Morgunblaðið - 14.02.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 41'
bæjar, nánar tiltekið í Silfurtúnið.
Heimsótti ég þau tvisvar þangað og
átti strax samleið með tveim yngstu
börnunum, Omma og Unnu. Síðan
fluttu þau enn nær okkur, í Garðinn
og þá fjölgaði heimsóknunum veru-
lega. Þau bjuggu fyrstu árin í
bamaskólanum í Garði og þar var
algjör paradís fyrir krakka að vera
(a.m.k. um helgar), þá höfðum við
heilt íþróttahús út af fyrir okkur og
fengum útrás fyrir orkuna.
Þegar ég var á tíunda ári fæddi
móðir mín sitt sjötta bam og á
meðan hún lá á sæng dvaldi ég í
heila viku hjá Önnu og Jóa. Þetta
var í ágúst og dásamlegt að vera
til. Þar sem ég var elst minna
systkina var það mikil upplifun fyr-
ir mig að fylgjast með eldri böm-
um Önnu og Jóa, ástum þeirra og
tilhugalífi og í minningunni er
margt af því ævintýri líkast.
Eitt sumarið eftir að ég var orð-
in matvinnungur, útvegaði Jói mér
fiskvinnu í Garðinum og buðu þau
hjón mér að vera hjá sér virka
daga. Þetta var skemmtilegur tími
eins og allur annar tími hjá þeim.
Samband þeirra hjóna var mjög
sérstakt, Jói leyndi aldrei ást sinni
á Önnu og hún var alltaf jafn vand-
ræðaleg þegar hann lét þannig við
hana að öðmm viðstöddum, en það
leyndi sér ekki hvað hún var
ánægð með hann.
Eftir að ég varð fullorðin fækk-
aði samverustundunum með fjöl-
skyldunni í Garðinum, en sterk
tengsl em og verða milli okkar.
Anna Birna og móðir mín vom
ávallt góðar vinkonur og héldu
tryggð við hvor aðra fram á síðustu
stundu.
I lok janúar sl. fór ég ásamt
fjölskyldu minni á kvöldvöku í
samkomuhúsinu í Garði, sem
haldin var í tilefni 90 ára afmælis
Gerðahrepps og var fyrsti liður-
inn í afmælisárinu til heiðurs
þeim Önnu Birnu og Jóa. Á því
má sjá að þau hafa unnið hug og
hjörtu Garðbúa sem og annarra
sem urðu þess aðnjótandi að
kynnast þeim. Á samkomu þessari
vom flest börn þeirra hjóna og
barnabörn og fluttu þau frum-
samið efni eftir Jóa. Anna Birna
var ekki viðstödd sjálf vegna veik-
inda, en ég veit að hún var þar í
anda. Ég var mjög stolt þetta
kvöld sem ávallt, að vera skyld
þessu ágæta fólki.
Ég vil þakka fyrir þau forrétt-
indi að hafa átt að svo einstaka
konu sem Anna Birna frænka mín
var og bið góðan Guð að styrkja
bömin hennar og aðra afkomendur
á þessum erfiðu tímamótum.
Hjördís.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur,
mín veri vöm í nótt.
Æ,virztmigaðþértaka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Pýð. S. Egilsson.)
Elsku besti afi. Þú barðist
hetjulega gegn veikindum þínum.
Við söknum þín mikið. Við vitum
líka að nú ertu á góðum stað og þér
líður vel. Okkur þykir mjög vænt
um þig.
Axel og Sigurlaug.
Elsku afi minn, ég vil þakka þér
fyrir allar góðu samverustundirnar
sem við áttum saman, þegar ég
kom vestur á Hellissand í heim-
sókn til ykkar ömmu. Ég á eftir að
sakna þín mikið, en ég trúi því að
þér líði betur núna og við eigum
eftir að hittast aftur. Guð blessi
þig, elsku afi.
Pó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Skáld-Rósa.)
Þín,
Guðný Dóra Heiðarsdóttir.
MINNINGAR
KARL
JÓHANNSSON
+ Karl Jóhannsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 29.
nóvember 1906.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 4.
febrúar siðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Kristín Árnadóttir
og Jóhann Jónsson
frá Brekku í Vest-
mannaeyjum. Karl
var fimmti í röð alls
tólf systkina en af
þeim komust níu til
fullorðinsára. Af
systkinunum er ein
systir eftirlifandi, Steingerður,
sem dvelst á Dvalarheimilinu
Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.
Eiginkona Karls var Kristjana
í dag er borinn til grafar í Vest-
mannaeyjum hann Kalli afi minn,
91 árs að aldri og langar mig að
minnast hans með nokkrum orð-
um.
Það má segja að það hafi verið
svolítið sérstakt að hann afi bjó alla
tíð hjá pabba og mömmu frá því að
þau hófu búskap. Fyrstu árin var
hann ekki mikið heima við, enda
stundaði hann sjóinn, en síðar fékk
hann vinnu í landi. Við systkinin ól-
umst því upp með afa á Stekkjar-
flötinni, þar til við fluttum að heim-
an eitt af öðni.
Það er ótrúlega skýrt í minning-
unni þegar afi var að passa okkur
systkinin, í Garðabænum, t.d. á
laugardagsmorgnum þegar pabbi
og mamma og skruppu í bæjarferð.
Það brást ekki að um hádegisbilið
var kominn góður matarilmur frá
eldhúsinu og í útvarpinu hljómuðu
óskalög sjúklinga; þetta stendur
mér ennþá ljóslifandi fyrir hugs-
kostssjónum. Og hann tók brosandi
á móti okkur og var hann þá búinn
að útbúa hádegismat fyrir okkur.
Alltaf var maturinn jafn gimilegur
hjá honum, því hann var öndveg-
iskokkur. Það var greinilegt að hér
var á ferðinni maður sem var vanur
að elda ofan í mannskapinn enda
hafði hann verið kokkur á sjónum
um margra ára skeið.
Menn höfðu það oft á orði hversu
ótrúlega hress hann væri og
hversu lundin væri létt hjá honum
og aldrei heyrði maður hann
kvarta yfir hlutskipti sínu í lífinu
þótt stundum hafi móti blásið í lífs-
ins ólgusjó. Mér hefur alltaf þótt
vænt um það að vera skírður í höf-
uðið á syni hans, sem hét Gunnar
Þór, en hann dó á unga aldri.
Það mun sennilega hafa verið ár-
ið 1980, sem við Sigurborg fórum í
fyrsta sinn á þjóðhátíð í Eyjum og
þá var afi einmitt í Eyjum, en hann
hefur þá verið 73 ára. Hann vildi
endilega labba með okkur um
svæðið á laugardagskvöldinu og
fram á nótt og var mjög gaman að
ganga um tjaldborgina með hon-
um, því það virtust allir þekkja
hann og alltaf var verið að bjóða
okkur inn í tjöldin til að þiggja
veitingar og rabba um daginn og
veginn eða lífið og tilveruna. Þar sá
maður að hann átti skemmtilega
kvöldstund í hópi góðra vina sinna.
Hann afi hafði mjög gaman af
göngu og gekk um Garðabæinn
þveran og endilangan, meðan hann
bjó þar, og átti hann ekki í neinum
erfiðleikum með að ganga upp að
Vífilsstöðum og til baka á góðum
degi. Þegar hann fluttist inn á
Hrafnistu í Hafnarfirði, gekk hann
um næsta nágrenni og átti hann
það til að kíkja í heimsókn til okkar
Sigurborgar. Eftir því sem árin
færðust yrir styttust gönguferðii'n-
ar, en þær lögðust aldrei af hjá
honum og allt fram á síðasta ár fór
hann nær daglega í smágöngutúr.
Eitt sem var eftirtektarvert við
hann afa var að hann fylgdist ótrú-
lega vel með öllu sem var að gerast
í kringum hann hin síðari ár og
einnig fylgdist hann vel með frétt-
Oddsdóttir, f. 15.
september 1907, d. 5.
desember 1950. Þau
eignuðust fjögur
börn, þrjú dóu ung
en dóttirin Hervör, f.
1934, komst til full-
orðinsára. Eiginmað-
ur hennar er Geir
Oddsson frá Stykkis-
hólmi og eiga þau
þrjú börn sem eru
Kristjana, f. 1955.
Gunnar Þór, 1959 og
Arna Guðrún, f.
1963. Barnabörnin
eru sjö.
títför Karls fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
um og allri þjóðmálaumræðu, þótt
hann væri orðinn þetta aldraður.
Það var alveg sama hvað rætt var
við hann um, hann vissi alveg ná-
kvæmlega hvað var að gerast í
kringum sig. Hann hafði gaman af
því að fara í bíltúr um helgar niður
á bryggju í Hafnarfirði og skoða
mannlífið þar og fylgjast með smá-
bátum sem voru að koma inn til
löndunar.
Hann lagði sig sérstaklega fram
um að fylgjast vel með og fá reglu-
lega upplýsingar um bamabömin
og hvemig þeim heilsaðist og
hvernig þeim vegnaði. Það var gott
að heimsækja hann á Hrafnistu og
ef bamabömin vora með í for, átti
hann alltaf eitthvert nammi handa
þeim í ísskápnum og gos til að
væta kverkamar.
Hann hafði nokkrum sinnum
veikst alvarlega hin síðar ár og var
oft tvísýnt með hann, en alltaf stóð
hann upp úr þessum veikindum,
þótt heilsunni væri farið að hraka
verulega.
Það var síðan að morgni 4. febr-
úar sl. sem hann lést, eftir að hafa
lagst til hvíldar í rúmið sitt. Hann
hafði farið fram til að borða morg-
unmatinn og mun þá hafa sagt að
nú væri þetta sennilega að verða
búið hjá sér. Stuttu seinna þegar
starfsfólk Hrafnistu leit inn til
hans, var hann látinn í rúmi sínu.
Kæri afi, ég veit að nú ert þú í
góðum höndum. Kærar þakkir fyr-
ir samverustundimar. Guð blessi
þig-
Gunnar Þór.
Elsku afi minn, það er erfítt að
sætta sig við að þú sért dáinn,
margar góðar minningar koma upp
í huga minn á þessari stundu. Frá
fæðingu ólst ég upp með þér á
heimili mömmu og pabba í Akur-
gerði, því um svipað leyti og þau
komu með mig heim af fæðingar-
deildinni, árið 1955, fluttir þú inn
til þeirra. Samverustundir okkar
urðu því margar frá mínum fyrsta
degi.
Elsku afi, ég þakka þér fyrir all-
ar góðu stundimar sem við áttum
saman og ekki má gleyma góða
matnum sem þú eldaðir fyrir okk-
ur, fiskurinn og grautamir þínir,
bragðinu gleymi ég aldrei.
Þegar mamma og pabbi brugðu
sér út varst þú ætíð barnapían okk-
ar og það vora góðar stundir, elsku
afi minn. Ég fékk alltaf að velja
hvað ætti að vera í matinn, hátta-
tíminn hafði engin tímamörk,
hvorki þá né seinna á unglingsár-
um mínum. Einnig var alltaf gott
að koma inn í herbergið þitt, sitja
þar og kíkja í nammipokann þinn.
Ái-in liðu og ég varð unglingur
og þá var gott að eiga afa sem
gaukaði að mér pening fyrir bíó og
skildi það að stundum varð útivist-
artíminn að litla leyndarmálinu
okkar. Þetta leiddist okkur Guð-
rúnu, vinkonu minni, ekki.
Árin flugu, þú fórst á Hrafnistu í
Hafnarfirði en ég hóf búskap.
Þetta varð þó bara til þess að ferð-
imar urðu fleiri í fjörðinn, bíltúr-
amir okkar og kaffispjallið víðs-
vegar um bæinn voru skemmtilegir
tímar, tímar sem ég á eftir að
sakna, afi minn.
Ég gleymi aldrei ferðinni sem
við fóram á Pollamótið í Vest-
mannaeyjum með Geir Óla og írisi
Hervöru. Þá fékk ég að sjá Vest-
mannaeyjar í öðra ljósi heldur en
áður. Eftir kappsaman dag hjá
Geir Óla laumuðust við út á lífið.
Við heimsóttum skyldmenni okkar
og dönsuðum fram á rauða nótt í
fallegu sumarveðri úti á túni. Þá
lékst þú á als oddi, þetta voru þínir
heimahagar. Þú varst hrókur alls
fagnaðar og fjörið byrjaði aldrei
fyrr en þú komst.
Elsku afi minn, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gefið mér og
fjölskyldu minni í gegnum árin. Ég
veit að nú ert þú kominn í faðm
þeirra sem þú misstir sem ungur
maður og þér líður vel. Alltaf kem-
ur sá tími að kveðja þarf, jafnvel
þótt það sé ætíð sárt og ótímabært,
en ég veit að þú ferð ekki langt og
við hittumst síðar.
Afi minn, minning þín mun lifa í
hjarta mínu um aldur og ævi.
Guð geymi þig, elsku afi. Hjart-
ans kveðjur.
Jana.
Elsku afi er dáinn. Hvert fór
hann langafi? sagði Viktor Karl,
sonur okkar, er við sögðum honum
að þú værir dáinn. Yngri sonur
okkar, Unnar Karl, sat hugsi
nokkra stund og átti greinilega
erfitt með að meðtaka það að
langafí væri farinn og kæmi aldrei
aftur.
Langafi, sem var hluti af okkar
daglega lífi.
Undanfarna daga hafði heilsa
þín verið frekar slæm þó erfitt hafi
verið að gera sér fyllilega grein
fyi’ir hversu slæm, þvi aldrei kvart-
aðir þú né lést það í ljós á nokkum
annan hátt. Þegar mamma hringdi
þriðjudagskvöldið 3. febrúar og
sagði að þú værir kominn með ein-
hverja flensu þá þótti mér það ekk-
ert stórmál, því undanfarin misseri
hafðir þú fengið ýmsa kvilla en
ætíð sigrað þá. Miðvikudagurinn 4.
febrúar byrjaði eins og hver annar
dagur í lífi okkar þar til pabbi kom
heim til mín og tilkynnti að þú
hefðir kvatt þennan heim fyrr um
morguninn, sáttur við Guð og til-
verana.
Afi minn, ég vil þakka þér fyrir
allar indælu stundirnai- á Stekkjar-
flötinni. Alltaf varst þú mér svo
góður og ljúfur. Man ég sérstak-
lega þegar þú passaðir mig ef
pabbi og mamma þurftu að
skreppa frá, það voru ógleyman-
legar stundir. Alltaf áttir þú góð-
gæti frá Mónu en þar vannst þú frá
því ég man eftir mér. Þú leyfðir
mér oft að koma með þér í vinnuna
en það var heill ævintýraheimur
fyrir svo litla stúlku. Einnig fannst
þér svo gaman að baka góðu teboll-
umar fyrir mig, litla sælkerann á
heimilinu.
Alltaf varst þú til halds og
trausts fyrir okkur, afi minn. Góð-
semin, hjarthlýjan og traustið er
einkenndi þig er vandfundið í dag.
Öll mín æsku- og unglingsár og
einnig eftir að ég fór að takast á við
lífið, hefja búskap og stofna fjöl-
skyldu, hljópst þú undir bagga ef á
þurfti að halda. Það var sama
hvaða bón var borin upp við þig, þú
varst ætíð reiðubúinn að aðstoða.
Elsku afi, ég skal hugsa vel um
mömmu mína og ég kveð þig með
djúpum söknuði.
Ama.
Það var svo gaman þegar við fór-
um í bíltúr til langafa á Hrafnistu í
Hafnarfirði að kíkja í skápinn hans
og athuga hvort ekki væri til eitt-
hvert nammi að narta í og það
brást aldrei, alltaf átti langafi eitt-
hvað handa okkur. Og sjá þig taka
tóbakið í nefið, hvert fór þetta allt
saman, hugsuðum við.
Elsku afi, við söknum þín, en við
vitum að þú ert núna kominn, til
Guðs og hittir þar ömmu Kristjönu
og hjá Guði líður þér vel. Við skul-
um passa ömmu Hervöra og Geir
Viktor Karl, Unnar Karl, ír-
is Hervör, Geir Óli, Sævald-
ur Arnar, Þóra Kristín og
Lilja Hrönn.
Elsku Kalli. Mín fyrstu kynni af
þér og þinni elskulegu fjölskyldu
vora fyrir tæpum 40 áram, þá
bjugguð þið í AJkurgerði.
Hervör og Geir lánuðu okkur
Hlöbba herbergið þitt í nokkra
daga. Þar settum við upp trúlofun-
arhringina. Þá varst þú úti á sjó.
Þegar við byi-juðum að búa í kjall*—
aranum í Skálholti í Eyjum komst
þú í fyrstu heimsóknina. Svo eftir
að við byggðum okkar eigið Skál-
holt í Grenilundinum í Garðabæ
fjölgaði ferðum þínum til okkar, þú
varst okkar besti vinur. Börnin
okkai- eignuðustu Kalla frænda og
þau hættu að öfunda vini sína sem
áttu flestir afa og sumir fleiri en
einn. Oft var gaman hjá okkur,
spilað, hlegið og dansað langt fi-am
eftir nóttu. Svo labbaði Hlöbbi með
þér heim, nema eina nóttina þegar
ég ætlaði að fylgja þér, þá varð ég
svo myrkfælin þegar leiðin var
hálfnuð að þú fylgdir mér aftur tl
baka.
Manstu þegar við fórum í laug-
ardagsbíltúrinn í sól og blíðu með
litlu strákana okkar, lítið tjald,
nesti og veiðistangir, tjölduðum við
Kleifarvatn og reyndum að veiða
en sáum engan fisk nema sardín-
urnar á brauðinu. Skemmtileg ferð
engu að síður.
Mér dettur í hug kvöldið góða
þegar við buðum Engla og Öddu í
mat til okkar, fóram svo öll til
Halla og Stínu í Laugarásnum.
Þegar líða tók á kvöldið fór fíalli^
að spila. á harmónikku og við öll
hin að dansa. Svo þurfti Halli að
taka smá pásu og þá vippaðir þú
þér til hans, smelltir nikkuólunum
yfir axlirnar og spilaðir hvert lagið
af öðru eins og þú hefðir aldrei
gert annað, endaðir á laginu Góða
tungl. Þarna urðum við hissa, þú
hafðir aldrei minnst á þessa hæfi-
leika þína.
Elsku Kalli, nú verður erfitt að
fá svör við spumingum okkar,
svörin sem þú hafðii- alltaf á reið-
um höndum. En fyrir öllu er að þú
fékkst ósk þína uppfyllta sem var
að sofna í ráminu þínu.
Elsku Kalli frændi, við Hlöbbi og
bömin ókkar öll kveðjum þig mec^j^
hjartans þökk fyrir allt það sem þú
varst okkur. Við söknum þín.
Við biðjum Guð að blessa
Hervöra og Geir og bömin þeirra
öll og fjölskyldur þeirra og gefa
þeim styrk.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem.)
Þínir einlægu vinir,
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, fostu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.