Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 1
120 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
37. TBL. 86. ÁRG.
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bill Clinton hvikar hvergi í íraksdeilunni
Segir Rússa ekki
geta hindrað árásir
Moskvu, Washington. Reuters.
RÚSSAR reyndu í gær að koma í
veg fyrir að Bandaríkjamenn og
Bretar gerðu árásir á Irak og
hvöttu til þess að Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
færi til Bagdad og reyndi að leysa
deiluna um vopnaeftirlitið í Irak.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti lagði
hins vegar áherslu á að Bandaríkj-
unum bæri skylda til að koma í veg
fyrir að írakar gætu framleitt ger-
eyðingarvopn og sagði að andstaða
Rússa myndi ekki hindra að her-
valdi yrði beitt.
Jevgení Prímakov, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði að tímabært
væri að Kofi Annan færi til Iraks og
reyndi að semja við þarlenda ráða-
menn. „Rússar telja að ekki sé hægt
að tala um að sáttaumleitanir hafi
mistekist fyrr en Kofi Annan hefur
sjálfur farið til íraks,“ sagði Príma-
kov eftir fund með William Cohen,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, í Moskvu.
Franska utanríkisráðuneytið tók
undir þetta og sagði að Kofi Annan
ætti að hafa „frjálsar hendur“ um
að leysa deiluna og gaf til kynna að
framkvæmdastjórinn ætti ekki að
vera bundinn af afstöðu Banda-
ríkjastjómar.
Annan sagði að til greina kæmi
að hann færi til Iraks. Rússar hafa
lagt fast að honum að reyna að
höggva á hnútinn en erfitt yrði fyrir
hann að fara til Iraks án þess að
geta lagt fram skýrar tillögur frá
öryggisráðinu, sem er klofið í mál-
inu.
Tílslökun hafnað
Bandaríkjastjórn hefur hafnað
tillögu Rússa um að deilan verði
leyst með því að Sameinuðu þjóð-
irnar fái takmarkaðan aðgang að
svokölluðum „forsetahöllum“, þar
sem talið er að írakar hafi falið ger-
eyðingarvopn. Rússar vilja að skip-
uð verði sérstök nefnd til að annast
leitina í stað vopnaeftirlitsnefndar-
innar, sem Sameinuðu þjóðirnar
hafa falið að leita að gereyðingar-
vopnum í írák og sjá til þess að þau
verði eyðilögð.
Bill Clinton sagði að Bandaríkin
gætu ekki brugðist þeirri skyldu að
koma í veg fyrir að írakar gætu
framleitt gereyðingarvopn en
kvaðst enn vona að hægt yrði að
leysa deiluna með friðsamlegum
hætti. Það væri undir Irökum kom-
ið hvort deilan yrði leyst.
Forsetinn sagði að andstaða
Rússa við árásir á írak myndi ekki
koma í veg fyrir að deilan yrði
leidd til lykta með hernaði en bætti
við að það ætti ekki að skaða sam-
skipti Bandaríkjanna og Rúss-
lands.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði að það væri góðs
viti að Saddam Hussein íraksforseti
væri farinn að tala um leiðir til að
heimila vopnaleit Sameinuðu þjóð-
anna.
■ Árás frestað?/20
Föngum
sleppt á Kúbu
STJÓRN Kúbu greindi frá því í
gær að um 300 fangar yrðu látn-
ir lausir í framhaldi af heimsókn
páfa til iandsins í síðasta mánuði,
þ.á m. nokkrir pólitískir fangar.
Nítján fangar voru leystir úr
haldi í gær, þeirra á meðal Hect-
or Palacios, sem heilsar hér ná-
granna sínum. Palacios var
dæmdur í 18 mánaða fangelsi
fyrir andóf gegn kommúnista-
stjórninni en kvaðst í gær stað-
ráðinn í að halda áfram barátt-
unni fyrir Iýðræði á Kúbu.
Þjóðernissinnaðir hindúar á Indlandi vonast eftir meirihluta á þingi
Spáð
lang-
mestu
fyigi
Nýju Delhi. Reuters, The Daily Telegraph.
ALME NNAR þingkosningar hefj-
ast á Indlandi á mánudag og benda
skoðanakannanir til að hinn þjóð-
emissinnaði hindúaflokkur, Bharati-
ya Janata, fái langmest fylgi. Næst-
ur honum komi Kongressflokkurinn.
Hefur kosningabaráttan verið mjög
hörð og nokkuð um ofbeldisverk,
einkum í norðausturhluta landsins.
Kjördagamir verða alls fimm og sá
síðasti 7. mars.
Stóru flokkarnir tveir vora með
mikla útifundi í gær en samkvæmt
skoðanakönnunum fær Bharatiya
Janata um 250 þingsæti af 545 í
neðri deildinni en Kongressflokkur-
inn um 155. Sá fyrmefndi fær eftir
þessu ekki hreinan meirihluta og
dagblaðið Asian Age sagði í gær að
flestir flokkanna, sem stóðu að síð-
ustu stjórn, væru reiðubúnir að
styðja Kongressflokkinn í því skyni
að koma í veg fyrir að Janataflokk-
urinn kæmist til valda. Síðustu skoð-
anakannanir segja að þessir flokkar
ásamt Kongressflokknum fái 257
þingsæti í kosningunum.
Lal Krishan Advani, leiðtogi
Janata, sagði á fréttamannafundi í
gær að þjóðemissinnaðir hindúar
eygðu nú meirihluta á þingi og hann
skoraði á Kongressflokkinn að við-
urkenna að hin ítalska Sonia
Gandhi, ekkja Rajivs Gandhi, fyrr-
Reuters
EINN af stuðningsmönnum Bharatiya Janata-flokksins með mynd af forsætisráðherraefninu, Atal Behari
Vajpayee. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn getur gert sér nokkrar vonir um meirihluta á þingi.
verandi forsætisráðherra, væri for-
sætisráðherraefni flokksins. Sigri
Janata verður Atal Behari Vajpayee
forsætisráðherra.
Sonia, sem hefur blásið nýju lífi í
Kongressflokkinn, hefur verið mjög
ötul í kosningabaráttunni og í gær
sagði hún á fundi að ringulreiðin í
stjórnmálum landsins væri að stefna
því inn í „svartnætti stjómleysis-
ins“.
Uppgangur Bharatiya Janata-
flokksins veldur mörgum áhyggjum
en meginmarkmið hans er að verja
fóðurlandið, trúna og menningar-
arfinn. Hefur hann á að skipa millj-
ón manna her sjálfboðaliða sem
safnast saman á laun í litlum hópum
til að æfa forna stríðsmannalist,
syngja þjóðlega söngva og biðjast
fyrir.
Heilsað að fasistasið
Mörgum finnast morgunæfingar
Janata-flokksmanna í senn hlægi-
legar og ógnvænlegar. Heilsa þeir
að fasistasið að því undanskildu að
þeir kreppa alla fingur nema vísi-
fingur inn í lófann. Múslimar, sem
eru 14% af 960 milljónum Indverja,
kvíða framtíðinni og óttast að kom-
ist Janata til valda muni ýmis sérlög
fyrir múslima, t.d. varðandi hjóna-
band, skilnað og erfðir verða af-
numin. Talsmenn Janata segja líka
að múslimum hafi verið sýnd und-
anlátssemi í allt of langan tíma og
flokkurinn ætlar að banna slátrun
nautgripa sem eru heilagir í
hindúasið. „Múslimar geta étið eitt-
hvað annað,“ sagði framkvæmda-
stjóri Janata-flokksins.
Reuters
Sinn
Fein berst
gegn
brottvísun
Belfast. Reuters.
SVO kann að fara að Sinn
Fein, stjórnmálaflokki írska
lýðveldishersins (IRA), verði
vísað frá viðræðum um frið á
Norður-írlandi, en í gær til-
kynnti lögreglan þar að IRA
hefði staðið að tveim morðum
sem framin voru í Belfast
fyrr í vikunni. Formaður
Sinn Fein, Mitchel McLaugh-
lin, sagði að flokkurinn
myndi hverfa frá viðræðun-
um mótþróalaust en varaði
við því að brottrekstur gæti
haft ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar fyrir friðarviðræðurn-
ar.
Samkvæmt skilmálum
samningaviðræðnanna, sem
bresk og írsk stjómvöld taka
þátt í auk átta stjómmála-
flokka mótmælenda og kaþ-
ólikka, er hægt að vísa burt
flokki ef skæraliðar sem
tengjast honum verða uppvís-
ir að hermdarverkum. Sinn
Fein hefur lýst því yfir að
vopnahléð sem IRA lýsti yfir í
júlí sl. sé enn í gildi.
IRA grunað
um morðin
Mo Mowlam, N-írlands-
málaráðherra bresku stjórn-
arinnar, greindi frá því í gær
að lögreglustjóri á N-írlandi
hefði sagt sér að hann teldi
IRA hafa átt þátt í morðun-
um í Belfast á mánudag og
þriðjudag. Sagði Mowlam að
kanna þyrfti málið til hins
ýtrasta í samráði við írsk
stjórnvöld og aðra þátttak-
endur í viðræðunum. Gæta
þyrfti þess að farið yrði að
þeim reglum sem giltu um
framgang viðræðnanna.
Stjórnmálamenn mótmæl-
enda, sem eru fylgjandi
áframhaldandi breskum yfir-
ráðum á N-írlandi, krefjast
þess að Sinn Fein verði vísað
frá þátttöku í friðarviðræðun-
um vegna morðanna í Belfast.
Þetta er einhver alvarlegasti
ágreiningur sem komið hefur
upp milli norður-írsku flokk-
anna frá því fundir hófust fyr-
ir ríflega einu og hálfu ári.