Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 24
'24 ÞRIÐJUDAGÚR 27. JANÚAR 1998 ERLENT MORGÚNBLÁÐIÐ KASTLJÓSIÐ Á CLINTON BILL Clinton Bandaríkja- forseti kom í gær fram og neitaði með meiri festu en hingað til að hann hefði átt „kynferðisleg samskipti“ við Monicu Lewinsky. Clinton sagði ekkert um- fram það, sem hann hafði sagt áður, og varð ekki við kröfum, sem heyrst hafa í fjölmiðlum, um að hann ræddi samband sitt við konuna í þaula. Hann gaf blaðamönnum ekki einu sinni færi á að spyrja spurninga. Hann sýndi hins vegar að hann hyggst ekki hverfa frá völdum án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Seint í gærkvöldi gerði Lewinsky Kenneth Starr, sérskipuðum saksóknara, ski-iilegt tilboð þar sem hún sagði hvað hún hefði fram að færa gegn því að verða ekki sótt til saka fyrir að hafa borið ljúgvitni um samband sitt við forsetann. „Kreppa í Hvíta húsinu“, „For- setaembættið í hættu“ og „Bálköstur forsetaembættisins" eru þrjú dæmi um fyrirsagnir frétta í bandarískum fjölmiðlum undanfarna daga um það hvort Clinton hafí verið í ástarsam- bandi við unga konu, sem var í starfsþjálfun í Hvíta húsinu, og beðið hana að Ijúga til um sambandið. Ýkjukenndur fréttaflutningur Itrekað hefur verið gefíð til kynna að Clinton gæti þurft að segja af sér vegna þessa máls. í leiðara dag- blaðsins The Wall Street Journal í gær sagði að hér væri kominn enn einn hlekkurinn í sömu keðju og Whitewater-málið, hneykslið vegna ferðaskrifstofu Hvíta hússins og yf- irhylmingin eftir sjálfsvíg Vincents Fosters: „Hvenær og hvemig sem Clinton fer úr embætti mun það taka okkur langan tíma að átta okkur á því hvaða skaða siðferði hans hefur valdið bandarískum stofnunum og enn lengri tíma að bæta hann.“ Sú spurning vaknar nú hvemig á því standi að stundum virðist Clinton ekki hafa stjórn á sjálfum sér. Hann á nú í hinum mesta vanda hvort sem þær ásakanir, sem hafa verið settar fram, reynast réttar eða ekki. Hann er varkár á opinberum vettvangi, en í einkalífinu virðist hann láta skeika að sköpuðu. Einnig má velta fyrir sér hvaða árangri Clinton hefði get- að náð hefðu ýmis mál ekki íylgt honum eins og skugginn, mál, sem ekki hefur verið hægt að sanna, en hafa engu að síður grafið undan hon- um því að hann virðist ekki hafa get- að gert hreint fyrir sínum dyram. Clinton og kynhvötin David Maraniss hefur skrifað bók um Clinton og hann segir í grein í dagblaðinu Washington Post að kyn- lífsmál hafi valdið Clinton vandræð- um allt frá því hann hóf pólitískan feril árið 1974 og bauð sig fram til Bandaríkjaþings fyrir Arkansas þar sem hann síðar varð ríkisstjóri. Maraniss sálgreinir Bandaríkja- forseta í grein í bandaríska dagblað- inu The Washington Post um helgina og segir að gerðir hans séu fullkom- LAGAFLÆKJUR, KYNLÍF OG YÖLD Það syrtir í álinn hjá Bill Clinton Banda- ------7--- ríkjaforseta. Asakan- ir um að hann hafí átt í ástarsambandi við unga konu, sem var í starfsþjálfun í Hvíta húsinu, og fengið hana til að fremja meinsæri með því að neita því hafa valdið fjölmiðlafári. Karl Blöndal kannaði fortíð Clintons, ásakanirnar á hendur honum og lagaflækjurnar, sem blasa við. lega fyrirsjáanlegar og eigi það upp- haf í æsku hans og uppeldi í Arkansas. Hin ýmsu fjölskyldu- vandamál hafi leitt til þess að hann lokaði ákveðna hluti úti og hólfaði af hin ýmsu svið lífsins. Tilhneiging hans til að afneita raunveruleikan- um, skeyta ekki um hindranir og stöðug sókn eftir viðurkenningu eigi rætur í æskunni. Önnur persónuein- kenni séu dæmigerð fyrir valdamikla og metnaðargjama menn og komi sagnfræðingum og sálfræðingum kunnuglegar íyrir sjónir. Þar á með- al sé lífsnautn, öflug kynhvöt, ótæm- andi framboð á fúsum rekkjunautum og skortur á sjálfsstjórn. Þar við bætist sú sjálfsblekking að hann sé ósigrandi. „Þetta minnir mig á Titanic,“ er haft eftir E. James Lieberman, sál- fræðingi í Washington. „Aflmikið skip, stórt og þokkafullt. Hann held- ur að ekkert bíti á sér líkt og þeir, sem smíðuðu Titanic, og þá birtist 21 árs gamall ísjaki." Clinton er ekki eini forseti Banda- ríkjanna, sem hefur lent í vandræð- um vegna kvennamála, þótt enginn forvera hans hafi fengið aðra eins út- reið. George Washington, Abraham Lincoln og Franklin D. Roosevelt vora sakaðir um ástarsamband utan hjónabands. Thomas Jefferson og Grover Cleveland vora sagðir hafa átt böm í lausaleik. Dwight D. Eisenhower, John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson vora sakaðir um að hafa haldið einu sinni eða oftar fram hjá konum sínum. Ástarhreiður Johnsons Mestar sögur fara af Kennedy, sem á meðal annars að hafa haldið við Marilyn Monroe og Judith Cam- bell Exner, sem á sama tíma var í tygjum við mafíuforingjann Sam Gi- anacana. Sagt er að Johnson hafi haft sérstakt afdrep til ástarleikja í þinghúsinu í Washington og eitt sinn á hann að hafa sagt: „Eg hef sængað hjá fleiri konum fyrir tilviljun en Kennedy af ásettu ráði.“ Clinton er því ekki að fara ótroðnar slóðir. Hins vegar hefur enginn forvera hans ver- ið í þeirri stöðu að ástarsamband gæti leitt til þess að hann hrektist úr embætti. Maraniss hefur fyrir satt að árið 1987 hafi afneitun Clintons verið slík að hann hugðist blanda sér í forseta- kosningamar eftir að Gary Hart hætti þátttöku þegar upp komst að hann hafði haldið fram hjá konu sinni. Clinton lét sér í íyrstu í léttu rúmi liggja viðvaranir um að kvenna- mál hans gætu valdið honum vand- ræðum í kosningabaráttu. Það var ekki fyrr en Betsy Wright, sem oft hefur komið við sögu á pólitískum ferli forsetans þegar kveða hefur þurft niður vandamál, sýndi honum lista yfir þær konur, sem hann gæti hafa verið í tygjum við, og bað hann að benda á þær, sem gætu valdið honum vandræðum í kosningabar- áttunni að hann áttaði sig. Gjálífisgos í kosningabaráttunni Wright kom mjög við sögu í kosn- ingabaráttunni 1992 og var það hennar hlutverk að koma í veg fyrir að tjón hlytist vegna sambanda for- setaframbjóðandans; að vera til taks þegar út brytist „gjálífisgos" (bimbo eraptions). Þá kom einmitt upp mál Gennifer Flowers, sem hélt þvi fram að hún hefði haldið við forsetann í 12 ár, og hefði það mál getað gert út um forsetaframboðið hefði Hillary ekki varið mann sinn með oddi og egg í viðtalí í þættinum „60 Minutes". Ýmsir segja að eftir því, sem Clinton hafi lengur komist upp með hliðarspor sín, hafi sjálfstraust hans aukist og hann orðið hirðulausari. Meðal annars gengu sögur um það að þegar Clinton var ríkisstjóri hafi hann verið að lauma konum út um bakdyrnar þegar Hillary Clinton, kona hans, var að koma inn um aðal- dymar. Hillary reynir að stíga á bremsuna Sagt er að Hillary hafi ítrekað reynt að hemja mann sinn, sem hafi verið umkringdur áköfum kven- mönnum allt frá því hann var ríkis- stjóri í Arkansas. Hillary hefur reynt að halda freistingum frá manni sín- um og í Arkansas á hún að hafa gengið svo langt að banna honum að fara einum út að skokka vegna þess að þá hyrfi hann tímunum saman. Á Clinton þá að hafa sett hnefann í borðið og hrópað: „Ég tek þetta ekki í mál, ég tek þetta ekki í mál.“ Freistingamar hurfu ekki í Hvíta húsinu og er haft fyrir satt að Hvíta húsið líkist oft og tíðum skólalóð þar sem allt að 250 ungmenni í starfs- þjálfun séu á ferli. Krakkamir hafi verið ófeimnir við að tala á fundum og oft virst standa jafnfætis háttsett- um embættismönnum. Ungmennin áttu til að gera lítið úr sér eldri og reyndari mönnum og reyndu að komast sem næst forsetanum þegar myndavélar vora í nánd. Fallegar stelpur í Hvíta húsinu Þetta unga fólk, sem oft hafði ekki náð tvítugu, vann ekki einungis í Hvíta húsinu heldur virtist búa þar og það orð fór af Clinton að hann héldi sig við skrifstofurnar, þar sem fallegustu stelpurnar var að finna. í vikuritinu Time er því haldið fram að metnaðarfullir starfsmenn í vestur- álmu Hvíta hússins, þar sem skrif- stofur forsetans er að finna, hafi reynt að næla í fallegustu konumar, sem vora í starfsþjálfun, tU þess að yfirmaðurinn kæmi oftar til þeirra. Segir að þetta hafi ekki farið fram hjá háttsettum konum í starfsliði Clintons og oft á það að hafa gerst árin 1995 og 1996 að aðlaðandi ungar stúlkur voru sendar eitthvað annað í stjórnkerfinu þegar forsetinn þótti vera farinn að gerast fullágengur við þær. Þetta var gert við Lewinsky. Hún kom til Washington sumarið 1995 nýskriðin úr háskóla með próf í sál- fræði og fór í starfsþjálfun í Hvíta húsinu. Að ná athygli forsetans Lewinsky og aðrir, sem vora í starfsþjálfun, vissu með góðum fyr- irvara hvenær Clinton yrði á ferð. Eftirsóttasta hnossið í þeim hópi var að fá bláan passa og fá að fara að vild um vesturálmuna. Lewinsky tókst hins vegar að ná athygli forsetans. I fjölmiðlum hefur sú mynd verið dregin upp af Lewinsky að hún hafi verið daðurgjörn og uppáþrengjandi og til dæmis átt til að koma óumbeð- in blaðskeUandi inn á skrifstofur yf- irmanna sinna með kaffibolla. Sagt er að hún hafi fyrst náð til forsetans í nóvember 1995 þegar hún mætti til dansleiks í Hvíta húsinu í „áberandi“ kjól. Að hennar sögn hófst samband- ið skömmu síðar og um svipað leyti var hún ráðin til starfa í Hvíta hús- inu. í apríl var ævintýrinu hins vegar lokið og hún send í vamarmálaráðu- neytið tU að vinna hjá Kenneth Bacon, einum talsmanna þess. Þar var einnig Linda Tripp, sem hafði hafið störf hjá George Bush og hafn- að í vamarmálaráðuneytinu eftir að hún lenti upp á kant við starfsmenn Clintons í Hvíta húsinu. Tripp hafði valdið Clinton vand- ræðum þegar hún sá sjálfboðaliða að nafni Kathleen WUley standa skammt frá forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu með ógyrta blússu og klesstan andlitsfarða. Síðasta sumar greindi tímaritið Newsweek frá því að Willey hefði sagt Tripp að Clinton hefði kysst sig og káfað á sér. Lögfræðingur Clintons bar brigð- ur á framburð Tripp, en lögfræðing- ar Paulu Jones, sem hefur stefnt Clinton fyrir kynferðislega áreitni, hugsuðu sér gott til glóðarinnar og stefndu báðum tU að bera vitni. Upptökur á laun Tripp var einnig síðasta mann- eskjan, sem hafði séð Foster á lífi, og nú var hún komin í tæri við Lewin- sky. Þær áttu mörg samtöl. Tripp tók sum þeirra upp, öðram greindi hún frá. Hún fór með upplýsingar sínar til saksóknara, sem lét setja á hana hljóðnema tU að taka upp lýs- ingar Lewinsky á meintu sambandi hennar við Clinton og tilraunum til að koma í veg fyrir að hún greindi frá því í yfirheyrslu hjá lögfræðing- um Paulu Jones. Lewinsky talar með söknuði um BANDARÍSKIR FJÖLMIÐLAR Gagnrýni á hlutverk Starrs og hegðun forsetans FJÖLMIÐLAR hafa verið aðgangsharðir að talsmönnum Hvíta hússins undanfarið og hér svarar Mike McCurry, blaðafullti-úi stjómar Bills Clintons, spurningum þeirra. LEIÐARAR og skrif leiðandi dálka- höfunda í stórblöðum Bandaríkjanna hafa undanfarna daga að miklu leyti verið tUeinkuð nýjasta hneykslismáh inu sem skekur nú Hvita húsið. I þessum skrifum er gagnrýni á hinn sérskipaða saksóknara, Kenneth St- arr, áberandi, einkum vinnubrögð hans við að útvega þau gögn sem hneykslið byggist á. En leiðarahöf- undarnir reyna líka að skýra ýmsa lærdóma sem þeir segja að sé hægt að draga af þessu máli, þótt enn sé það ekki til lykta leitt. Yfirskrift leiðara The Washington Pos t er „Spurningin um persónu- leika“. Þar er rakið hvernig þetta ár, sem búizt hafði verið við að yrði gott embættisár fyrir Bill Clinton, hefst með skyndilega veiktri stöðu forset- ans. Að þær ásakanir sem á hann eru bomar skuli hafa þessi áhrif, áður en nokkuð er sannað, er rakið til þess að æviferill Clintons bjóði upp á að fólk, þar með taldir samstarfsmenn hans, vilji ekki útiloka að ásakanirn- ar eigi við rök að styðjast. Þetta sé spurningin um persónuleika, eða með öðram orðum spurning um traust. Hegðun Clintons í fortíðinni hafi verið með þeim hætti að trausti fólks á honum þegar kemur að einkamálum sé ábótavant. I leiðara The Los Angeles Times segir að líf íbúa Hvíta hússins hefði verið öllu þægilegra ef hæstiréttur Bandaríkjanna hefði úrkurðað að málarekstur Paulu Jones yrði að bíða þar til Clinton væri farinn úr emb- ætti, eins og blaðið hefði mælt með á sínum tíma. Eða að Clinton hefði gert út um málið utan dómstóla. En eins og mál forsetans hafi nú þróazt sé úr vöndu að ráða. Fyrirsjá- anlegt sé að erfitt verði að færa sönnur á hvað gerðist milli þeirra Clintons og Monicu Lewinsky í raun. Fram að þessu sé allt sem fram hafi komið um málið „sögusagnir á móti orði forseta Bandaríkjanna". Sak- sóknarinn Kenneth Starr hafi heitið því að ganga til verks eins hratt og mögulegt sé. „En hvernig skilgreinir Starr hratt? Hann hefur jú verið að rann- saka fortíð Clintons í þrjú og hálft ár,“ spyr leiðarahöfundur, og bætir við: „Ef Stair hefur gögnin ætti hann að birta kæru tafarlaust. Rétt- vísinni verður að framfylgja, og það hiklaust í ljósi ásakana um glæpi á borð við þvingun til meinsæris. En langvinn rannsókn og ótímabært tal um lögsókn er ekki í þágu þjóðar- hagsmuna.“ Að lokum segir höfund- ur: „Þessar ásakanir munu færa brandarahöfundum ríkulegt efni úr að moða, en afleiðingar þeirra fyrir forsetann og þetta land (...) eru allt annað en hlægilegar.“ William Safire, hinn áhrifamikli dálkahöfundur The New York Times, sem kunnur er fyrir allt ann- að en vinsamlega umfjöllun um for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.