki við Eiðsvík
varðveitt
Á eftir frammælendum tóku
nokkrir gestir fundarins til máls.
Guðmundur G. Kristinsson for-
maður miðborgarsamtaka Reykja-
víkur vildi m.a. leggja áherslu á
mikilvægi miðborgarinnar þegar
rætt væri um stofnbrautarkerfi.
Elín Pálmadóttir blaðamaður
minnti á mikilvægi þess að lífríki
fjörannar við Eiðsvík yrði varð-
veitt og Friðrik H. Guðmundsson
formaður íbúasamtakanna í Graf-
arvogi spurði m.a. hvort það hefði
komið til tals að færa fyrirhugaða
höfn á Geldinganesinu til Kjalar-
ness.
Vilhjálmur Þ. sagði m.a. að stað-
setning hafnarinnar á Geldinganesi
hlyti að verða skoðuð í ljósi sam-
eingar við Kjalarnes og Ólafur
sagði m.a. að honum væri umhugað
um að raska ekki lífríkinu á Geld-
inganesi.
Árni Sigfússon borgarfulltiúi
minnti m.a. á það í lokin hve mörg-
um íbúðum hefði verið úthlutað í
Reykjavík á síðasta kjörtímabili,
en það hefðu verið um 1.100 íbúðir.
Sagði hann þetta fáar úthlutanir,
ekki síst borið saman við ná-
grannasveitarfélögin. Nefndi hann
m.a. Kópavog, en þar hefðu um
1.700 íbúðum verið úthlutað. „Við
eram að horfa upp á stöðnun í
Reykjavík á sama tíma og það er
uppbygging í nágrannasveitarfé-
lögunum. Þangað eru útsvarsgreið-
endur að fara,“ sagði hann meðal
annars.
Lög sett
um endur-
greiðslur
INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil-
brigðis- og tryggingaráðheiTa, segir
að hún muni fljótlega eftir að þing
kemur saman leggja fram framvarp
til breytinga á almannatrygginga-
lögum sem veiti Ti-yggingastofnun
heimild til að gi-eiða reikninga frá
sjúklingum vegna læknisþjónustu
frá sérfræðingum sem sagt hafa upp
samningi við TR.
Ingibjörg sagði að alltaf hefði leg-
ið fyrir að Tryggingastofnun hefði
ekki lagaheimild til að greiða reikn-
inga frá læknum sem sagt hafa upp
samningi við stofnunina og að Ál-
þingi yrði að breyta lögum. Hún
sagði að slíkt framvarp lægi fyrír í
heilbrigðisráðuneytinu og yrði
kynnt ríkisstjóminni í vikunni.
Framvaipið gerði ráð fyrir að TR
fengi heimild til að gi-eiða reikninga
frá sérfræðilæknum sem sagt hafa
upp samningi við stofnunina frá 1.
september 1997 til þess tíma þegar
nýir samningar hefðu verið gerðir
mOli sérfræðinga og TR. Greiðslum-
ar myndu miðast við gjaldskrá sam-
kvæmt samningi Læknafélagsins og
Tryggingastofnunar sem gerður var
7. mars 1996.
Samningaviðræður sérfræðinga
og TR miða í rétta átt og vonast
samningamenn eftir því að þeim fari
brátt að ljúka.
----------------
Flugafgreiðsla á
Keflavíkurflugvelli
Breytir öllu
í starfsemi
Suðurflugs
AFNÁM einkaleyfis Flugleiða á
þjónustu við flugvélar gerbrejdir
starfsumhvei-fi Suðurflugs hf. og öll-
um framtíðaráformum fyrirtækis-
ins, að sögn Sigurðar Vals Ásbjam-
arsonar, stjómarformanns fyrirtæk-
isins.
Suðurflug var stofnað fyrir 25 ár-
um af einstaklingum sem keyptu
flugvél til þess að æfa sig og kenna
öðram að fljúga. Fyrirtækið byggði
síðar hús 1992 og sáu forsvarsmenn
þess þá þegar íyrir að þetta einka-
lejdl yrði afnumið fyrr eða síðar, að
sögn Sigurðar Vals. Sterkir fjárfest-
ar komu um þetta leyti inn í fyrir-
tækið, eins og Keflavíkurverktakar,
Olíufélagið, Olíusamlag Keflavíkur
og nágrennis, Atlanta og seinna
Sandgerðisbær og Grindavíkurbær.
Auk flugkennslu tekur fyrirtækið
að sér geymslu flugvéla í flugskýli
sínu. Atlanta hefur leigt hluta af
skýlinu fyrir viðhalds- og þjón-
ustulager sinn og skrifstofuhúsnæði.
„Húsið var frá upphafi hannað
með það að leiðarljósi að sinna þess-
ari þjónustu. Hún er fólgin í þjón-
ustu við vélar sem komast ekki upp
að rönum Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar. Við erum því að þjónusta litlu
vélarnar sem fara hér á milli og
einkaflugvélar sem fara hér um með
einhverja farþega. Við erum ekki að
fara að taka á móti farþegum og
selja út í vélar í samkeppni við Flug-
leiðir. Leyfi okkar nær ekki til
þess,“ sagði Sigurður Valur.
Stór markaður
Hann segir að þessi markaður sé
stór. Reykjavíkurflugvöllur sé í
slæmu ástandi en Keflavíkurflug-
völlur hafi ekki sinnt þessari þjón-
ustu nægilega vel. „Við teljum að við
getum náð til fleiri og stærri mark-
aðshópa. Markaðsrannsóknir sem
við höfum gert og tengsl okkar er-
lendis gefa til kynna að það verði
næg verkefni."
Einkaleyfi Flugleiða á að afnema í
þremur áfóngum. Fyrsti áfanginn er
þjónusta við vélar upp að 27 tonn-
um. Einkaleyfið verður að fullu
afnumið árið 2001