Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 22
22 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ekkert ást-
arsamband
Franska lögreglan með
Fiat Uno til skoðunar
Washington. Reuters.
ROBYN Dickey, siðameistari
bandaríska vamarmálaráðuneytis-
ins, vísar harðlega á bug þeirri
frétt breska blaðsins Daily Tele-
graph að hún hafí átt í ástarsam-
bandi við Bill Clinton forseta á ní-
unda áratugnum. Sagði hún frétt-
ina vera „haugalygi" og Michael
McCurry, talsmaður Hvíta hússins,
kallaði höfund hennar, blaðamann-
inn Ambrose Evans-Pritchard,
fréttaskáld.
„Ég hef aldrei átt náið eða óvið-
eigandi samband við Bill Clinton.
Fréttir um slíkt samband eru
hreinar lygar. Hefði einhver frétta-
maður haft við mig samband áður
en fréttin var birt hefði ég tjáð
honum að þessi glæfralegi orðróm-
ur er rangur og sérlega illgjam,"
sagði í yfírlýsingu Dickey.
Samkvæmt fregn Daily Tele-
<graph var Dickey flutt úr starfi í
Hvíta húsinu og færð yfir í vamar-
málaráðuneytið eftir að hafa verið
nefnd sem fyrrverandi ástkona for-
setans við vitnaleiðslur í máli Paula
Jones, sem sakar Clinton um kyn-
ferðislega áreitni. Að sögn blaðsins
vitnaði fyrrverandi öryggisvörður
um ástarsamband Dickey og Clint-
ons. Ken Bacon, talsmaður varnar-
málaráðuneytisins, sagði frétt
blaðsins „ranga og fáránlega“.
París, London. Reuters.
FRANSKA lögreglan sagði í gær,
að hún væri að skoða hvíta Fiat
Uno-bifreið, sem hugsanlega
hefði komið við sögu er Diana
prinsessa Iét lífið í bflslysi. Eftir
ónefndum heimildamönnum inn-
an lögreglunnar er þó haft, að
bfllinn tengist ekki slysinu.
Breskir fjölmiðlar hafa farið
háðulegum orðum um þá yfirlýs-
ingu Mohamed A1 Fayeds, föður
Dodi A1 Fayeds, sem lést ásamt
Dfönu, að ekki hefði verið um
slys að ræða, heldur samsæri.
Talsmaður frösnku lögregl-
unnar sagði, að lögfræðingar Mo-
hamed Al-Fayeds hefðu beðið
hana að skoða tiltekna Fiat Uno-
bifreið og væri nú verið að því.
Sagði hann, að vitað væri um eig-
anda bflsins en gaf ekkert frekar
upp um það.
Skemmd eftir árekstur
Franska lögreglan hefur mán-
uðum saman leitað að hvítum Fi-
at Uno en talið er hugsanlegt, að
Mercedes Benz-bifreið Di'önu og
Dodis hafi rekist utan í hans rétt
áður en bflstjórinn missti stjórn á
Benzinum. Segja lögfræðingar A1
Fayeds, að bifreiðin, sem þeir
hafa bent á, beri þess merki að
hafa lent utan í öðrum bfl þótt nú
sé búið að gera að mestu við
skemmdimar.
Georges Kiejman, einn lögfræð-
inga A1 Fayeds, hefur skýrt frá
því, að „einn af eigendum bflsins“
hafi verið blaðamaður. Reuters-
fréttastofan hefur það hins vegar
eftir ónefndum heimildarmönn-
um, sem tengjast rannsókninni á
dauða Díönu, að umræddur Fiat
Uno tengist ekki slysinu.
A1 Fayed gaf í skyn á fímmtu-
dag í viðtali við dagblaðið The
Mirror, að um samsæri hefði ver-
ið að ræða er þau Díana og Dodi
létust en nefndi þó ekki þá, sem
hann taldi ábyrga fyrir því. Hann
sagði hins vegar, að margir hátt-
settir menn hefðu fagnað láti
þeirra. í öðmm hluta viðtalsins,
sem blaðið birti í gær, sagði
hann, að Karl prins, Filipus
drottningarmaður og bróðir
Díönu hefðu ekki virt sig viðlits
eftir lát prinsessunnar.
The Daily Mail sagði í gær, að
samsæriskenning A1 Fayeds væri
„sjúklegir hugarórar" og The
Sun sagði, að annaðhvort skyldi
hann standa við stóm orðin og
sanna sitt mál eða þegja ella.
Daily Telegraph sagði, að A1 Fa-
yed notaði samsæriskenninguna
til að „herða á stríði sínu við
breska stjórnkerfið og konungs-
íjölskylduna". A1 Fayed heftir
lengi sóst eftir breskum ríkis-
borgararétti en ekki fengið.
„Veit hann ekki hvað hann er
að gera drengjunum?" var fyrir-
sögn greinar í The Daily Mail
eftir Richard Kay, sem skrifar
sérstaklega um konungsfjöl-
skylduna, og átti þá við syni
Dionu og Karls, William og
Harry. Hefur Kay það eftir ein-
um í konungsfjölskyldunni, að
fengi A1 Fayed breskan ríkis-
borgararétt, myndi hann sækja
um ríkisborgararétt í Egypta-
land en A1 Fayed er egypskur.
Talsmaður Buckingham-haliar
vildi ekkert segja um yfirlýsing-
ar A1 Fayeds í gær en í fyrradag
sagði hann, að ummæli hans
væm tillitsleysi við konungsfjöl-
skylduna. Spencer jarl, bróðir
Díönu, birti einnig yfirlýsingu á
fimmtudag þar sem hann vísaði
ummælum A1 Fayeds á bug og
bað þess, að systir sín fengi að
hvfla í friði.
Höfuðborg Sierra Leone á valdi vestur-afrísks friðargæsluliðs
Milljónir
manna í
hættu
SKORTUR á matvælum í
Norður-Kóreu er svo alvarleg-
ur að milljónir manna kunna
að svelta þar í hel áður en
langt um iíður, sagði starfs-
maður sænskra hjálparsam-
taka í gær. Stefan Holmström
dvaldi í N-Kóreu í viku og
sagði Reuters að vannærð
börn væru algeng sjón í land-
inu, ekki síst á bamaheimilum.
Hungursneyð hefur ríkt í N-
Kóreu síðan mikil flóð
eyðilögðu uppskeru 1995 og
1996 og vegna þurrka á síð-
asta ári.
Harmar
fjöldamorð
ALMUDENA Mazarrasa,
fulltrúi Mannréttindastofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna í Kól-
umbíu, kvaðst í gær harma
meint fjöldamorð vopnaðrar
hreyfingar hægrimanna í suð-
urhluta landsins. Hreyfingin
hefur verið sökuð um að hafa
myrt að minnsta kosti 48
manns í nokkrum bæjum á
svæðinu síðustu tvær vikur.
Cabaj í
framboð
TIBOR Cabaj, félagi í
Slóvakísku lýðræðishreyfing-
unni, flokki Vladimirs Meci-
ars, forsætisráðherra, greindi
frá því í gær að hann hyggðist
bjóða sig fram í annarri um-
ferð forsetakosninga í landinu
er fer fram 5. mars. Fyrsta
umferðin fór fram íyrr 1 þess-
um mánuði án þess að afger-
andi úrslit fengjust, og verða
umferðir haldnar uns úrslit
fást.
Leiðsögu-
manni sleppt
DÓMSTÓLL í Frakklandi til-
kynnti í gær að leiðsögumaður
er fór fyrir ferðamannahópi er
lenti í snjóflóði í síðasta mán-
uði, skyldi látinn laus úr varð-
haldi uns réttað yrði í máli
hans. Níu unglingar og tveir
fullorðnir fórust í snjóflóðinu
er varð í frönsku Ölpunum 23.
janúar og hefur leiðsögumað-
urinn verið í varðhaldi síðan.
Sameiningu
aflýst
RISARNIR í hópi alþjóðlegra
endurskoðunarskrifstofa,
KPMG Peat Marwick og
Emst & Young, tilkynntu í
gær að fyrirtækin hefðu
ákveðið að aflýsa fyrirhugaðri
sameiningu. Með henni hefði
orðið til heimsins stærsta end-
urskoðunarfyrirtæki.
Minna kynlíf
eftir giftingu
SAMKVÆMT nýrri könnun
sem gerð var á vegum verju-
framleiðandans Durex og birt
var í írska blaðinu Examiner í
gær, daginn fyrir Valentínus-
ardaginn, dag elskenda, að pör
sem gengið hefðu í það heilaga
hefðu að meðaltali 40 sinnum
sjaldnar kynmök á ári en pör í
óvígðri sambúð.
ÞÚSUNDIR manna hafa flúið átökin í Freetown síðustu daga og sumir farið sjóveg til Conakry, höfuðborgar Guineu. Er það 12 tíma sigling.
Herstj órnin flúin burt
Freetown. Reuters.
VESTUR-AFRÍSKA friðargæsluliðið, ECOMOG,
í Sierra Leone var búið að ná mestallri höfuðborg-
inni, Freetown, á sitt vald í gær og herstjómin á
flótta. Lentu tvær fallbyssuþyrlur í Monróvíu í Líb-
eríu með 51 embættismann herstjórnarinnar og
voru þeir handteknir við komuna.
„Við ráðum nú 80% borgarinnar," sagði Timothy
Shelpidi hershöfðíngi og einn af yfirmönnum friðar-
gæsluliðsins í aðalstöðvum þess í Monróvíu í gær.
Sagði hann, að ráðhúsið í Freetown og þinghúsið
væru á þeirra valdi og hersljómin á flótta. Ekkert
er vitað um leiðtoga hennar, Johnny Paul Koroma,
eða nánustu aðstoðarmenn hans en talsmaður her-
stjómarinnar sagði í viðtali við BBC, breska ríkis-
útvarpið, í gær, að ekki yrði gefist upp fyrir friðar-
gæsluliðinu.
Tvær fallbyssuþyrlur með 51 embættismann
herstjórnarinnai- lentu í Monróvíu í gær og voru
þeir handteknii- strax. Voru fréttir um, að herþot-
ur friðargæsluliðsins hefðu neytt flugmenn þyrln-
anna til að lenda en þær höfðu ekki verið staðfest-
ar.
Treysta tökin
á Freetown
Shelpidi sagði, að fyrsta verkefni friðargæslu-
' liðsins væri að treysta tök sín á Freetown og gera
hjálparstofnunum kleift að aðstoða þúsundir
manna, sem eru á flótta og á vergangi vegna átak-
anna. Ecomog hefur umboð til að koma aftur til
valda kjömum forseta, Ahmad Tejan Kabbah, sem
herstjórnin steypti í maí í fyrra.
Ekki er alveg ljóst hvernig ástandið er í öðrum
hlutum landsins en herflokkar hollir Kabbah
höfðu þó yfírhöndina í átökum við liðsmenn
Koroma í suður- og austurhlutanum.
Engar matarbirgðir
Talið er, að mörg hundruð manna hafi fallið í
átökunum síðustu daga og þúsundir manna eru á
flótta. Eru allar matar- og lyfjabirgðir hjálpar-
stofnana uppurnar eða þeim hefur verið rænt.
Fréttaritari BBC, sem var staddur í Freetown
þegar ECOMOG-herinn kom þangað, segir, að
íbúar borgarinnar hafi fagnað honum vel en haft
er eftir þeim, að margir liðsmenn herstjórnarinn-
ar hafi afklæðst einkennisbúningnum þegar þeir
sáu hvert stefndi.