Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
PRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 25
Flowers fagnar
Reuters
GENNIFER Flowers, sem hlaut frægð fyrir að halda
því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Bill
Clinton í 12 ár, sendir hér sjónvarpsmanninum
Larry King koss í samtaisþætti hans á ClVIV-stöðinni
sl. föstudag.Þar sagði hún fregnir þess efnis að
Clinton hefði gengist við ástarsambandinu við vitna-
leiðslur í máli Paulu Jones hafa veitt sér uppreisn
æru.
Hermt er að forsetinn hafi játað að hafa átt kyn-
ferðislegt samband við Flowers en alls ekki í þann
tíma sem hún heldur fram. „Ég er hissa á því að
hann skyldi játa,“ sagði hún en taldi að honum hefði
ekki orðið stætt á því að ljúga um það með eiðsvörn-
um framburði, því nægar sannanir um sambandið
væru fyrir hendi.
Flowers kvaðst ekki undrandi á ásökunum um
meint ástarsamband forsetans og Monicu Lewinsky
og ekki heldur því að hann hafi hvatt hana til þess
að neita því að um samband hafi verið að ræða.
„Sannarlega hvatti hann mig til þess að hylma yfir
okkar samband," sagði Flowers og sagðist vel trúa
því að hann hafi beðið Lewinsky hins sama.
manninn, sem hún á ekki að hafa
fengið að umgangast eins og hún
vildi, en kallar hann einnig „af-
styrmi“ fyrir að láta senda sig í varn-
armálaráðuneytið.
Sum atvikin, sem hún lýsir, eru
með ólíkindum. Hún segh- til dæmis
að kvöld eitt haíi hún ætlað að heim-
sækja Clinton í Hvíta húsið, en þá
hafi vörðurinn vísað henni brott
vegna þess að önnur kona hafi verið
á undan henni.
Lewinsky segir einnig að þau hafi
skipst á gjöfum, þar á meðal ljóða-
bók eftir Walt Whitman. Bandaríska
alríkislögreglan hefur nú gert gjaf-
irnar upptækar, auk ýmislegs ann-
ars, þar á meðal kjóls, sem hún
kveðst á upptökunum hafa varðveitt
vegna þess að á honum voru sæðis-
blettir efth’ mök hennar við forset-
ann.
Tripp hélt 12. janúar á fund Kenn-
eths Starrs, sérskipaðs saksóknara,
sem í fjögur ár hefur rannsakað ým-
is mál forsetans, þai’ á meðal
Whitewater og andlát Fosters. Dag-
inn eftir var Tripp kominn með hler-
unarbúnaðinn á fund Lewinsky.
Saksóknari gagnrýndur
Starr hefur leitað fanga víða og
hafa demókratar gagnrýnt hann
harðlega fyrir að stunda ofsóknir á
hendur forsetanum og vera kominn
langt út fyrir upprunalegt rannsókn-
arsvið sitt. Rannsókn hans hefur
leitt ýmislegt í ljós, en hann hefur
ekkert saknæmt fundið um Clinton.
Tripp hefur verið lýst sem himna-
sendingu fyrir Starr. Hann á nú í
viðræðum við William Ginsburg, lög-
mann Lewinsky. Lögmaðurinn segir
að Lewinsky brenni í skinninu að
leysa frá skjóðunni, en hún vilji fyrst
semja við Starr til að tryggja að
henni verði ekki refsað fyrir að
fremja meinsæri.
Enn er ekki ljóst hvort samkomu-
lag næst milli Lewinsky og Starrs.
Lögfræðingur Lewinsky sakaði St-
an- í upphafi um hrottalega fram-
komu gagnvart skjólstæðingi sínum,
en nú segir hann að saksóknarinn sé
ljúfmennskan uppmáluð. Það eitt að
Lewinsky er að reyna að komast að
samkomulagi boðar ekki gott fyrir
Clinton. Hins vegar dugar það Starr
sennilega skammt að hafa aðeins orð
Lewinsky, gegn orðum forsetans.
Um helgina bh-tist myndband af
Clinton og Lewinsky þegar starfs-
menn í Hvíta húsinu tóku á móti for-
setanum daginn efth' að hann náði
endurkjöri 5. nóvember. Þar sést
Lewinsky brosa sínu breiðasta og
aðdáunin leynir sér ekki. A upptök-
unum segir Lewinsky að hún sé
reiðubúin að láta sig hafa það að
bjarga forsetanum þótt það gæti
orðið henni að falli. Hún hafi hvort
sem er logið allt sitt líf.
Samkennd vegna
erfiðleika í æsku
Úr herbúðum Clintons hefur
spurst að forsetinn hafi náð sam-
bandi við Lewinsky vegna þess að
þau hafi bæði átt erfiða æsku. Sam-
eiginlegur bakgrunnur hafi gert það
að verkum að forsetinn hafi fundið til
setann í tengslum við Whitewater-
málið og fleira, er sammála leiðar-
höfundi The Los Angeles Times að
þessu leyti, enda velur hann yfir-
skriftina „I nafni vandamála heims-
ins, álítum Clinton saklausan“.
Ótrúverðugt
Safire skrifar að hagsmunum
allra væri bezt þjónað með því að
Clinton yrði álitinn saklaus af hin-
um nýju ásökunum unz sekt hans
sannaðist, „ekki aðeins í nafni göf-
ugrar réttarfarsreglu, heldur vegna
þess að það er mjög erfitt að hugsa
sér að þessi útsmogni stjórnmála-
maður sé svo kærulaus að hann
standi í 18 mánaða ástarsambandi
við lærling í Hvíta húsinu sem er
litlu eldri en dóttir hans, og að hann
hafi síðan bætt gráu ofan á svart
með því að fyrirskipa meinsæri."
Þessu segist Safire einfaldlega
ekki getað ti’úað. Hann bendir
einnig á ábyrgð Kenneths Starrs,
sem hann segir mikla. Nú er hann
með umdeilanlegum vinnubrögðum
búinn að hleypa af stað fári ásakana
á hendur æðsta valdamanni þjóðar-
innar sem þarf að geta einbeitt sér
samkenndar. Sú skýring er líkleg til
að vekja samúð með forsetanum
leggi menn trúnað á hana. Um leið
er ýjað að því að erfið æska gæti
hafa leitt til þess að Lewinsky sé
ekki alveg í jafnvægi. Clinton virtist
í gær hafa ákveðið að Lewinsky yrði
ekki samherji hans og kallaði hana
„þessa konu“ þegar hann kvaðst ekki
hafa átt í sambandi við hana.
Hillary Clinton er enn sem fyrr
komin til varnar manni sínum. Hún
heldur því fram að enn einu sinni
geri pólitískir óvinii- Clintons aðför
að honum. Haft er fyrir satt að for-
setafrúin hafi megnustu óbeit á St-
arr og ekki muni hann vaxa í áliti hjá
henni nú þegar hann hefur ákveðið
að þeim stóru verkefnum sem fyrir
honum liggi. Ef Starr getur ekki
lagt málið klárt fyrir og fært skýrar
og skiijanlegar sönnur á ásakanirn-
ar á hendur forsetanum sé hann
sjálfur kominn á hálan ís.
Ennfremur mærir Safire hæfi-
leika Clintons til að einbeita sér að
hverju verkefni fyi’h’ sig, hvað sem
gengur á á öðrum vígstöðvum. Þetta
hafí til dæmis sannast er Benjamin
Netayahu, forsætisráðherra Israels,
að gera einkalíf forsetans og sárasta
blettinn í hjónabandi þeiiTa að rann-
sóknarefni. Starr hefur víða leitað
fanga frá því hann hóf rannsókn
Whitewater-málsins fyrir fjórum ár-
um. Þótt hann hafi ekkert fundið
saknæmt hefur rannsókn hans
stöðugt verið í fréttum og hangið
sem skuggi yfir forsetahjónunum.
Vörn forsetans í fjölmiðlastríðinu
mun ekki síst byggjast á árásum að-
stoðarmanna hans á hendur Starr.
James Carville, sem hefur verið ná-
inn ráðgjafi Clintons, hefur verið ið-
inn við að rægja Starr og í viðtali um
helgina sagði hann að saksóknarinn
dritaði út stefnum líkt og væri hann
með Uzi-hríðskotabyssu: „Hér fer
átti viðræður við Clinton í upphafi
síðustu viku. Netanyahu vottaði að í
viðræðunum hefði Clinton verið full-
komlega einbeittur og fjallað mál-
efnalega um þau viðkvæmu málefni
sem til umræðu voru.
„Þetta lýðveldi getur þolað hvaða
áfall sem er. Teygjum það ekki á
langinn,“ eru lokaorð Safires.
Anthony Lewis, annar af þekkt-
ustu dálkahöfundum The New York
Times, beinir athyglinni í sinni grein
fram linnulaus herferð leka og lyga
og það er sannarlega áhyggjuefni.“
Vandi Starrs
Starr er í ákveðnum vanda. Hann
getur ekki gert samkomulag við
Lewinsky um að hún verði ekki sótt
til saka vitni hún gegn Clinton nema
vita hvað hún hefur að segja. Helst
vildi hann fá sönnunargögn, sem
ekki yrði hægt að vefengja fyrir
rétti.
Reynist þessai’ ásakanir hins veg-
ar sannar er Clinton í vanda, þótt
ekki yrði hann í jafn slæmri stöðu og
Richard Nixon þegai- hann hrökklað-
ist úr embætti. Hórdómur er enn
ólöglegur í Washington-borg og
samkvæmt lögum er hægt að sekta
menn um 500 dollara og stinga.þeim
í fangelsi í allt að 180 daga fyrir að
hafa mök við aðrar konur en eigin-
konur sínar. Það er hins vegar hæpið
að siðgæðislög höfuðborgarinnar
verði honum að falli. Málið er í raun
einfalt: það snýst ekki um glæpinn,
heldur yfirhylminguna.
Sannist það að Clinton hafi hindr-
að framgang réttvísinnar með því að
fremja meinsæri, ýta undir meinsæri
og leggja á ráðin um að framið yrði
að hlutverki Kenneths Stairs. Hann
segist sannfærður um að hvernig
sem þessu máli lyktar hafi þeir sem
sömdu stjómarskrá Bandaríkjanna
ekki ætlazt til þess - og það ætti
heldur enginn að gera - að á grund-
velli hennar risi kerfi þar sem „alls-
herjai’saksóknari, sem ekki ber
ábyrgð gagnvart neinum, hefur eftir-
lit með forseta Bandaríkjanna."
Þetta sé hins vegar það ástand sem
Bandaríkjamenn búi nú við í raun.
Lewis segir áhættu felast í því að
láta forsetaembættið sæta „varan-
legum rannsóknarrétti saksóknara“.
Þykh’ Lewis tildrög hneykslismáls-
ins vera hneykslanleg út af fyrir sig.
Lewis rifjar upp að Starr er yfir-
lýstur og eindreginn repúblikani.
Það skapar, að hans sögn, sérstaka
hættu á því að Starr seilist út fyrir
eiginlegt starfssvið sitt af flokkspóli-
tískum hvötum.
„En aðalatriðið er ekki persóna
Kenneth Starrs,“ skrifar Lewis.
Aðalatriðið sé að embætti sérskipaðs
saksóknara, eins og það hafi þróazt,
sé embætti sem „ekki einu sinni heil-
agur maður gæti gegnt með góðu
móti“.
Eins og embættið, sem fyrst var
meinsæri getur orðið erfitt um vik
fyrir hann.
Erfitt að sanna meinsæri
Það er hins vegar mjög ei’fitt að
sanna meinsæri og ekki er heldur
víst að saksóknarinn hafi þau gögn í
höndum sem hann þarf. Þá er óljóst
hvort stjórnarskráin leyfi að höfðað
sé refsimál á hendur sitjandi forseta.
Clinton sagði í yfirheyrslu vegna
stefnu Paulu Jones að hann hefði
ekki verið í ástarsambandi við
Lewinsky. Verði hann sóttur til saka
fyrir meinsæri í þeim vitnisburði
veltur allt á því hvernig hann hagaði
orðum sínum. Clinton er löglærður
og þekktur fyrir að huga að minnstu
smáatriðum, þannig að ósennilegt er
að hann láti hanka sig.
Sagt er að Lewinsky hafi þrætt
fyrir ástarsamband við Clinton í
eiðsvörnum vitnisburði, sem Starr
knúði hana til að gefa. Starr gæti
snúið henni með því að hóta máls-
höfðun ella, en haldi hún áfram að
neita og segi að upptökur Tripp séu
órar hefur Starr lítið í höndunum.
Hann gæti reynt að finna sannanir
í skrám yfir mannaferðh’ í Hvíta hús-
inu, upptökum með rödd forsetans á
símsvara Lewinsky og sæðisbletti í
kjól Lewinsky, sé slíkt að finna, en
sennilegt er að ekki megi nota upp-
tökur Tripp fyrir rétti vegna þess að
þar sé um kviksögu að ræða.
Hafi Clinton og lögfræðingurinn
Vernon Jordan, vinur hans, lagt að
Lewinsky að gi-eina ekki frá hinu
meinta sambandi er ekki þar með
sagt að þeir hafi brotið lögin. Enn
veltur allt á orðalagi og samhengi.
Hafi þeir einfaldlega veitt henni al-
menn ráð um að tala ekki af sér eru
þeir réttum megin laganna, jafnvel
þótt þeh’ hafi verið að tala um vitnis-
burð hennar. Lewinsky segir á einni
upptökunni að forsetinn hafi sagt við
sig: „Það eru engar sannanir þannig
að þú getur neitað, neitað, neitað.“
Lögmenn Clintons gætu lagt út af
þessum orðum á þann veg að hann
hafi einfaldlega verið að segja vitni
að neita ósannindum og ekkert væri
athugavert við það.
Starr hefur hins vegar gengið það
langt að það er erfitt fyrir hann að
snúa aftur. Mál Lewinsky komst í
hámæli vegna þess að það spurðist
að hann væri að rannsaka það. Hafi
hann ekki næg gögn í höndunum til
geta fært fram trúverðugar ásakanir
á hendur forsetanum mun þrýsting-
urinn á hann um að láta staðar
numið aukast.
Bill Clinton hefur staðið af sér
mörg áföll frá því hann varð forseti
og enn virðist um helmingur Banda-
ríkjamanna líta með velþóknun á
frammistöðu hans í starfi. Miðað við
þau gögn, sem fram eru komin í mál-
inu, ætti hann einnig að geta varist
þessari orrahríð. Það er hins vegar
spurning hvort forsetinn, sem nú
virðist hafa tekist að jafna fjárlaga-
hallann og allt stefndi í að myndi í
krafti fylgis síns geta komið ýmsu til
leiðar á lokasprettinum, sé nú það
veikur fyrir að hann verði sem
vængstýfður það sem eftir lifir af
kjörtímabilinu.
sett á laggirnar þegar skapa þurfti
sérstaka stofnun til að rannsaka Wa-
tergate-málið, hefur þróazt, er það
farið að skekkja allt bandaríska
stjórnskipunaiTnynstrið, segir Lew-
is. í stað þess að stofnanir hinna
þriggja arma ríkisvaldsins, fram-
kvæmda-, dóms- og löggjafarvalds-
ins, hafi eftirlit hver með annarri,
eins og stjórnarskráin geri ráð fyrir,
sé staðan nú orðin sú að almenning-
ur líti til saksóknara og aðferða
sakamálai’annsókna í þeim tilgangi
að leita leiðréttingar á misfellum í
stjórnkerfinu.
Engin fylgni milli hreinlífis
og stjórnkænsku
Að áliti Lewis á það ekki að vera
hlutverk saksóknara að kafa ofan í
kynlíf forseta. Ef Bill Clinton átti í
ástarsambandi við 21 árs gamla
stúlku sem starfaði í Hvíta húsinu, á
hann og mun taka afleiðingum þess.
„En eftir að þessu hneykslismáli er
lokið,“ leggur Lewis til, „ættum við
að segja skilið við þá áráttu okkar að
hnýsast í kynlíf stjórnmálamanna.
Það sem eftir stendm- er að það er
engin fylgni milli hreinlífis leiðtoga
okkar og stjórnvizku þeirra.“
■
og framhjáhald
Bill Clinton er ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna, sem flæktur er
í hneykslismál vegna kynlífs og kvennamála
George Washington
Fyrsti forseti Bandaríkjanna,
1789-97. Hann átti fjðlda
óskilgetinna barna.
Thomas Jefferson
Forseti 1801-09. í hjónabandi
hélt hann í heilt ár við eiginkonu
besta vinar síns. Eftir að kona
hans dó hélt hann við ambátt.
Andrew Jackson
Forseti 1829-37. Sakaðurum
tvíkvæni vegna þess að hann
kvæntist Rachel Conelson
Robards áður en gengið hafði
verið frá skilnaði hennar.
Franklin D.
Roosevelt
Forseti
1933-45.
Átti í löngu
sambandi
við Lucy Page
Mercer, ritara
Eleanor
Roosevelt.
KRT
John F.
Kennedy
Forseti 1961-
63. Átti meðal
annars í sam-
bandi við
Marilyn Monroe
og Judith
Cambell Exner.
Lyndon B. Johnson
Forseti 1963-69. Samkvæmt
ævisögu Roberts Caros var
Johnson í sambandi við Alice
Glass á meðan á hjónabandi
hans stóð.
Bill Clinton
Forseti 1993
til okkar dags.
Vændur um að
hafa sýnt Paulu
Jones kynferðis-
lega áreitni og
um rrieint ástar-
sambana við
Monicu Lewinsky.