Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 29
LISTIR
ERLENDAR BÆKUR
Hörkukvendin
Hammer og West
Patricia Cornwell: „Hornet’s Nest“.
Berkley Books 1997. 369 síður.
BANDARÍSKI sakamálahöf-
undurinn Patricia Cornwell
nýtur mikilla vinsælda einkum
fyrir fjöldamorðingjasögur sínar þar
sem réttarlæknirinn Scarpetta og fé-
lagar hennar eru í aðalhlutverki.
Stundum bregður Cornwell út af
vananum og skrif-
ar um annað fólk í
öðru umhverfi
eins og t.d. í nýrri
bók sinni,
„Hornet’s Nest“,
PATRICIA
Cornwell skrifar
um tvær lögreglu-
konur í nýrri sögu,
„Hornet’s Nest“,
sem nýlega kom út
í vasabroti.
jj sem kom út í kilju-
formi í desember
sl. og höfundurinn
tileinkar lögreglu-
mönnum. Hún er
enda um lögreglu-
menn fyrst og
fremst. I sögunni
gengur reyndar
fjöldamorðingi
laus en hann er
gerður að algjöru aukaatriði í miklu
mikilvægari frásögn af tveimur harð-
ákveðnum kvenkyns yfírmönnum í
lögreglunni í borginni Charlotte, lög-
reglustjóranum og varalögreglu-
stjóranum. Þær heita Hammer og
West og eru svosem eins og nöfnin
benda til algjör hörkukvendi. Þetta
eru að sumu leyti áhugaverðar per-
sónur en öðru leyti ekki og saga
þeirra er skelfing orðmörg og teygð
til hins ýtrasta yfir 369 þéttskrifaðar
síður.
Batman og Robin
Eitt af því sem gert hefur
Cornwell að metsöluhöfundi og hún
hefur hlotið lof fyrir, er hversu vel
hún kynnir sér það sem hún skrifar
um og notar þekkingu sína til þess
að auðga sögurnar með forvitnileg-
um smáatriðum. Einkum á þetta við
um réttarlæknisfræði í Scarpetta-
bókunum. í „Hornet’s Nest“ virðist
hún hafa kynnt sér störf lögreglu-
manna út í ystu æsar og leggur sig
fram við að skrifa um þau af innsæi
og þekkingu blandaða kaldhæðnis-
legum húmor, sem virkar ágætlega á
sínum lágstemmdu nótum.
Það er borin mikil og óttablandin
virðing fyrir þeim Hammer og West
(þær gætu eflaust orðið efni í fram-
haldsögur eins og Scarpetta) innan
löggæslunnar í Charlotte. Þær
ganga enda ötullega til starfa. Eftir
eitt atvikið þar sem þær handsama
vopnaðan þjóf í sameiningu eru þær
aldrei kallaðar annað en Batman og
Robin. Hammer er um fimmtugt en
glæsileg á að líta. Synirnir tveir eru
farnir að heiman og eiginmaðurinn,
Seth, situr framan við imbakassann
og treður í sig án afláts löngu orðinn
afmyndaður af spiki; sálfræðileg
skýring á því er að hann lítur á sig
sem ónýti í jöfnu hlutfalli við glæsi-
legan frama eiginkonu sinnar. Heim-
ilisaðstæður West, sem einnig er
óvenju glæsileg kona á miðjum aldri,
eru með nokkuð öðrum hætti. Hún
býr ein með kettinum sínum, sem á
það til að ráðast á þá menn í lífi eig-
anda síns sem honum líkar ekki. Ást-
arlíf beggja kvennanna er í molum
og það er spurning hvort þriðja aðal-
persóna sögunnar, blaðamaðurinn
ungi en knái, Andy Brazil, sem er
óvenju glæsilega byggður, hressi
upp á það. Hann er einfari sem býr
með geðtruflaðri móður sinni og fær
það sem verkefni að sitja í löggubíln-
um með West á eftirlitsferðum um
borgina. Eru þau ófá lögreglumálin
sem við fáum að kynnast og rakin
eru nákvæmlega af höfundi.
Ekkispennusaga
Nú eru þessar aðalpersónur allar
ákaflega fallegar og sætar og skyn-
samar og að mestu lausar við galla
svo þær verða aldrei virkilega
áhugaverðar. Cornwell er ekki endi-
lega að skrifa um þær spennusögu.
Það er óveruleg spenna í „Hornet’s
Nest“; fjöldamorðinginn gleymist í
frásögninni og á líklega að gera það.
Cornwell leggur fremur áherslu á að
fjalla um persónur sínar sem mann-
eskjur af holdi og blóði, tilfinningalíf
þeirra og sambandið sem þróast á
milli þeirra. Hún fjallar einnig um
pólitíkina í borgarkerfinu og blaða-
mennsku svo eitthvað sé nefnt.
Cornwell hefur látið hafa eftir sér
að hún líti á kollega sinn, Ruth
Rendell, sem stórkostlegasta saka-
málahöfund okkar tíma, og það er
ekki laust við að glitti í Rendell í
þessari sögu. En Cornwell nær ekki
fyrirmyndinni. Það er eins og fari of
mikið púður í of mikil smáatriði,
fatalýsingar, samtöl við köttinn, eft-
irlitsferðir í nóttinni sem skilja lítið
eftir. Það er margt velheppnað í sög-
unni en annað miður og það er ekki
laust við maður kalli eftir Scarpetta
að lestri loknum.
Arnaldur Indriðason
Endurtekið
og ofskýrt
BÆKUR
Ljóð
TVÖFALT BÓKHALD
eftir Kristján J. Gunnarsson.
Skákprent prentaði og gaf út.
Reykjavík 1997. 119 bls.
HEITI þessarar fjórðu ljóða-
bókar Kristjáns J. Gunnarssonar,
Tvöfalt bókhald,
vísar til þess að
hann hefur eins
konar inngang,
eða mottó eins
og hann kallar
það sjálfur, á
undan hverju
ljóði sem opna á
leiðina að efni
þess. Mottóin
birtast á vinstri
síðum bókarinnar, skáletruð og
titilslaus, en Ijóðin sjálf á hægri
síðum hennar. Ekki veit ég hvort
þessi háttur hefur verið hafður á
áður í ljóðabók en þetta lítur að
minnsta kosti afar nýstárlega út.
Hvort þetta eykur eitthvað gildi
ljóðanna, eða bókarinnar, er svo
allt annað mál og erfiðara.
Við fyrsta lestur virkar þetta
bara nokkuð skemmtileg ný-
breytni en þegar farið er að rýna
nánar í bókina verður þetta held-
ur leiðigjarnt, ekki síst vegna
þess að yfirleitt verða úr þessu
bragðlitlar endurtekningar. Auk
þess verður þetta til þess að efni
ljóðanna er ofskýrt, það er með
öðrum orðum heldur lítið rúm
skilið eftir fyrir lesarann í textan-
um, lítið rúm til túlkunar og leiks
sem - gerir jú ljóðalestur svo
skemmtilegan sem hann getur
verið. Það er heldur ekki oft sem
einhver lífræn og spennandi átök
verða á milli inngangsins og ljóðs-
ins. Að mínu mati hefðu ljóðin
jafnframt langflest getað spjarað
sig ein án nokkurs hjálpartexta.
Kristján yrkir bæði í hefð-
bundnu og frjálsu formi, meira þó
í því síðarnefnda en oft er um
sambland beggja að ræða. Krist-
ján leikur sér einnig með vísanir
til hinna gömlu skáldsnillinga
nítjándu aldar - eða gerir öllu
heldur eins konar stælingar á
þeim - svo sem í ljóðinu Sorti sem
hefst þannig: „Háa yfir Hraun-
dranga / himinvegi / úrsvalt /
gengur / yggliský."
Yrkisefni Kristjáns mætti
flokka undir það að vera vanga-
veltur um lífið og tilveruna; trúin
er honum hugstæð en einnig má
hér sjá ljóð tilvistarlegs eðlis. í
efnistökum bókarinnar vegast á
grín og alvara en betur tekst Kri-
stjáni upp í þeim ljóðum sem hafa
húmorinn að leiðarljósi.
Þröstur Helgason
Kristján J.
Gunnarsson
Opið prófkjör
Rey kj aví ku r I i stan s
laugardaginn
31. janúar 1998
Pr4fkjör stuðningsmanna
*'eyk|avikurlistans 31. (anúar 1998
Velja sknl olh 5 frombjóJendur, hvoíki Reiri ié farri.
tttm skol toioJ í fwgtmjvóJ m*J þvi o3 mítkja meá
lölustöfunum 1, 2,3,4 og 5 i reil fromon »ií nöfn þeina sem voldir eiu.
lölujildiö 1 hefur mesl vagi en 5 minmt.
Frambjóíendur mó vefja úi hópi o&ra þeirru sera ijnefndir enr kér oö neéon.
^1220223QM
Samtökum wm kvennalista Alþýðubandalagi Alþýðwflokki - Jafnaoarmannafiokki Itlandt
Guðrún Erlo Geírsdóllir Guárún Ágúshdóttir J Helgi Péturaon Guijór Ókrfur Jónsson
Kolbrún Jömdöttir Guðrún Kr. Óiodöttir Hronnar Ijörn Amorsson Guiorn Jónsdóttir
Kristín Blöndol Mogneo Mormösdöttir öskor Bergsson
| HsínnilAMii * ^ISTSIZ! Pótur Jönsson Sögfús Ægir Ámoson
€. L* 1,1,1 yffl £ p St|rén uso Smúrodöttlr “1 Rúnor Goirmundsson Sigrún Magnúsdóttir
^VSif^önqjJlttir L Ámi bör Sigurisson Stefún Jöhonn Slefónsson Miur 1. Jönsdóttir
I Drífo Snaedol L Einor Volur IngÍRiundorson Bryndis Krisljúnsdöttir AJfreð borsteinsson
cfavlkurllstane 31. |M6ar 1998
Merkjo skd meí krossi fromon vii nofn
SýnisÞorn
! Sanetðk wm kvannalista
Prófkjör Reykjavíkurlistans vegna borgarstjórnarkosninganna í vor fer fram laugardaginn 31. janúar nk. Að Reykjavíkurlistanum standa Samtök um
kvennalista, Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, auk óháðra stuðningsmanna.
K j ö r s t a ð i r
Hótel Saga - Mið- og Vesturborg.
Kjósendur sem hafa póstnúmer
101 og 107.
Grand Hótel - Austurborg. Kjósendur
sem hafa póstnúmer 103,104,
105 og 108.
Gerðuberg - Breiðholt. Kjósendur sem
hafa póstnúmer 109 og 111.
Ártún við Vagnhöfða - Árbær og
Grafarvogur. Kjósendursem hafa
póstnúmer 110 og 112.
Klébergsskóli, Kjalarnesi - Fyrir
kjósendur á Kjalarnesi.
Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum
þeim sem búsettir eru í Reykjavík og á
Kjalarnesi samkvæmt íbúaskrá og hafa
kosningarétt við sveitarstjórnarkosn-
ingarnar í vor. Þátttaka í prófkjörinu
jafngildir stuðningsyfirlýsingu við
Rey kjavíku rlistan n.
PRÓFKJÖRIÐ ER TVÍÞÆTT
í fyrsta lagi er kjósendum gefinn kostur
á að velja einn af fjórum samstarfs-
flokkum Reykjavíkurlistans.
í öðru lagi gefst kjósendum kostur á að
velja fimm frambjóðendur óháð flokk-
um með því að merkja við þá með rað-
tölunum 1,2, 3, 4 og 5.
Prófkjörið er einungis bindandi um 7
efstu sætin á framboðslista Reykjavík-
urlistans.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst
mánudaginn 19. janúar. Hún ter fram í
prófkjörsmiðstöðinni í Pósthússtræti 13
í Reykjavík og stendur daglega fram að
prófkjöri frá klukkan 13 til 19.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu próf-
kjörsins. Athugasemdir við kjörskrá
skulu sendar kjörstjórn, Pósthússtræti
13,101 Reykjavík.
Reykjavík, 26. janúar 1998,
Kjörstjórn Reykjavíkurlistans
K j örstaðir v e r ð a o p nir f r á kIukkan 10-20.