Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Framkvæmdaáætlun fyrir árið 1998 88 milljónir í götur og 45 í fráveituna Margar kær- ur fyrir brot í umferðinni SKILYRÐI til aksturs hafa verið einkar góð síðustu daga og hefur aksturslag Akureyringa fremur líkst því sem tíðkast að vorlagi, en margir hafa verið kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot að undanfórnu. Þannig voru tuttugu ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt sem er óvenjumikið miðað við árstíma. Tveir voru teknir fyrir meinta ölv- un við akstur, sex virtu ekki stöðv- unarskyldu og fimm voru kærðir fyrir að leggja bílum sínum ólög- lega. Fjórtán ökumenn voru ekki með ökuskírteini meðferðis þegar lögi-egla stöðvaði fór þeirra og númer voru tekin af tíu bifreiðum sem ekki hafði verið mætt með til endurskoðunar. Ellefu voru kærðir fyrir að nota ekki lögboðin öryggis- belti. Sex höfðu ekki ljósin í lagi og tvisvar var tilkynnt um að ekið hefði verið á bifreið en tjónvaldur ekki gefið sig fram. Tilkynnt hefur verið um níu um- ferðaróhöpp síðustu daga þar sem verulegt eignatjón varð, en meiðsl fólks ekki mikil. -------------- Mikil ölvun um helgina ALLMIKIL ölvun var á Akureyri fyrstu helgi þorra og margir á skemmtistöðum bæjarins. Sjö manns voru kærðir fyrir ölvun og fylgdu henni nokkur átök, en marg- ir fengu á kjaftinn um helgina. Ekki er ljóst hvort öll þau högg verða kærð. Um helgina voru fimm manns kærðir fyrir að bera vín inn á vínveitingastaði bæjarins en það er óheimilt, ætlast er til að vín, sem neytt er inni á skemmtistöðum, sé keypt þar. ------♦-♦-♦--- Norskar barnabækur SYNING á norskum barnabókum stendur yfir á Amtsbókasafninu á Akureyri. Sýningin ber yfirskrift- ina „Orð til þroska" og er það norska menntamálaráðuneytið sem fyrir henni stendur. Sýningin er op- in á afgreiðslutíma safnsins sem er frá kl. 10 til 19 alla virka daga og 10 til 15 á laugardögum. Síðbúin þrettánda- gleði AKUREYRINGAR fjölmenntu á sfðbúna þrettándagleði íþróttafé- lagsins Þórs á félagssvæðinu við Hamar sl. föstudagskvöld. Börn og unglingar voru þar í meiri- hluta og heilsuðu þau upp á álfa- kóng og álfadrottningu, púka og tröll og fleiri kynjaverur, auk þess sem nokkrir jólasveinar voru á svæðinu. Iþróttaálfurinn Magnús Schev- ing skemmti börnunum og hann fékk þau til að taka nokkrar létt- ar æfíngar með sér. Friðrik Hjör- Ieifsson frá Dalvík tók lagið og einnig Kirkjukór Glerárkirkju. Kveikt var í brennu að venju, auk þess sem boðið var upp á glæsi- Iega flugeldasýningu í lokin. Tvívegis hefur þurft að fresta þrettándagleðinni vegna aur- bleytu á félagssvæðinu en á föstu- dag voru aðstæður hinar ákjósan- legustu og var greinilegt að gestir skemmtu sér hið besta, þótt komið væri fram á þorra. Systurnar María og Halldóra voru í þeim hópi og hér heilsa þær upp á tvö af tröllunum sem virðast bara vera nokkuð vinaleg að sjá. FRAMKVÆMDAÁÆTLUN fyrir árið 1998 var lögð fram á fundi framkvæmdanefndar í gær, en samkvæmt áætluninni verður 133 milljónum króna varið til gatna- gerðar og fráveituframkvæmda á árinu. Skiptingin er þannig að 45 milljónir fara í fráveitufram- kvæmdir og 88 milljónir í gatna- gerð. Lokið verður við að endurbyggja tvær götur í sumar, Norðurgötu, frá Grænugötu að Eyrarvegi, sem Guðmundur Guðlaugsson verk- fræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að væri langþráð framkvæmd, enda gatan nánast ónýt á þessum parti og Hólabraut sunnan Búnað- arbanka sem byrjað var á í fyrra, en kostnaður er áætlaður 8,4 millj- ónir króna í þessi verkefni. Malbik- að verður í Vesturgili og Víkurgili og er kostnaður við það 2,1 milljón króna. Til umferðannála verður varið 6 milljónum og sömu upphæð í ýmis verk, m.a. gagnstíga og graseyjar. I gangstéttar og stíga fara 21,2 milljónir króna í sumar, um helm- ingur verður notaður í göngubrú yfir Glerá en áætluð verklok eru um miðjan október. Þá verða gang- stéttir lagðar við Mýrarveg, Búð- arfjöru og Duggufjöru og stígar milli Merkigils og Skessugils og einnig Borgarbrautar og Drangs- hlíðar. Nýjar götur í Krossaneshaga Hvað nýbyggingu gatna varðar fara 18 milljónir af 44,3 milljóna króna heildarframlagi í gatnagerð í Krossaneshaga. Guðmundur sagði að innan tíðar yrðu auglýstar laus- ar lóðir á þessu svæði, sem er aust- an Hörgárbrautar og norðan Hlíð- arbrautar, en þar verður byggt upp iðnaðar-, verslunar- og þjón- ustusvæði. Breyting verður gerð á aðkomu að athafnasvæði Útgerðar- félags Akureyringa við Fiskitanga og er áætlað að 8 milljónir króna fari í nýjar götur þar. Aðkoma að Kjötiðnaðarstöð verður einnig lögð í sumar og er kostnaður við það 2,8 milljónir króna. Norður fyrir Glerá Alls verður á þessu ári 45 millj- ónum króna varið til fráveitufram- kvæmda og er stærsta verkefnið skólp- og dælulagnir í Laufásgötu, frá Gránufélagsgötu að Grenivöll- um en verkefnið kostar 21 milljón króna. Það er einn liður í því mark- miði bæjaryfirvalda að koma öllu skólpi norður fyrir Glerár að sögn Guðmundar. Málþing um nýja útgáfu Biblíunnar HIÐ íslenska Biblíufélag og Eyja- fjarðarprófastsdæmi efna til um- ræðna um nýja Biblíuútgáfu í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju mið- vikudagskvöldið 28. janúar kl. 20. Unnið hefur verið að nýrri þýð- ingu Gamla testamentisins undan- farin ár og hafa fimm kynningar- hefti með henni verið gefin út. Við- brögð fólks við þessari nýju þýðingu hafa sýnt að skoðanir eru allskiptar á því hvernig málfar eigi að vera á Biblíunni, allt frá því að engu megi breyta yfir í að það eigi að vera sem næst mæltu máli dagsins í dag. A málþinginu gerir Guðrún Kvar- an, formaður þýðingamefndar Gamla testamentisins, grein fyrir starfinu, Erlingur Sigurðarson menntaskólakennari, sr. Hannes Blandon og Toi-fi Hjaltalín lýsa af- stöðu sinni til hinnar nýju þýðingar og til málfars Biblíunnar almennt. Morgunblaðið/Kristján ÞORMÓÐUR Guðbjartsson, matreiðslumaður á Bautanum, við súpuborðið. Súpurall Bautans NÚ GEFST Akureyringum og gestum þeirra færi á að smakka súpur frá ýmsum heimshornum á veitingahúsinu Bautanum, en þar er hafið svo- nefnt súpurall. í hádeginu alla daga verður boðið upp á fimm tegundir af súpum frá jafn- mörgum þjóðlöndum ásamt þremur tegundum af nýbök- uðu brauði. Hallgrímur Ara- son, einn eigenda Bautans, sagði að súpurallinu væri ætl- að að kynna súpur sem ein- kennandi væru fyrir ýmis lönd heimsins. Nú eru á hlaðborð- inu rússnesk kjötsúpa, ind- versk rækjusúpa, ítölsk græn- metissúpa, amerísk tómatsúpa og frönsk villisveppasúpa. Skipt verður vikulega um tvær til þrjár tegundir og munu þá súpur frá öðrum lönduin koma í þeirra stað. A Utlán Amtsbókasafnsins jukust um 23% milli ára Nær 125 þúsund gestir sóttu safnið í fyrra MIKILL fjöldi gesta sótti Amts- bókasafnið á Akureyri heim á liðnu ári eða alls 124.814 manns sam- kvæmt mælingum sem gerðar voru. Það samsvarar því að hver Akureyr- ingur hafi komið rúmlega átta sinn- um á safnið á árinu, eða 45% ís- lensku þjóðarinnar. Flestir gestir á einum degi voru þann 14. nóvember síðastliðinn en þá komu 728 gestir. Á norrænu bókasafnsvikuna, sem haldin var vikuna 10. til 16. nóvem- ber, komu 3.143 gestir á safnið eða 21% bæjarbúa. Skráð útlán í útlánadeild vora á síðasta ári 152.927, sem er 23% aukning frá árinu á undan. Einstaka mánuði varð aukningin þó enn meiri eða allt að 50% í september. Auk þess voru sendar heim til aldraðra og öryrkja 11.822 bækur og snæld- ur, sem er 7% meira en var árið 1996. Samsvarar þetta því að hver einasti bæjarbúi hafi fengið að láni 10.98 safngögn á síðastliðnu ári. Lestrarsalur safnsins var einnig mun meira notaður á liðnu ári en því á undan og fjölgaði gestum um 19%, þeir vora 5.794 talsins eða rúmlega tuttugu hvern dag sem safnið var opið. Útlán á lestrarsal úr prent- skiladeild jukust veralega eða um 25%. Þau voru 66.236 árið 1997 eða ellefu rit á hvern lánþega. Náum til breiðari hóps Hólmkell Hreinsson amtsbóka- vörður sagði greinilegt að fólk væri farið að lesa meira en var fyrir nokkrum árum og ætti það við um landið allt. „Framboð á sjónvarps- efni er orðið mikið, fólk er farið að velja og hafna og jafnvel slökkva á tækjunum og gn'pa frekar í bók,“ sagði Hólmkell. Rýmri afgreiðslu- tími en áður var skipti einnig máli og þá hefur náðst til breiðari hóps notenda eftir að farið var að leigja út myndbönd og geisladiska, lána tímarit og bjóða upp á aðgang að Netinu. Fyi-ir áramót var sett upp önnur tölva með Netaðgangi á safninu með aðgangi að algengustu fon-itum, s.s. ritvinnslu og töflureikni. Ekki þarf að greiða fyrir aðgang að tölvunum sem eru í útlánadeild og á lestrarsal, en panta þarf tíma og geta menn haft hana að láni í klukkutíma í senn. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi af ýmsum toga til Ámtsbóka- safnsins í tölvupósti en póstfangið er bokasafnÉamt.ak.is og verður bréf- um svarað jafnhraðan og þau berast. Betri aðstaða Um næstu mánaðamót gefst notendum kostur á að fá efni úr gögnum safnsins skannað á disk en nokkur spurn hefur verið efth’ slíkri þjónustu, sérstaklega úr gögnum prentskilasafns, sem ekki eru lánuð út. í byrjun febrúar verður einnig boðið upp á betri aðstöðu en var á lestrarsal fyrir þá sem vilja sinna rannsóknum í ættfræði. Verða allar ættfræðiupplýsingar á sama stað og aðgengilegri fyrir almenning en áður var. I bígerð er einnig að koma upp aðstöðu fyrir þá sem hlusta vilja á tónlist á safninu og loks má nefna að aðstaða fyrir sögustundir og yngstu lesendurna vei'ður bætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.