Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Rafmag’nsör-
• yggisdeild Lög-
gildingarstofu
Rafmagnsöryggis-
deild Löggildingar-
stofu hefur undan-
farnar vikur komið
nokkuð við sögu í
fréttum fjölmiðla. Af
.beirri ástæðu tek ég
"íieila grein undir um-
fjöllun um þá deild
meðan aðrar deildir
Löggildingarstofu
verða að deila rúmi.
Löggildingarstofa
hefur yfirumsjón með
rafmagnsöryggismál-
um í landinu og tók við
því hlutverki af Raf-
magnseftirliti ríkisins
í ársbyrjun 1997. Um leið voru
gerðar umtalsverðar breytingar á
fyrirkomulagi rafmagnsöryggis-
mála. Breytingarnar miðuðu að
því að koma þeim málum í nú-
tímalegra horf, að draga úr eftir-
Titi stjórnvalda en auka ábyrgð
fagmanna, eigenda og umráða-
manna raforkuvirkja, neyslu-
veitna og raffanga. Ennfremur
áttu breytingarnar að stuðla að
auknu öryggi neytenda gagnvart
hættu af völdum rafmagns, draga
úr kostnaði við rafmagnseftirlit
og auka skilvirkni og þjónustu við
neytendur.
Breyttar
forsendur
Astæður fyrir þessum breyt-
ingum voru margþættar. Þróun á
alþjóðavettvangi kallaði á breytt
fyrirkomulag en einnig breyttust
ýmsar forsendur á sviði raf-
magnsöryggismála með aðild Is-
lands að Evrópska efnahagssvæð-
inu. Þá höfðu samtök rafveitna,
rafverktaka og innflytjenda um
árabil farið fram á að fyrirkomu-
lag rafmagnsöryggismála yrði
endurskoðað til samræmis við
breytta tíma, enda hafði mikið
vatn runnið til sjávar frá því gild-
andi reglur voru settar.
Samkvæmt lögum hefur Lög-
gildingarstofa faglega umsjón
rmeð framkvæmd rafmagnsörygg-
ismála hér á landi og er ráðherra
til ráðuneytis um þau mál. Raf-
magnsöryggisdeild Löggildingar-
stofu annast m.a. löggildingu raf-
verktaka, veitir skoðunarstofum
og ábyrgðarmönnum rafveitna
starfsleyfi, ákveður viðurlög og
beitir sviptingum ef skilyrði leyfis
eru ekki uppfyllt eða lögboðnar
skyldur eru vanræktar. Ennfrem-
ur sker Löggildingarstofa úr
ágreiningi um öryggi raforku-
virkja, neysluveitna og raffanga
og ákveður til hvaða öryggisráð-
stafana skuli grípa til að afstýra
hættu og hver beri ábyrgð á og
kostnað af framkvæmd úrbóta.
Nýtt fyrirkomulag
Rafmagnsöryggisdeild Löggild-
ingarstofu er enn að móta starf
sitt. Þrátt fyrir það má fullyrða að
fyrsta starfsár hennar hefur sýnt
að nýtt fyrirkomulag á sviði raf-
magnsöryggismála er til mikilla
bóta. Verulega hefur dregið úr
kostnaði við allt eftirlit enda eru
Gylfi Gautur
Pétursson
nú óháðar skoðunar-
stofur fengnar til að
framkvæma úrtaks-
skoðanir í stað þess að
fjöldi oþinberra eftir-
litsmanna sé á launum
allt árið um kring. Á
það jafnt við um virki
og búnað rafveitna,
raflagnir í húsum og
sölu rafbúnaðar. Þetta
fyrirkomulag hefur í
för með sér að raf-
verktakar, rafveitur
og innflytjendur bera
nú meiri ábyrgð á
verkum sínum og vör-
um en áður var.
Spyrja má hvort ekki sé betra og
öruggara að láta opinbera eftir-
litsmenn skoða hverja raflögn og
hvert raftæki heldur en að aðeins
sé hluti af heildinni tekinn til at-
hugunar. Svar mitt er einfalt.
Slíkt eftirlit er ekki við hæfí á
okkar dögum. Raflagnir og raf-
búnaður hafa tekið miklum
Nýtt fyrirkomulag
rafmagnsöryggismála,
segir Gylfí Gautur
Pétursson, er til
mikilla bóta.
stakkaskiptum frá því Rafmagns-
eftirliti ríkisins var komið á fót.
Löggiltir rafverktakar fá löggild-
ingu út á menntun sína og kunn-
áttu. Þeim ber skylda til að fylgja
settum reglum um rafmagnsör-
yggi og yfirfara verk sín í verklok
og hið sama gildir um rafveitur.
Hvers vegna á að sýna þessum
aðilum vantraust með kostnaðar-
sömu opinberu eftirliti? Hvað raf-
föng varðar þá eru viðurkenndar
prófunarstofur úti um víða veröld
sem skoða og prófa öryggi raf-
búnaðar sem fluttur er hingað til
lands. Hvers vegna ætti fámenn
þjóð eins og Islendingar að eyða
hundruðum milljóna króna í að
prófa rafföng sem hafa verið
margprófuð annars staðar?
Ábyrg aðgæsla
neytenda
Ekkert opinbert eftirlit kemur í
staðinn fyrir ábyrga aðgæslu
neytenda sem daglega þurfa að
nota rafmagn. Reynsla annarra
þjóða sýnir að með því að upp-
fræða almenning um hættur af
völdum rafmagns og hvernig megi
koma í veg fyrir rafmagnsslys og
eldsvoða næst betri árangur en
með stopulu eftirliti á vegum hins
opinbera. Fólk verður að gera sér
grein fyrir eigin ábyrgð í þessum
efnum sem öðrum. Það er stefna
og hlutverk Löggildingarstofu að
miðla upplýsingum til fagmanna
og almennings og tryggja með því
aukið rafmagnsöryggi allra lands-
manna.
Höfundur er forstjóri
Löggildingarstofu.
Barnaskóútsaía
***** Smáskór
Sérverslun með bamaskó
Sími 568 3919
AÐSENDAR GREINAR/PROFKJOR
Háskólinn
og Reykjavík
HVERNIG getur
borgin stutt við bakið á
Háskóla íslands og
hvernig getur Háskól-
inn stutt höfuðborgina?
Og eiga þessir aðilar
yfirleitt eitthvað að
rugla saman reytum
sínum? Svar mitt er
hiklaust já.
Alþjóðleg samkeppni
Á undanförnum árum
hefur alþjóðavæðing á
fjölmörgum sviðum auk-
ist og ekkert sem bendir
til annars en að sú þró-
un muni halda áfram inn
í næstu öld, jafnvel af
enn meiri þrótti en til þessa. Há-
skóli Islands á í samkeppni við er-
lendar menntastofnanir og Reykja-
vík og raunar landið allt, á í sam-
keppni um vinnuafl við önnur lönd,
ekki síst í Evrópu. Ljóst er að við
Islendingar þurfum að mæta
breyttum aðstæðum í sameiningu
og því er eðlilegt að borgin og Há-
skólinn meðal annarra leggi saman
krafta sína í þessu skyni.
Árni Þór
Sigurðsson
Rannsóknir
styrktar
Reykjavíkurborg
hefur með ýmsum
hætti lagt lið rann-
sóknar- og þróunar-
starfi á vegum Há-
skólans. Má þar nefna
að veitufyrirtæki hafa
kostað stöðu prófess-
ora í verkfræði og
Reykjavíkurhöfn hef-
ur lagt Háskólanum
til aðstöðu í Vestur-
höfn fyrir rannsókna-
og þróunarsetur í
tengslum við vinnslu
sjávarafurða, m.a. líf-
tækni. Þá hefur borgarráð styrkt
Nýsköpunarsjóð námsmanna. Nú-
verandi meirihluti Reykjavíkur-
listans hefur í verki sýnt jákvæðan
hug sinn til Háskólans og viður-
kennt mikilvægi menntunar fyrir
borgina og mættu margir opinber-
ir aðilar taka Reykjavík sér til fyr-
irmyndar í þessu efni.
En betur má ef duga skal. Að
mínu mati er hægt að gera miklu
Núverandi meiri-
hluti R-listans hefur
í verki sýnt jákvæðan
hug sinn til Háskól-
ans, segir Árni Þór
Sigurðsson, og
viðurkennt mikil-
vægi menntunar fyrir
borgina.
betur á þessu sviði. Áhugavert
gæti verið að setja á laggirnar
samstarfsráð Háskólans og borg-
arinnar og fyrirtækja hennar með
það fyrir augum að þróa frekara
samstarf þessara aðila til að efla
rannsókna- og vísindastarf í
Reykjavík. Atvinnulífið gæti
einnig komið að slíku samstarfi í
einhverjum mæli eftir því sem til-
efni gefast. Einnig væri álitlegt að
tengja aðrar háskólastofnanir og
starfs- og verkmenntunarskóla inn
í svona samstarf. Með samvinnu af
þessum toga væri lagður grunnur
að nýju og öflugu samstarfsformi
sem tvímælalaust yrði til að efla
menntun og atvinnu í Reykjavík.
Höfundur er borgarfulltrúi og tek-
ur þátt í prófkjöri R-Iistans.
Ný hugsun í húsnæðis-
málum lágtekjufólks
Á yfirstandandi kjör-
tímabili hefur vinnu-
brögðum við úthlutun
félagslegs húsnæðis
hjá húsnæðisnefnd
Reykjavíkur verið
breytt á þann veg að í
stað þess að hafa eina
úthlutun á ári er nú út-
hlutað íbúðum allt árið
um kring. í byggingu
eru íbúðir í Borgar-
hverfi, og til að svara
mikilli eftirspurn eftir
íbúðum nær miðborg-
inni, standa nú yfir
byggingar á íbúðum í Guðrún Kr.
Sóltúni og við Skúla- Óladóttir
götu. I október sl. var
opnuð Upplýsingaskrifstofa hús-
næðismála í húsnæði húsnæðis-
nefndarinnar þar sem fólk fær
upplýsingar um þá kosti sem því
bjóðast í húsnæðimálum í Reykja-
vík. Á einum og sama stað er nú
tekið við umsóknum um þær íbúð-
ir sem Reykjavíkurborg hefur yfír
að ráða. Um miðjan sjöunda ára-
tuginn kom verkalýðshreyfingin
því til leiðar í gegnum kjarasamn-
inga að byggja skyldi 1000 íbúðir í
Reykjavík á tíu árum með það að
markmiði að uppræta heilsuspill-
andi húsnæði og langvarandi skort
á íbúðum fyrir láglaunafólk og
tókst það með dyggri aðstoð
Byggingasjóðs verkamanna. Af
hagkvæmniástæðum var farið út á
þá braut að byggja íjöldann allan
af samskonar íbúðarblokkum ná-
lægt hver annarri. Það neikvæða
við þessa aðgerð var að með því að
byggja íbúðir með þessum hag-
kvæma hætti voru samlitum hópi
þannig ekki bara útvegaðar íbúðir
í sama húsi heldur líka í heilu
hverfunum. í dag skortir ekki
íbúðir í Reykjavík. Enn en sem
fyrr skortir láglaunafólk húsnæði
á viðráðanalegum kjörum. Á síð-
asta ári fjölgaði umsækjendum um
íbúðir hjá húsnæðisnefnd Reykja-
víkur um þriðjung og eftirspurn
eftir ódýrum félagslegum eignarí-
búðum er mjög mikil. Á sama tíma
er á fjórða hundrað manns á
biðlista eftir leiguíbúðum hjá
borginni. Til þess að uppræta
þennan vanda þarf að auka stór-
íega hlutfall þeirra. Ef húsaleigu-
bótakerfið væri litið sömu augum
og vaxtabætur sem
eigendur húsnæðis fá
og eru tekjutengdar
og væru á sama hátt
og þær óskattlagður
styrkur til niður-
greiðslu húsnæðis,
gæti í raun hver sem
er rekið leiguhúsnæði
á viðráðanlegum kjör-
um, en til þess þarf
bæði lagabreytingar
og vilja hjá rfldsvald-
inu.
Félagsleg Ián til
í'búðarkaupa
Uppi eru hugmynd-
ir um að í stað þess að
halda áfram að úthluta íbúðum
verði fólki veitt félagsleg lán til
kaupa á þeirri Ibúð sem því sýnist
og uppfyllir skilyrði lánveitenda
og er ég persónulega mjög spennt
fyrir þeirri hugmynd. Með því
móti væri hægt að breyta þeim
íbúðum sem koma til innlausnar í
núverandi kerfi í félagslegar
Löngu er tímabært,
segír Guðrún Kr. Qla-
dóttir, að endurskoða
grunninn að félagslega
íbúðakerfinu.
leiguíbúðir eða raunverulegar
kaupleiguíbúðir þar sem kaupand-
inn fær nokkur ár til að reiða fram
útborgun en hún er nú 10% af
kaupverði. Það er löngu orðið
tímabært að endurskoða grunninn
að félagslega íbúðarkerfinu því að
ekki skortir húsnæðið. Það sem
skortir hins vegar er réttlát skipt-
ing tekna og þar með það öryggi
sem húsnæði á viðráðanlegum
kjörum á að veita þeim hluta
þegnanna sem í dag stendur
höllustum fæti í þjóðfélaginu.
Höfundur er varaformaður Starfs-
mannafélagsins Sóknar og tekur
þátt í prófkjöri R-Iistans.
^ Orðsending til
Arna Sigfússonar
VEGNA skrifa Arna
Sigfússonar um lög-
gæzlumál í Reykjavik,
vil ég vinsamlega benda
honum á þá staðreynd
að allt forræði löggæzlu
í Reykjavík heyrir und-
ir dómsmálaráðuneytið.
Dómsmálaráðherra
ríkisstjórnarinnar heitir
Þorsteinn Pálsson og er
fyrrverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ef sjálfstæðismenn í
borgarstjórn telja að
löggæzlu í borginni sé
Alfreð Þorsteinsson
áfátt ættu að vera hæg
heimatökin fyrir þá að
snúa sér til flokksbróð-
ur síns í dómsmálaráð-
ureytinu og krefjast
aukins íjármagns til
þessa málaflokks til að
gera Lögreglunni í
Reykjavík kleift að
sinna störfum sínum
betur.
Reykjavíkurlistinn
frábiður sér aðgerða-
leysi Sjálfstæðisflokks-
ins í löggæzlumálum í
borginni með sama
hætti og borgaryfirvöld
Ef löggæzlu er áfátt,
segír Alfreð Þor-
steinsson, geta menn
snúið sér til ráðherrans.
bera enga ábyrgð á aðgerðaleysi
Halldórs Blöndals í samgöngumál-
um Grafarvogs.
Hvers eiga Reykvíkingar að
gjalda?
Höfundur er borgarfulltrúi R-lista.