Morgunblaðið - 14.02.1998, Page 33

Morgunblaðið - 14.02.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 33 7o iðgjald til Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Framsýnar EIGNIR OG SKULDBINDINGAR Niðurstöður tryggingafræðilegra úttekta samkvæmt skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands (allar upphæðir í milljónum króna) Niðurstöður án endurmats höfuðstóls Lífeyrissjóður verlunarmanna Lífeyrissjóðurinn Framsýn Samvinnu- lífeyrissjóðurinn Höfuðstóll í árslok 1996 45.478 29.286 9.663 Höfuðstóll í lok úttektarárs 45.478 29.286 9.663 Höfuðstóll og framtalin iðgjöld 81.837 49.604 16.177 Heildarskuldbinding 80.095 50.453 18.374 Jöfnuður heildarskuldbindingar 1.742 -849 -2.197 Jöfnuður í % af heildarskuldbindingu 2% -2% -12% Áfallin skuldbinding 39.557 29.283 12.989 Jöfnuður áfallinna skuldbindingar 5.921 3 -3.326 Jöfnuður í % af áföllnum skuldbindingum 15% 0% -26% Niðurstöður miðað við endurmetinn höfui ístó/ Jöfnuður heildarskuldbindingar Jöfnuður í % af heildarskuldbindingu Ekki birtar tölurfrá 3.951 266 8% 1% Jöfnuður áfallinna skuldbindingar Ufeyrissj. Verslunar- 4.803 -863 Jöfnuður í % af áföilnum skuldbindingum manna 16% -7% KENNITÖLUR 1996 Samkvæmt skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands Lífeyrissjóður verlunarmanna Lifeyrissjóðurinn Framsýn Samvinnu- lífeyrissjóðurinn Lífeyrisbyrði 30,8% 71,4% 107,2% Kostnaður í % af iðgjöldum 2,6% 5,3% 7,9% Kostnaður í % af veltu 0,8% 0,9% 2,1% Kostnaður í % af eignum 0,2% 0,3% 0,4% Hrein raunávöxtun 7,6% 7,7% 7,3% Meðal raunávöxtun 1992-96 6,6% 7,1% 5,6% Fjöldi sjóðfélaga 19.280 16.097 3.800 Fjöldi lífeyrisþega 3.096 6.347 1.606 Stöðugildi á árinu 16,5 13,0 5,0 Jeffrey D. Sachs um fískveiðistjórnun „Ekki rétt að útiloka auð- lindagjald“ Sá ágreiningur sem uppi væri leyst- ist vonandi með þeim samningi. Moldviðri Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, sagðist ekkert botna í því moldviðri sem búið væri að þyrla upp í kringum lífeyrissjóðsaðild starfsmanna landflutninga Sam- skipa. Þetta fyrirtæki, Landflutning- ar, hafi verið stofnað af kaupfélög- unum og þau áttu 80% eignarhlut í þeim. Hafi starfsmenn greitt til Líf- eyrissjóðs verslunarmanna sé það ólöglegt. Aðspurður hvort ekki væri eðli- legt að fólk gæti valið sér lífeyris- sjóð, sagði Margeir, að meðan lög og reglugerðir segðu fyrir um annað yrði fólk að fara eftir þeim. Sam- vinnulífeyrissjóðurinn, sem væri stofnaður árið 1939, væri brautryðjandi á sínu sviði. Eftir tilkomu lífeyrissjóða stéttarfélaganna hefði sjóðurinn ítrekað þurft að standa í deilum við þá um aðild og hann væri orðinn þreyttur á slíkum ágreiningi. „Það gefur ekki rétta mynd á þessum tímapunkti að gera saman- burð á milli þessara sjóða. Á árinu sem leið jók Lífeyrissjóður verslun- armanna réttindaávinnslu sjóðfélaga sinna. Fram að þeim tíma voru reglugerðir sjóðanna mjög áþekkai- hvað varðaði réttindi. Sömuleiðis hefur Lífreyrissjóðurinn Framsýn breytt reglugerð sinni, en Sam- vinnulífeyrissjóðurinn tók þá ákvörðun að bíða með breytingar á reglugerð sinni þar til ljóst væri hvernig væntanleg lög um starfsemi lífeyrissjóða litu út. Nú liggur það fyi-ir og ljóst er að Samvinnulífeyris- sjóðurinn mun fella niður svokallaða þrjátíu ára reglu sem skýrir að miklu leyti þann mun sem fram kemur í samanburði milli sjóðanna. Þess ber að geta að bæði Lífeyris- sjóður verslunarmanna og Lífeyris- sjóðurinn Framsýn hafa fellt niður þá reglu. Þá mun stjórn sjóðsins leggja fyrir næsta aðalfund tillögur að stofnun séreignarsjóðs innan Samvinnulífeyrissjóðsins þar sem sjóðfélögum gefst kostur á að leggja hluta af núverandi lífeyrissjóðsfram- lagi sínu inn í. Mun það þýða umtals- verða réttindabót fyrir greiðandi sjóðfélaga og munu þeir þar njóta sérstöðu sinnar þar sem iðgjald þeirra ásamt atvinnurekandafram- lagi er 11,5% á móti 10% í flestum öðrum sjóðum,“ sagði Margeir enn- fremur. Aðspurður hvort ekki væri eðiilegt að fólk fengi að greiða iðgjöld til þeirra sjóða sem veita meiri rétt- indi fyrir minni iðgjöld, sagði Margeir, að ástæðan fyrir því að greidd væru hærri iðgjöld til Samvinnulífeyrissjóðsins en til ann- arra væri sú að sjóðurinn hefði þurft þess með. Annars hefði þurft að grípa til skerðingar á réttindum þar sem sjóðurinn væri orðinn gamall og hefði veitt of mikil réttindi miðað við iðgjöld. Margeir sagði að hann neitaði því hins vegar ekki að réttindi í Lífeyr- issjóði verslunarmanna væru betri nú en í Samvinulífeyrissjóðnum eftir að hann hefði aukið réttindi sín fyrir stuttu. Aðspurður hvort staðreyndin væri þá sú að yngri kynslóðir væru að greiða inn í sjóðinn fyrir þá sem eldri væru sem ekki hefðu lagt inn í sjóðinn fyrir réttindum sínum, sagði Margeir, að það vandamál væri ekki einskorðað við Samvinnulífeyrissjóð- inn. Lífeyi’issjóðirnir almennt hefðu ekki staðið vel eftir tímabil óðaverð- bólgu áður en verðtrygging kom til. Sjóðirnir hefðu hins vegar allir bætt stöðu sína á síðustu árum. Margeir sagði aðspurður að í nýj- um lögum um lífeyrissjóði væri áfram gert ráð fyrir skylduaðild, þannig að sú skylduaðild sem hefði gilt til þessa myndi gilda áfram. Raunávöxtun 5,6-7,1% Lífeyi’issjóður verslunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsmanna eins og kunnugt er og námu eignir hans í árslok 1996, samkvæmt ár- legri skýrslu bankaeftirlits Seðla- banka Islands um lífeyrissjóðina, tæpum 45,5 milljörðum króna. Fjöldi reglulega greiðandi sjóðfélaga var rúmlega 19 þúsund manns. Rekstr- arkostnaður sem hlutfall af eignum sjóðsins nam 0,2% og árleg meðal- raunávöxtun eigna sjóðsins á árabil- inu 1992-96, þ.e. ávöxtun miðað við vísitölu neysluverðs að frádregnum rekstrarkostnaði, nam 6,6%. Lífeyrissjóðurinn Framsýn er þríðji stærsti lífeyrissjóður landsins. Eignir hans námu 29,3 milljörðum króna í árslok 1996 og fjöldi sjóðfé- laga var rúmlega 16 þúsund. Rekstr- arkostnaður sem hlutfall af eignum var 0,3% og meðalraunávöxtun 1992-96 nam 7,1%. Samvinnulífeyrissjóðurinn er minnstur þeirra þriggja sjóða sem hér er rætt um, en er engu að síður áttundi stærsti lífeyrissjóður lands- ins. Samkvæmt skýrslu bankaeftir- litsins námu eignirnar tæpum 9,7 milljörðum króna í árslok 1996. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum nam á því ári 0,4% og meðal- raunávöxtun eigna sjóðsins 1992-96 nam 5,6%. Ef litið er til annarra kennitalna um þessa sjóði í skýrslu bankaeftir- litsins kemur fram að svonefnd líf- eyrisbyrði, þ.e. hlutfall lífeyris- greiðslna af iðgjöldum, er lægst hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna 30,8%, hjá Framsýn 71,4% og hjá Samvinnulífeyrissjóðnum 107,2%, sem þýðir að árlegar lífeyrisgreiðsl- ur eru nokkuð umfram • inngreidd iðgjöld. Bankaeftirlitið birtir einnig yfirlit yfir tryggingarfræðilegar úttektir á eignum og skuldbindingum lífeyris- sjóða. Samkvæmt þeim eru eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1.742 milljónir króna umfram heildarskuld- bindingar sjóðsins eða 2% og 5,9 milljarðar eða eða 15% umfram áfallnar skuldbindingar. Ekld liggja fyi’ir niðurstöðui’ miðað við endurmat eigna LV, samkvæmt skýrslunni. Munurinn á áföllnum skuldbind- ingum og heildarskuldbindingum líf- eyrissjóðs felst í því að annars vegar er miðað við þau réttindi sem sjóðfé- lagar hafa þegar áunnið sér og sjóð- urinn gerður upp miðað við það. Uppgjör heildarskuldbindinga mið- ast hins vegar við það að núverandi sjóðfélagar haldi áfram að greiða til sjóðsins út starfsævina og ávinna sér réttindi. Venjulega er í þessum upp- gjörum sjóða á almennum vinnu- markaði miðað við 3,5% vexti. Lífeyrissjóðinn Framsýn vantar 849 milljónir eða 2% upp á að eiga fyrir heildarskuldbindingum miðað við sömu forsendur, en eignir og áfallnar skuldbindingar eru í jafn- vægi. Þegar höfuðstóllinn hefur ver- ið endurmetin á sjóðurinn hins vegar tæpa fjóra milljarða umfram heild- arskuldbindingar eða sem nemur 8% og 4,8 milljarða eða 16% umfram áfallnar skuldbindingar. Samsvar- andi tölur yfir Samvinnulífeyrissjóð- inn sýna að hann vantar tæpa 2,2 milljarða eða 12% upp á að eignir standi undir heildarskuldbindingum. Þegar höfuðstóllinn hefur verið end- urmetinn á sjóðurinn 266 milljónir eða 1% umfram heildarskuldbind- ingar, en 863 milljónir eða 7% vantar upp á að hann eigi fyrir áfóllnum skuldbindingum. JEFFREY D. Sachs, prófessor við Harvard-háskóla, segir að ekki sé rétt að útiloka álagn- ingu veiðileyfagjalds hér á landi nema að vel athuguðu máli. Hann segir að slíkt fyrirkomulag hafi gefið góða raun annars staðar og gæti jafnvel leitt til þess að hægt yrði að lækka aðrar álögur á fyrirtæki. Sachs sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær ekki geta tekið afdráttar- lausa afstöðu til veiðileyfagjalds hér á landi, enda þekkti hann aðeins lítil- lega til aðstæðna í íslensku efnahags- lífi. Hann sagði að auð- lindagjald hefði gefið góða raun víða og því væri ekki rétt að útiloka þennan möguleika, sér í lagi ef slík gjaldtaka kæmi í stað annarra skatta. „Ríkisstjómin leggur í dag á ýmsa skatta sem trufla rekstur fyrirtækja, svo sem tekjuskatta, launagjöld og önnur gjöld sem lögð eru á hagkerfið. Þessi gjöld trufla hag- kerfið. Fyrsta spumingin er því hvort það væri hag- kvæmari aðferð við tekjuöflun ríkisins ef það léti greiða með einum eða öðrum hætti íyrir veiðiréttindi, annaðhvort með uppboði eða með gjaldi. Gæti þetta þýtt hag- kvæmari leið til tekjuöflunar þannig að ríkið gæti lækkað aðra skatta. Það væri svo sannarlega raunhæft að nið- urstaðan gæti orðið eitthvað í þá átt. Hægt að bæta þolendum skaðann Sachs segir að einnig þui’fi að líta til tekjudreifingar, þ.e. hverjir myndu hagnast og hverjir tapa ef auðlinda- gjald yrði lagt á. „Ef kerfið yrði hag- kvæmara með þessum breytingum væri þá ekki hægt að nota ágóðann til að bæta þolendunum það tjón sem þeir yrðu fyrir? Ef ísland ákvæði að efna til uppboða á veiðiheimildum væri ekki mögulegt að nota hluta ábatans til að bæta, a.m.k. á einhverj- um aðlögunartíma, þeim sem yrðu fyrir tjóni vegna þessa,“ spyr Sachs. „Ég held að þessi tillaga sé þess verðug að hún sé skoðuð gaumgæfi- lega því aðgerðir af þessu tagi hafa verið notaðar með góðum árangri á öðrum sviðum. Aðferðin er rökrétt. Það kann hins vegar að vera að hag- ræðingin sé of lítil eða að afleiðing- arnar séu of sársaukafullar fyrir ákveðna þjóðfélagshópa. Ég myndi hins vegar segja að ekki ætti að úti- loka þennan möguleika án athugun- ar.“ ísland á réttri leið Á 60 ára afmælisráðstefnu Félags viðskipa- og hagfræðinga, sem haldin var í gær, kynnti Sachs ráðstefnu- gestum athuganir sínar á áhrifum landfræðilegrar legu á afkomu þjóða. Sagði hann hagfræðinga í gegnum tíðina hafa einblínt um of á efnahags- stefnu viðkomandi landa en horft fram hjá ýmsum þáttum í umhverfi þeirra sem kynnu einnig að hafa veruleg áhrif. Benti hann m.a. á, að aðeins 4 hitabeltisríki væru í hópi 30 auðugustu þjóða heims en langstærstm- meirihluti þeirra væru fátæk ríki. Ríkjum þar sem loftslag væri mildara hefði hins vegar famast mun betur. Þá ræddi Sachs um áhrif náttúru- auðlinda á afkomu ríkja. Sagði hann greinilegt að í þeim löndum, sem væru að verulegu leyti háð náttúru- auðlindum í afkomu sinni, væri hag- vöxtur mun hægari og hann ykist jafnt og þétt eftir því sem náttúruauð- lindir slápuðu minni sess í efnahagsy, lífi viðkomandi ríkis. Aðspurður hvemig hann sæi ísland í þessu samhengi, þar sem sjávarút- vegur hefði verið ríkjandi atvinnu- grein nær alla þessa öld, sagði Sachs að Island væri á réttri leið í þessum efnum. „Það má enn segja að útflutningur sjávarafurða og orkufrekra málmaf- urða myndi mikinn meirihluta vöra- viðskipta. Á heildina litið hefur vægi fiskveiða þó minnkað í heildarútflutn- ingi á vöram og þjónustu þar sem ferðaþjónusta hefur sótt í sig veðrið og önnur þjónusta hefur einnig aukist veralega. Vægi náttúraauðlinda e?- því að minnka veralega í útflutningi landsins. Sagan sýnir okkur tvennt. í íýrsta lagi er stjómun náttúraauðlinda flókin og í hagkerfum sem mjög era háð nýt- ingu þeirra er nýtingunni oft illa stjómað. Ég held að megi segja að Island hafi verið á þeirri braut um langt skeið eða allt þar til landið náði stjóm á heildarafla með tilkomu framseljan^ legs kvóta. Þá var farið að styðjast við ráðgjöf vísindamanna við ákvörðun heildarafla. Þetta er mikið afrek og aðrar þjóðir heims eru langt á eftir Islendingum í þessum efnum og eins og þú veist þá er ástand fiskistofna í heiminum hræðilegt. Heimurinn verður því að læra af Islendingum hvernig eigi að haga þessum málum.“ Sachs segir að útflutningur byggð- ur á náttúraauðlindum sé einnig mjög sjaldan nægjanlegur til að lyfta ríkj- um á hæsta stall þjóðartekna í heim- inum. „Jafnvel olíuríki á borð við Sádi Arabíu hafa tilhneigingu til að staðna í efnahagslegri þróunn. Þjóðarfram- leiðsla á mann er t.d. sláandi lág í Saudi Arabíu, eða 7.000 dollarar sT mann, þrátt þann gríðarlega olíuforða sem landið á. Málið er að í heimi þar sem upplýsingar, tækni og þekking eru uppspretta mikils hluta auðarins duga náttúraauðlindir einar saman sjaldnast til. Sachs segir hins vegar tvær ástæð- ur fyrir því að hér horfi mál til betri vegar. Annars vegar hafi Island í sí- fellt meiri mæli verið að hagnýta sér tæknina í fiskveiðum og sú þekking sem hér hafi myndast sé orðin út- flutningsvara. Ný útflutningsgrein hafi því myndast hér á landi sem byggist ekki á fiskafurðum heldur þekkingu landsmanna í sjávarútvegi. „Þá sýnist mér að líklegt sé að vægi sjávarafurða, áls og annarra afurða eY’1* byggist á náttúraauðlindum landsins muni minnka. Utflutningstekjur af sölu hugbúnaðar, ferðaþjónustu, þjónustu og markaðssetningu nýrra vara í lyfjaiðnaði og fleiri greinum, munu líkast til aukast á móti.“ Sachs segir árangur í þeirri við- leitni að gera atvinnulíf fjölhæfara hér á landi muni hins vegar ekki velta á einhverri opinberri stefnu- mótun. „í hagkerfum sem reiða sig fyrst og fremst á náttúraauðlindir er hætt við því að sveigjanleiki sé ekki nægilega mikill til að gera atvinnulíL^ ið fjölhæfara. Að mínu mati er því mikilvægast að tryggja sveigjanleika á vinnumarkaði, halda sköttum lág- um og halda hagkerfinu mjög opnu og i takti við það sem er að gerast í heiminum, til að ísland geti í aukn- um mæli flutt út þekkingu. Þetta er að gerast nú þegar en ég held að það muni aukast enn frekar í framtíð- inni.“ Lífeyrisbyrðin mismunandi milli sjóða Jeffrey D. Sachs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.