Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kjartan Gunnarsson í greinargerð til forseta Alþingis
Stj órnar skrárbr ot að
hafna umsókn Kristínar
AFGREIÐSLU á útgáfustyrkjum
til alþingismanna lauk ekki í gær.
Kjartan Gunnarsson, formaður
nefndar sem hefúr málið til með-
ferðar, var erlendis um helgina en
er væntanlegur til landsins í dag.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins sendi hann Ólafi G. Ein-
arssyni, forseta Alþingis, greinar-
gerð fyrir helgi þar sem rakið er
hvemig staðið hefur verið að út-
hlutun styrkjanna en að öðru leyti
hafa forystumenn þingsins lítið
viljað skipta sér af málinu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins staðhæfir Kjartan í
greinargerð sinni til forseta Ai-
þingis að það væri stjómarskrár-
brot að hafna umsókn Kristínar
Astgeirsdóttur um útgáfustyrk og
vísar hann þá í jafnræðisreglu
stjómarskrárinnar.
Viðmælendur Morgunblaðsins
sem tengjast málinu kváðust í gær
búast við því að skotið verði á
fundi í „blaðanefndinni" síðdegis í
dag og þá komi endanlega í ljós
hvort nefndin stendur við fyrri af-
greiðslu eða hvort frekari ágrein-
ingur kemur þar upp á yfirborðið.
Eins og kunnugt er hefur fulltrúi
Kvennalistans í nefndinni, Guðrún
Jónsdóttir, greitt atkvæði gegn því
að Kristín Astgeirsdóttir, sem
sagði sig úr þingflokki Kvennalist-
ans, fái útgáfustyrk.
Ekki óskað eftir
endurskoðun
Auk Guðrúnar og Kjartans sitja
í blaðanefnd Heimir Már Péturs-
son, framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins, Egill Heiðar Gísla-
son, framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins, og Sigrún Bene-
diktsdóttir, lögfræðingur og gjald-
keri Alþýðuflokksins. Allh- nefnd-
armenn aðrir en Guðrún stóðu að
þeirri niðurstöðu að úthluta ætti
Kristínu 1.880 þúsund krónum af
þeim 130 milljónum sem til ráð-
stöfunar em til útgáfustyrkja
þingflokka.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur enginn nefndar-
manna óskað eftir því að nefndin
endurskoði þá ákvörðun. Breytist
það ekki í dag kváðust heimildar-
mennn blaðsins í gær búast við því
að niðurstaða nefndarinnar verði
send fjármálaráðuneytinu til af-
greiðslu í dag. Komi upp frekari
ágreiningur um málið muni það
hins vegar hafna á borði fjármála-
ráðherra.
Borgin gerir átak í gerð deiliskipulags
í gömlum hverfum
Ekki byggt í
grónum hverf-
um án skipulags
Morgunblaðið/Sigurður Aðaisteinsson
NÝ fjárhús hafa verið tekin í notkun á Hjarðargrund í Jökuldal og eru
það einu fjárhúsin sem byggð hafa verið í nokkur ár. Eigandinn, Guð-
geir Þ. Ragnarsson, stendur hér fyrir framan húsin.
Ný 400 kinda fjárhús reist á Jökuldal
„Ekki þýðir að leggj-
ast í svartsýni“
Afram milt
í veðri
HELDUR hefur kólnað í veðri á
Iandinu, en ekki er þó von á
neinu kuldakasti að því er veður-
fræðingar segja. Fátt virðist því
benda til að snjór láti sjá sig um
sunnan- og vestanvert landið í
bráð. í stað hefðbundins snjó-
kasts á þessum árstíma léku
þessir krakkar sér við að búa til
kastala úr sandinum í Nauthóls-
vík í gær. Unnur, sem er sjö ára,
stjórnaði ferðinni og passaði vel
upp á Finn, sem er orðinn fjög-
urra ára.
--------------
Sjómannadeilan
Stefnir í
verkfall
ALLT útlit er nú fyrir að sjó-
mannaverkfall skelli á eftir tæpa
viku. Samningafundur hjá rílds-
sáttasemjara í gær skilaði engum
árangri. Óformlegir fundir um
helgina urðu einnig árangurslausir
og er staðan í deilunni því óbreytt.
Um helgina var gerð tilraun til
að finna lausn á helsta ágreinings-
málinu um verðmyndun á fiski.
Byggt var á upplýsingum frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu og Þjóðhags-
stofnun um áhrif af hugsanlegum
breytingum. Þessar viðræður skil-
uðu engum árangri. Næsti fundur í
deilunni verður haldinn hjá sátta-
semjara á morgun.
------♦-•“♦---
Mikil aukn-
ing í smá-
söluverslun
VELTA í smásöluverslun jókst
verulega á síðari helmingi nýliðins
árs. Frá október 1996 til október
1997 varð aukningin 5,6%. Þetta
kemur fram í Hagvísum Þjóðhags-
stofnunar.
Árið 1996 jókst velta í smásölu-
verslun mikið á fyrri hluta ársins,
en síðan dró úr aukningunni. Á síð-
asta ári var hæg aukning á fyrri
hluta ársins, en síðan jókst veltan
mikið eftir því sem leið á árið. Upp-
lýsingar um greiðslukortaviðskipti
benda til hins sama. Að mati Þjóð-
hagsstofnunar bendir þessi vöxtur í
smásöluverslun til þess að einka-
neysla hafi aukist meira í fyrra en
spár gerðu ráð fyrir.
BORGARYFIRVÖLD í Reykjavík
hafa tekið þá ákvörðun að heimila
ekki nýbyggingar í grónum hverfum
fyrr en búið er að samþykkja
deiliskipulag fyrir viðkomandi hverfi.
Guðrún Ágústsdóttir, formaður
skipulagsnefndar borgarinnar, segir
að þessi ákvörðun hafi ekki síst verið
tekin vegna nýrra skipulagslaga sem
tóku gildi um síðustu áramót.
Á fundi með fréttamönnum í gær
sagði Guðrún að skipulagsnefnd
hefði markað þá stefnu að gera sér-
stakt átak í því að gera deiliskipulag
fyrir gróin hverfi í borginni. Þetta
væri gert á grundvelli nýrra skipu-
lagslaga og nýsamþykkts aðalskipu-
lags fyrir Reykjavíkurborg. Ákveðið
hefði verið að verja sérstakri fjár-
veitingu til þessa verkefnis, samtals
10,6 milljónum. Ekkert deiliskipulag
er til fyrir mestallan gamla miðbæ-
inn.
Ný vinnubrögð við gerð
deiliskipulags
Guðrún sagði að unnið yrði að
þessu verkefni með nokkuð öðrum
hætti en gert hefði verið fram að
þessu. Markmiðið væri að fá íbúa
borgarinnar til að taka þátt í skipu-
lagsvinnunni alveg frá byrjun. íbú-
um og fyrirtækjum í viðkomandi
hverfi, sem fyrirhugað væri að gera
deiliskipulag fyrir, yrði tilkynnt
bréflega að áformað væri að hefja
vinnu við deiliskipulag og jafnframt
yrði óskað eftir hugmyndum og til-
lögum frá þeim. Eftir að málið hefði
verið kynnt á hverfafundum og til-
lögur frá íbúum hefðu borist yrði
hafist handa við að útbúa drög að
deiliskipulagi. Deiliskipulagstillög-
umar yrðu síðan kynntar hagsmuna-
aðilum á formlegan hátt.
Deiliskipulag er mikilvægur þátt-
ur í framtíðarstefnumótun borgaryf-
irvalda, að sögn Guðrúnar. Ef
deiliskipulag væri til fyrir öll hverfi
borgarinnar hefði mátt koma í veg
fyrir ýmsan ágreining sem hefði
komið upp í grónum hverfum borg-
arinnar. „Deiliskipulag kemur hins
vegar ekki í veg fyrir allan ágrein-
ing, en það gefur okkur lengri tíma
til að vinna sameiginlega að málum.
Slíkt skipulag gefur hagsmunaðilum
á svæðinu, bæði íbúum og fyrirtækj-
um, kleift að gera sínar áætlanir með
lengri fyrirvara."
Guðrún sagði að þetta átak yrði
unnið í samvinnu við breska aðila
sem eru að vinna að þróunaráætlun
fyrir miðborgina. Meðan unnið væri
að þessu verkefni hefði verið ákveðið
að veita ekki leyfi fyrir nýbygging-
um í grónum hverfum borgarinnar.
Guðrún sagði hugsanlegt að þessi
ákvörðun leiddi til þess að einhverjar
framkvæmdir tefðust af þessum sök-
um. Þessi ákvörðun þýddi hins vegar
ekki að ákveðið hefði verið að byggja
ekki meira upp í eldri hverfum. Upp-
bygging þar væri víða nauðsynleg.
BYGGÐ hafa verið 400 kinda
fjárhús á Hjarðargrund á Jökul-
dal. Bóndanum er ekki kunnugt
um að fjárhús hafi verið byggð
annars staðar á landinu siðustu
fimm árin.
Guðgeir Þ. Ragnarsson, bóndi
á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, á
jörðina Hjarðargrund í Jökuldal
en þaðan er hann ættaður. Hann
segist hafa ætlað sér að búa á
Torfastöðum enda byggt þar
íbúðarhús og 200 kinda fjárhús.
Það hafí siðan atvikast svo að
hann festi kaup á Hjarðargrund
og ákvað að hefja þar uppbygg-
ingu. Byrjaði á fjárhúsgrunni ár-
ið 1993. „Ég sá svo að ekki þýddi
að láta grunninn standa svona
svo ég byggði fjárhúsin í vetur,“
segir Guðgeir.
Byggt fyrir rúllubagga
Fjárhúsin voru byggð á tveim-
ur mánuðum í vetur og tekin í
notkun fyrir jól. Enn er ýmis frá-
gangsvinna eftir. Matsverð mann-
virkisins er 6-7 milljónir kr. en
Guðgeir segist hafa sloppið vel
frá uppbyggingunni. Hann fékk
jarðræktarstyrk út á áburðar-
kjallarann og hagstæð lán í
Stofnlánadeild landbúnaðarins
fyrir verulegum hluta fjárhúss-
byggingarinnar.
Við byggingu hússins hafði
Guðgeir heyskapartækni nútím-
ans í huga og lagði áherslu á
vinnuhagræði. Kjallarinn er
dýpri en gengur og gerist, þrír
metrar, og er hægt að moka tað-
inu út með stærstu vélum. Fóður-
gangur hússins er breiður og að
honum liggja þriggja metra háar
og þriggja metra breiðar hurðir.
Er því hægt að keyra rúllubagga
inn á gólf í fóðurganginum og
aka síðan heyinu á vögnum út á
garðana. „Móðir mín, 75 ára göm-
ul, segir að það sé ekkert mál að
gefa fénu,“ segir Guðgeir til að
leggja áherslu á góða vinnuað-
stöðu.
Trúir á landbúnaðinn
„Ekki þýðir að leggjast í svart-
sýni, fyrst maður er í þessari at-
vinnugrein á annað borð. Og
verðum við ekki að trúa á það að
íslenskur landbúnaður sé á upp-
leið? Annars væri maður ekki í
búskap," segir Guðgeir.
Guðgeir er með nærri 600 fjár
á tveimur jörðum og kvóta fyrir
því. Hann býr enn á Torfastöðum
og á þar íbúðarhús og aðrar eign-
ir. Fimmtíu kílómetrar eru þaðan
í Hjarðargrund þótt bæirnir séu í
sama sveitarfélagi, því sem til
varð við sameiningu Jökuldals,
Hlíðar og Tungu. Segist Guðgeir
reikna með að flytja einhvern
tímann á æskustöðvarnar á
Hjarðargrund en fyrst verði hann
að byggja þar nýtt íbúðarhús.
Samkomulag um
sj álfiskuldaráby rgðir
VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ, fé-
lagsmálaráðuneytið, Samband ísl.
viðskiptabanka, Samband ís-
lenskra sparisjóða, Greiðslumiðlun
hf., Kreditkort hf. og Neytenda-
samtökin hafa náð samkomulagi
um notkun sjálfskuldarábyrgða.
Samkvæmt upplýsingum frá
iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti er
markmið samkomulagsins að
draga úr vægi sjálfskuldar-
ábyrgða og telja aðilar að sam-
komulaginu að með því megi ná
fram breyttum viðskiptaháttum
til hagsbóta fyrir lánveitendur og
lántaka. Jafnframt að lánveiting-
ar verði í auknum mæli eingöngu
miðaðar við greiðslugetu greið-
anda og eigin tryggingar hans.
Samkomulagið skiptist í ákvæði
um skyldu fjármálafyrirtækja til
að meta greiðslugetu greiðanda í
ákveðnum tilvikum og ýmis
ákvæði sem lúta að vernd fyrir
ábyrgðarmann í þeim tilvikum
þegar sjálfskuldarábyrgð er sett
til tryggingar fjárhagslegri skuld-
bindingu.