Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 64

Morgunblaðið - 14.02.1998, Síða 64
Sparaðu líma, sparaðu penlnga felÍNAÐARBANKINN p' traustur banki |Wi>r0miuWal»iíi> MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mannfjöldi minntist skáldsins TALIÐ er að nálægt 2.500 manns hafi verið saman komin á samveru- stund á Ingólfstorgi síðdegis í gær <il að heiðra minningu Halldórs 1 Laxness. Bandalag íslenskra lista- manna og Rithöfundasamband ís- lands efndu til samverustundarinn- ar. Orð skáldsins hljómuðu í hálf- tíma langri dagskrá þar sem leikar- ar lásu úr verkum Halldórs og sungin voru lög við Jjóð skáldsins. Fjöldi fólks kom einnig saman til samverustunda sem haldnar voru af sama tilefni á Akureyri, Egilsstöð- um og á ísafirði í gær. Morgunblaðið/Ásdís BORN héldu á logandi kertum og tóku þátt í kórsöng á samverustund sem listamenn efndu til í minningu HaUdórs Laxness á Ingólfstorgi í Reykjavik í gær. Leita að smygli með dragnót SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ heimilaði í gær sýslumanninum í Keflavík að gera út bát til drag- nótaveiða fyrir innan Garðskaga, frá Gerðum í Garði og út á Garð- skagaflös, en það er svæði sem lok- að er fyrir dragnótaveiðum. Til- gangurinn er að leita að smyglvarn- ingi sem grunur leikur á að kastað hafi verið frá borði skips sem var að koma frá útlöndum. Báturinn hóf leitina í gær. Skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, Jón B. Jónasson, sagði að beiðni hefði komið frá sýslumanninum í Kefla k um leyfi til að kanna umrætt svæði, til að slæða eitthvað upp sem kynni að hafa verið hent fyrir borð og til þess væri hentugast að nota dragnót. Ráðuneytið hefði heimilað þetta og tilkynnt réttum aðilum. Án árangurs Reykjaborg RE-25 hóf leit að smyglinu í gær en ekki er vitað til þess að neitt hafi fundist. Jón B. Jón- asson tekur fram að sá fiskur sem skipið fær dragist frá kvóta hans. Sýslumaðurinn í Keflavík, Jón Eysteinsson, vildi ekki segja neitt um málið á því stigi sem það var, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gærkvöld. Veiðileyfagjald hef- ur gefið góða raun VEIÐILEYFAGJALD kynni að reynast hagkvæmari skattlagning en þær aðferðir sem ríkissjóður notar nú til tekjuöflunar, að mati Jeffrey Sachs, hagfræðings við Harvard. Hann segir að slík skatt- lagning kunni því að skapa svigrúm til skattalækkana á heildina litið. Þessi aðferð hafi og gefið góða raun annars staðar og því segir hann ekki rétt að útiloka veiðileyfagjald, nema að vel athuguðu máli. Sachs leggur þó áherslu á að hann sé ekki sérfróður um aðstæð- ur hér á landi og því kunni að vera að slíkt gjald henti ekki. Sachs ræddi m.a. á ráðstefnu Fé- lags viðskipta- og hagfræðinga í gær um þá kenningu sína að hag- kerfi sem um of væru háð vöruvið- skiptum tengdum náttúruauðlind- um væri hætt við að staðna og þau lönd næðu sjaldnast að komast í hóp auðugri þjóða heims. Hann segir ís- land þó vera á góðri leið með að auka fjölbreytileika í hagkerfinu. ■ Ekki rétt/33 Pétur Sigurðsson fyrrv. forstjóri Land- lielgTsgæslunnar látinn PÉTUR Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, lést 9. febrúar sl. á hjúkrunarheimilinu Eir á áttugasta og sjöunda aldursári. Pétur var for- stjóri Landhelgisgæsl- unnar frá því hún var gerð að sjálfstæðri stofnun árið 1952 og gegndi því starfi til árs- ins 1981, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var því for- stjóri Gæslunnar þegar landhelgin var færð út í •'—12 sjómílur 1958, 50 sjó- mílur 1972 og 200 sjó- mflur árið 1975. Útfor hans fór fram í kyrrþey frá Dóm- kirkjunni í gær. Pétur fæddist 10. júní 1911 í Páls- bæ á Seltjamamesi. Foreldrar hans vom hjónin Sigurður Pétursson skipstjóri og Ingibjörg Ólafsdóttir húsmóðir. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931. Þá stundaði hann nám við Soofficerskolen í Kaupmannahöfn og var sjóliðsforingi í danska sjóhem- "•am 1931-1937, samhliða sémámi í sjómælingum við Det kongelige Spkort-Arkiv og í skipamælingum við Det danske Skibstilsyn 1936-1937. Á þeim áram sigldi hann á mörgum þekktum dönskum her- skipum. A árunum 1938-1952 starfaði Pét- ur að sjómælingum hér við land á —~jýegum Vita- og hafnarmálaskrifstof- unnar. Hann var stýrimaður á varð- skipum við sjómælinga- störf á hverju ári 1938-1945 og skipstjóri á sjómælingaskipinu Tý 1946-1952. Þá starfaði hann einnig að skipa- mælingum fyrir Skipa- skoðun ríkisins og sér- verkefnum fyrir Skipa- útgerð ríkisins. Hann kenndi m.a. sjó- mennsku og skipagerð við Stýrimannaskólann í Reykjavík og var einnig prófdómari þar um skeið. Pétur var bæjarfull- trúi í Reykjavík fyrir Sj álfstæðisflokkinn 1950-1954 og sat þá jafnframt í hafnarstjóm Reykjavík- ur, hann var formaður Stýrimanna- félags íslands 1944-1946 og í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Islands um skeið. Hann var í stjórn Skaflagríms hf. 1955-1972, í stjórn Eimskipafélags Islands hf. frá 1953-1991 og forstöðumaður Al- mannavarna ríkisins 1968-1981. Pét- ur ritstýrði Leiðsögubók fyrir sjó- menn við ísland I-III, 1949-1951. Pétur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1967, stórriddarakrossi 1973 og stórridd- arakrossi með stjörnu 1980. Honum hlotnaðist einnig kommandörkross fyrsta stigs Dannebrogsorðunnar, Vasaorðunnar, St. Olavsorðunnar og frönsku orðunnar Merite Mar- itime. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Ebba Paludan-Muller og eignuðust þau tvo syni, Ólaf og Sigurð. Pétur Sigurðsson 15% hærra iðgjald greitt til Samviimulífeyrissjóðs en til LV 14 þús. kr. hærri eftirlaun úr LV FÉLAGI í Lífeyrissjóði verslunar- manna fengi rúmlega 14 þúsund krón- um hærri eftirlaun á mánuði miðað við 67 ára aldur en félagi í Samvinnu- lífeyrissjóðnum, eins og reglugerðum sjóðanna er nú háttað. Eftirlaun úr líf- eyrissjóðnum Framsýn yrðu einnig rúmlega 7.500 kr. hærri en eftirlaun úr Samvinnulífeyrissjóðnum, þrátt fyrir að iðgjöld til Samvinnulífeyris- sjóðsins séu 15% hærri en iðgjöld til hinna sjóðanna tveggja. Miðað er við 100 þúsund kr. mánaðarlaun og 40 ára inngreiðslutíma. Til Samvinnulífeyrissjóðsins era greidd 11,5% af öllum launum og greiðir vinnuveitandinn 7% og laun- þeginn 4,5%. Iðgjöld til hinna sjóð- anna tveggja eru 10% af öllum laun- um, eins og yfirleitt er á almennum vinnumarkaði, og greiðir vinnuveit- andi 6% og launþegi 4%. Fram hefur komið að starfsmönn- um landflutninga Samskipa er gert að greiða til Samvinnulífeyrissjóðs- ins af sínum vinnuveitanda, en þeir era félagsmenn í VR og hafa greitt til Lífeyrissjóðs verslunarmanna til þessa. Hefur þeim verið tjáð að það jafngildi uppsögn hjá fyrirtætónu skrifi þeir ekki undir ráðningar- samning þar sem þeir skuldbinda sig til að fara úr Lífeyrissjóði verslunar- manna yfir í Samvinnulífeyrissjóð- inn. Þá hefur fjármálaráðuneytið ný- lega kveðið upp úrskurð um að fé- lagsmenn í verkamannafélaginu Dagsbrún, sem starfa hjá Samskip- um, skuli greiða til Samvinnulífeyris- sjóðsins, en ektó til Lífeyrissjóðsins Framsýnar og er í skoðun að skjóta þeim úrskurði aftur til ráðuneytisins eða til dómstóla. ■ Meiri iðgjöld/32 Utfor Halldórs Laxness Kristskirkju í dag gerð frá ÚTFÖR Halldórs Kiljans Laxness hefst með sálumessu í Kristskirkju í Landakoti klukkan 13.30 í dag. Bálfor fer fram frá Fossvogskirkju og duft skáldsins verður lagt í jörð í kyrrþey á Mosfelli í Mosfellsdal. Prestar við athöfnina í Krists- kirkju verða séra Jakob Rolland, prestur kaþólska safnaðarins, og séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Inn í athöfnina verður fléttað íslenskri tónlist en einnig flutt hefðbundin tónlist við gregoríanska sálumessu. Organistar við athöfnina verða Douglas A Brotchie og Hörður Áskelsson. Fjölskyldu skáldsins og gestum hennar, opinberum gestum og sendi- mönnum erlendra ríkja era ætluð ákveðin sæti í kirkjunni. Að öðru leyti er tórkjan opin almenningi. Lögreglan í Reykjavík mun standa heiðursvörð við kirkjudyr, annast öryggisgæslu og stjórn um- ferðar um svæðið við Kristskirkju meðan á útförinni stendur. Athöfninni verður útvarpað og sjónvarpað í beinni útsendingu. Éinnig verður hátölurum komið fyrir utan dyra við kirkjuna. Gefst fóltó kostur á að fylgjast með útfór- inni á sjónvarpsskjám í safnaðar- heimili kaþólska safnaðarins á Há- vallagötu 16.1 Hlégarði verður íbú- um Mosfellsbæjar gert kleift að fylgjast með útsendingu Rítóssjón- varpsins á sýningartjaldi. ■ Halldór Kiljan Laxness/10-11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.