Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 27. JANÚAR 1998 31 MENNTUN Morgunblaðið/Golli BLANDAÐ dönsku- og fjölmiðlanám í Norræna húsinu. Árdís Sigurð- ardóttir, ritstjóri unglingablaðsins OZON. s Ovenjulegt dönskunám ✓ Ohefðbundið nám fyrir framhaldsskóla- nema er stundað 1 Norræna húsinu. Það fer fram á dönsku og felst námskeiðið í blaðamennsku og útgáfu á vestnorræna unglingatímaritinu OZON. FÓLK á aldrinum 16 til 20 ára á íslandi, Grænlandi og Færeyjum var á blaða- mennskunámskeiði í haust í þessum þremur löndum og nú er af- raksturinn nýprentaður í 25 þúsund eintökum og dreift meðal ungmenna í löndunum þremur. Næsta nám- skeið hefst þriðjudaginn 4. febrúar og þarf að skrá sig fyrir 30. janúar. Ardís Sigurðardóttir, starfsmaður í Norræna húsinu, stjómar þessu verkefni sem kostað er af norrænu ráðherranefndinni. Blaðið er unnið í tölvuverinu í Norræna húsinu og kennslan fer þar fram líka. Á liðnu ári kenndu ásamt Árdísi blaðamenn- imir Urður Gunnarsdóttir og Andrés Magnússon. Blaðið er prent- að í Odda. „Námskeiðið er auglýst í öllum framhaldsskólunum," segir Árdís, „en í Menntaskólanum í Kópavogi er boðið upp á það sem tveggja eininga valnámskeið.*1 Hún segir námskeiðið góða tilbreytingu fyrir nemendur, þeir fari í nýtt umhverfi, vinni að raunverulegu verkefni og verði heimavön í Norræna húsinu - kynn- ist bókasafni þess og möguleikum. Núna var 5. eintak OZON að koma út en hugsanlega verður hið 6. það síðasta, því blaðið er háð þriggja ára áætlun ráðherranefndarinnar. Sótt hefur verið um áframhaldandi styrk en óvíst er um hvort hann fæst. „Við skrifum blaðið á dönsku og kennum á dönsku því hún er fyrsta erlenda tungumálið í þessum þremm- löndum,“ segir Árdís, „einnig hljóta nemendur æfingu á tölvur og alnetið.“ OZON er líka tilraun til að gera dönskuna skemmtilega. Það er skrif- að af ungu fólki og lesið af jafnöldr- um á máli sem fellur þeim í geð. „Blaðið er prófarkaiesið af dönum en bæði tekið tillit til að nemendur eru að skrifa á erlendu máli og til aldurs. Þannig er stíll þeirra látinn halda sér,“ segir Árdís. Hún segir ennfremur að lélegar greinar komist ekki í blaðið, heldur vinna nemendur þær þangað til að gæðunum er náð. Hún segir að Lýð- skólinn hafi unnið fyrstu þrjú blöðin, Hitt húsið það fjórða, og fimmta og sjötta sé unnið með sérstöku blaða- mannanámskeiði sem standi öllum til boða - ekki er nauðsynlegt að vera í skóla, einungis á þessum aldri. Á næsta námskeiði kennir til dæmis Sigrún Bjömsdóttir úr Hagnýtri fjölmiðlun í HÍ. í febrúar er kennt einu sinni í viku, svo tvisvar í viku í mars og námskeiðinu lýkur fyrir páska. Tveir krakkar fara svo með ritstjóranum, Árdísi, til Grænlands í júní eða ágúst á fund með ritstjómarmeðlimum landanna þriggja sem ákveða endan- lega hvemig blaðið líti út og svo mun það verða prentað næsta haust. Blaðamannanámskeiðið sem hefst í febrúar verður í 13 skipti og sam- tals 39 stundir. Hugmyndir að grein- um koma frá nemendunum sjálfum. Árdís segir í lokin að framhalds- skólanemar á landsbyggðinni geti unnið greinar í blaðið í samráði við sig - það myndi auka fjölbreytnina í efni. Heimasíða OZON er http-y7www.o3.dk. Yoga-námskeið ' Acaiya Ashiishananda Ava- dhuta séiþjálfaður yoga- j kennari heldur reglulega 6 vikna yoganámskeið. Hóp- . kennsla og einkatímar. Lærðu að hugleiða á árang- “ursríkan hátt með persónu- legri leiðsögn. Lærðu yogalíkamsæfmgar, einstaklingsbundin kennsla sem tekur mið af líkamlegu ástandi hvers og eins. Ný námskeið byrja miðvikudaginn 4. mars. kl. 17.30—19.30. Uppl. og skráning í s. 551 2970 kl. 9—12 og e. kl. 21 á kvöldin. Verð kr. 6.000, afsláttur f. skólafólk. Ansnda Margs Yogahreyfing á íslandi, Undargötu 14, Rvik. ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn viitasta málaskóla Bretlands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir; unglingaskóla, júlí og ágúst, 13—17 ára, 4ra vikna annir; viðskiptaensku 2ja og 4ra vikna annir. Upptýsingar gefur Jóna María Jútíus- dóttir, eftir M. 18.00, {síma 462 3625. Undir forystu Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa hafa orðið stórstígar framfarir í orkumákim Reykvíkinga á þessu kjörtímabili. • Nesjavallavirkjun er forsenda þess, að samningar tókust um nýja stóriðju. sem er vítamínsprauta fyrir atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu í bráð og lengd. • Fyrsta skref til lækkunar orkuverðs var stigið 1. janúar s.l. með lækkun gjaidskrár Rafmagnsveitu Reykjavíkur. • Reykvíkingum hefur verið tryggður arður af eign sinni í Landsvirkjun. • Veitustofnanir hafa gert samning um kostun tvegaja prófessors«nbætta við Háskóla fslands. • Hafinn er undirbúningur í samráði við (TR að því að gera Reykjavík að hetísuborg með nýtingu heita vatnsins og suncfiauganna. • Ótal sóknarfæri bíða á sviði orkumála á næsta kjörtímabiti m.a. á sviði samgöngumála, símaþjónustu og nýtingar jarðgufu til iðnaðarframleiðslu. Stuðningsmenn. Alfreð Isetur verkin tala... if
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.