Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 44
—34 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ÁGÚSTA MARGRÉT GÍSLADÓTTIR,
andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn
24. janúar.
Börn og tengdabörn.
Eiginkona mín,
RAGNHEIÐUR JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR,
Selvogsbraut 23,
Þorlákshöfn,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni mánu-
dagsins 26. janúar.
Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar,
Björgvin Guðjónsson.
+
Elskulegur sonur minn,
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON,
sem lést af slysförum þann 23. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. janúar kl. 13.30.
Þorsteinn Smári Þorsteinsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KRISTBORG ÞÓREY SIGURÐARDÓTTIR
frá Berunesi,
andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 25. janúar.
Hjalti Ólafsson,
Aldís Hjaltadóttir, Eysteinn Pétursson,
Sigurður Hjaltason,
Ólafur Hjaltason,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SNORRI NIKULÁSSON,
Skúlagötu 62,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 29. janúar kl. 13.30.
Margrét Ragnarsdóttir,
Gunnhiidur Snorradóttir, Hörður Magnússon,
Axel Snorrason, Kristrún Kristjánsdóttir,
Nikulás Snorrason,
Snorri Snorrason,
Hilmar Snorrason, Guðrún Strange,
Svanfríður Snorradóttir, Hjalti Gíslason,
barnabörn og barnabarnabarn.
I
\
)
l
I
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUNNHILDUR JÓNSDÓTTIR
áður til heimilis
í Háagerði 57,
Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Seljahlíð aðfaranótt
föstudagsins 23. janúar sl.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. janúar kl. 13.30.
Guðrún Yrsa Sigurðardóttir, Jón Tómas Erlendsson,
Sigurður Jónsson, Rebekka Gylfadóttir,
Inga Dröfn Jónsdóttir,
Gunnhildur Jónsdóttir,
Kristín Dögg Eysteinsdóttir,
Jón Tómas Sigurðarson.
SVEINN KR.
GUÐMUNDSSON
+ Sveinn Kristinn
Guðmundsson,
fyrrv. kaupfélags-
stjóri og bankaúti-
bússtjóri á Akranesi,
fæddist á Búðum í
Fáskrúðsfirði 22. des-
ember 1911. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 17. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guð-
mundur Stefánsson,
járnsmiður, f. á Gest-
stöðum í Fáskrúðs-
firði 14.11. 1875, og
Guðrún Jónsdóttir,
húsmóðir, f. á Holtum
á Mýrum í Hornafirði 29.6. 1874,
en þau bjuggu allan sinn búskap
á Búðum í Fáskrúðsfirði. Sveinn
var sjötti í röð tíu systkina en níu
þeirra komust upp. Tvær systur
hans eru enn á lífi, Svanhvít og
Auðbjörg, búsettar á Fáskrúðs-
firði.
Hinn 14. nóvember 1943
kvæntist Sveinn Guðrúnu
Þóreyju Örnólfsdóttur, f. 3. ágúst
1914, d. 9. ágúst 1997, dóttur
Örnólfs Jóhannessonar og Mar-
grétar Þórlaugar Guðnadóttur.
Börn Sveins og Guðrúnar eru: 1)
Guðrún Margrét, f. 1944, d. 1971,
kennari, maður hennar var Páll
Ingólfsson landfræðingur, barn
þeirra er Guðný Þóra. 2) Örnólf-
ur, f. 1947, lögreglumaður og
ökukennari í Reykjavík, maki
Guðrún Björnsdóttir húsmóðir,
börn þeirra eru: Guðrún Mar-
grét, Sveinn Kristinn og Sigríður
Rósa. 3) Kristján, f. 1949, svæðis-
sfjóri Olíufélagsins hf. á Vestur-
landi, maki Sigrún Halla Karls-
dóttir sjúkraliði, böm þeirra em:
Álfhildur, Karl Kristinn og
Sveinn. 4) Sigurbjörn, f. 1955,
fulltrúi hjá Starfsmannahaldi
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli, maki Dagbjört Hansdóttir
kennari, börn þeirra eru Ingi-
björg, Eva Mjöll, Guðrún Þórey
og Sigurbjörn Ari.
Sveinn sótti Héraðsskólann á
Laugarvatni 1930-32 en vann al-
menn störf til lands og sjávar á
Fáskrúðsfirði til 1935
er hann hóf verslun-
arstörf við Kaupfélag
Fáskrúðsfirðinga.
Sveinn var einn af
stofnendum Verka-
lýðsfélags Fáskrúðs-
fjarðar og formaður
þess 1935-41, sat í
hreppsnefnd Búða-
hrepps 1937-41.
Hann fluttist til
Akraness 1941, hóf
þá störf hjá Kaupfé-
lagi Suður-Borgfirð-
inga, varð þar kaup-
félagsstjóri 1942 og
gegndi því starfi til
1963 en þá gerðist hann umboðs-
maður Samvinnutrygginga.
Sveinn varð útibússfjóri Sam-
vinnubankans á Akranesi við
stofnun hans 1964 og gegndi því
starfi til 1981. Hann sat í bæjar-
stjórn Akraness 1946-50, í yfir-
kjörsljórn Vesturlandskjördæmis
1959-71 og 1978-91 og var for-
maður fræðsluráðs Akraness
1959-71. Hann var í stjórn Anda-
kflsárvirkjunar 1967-72 og 1978-
87, endurskoðandi Sparisjóðs
Akraness og í stjórn hans í nokk-
ur ár, í stjórn kjördæmisráðs Al-
þýðuflokksins í Vesturlandskjör-
dæmi í 16 ár, lengst af sem for-
maður. Hann sat í stjórn Alþýðu-
flokksfélags Akraness um árabil
og var fulltrúi á flokkþingum um
áratugaskeið. Sveinn sat í banka-
ráði Seðlabankans 1980-85, var
formaður sljórnar Skallagríms
hf. 1979-80, í stjórn Byggðasafns-
ins í Görðum 1973-86, auk ýmissa
annarra trúnaðarstarfa. Hann lét
sig mjög málefni templara varða,
starfaði í stúkunni Akurblóm nr.
3 IOGT. Sveinn gekk í Oddfell-
owregluna 1953. Var einn af
stofnendum stúkunnar nr. 8, Eg-
ill, á Akranesi 1956 og Rebekku-
stúkunnar nr. 5, Ásgerður. Hann
var fyrstur yfirmeistari beggja
stúknanna og heiðursfélagi st.
nr. 8, Egill.
Útför Sveins fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku afi minn. Nú hefur þú feng-
ið hvildina og ert laus við allar þján-
ingar. Ekki grunaði mig að ég myndi
missa ykkur ömmu með svo stuttu
millibili. Eg er svo þakklát fyrir að
hafa haft þig svona lengi hjá okkur.
Eg þakka ykkur ömmu fyrir allar
þær dýrmætu minningar sem þið
hafið gefið mér.
Þegar við systurnar voi-um að
koma til ykkar þá komuð þið amma
og sóttuð okkur niður á Aki’aborg og
síðan fórst þú venjulega smá rúnt
með okkur um Akranes. Svo þegar
komið var heim þá lagði amma ýms-
ar kræsingar á borð, eins og henni
einni var lagið, og maður borðaði sig
alveg pakksaddan. Á sumrin þegar
veðrið var gott fórst þú oftast út í
skúr og sóttir sólbedda og stóla
handa okkur og við settumst út í
garð.
Þegar amma var orðin veik keypt-
ir þú alltaf pizzur og kók til að gefa
okkur eða fórst með okkur í Skútuna
og gafst okkur hamborgara og
franskar, sem vakti mikla lukku. Það
var líka alltaf gaman að fara með
pabba niður á höfn til að sækja ykk-
ur ömmu þegar þið voruð að koma í
heimsókn til okkar. Alltaf varst þú
fyrstur út úr Akraborginni og amma
kom svo venjulega fast á eftir og átti
hún þá alltaf til einhver sætindi í
veskinu fyrir okkur börnin.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku afi minn, mikið á ég eftir að
sakna þín en ég veit að það hefur
verið tekið vel á móti þér á nýjum
stað og þið amma eruð loksins sam-
an á ný.
Guð geymi þig. Þín
Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir.
Haustið 1949 var ákveðið að und-
imtaður skyldi verða frambjóðandi
Alþýðufiokksins í Borgarfjarðar-
sýslu við alþingiskosningar sem þá
áttu að fara fram. Eg var 25 ára
blaðamaður úr Reykjavík og tók
þegar að heimsækja forustumenn
flokksins á Akranesi.
Einn hinna fyrstu var Sveinn
kaupfélagsstjóri eins og hann var
þá almennt kallaður. Hann tók á
móti mér með brosi og vinsemd en
kvaðst þó verða að segja mér, að
hann hefði frekar viljað sama fram-
bjóðanda og fyrr og því ekki getað
stutt mig. Ekki olli þetta fjandskap
eða andstöðu og sátum við lengi og
ræddum vandamál kjördæmis og
þjóðar. Kom þá í ljós að við vorum
sammála um öll meginatriði og hef-
ur svo verið yfir 50 ár síðan. Öll þau
ár sem við vorum báðir starfandi
var með okkur traust vinátta og vilji
til að gera þjóðinni gagn í anda
þeirra kenninga og hugsjóna er við
báðir studdum.
Jafnaðarstefnan var Sveini ekki
aðeins pólitísk skoðun heldur lífs-
viðhorf er mótaði orð hans og at-
hafnir. Hann hafði ærin tækifæri til
að sýna þetta í stjóm á kaupfélagi
bænda og bæjarbúa sem stóð þá í
blóma. Hann veitti mér og góðan
stuðning þegar ég var ritstjóri Sam-
vinnunnar tæplega áratug. Við vor-
um báðir samvinnu-kratar og sáum
fyrir okkur íslenskt framtíðarþjóð-
félag er byggðist á traustu frelsi,
sönnu jafnrétti og almennu bræðra-
lagi.
Enda þótt flestir einstaklingar og
fjöldi flokka lýsi stuðningi við þetta
þrefalda markmið virðist svo sem
þvi ríkari sem íslendingar verði því
meira starf þurfi til að tryggja frels-
ið, auka jafnréttið og koma á
bræðralaginu sem okkur hefur svo
lengi dreymt um. Það reynast alltaf
vera torfærur á milli draums og
veruleika í mótun velferðan-íkisins.
Græðgin og eigingirnin fara oft með
sigur af hólmi.
Sveinn var fæddur og uppalinn á
Búðum í Fáskrúðsfirði. Eftir skóla-
göngu á Laugarvatni kom hann til
Akraness 1941 og hóf störf við
kaupfélagið. Þetta var á sama tíma
sem mikill fjöldi fólks flutti suður
frá Vestfjörðum. íbúum fjölgaði og
þessi kynslóð byggði þróttmikinn
fiski- og iðnaðarbæ á Skaganum.
Sveinn naut sín í þessu andrúms-
lofti, fórnfús mörgum áhugamálum
og fjölhæfur naut hann vaxandi
trausts og vinsælda. Hann var með-
al stofnenda verkalýðsfélags og í
hreppsnefnd á Búðum. Fáum árum
eftir komuna til Akraness var hann
kjörinn í bæjarstjóm og gegndi þar
fjöldi starfa í fræðsluráði, fyrir sem-
entsverksmiðju og orkuver og sam-
göngutæki. Hann starfaði fyrir
hjartavemd, góðtemplara- og odd-
fellowreglumar og fleiri áhugamál.
Sveinn var virkur í Alþýðuflokknum
og gegndi trúnaðarstörfum frá
heimaslóðum til flokksþinga.
Kona Sveins var Guðrún Örnólfs-
dóttir, en hún lést f ágústmánuði
síðastliðnum. Sonum þeirra þremur
og fjölskyldum þeirra sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Benedikt Gröndal.
Sveinn Kr. Guðmundsson er lát-
inn. Með honum er genginn mætur
Skagamaður, reyndar aðfluttur eins
og velflestir Akumesingar.
Árið 1941 kom Sveinn til Akra-
ness og hóf störf hjá Kaupfélagi
Suður-Borgfirðinga og var reyndar
kenndur við það á þeim tíma sem
undirritaður flutti til Akraness,
„Sveinn í kaupfélaginú', umtalaður
á Akranesi fyrir myndarlegan
rekstur þess fyrirtækis. Marga hef
ég heyrt segja frá þeim skemmti-
lega tíma; fyrst frá starfseminni f
kaupfélaginu við Kirkjubraut, síðan
kom útibúið á homi Merkigerðis og
Sunnubrautar og svo var byggð
kjörbúð við Stillholt. Margir Ákur-
nesingar muna þá sem þar voru, t.d.
Eðvarð Friðjónssop heitinn, Theo-
dór Einarsson og Ásmund Jónsson,
að ógleymdum öllum „stelpunum"
sem unnu í þessum verslunum. Það
kemur alltaf glampi í augu þeirra
sem þarna unnu þegar um er rætt.
Sveinn taldi sig á einhvern hátt föð-
ur allra þeirra sem hjá kaupfélaginu
unnu meðan það var og hét, með
sláturhús, pakkhús, verslanir,
sendi- og flutningabifreiðir. Undir-
ritaður fékk að heyra ýmsar starfs-
reglur sem Sveinn hafði hvað varð-
aði reksturinn, t.d. að ekki var farið
í íjárfestingu nema fyrirséð væri
um kostnað, og var öll slík umsýsla í
höndum Sveins sjálfs, hvort sem um
var að ræða byggingarframkvæmd-
ir, mannaráðningar eða annað.
Enda kom það skýlaust fram þegar
Sveinn var að ráðleggja okkur sem
fengumst við pólitík, að við yrðum
að hafa hönd á sem flestu sem við-
kemur framkvæmdum bæjarfélags-
ins eða því sem að landsmálum lýt-
ur.
Árið 1986 þegar undimtaður hóf
opinber afskipti af pólitík fyrir Al-
þýðuflokkinn var gott að geta sótt í
reynslusjóð Sveins og annarra eldri
félaga um nánast hvað sem var, það
reyndist drjúgt á árunum frá 1986
þótt verklag væri að breytast við
framkvæmd málefna Akranesbæj-
ar. Við bæjarfulltrúarnir fengum
stundum „skammir" (sem voru í
raun góð ráð), sérstaklega fyrir
fundargerðir og sýnileg gögn, sem
Sveinn sagði ekki nokkra leið að
skilja í mörgum tilvikum, og hafa
fleiri tekið undir það sjónarmið.
Sveinn mætti dyggilega á bæjar-
mála- og bæjarstjórnarfundi og lét
sína skoðun í ljós þegar því varð við
komið, rökfasta og einfalda. Á sama
hátt starfaði hann á vettvangi
landsmálanna í kjördæmisráði Al-
þýðuflokksins og á flokksþingum
var mönnum sagt til syndanna ef
því var að skipta, hver sem í hlut
átti.
Hin síðari ár hafði Sveinn mikil
afskipti af málefnum aldraðra og
beitti sér með öðrum fyrir stofnun
Félags eldri borgara á Akranesi og
nærsveitum (FEBAN). Hann sat í