Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Má stöðva verkfall
með lagasetningii?
Stjórnarskráin tryggir ekki verkfallsrétt og því
myndu dómstólar að sögn Páls Þórhallssonar
seint fetta fíngur út í slíka lagasetningu. ísland er
hins vegar aðili að alþjóðasáttmálum sem vernda
verkfallsrétt launþega. Á þeim vettvangi hafa ís-
lendingar verið gagnrýndir fyrir að gæta ekki hófs
þegar þrengt er að verkfallsréttinum með lögum.
VERKFALLI sjómanna
var frestað áður en frum-
varp ríkisstjórnarinnar
um stöðvun verkfalls sjó-
manna kom til umræðu á Alþingi.
Það er athyglisverð spurning hvort
ríkisvaldið hafí ótakmarkaðar
heimildir til þess að stöðva verkfoll
með lagasetningu og ef svo er ekki
hverjar séu þá takmarkanirnar.
Ekki er að finna í íslensku stjóm-
arskránni neitt ákvæði sem vemdar
verkfallsréttinn eins og í stjómar-
skrám sumra annarra ríkja, til dæm-
is Frakklands. Erfitt er að halda því
fram að óskráð stjómskipunarregla
um verkfallsrétt hafi gildi hér á landi
því stjómarskráin var endurskoðuð
árið 1995 án þess að ástæða þætti til
að mæla fyrir um slíkan rétt. Verk-
fallsrétturinn er því eingöngu
tryggður með almennum lögum,
nánar tiltekið lögum nr. 80/1938 um
stéttarfélög og vinnudeilur. Þennan
rétt getur Alþingi getur því að meg-
instefnu þrengt eða afnumið með
lögum. Stjómarskráin bindur ekki
hendur þess hvað það varðar.
Alþjóðasamningar
Island er hins vegar aðili að al-
þjóðasamningum þar sem viðkom-
andi ríki skuldbinda sig til að virða
verkfallsréttinn. Þar er um að ræða
4. mgr. 6. gr. Félagsmálasáttmála
Evrópu og 1. mgr. 8. gr. Alþjóða-
samnings um efnahagsleg, félagsleg
og menningarleg réttindi auk sam-
þykkta Alþjóðavinnumálastofnunar-
innar (ILO) nr. 87 og 98. Verkfalls-
rétturinn er ekki alger samkvæmt
þessum sáttmálum heldur má tak-
marka hann ef nauðsyn krefur. Þeir
aðilar sem hafa eftirlit með fram-
kvæmd þessara sáttmála hafa túlkað
í úrlausnum sínum og álitsgerðum
nánar hvaða skilyrði þurfi að vera
uppfyllt til þess að takmörkun teljist
nauðsynleg. Ræður sú framkvæmd
auðvitað mestu um rétta skýringu á
ofangreindum sáttmálum.
Skýra verði takmark-
anir þröngt
Lítum í dæmaskyni á afstöðu
óháðu sérfræðinganefndarinnar
sem fylgist með framkvæmd fé-
lagsmálasáttmála Evrópu. Hún
gagnrýndi á sínum tíma Islendinga
fyrir að banna öll verkfóll í 11 mán-
uði með lögum nr. 14/1988. Ekki
væri hægt að réttlæta algert bann
við verkfóllum með vísan til undan-
tekningarheimilda í 31. gr. sáttmál-
ans (Niðurstöður XII-1, bls. 135-7).
Nefndin hefur einnig litið svo á að
stöðvun verkfalls, sem þegar er
hafið, með lagasetningu sé mjög al-
varleg íhlutun í rétt launþega. Því
verði að túlka þröngt heimildir til
slíkrar íhlutunar. Sá tími sem verk-
fall er bannað verður að vera eins
skammur og hægt er. Ef ríki ber
fyrir sig efnahagslega nauðsyn
hvflir það á því að sýna fram á að
sú nauðsyn hafi verið verið hendi.
Nefndin hefur ekki fallist á þau rök
Norðmanna svo dæmi sé tekið að
mikilvægi olíuframleiðslunnar rétt-
iæti sérstakar takmarkanir á verk-
fallsrétti þein-a sém vinna við
hana.
Einnig skiptir máli hvort lög
eru sett strax og verkfall hefst
eða hvort stjórnvöldu bíði átekta
eins lengi og hægt er. Ef lög eru
sett strax er erfiðara fyrir stjórn-
völd að sýna fram á að um knýj-
andi efnahagslega nauðsyn hafi
verið að ræða, því yfirleitt tekur
það einhvern tíma þangað til
áhrifa verkfalls á efnahagslega af-
komu gætir. Taka má sem dæmi
að Norðmenn settu á sínum tíma
lög sem stöðvuðu verkfall hjúkr-
unarfræðinga. Nefndin taldi þau
lög ekki standast vegna þess að
þótt um óhagræði fyrir sjúklinga
sem biðu aðgerðar hefði verið
ræða þá hefði verkfallið ekki kom-
ið niður á bráðaaðgerðum. Auk
þess hafi lögin verið sett í byrjun
verkfalls án þess að tími gæfist
fyrir stjórnvöld til að meta afleið-
ingar þess (Niðurstöður XII-1,
bls. 137-138).
Heijólfsmálið
Svipuð sjónai-mið koma fram í
niðurstöðu félagafrelsisnefndar Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar
sem fjallaði um kæru Alþýðusam-
bands Islands vegna setningar laga
nr. 15/1993 um bann við verkfalli
og verkbanni á ms. Herjólfi (sjá
skýrslu félagsmálaráðherra til Al-
þingis um Alþjóðavinnumálaþingið
í Genf 1995). Nefndin fann að því
að gerðardómur sem settur var á
fót með lögunum hefði ekki fylli-
lega frjálsar hendur um ákvörðun
kjara auk þess lögin þóttu of víð-
tæk þar sem þau náðu til verka-
lýðsfélags sem var ekki í verkfalli.
Varðandi sjálfan verkfallsréttinn
tók nefndin tillit til þess að sjö vik-
ur höfðu liðið frá því verkfall hófst
og reynt hafði verið til þrautar að
ná sáttum án árangurs. Deilan hafi
því verið komin í sjálfheldu. Laga-
setningin sem slík var því ekki
gagnrýnd.
Það er ástæðulaust að fara út í
það að meta fnimvarp sem dregið
hefur verið til baka í ljósi þessarar
alþjóðlegu framkvæmdar. Það er
engan veginn einfalt að segja hver
niðurstaðan yrði af slíkri skoðun.
Benda má á það sem er augljóst að
metið yrði hversu alvarlegar efna-
hagslegar afleiðingar hafi blasað
við, hvort beðið hafi verið nógu
lengi eftir að verkfall hófst, hvort
deilan hafi verið komin í sjálfheldu
og hvort takmörkunin hafi gengið
eins skammt og unnt var.
íslenskir dómstólar
Af formlegum ástæðum er það
ákaflega ólíklegt að íslenskir dóm-
stólar myndu fetta fingur út í laga-
setningu á verkfall sjómanna ef á
reyndi. Þótt hlutverk þeiira í
stjórnskipuninni sé meðal annars
það að gæta að því hvort lög stríði
gegn grundvallarréttindum manna
verður ekki horft fram hjá því að
það er ekkert ákvæði í stjórnar-
skránni sem tryggir verkfallsrétt-
inn. Akvæði um félagafrelsi, tján-
ingarfrelsi og almennar meginregl-
ur um samnings- og athafnafrelsi
veita heldur ekki næga stoð fyrir
dómstóla til að endurskoða lög af
þessu tagi.
Island er í þeim flokki ríkja þar
Sérfilboð!!
Luóvik Krist|ansson:
Véstlendingar l-lll
Upphaflegt vero: 8.940,
rtilboð: 1.990
(allar bækurnar)
P(o~ Gi 3 J