Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 11
UMTALSVERÐAR BREYTINGAR hafa á undanförnum árum verið gerðar
á sviði rafmagnsöryggismála til að mæta kröfum nýrra tíma. Allar
miða þær að auknu rafmagnsöryggi og bættri þjónustu við neytendur.
LÖGGILDINGARSTOFA fer nú með yfirumsjón rafmagnsöryggismála
en faggiltar skoðunarstofur annast rafmagnseftirlit.
Aukin ábyrgð
HÚSEIGENDUR og umráðamenn húseigna bera ábyrgð á að
raflagnir og rafbúnaður á þeirra vegum séu í lagi. Þeim ber
að lagfæra strax það sem aflaga fer og kalla til fagmenn
ef nauðsyn krefur.
Meiri kröfur
RAFVERKTAKAR og rafveitur eiga að vinna
eftir gæðakerfi sem tryggir að öll verk séu yfirfarin í verklok
og að þau uppfylli settar kröfur um öryggi. Framkvæmdar
eru úrtaksskoðanir í stað þess að opinberir eftirlitsmenn
taki hvert verk út eins og áður var. Leiði skoðun í Ijós að ekki
hafi verið farið að reglum hefur Löggildingarstofa rétttil að
grípa til viðeigandi ráðstafana.
Löggiltir fagmenn
RAFVERKTAKAR sem fengið hafa löggildingu hafa einir heimild
til þess að annast rafverktöku og bera ábyrgð á þeim rafverkum
sem falla undir lög og reglugerðir um raforkuvirki.
Löggildingarstofa löggildir rafverktaka að uppfylltum skilyrðum
um menntun, kunnáttu, búnað og aðstöðu.
Ábyrgir seljendur
RAFTÆKJASALAR og innflytjendur rafbúnaðar þurfa
að geta sýntfram á uppruna og eiginleika þeirrar vöru
sem þeir hafa á boðstólum og eru ábyrgir fyrir því að
hún uppfylli settar kröfur. Vegna vaxandi alþjóða-
samstarfs, m.a. vegna samninga um gagnkvæma
viðurkenningu á prófunum og vottunum, er ekki lengur
talin þörf á að skoða allan rafbúnað áður en hann fer
á markað hérlendis.
Breytt eftirlit
RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS hefur verið lagt niður.
Nú annast óháðar og faggiltar skoðunarstofur
rafmagnseftirlit í umboði Löggildingarstofu.
Skoðunarstofur framkvæma úrtaksskoðanir
en einnig erfarið eftir ábendingum sem berast
til Löggildingarstofu, m.a.frá almenningi.
/T
EBT ÞÚ í VAFA UM RAFMAfiftöÖBYGGI MTT?
Ábyrgðin er þín. Fédtt iöggitla fagntenn í lið með þér.
VANTAB MG UPPLÝSIWfiAt?
Befðu sambattd við Léggildragaratofu.
Löggjlwngarstofa
SíSumúta 13 • Sími: 5681122 • Fax: 566 S2S6
Liggildingarstefa hafur yfirekirUt mdk
•vomum gegn hættu ogtjóni af valdum rafmagns
• háepenntum raforkuvirkjum og neyskiveitum
• innri öryggisstjórnun rafveitna og rafverktaka
• markaðsgæslu raffanga
LögfpMingaratofa anaast
• löggildingu rafverktaka
• samningu og túlkun reglna á rafmagnssviði
• leyflsveitlngu til faggiltra skoðunarstofa og eftiriit með þeim
• miðlun upplýsinga til fagmanna og almennings