Morgunblaðið - 03.03.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 03.03.1998, Síða 6
ö ÞRlBJtlDACJl'iR 8!AIAUZ ÍÖÖ8 táÖRGÍTNBLAÐI?) FRÉTTIR Ekki gat orðið af brilðkaupi bandarísks pars þar sem vottorð vantaði Morgunblaðið/Árni Sæberg HJÓNALEYSIN Karen Busey og Michael Shulman stíga út úr leigubíl við kirkjuna í Árbæjarsafni. BRÚÐGUMINN gerir myndavélina klára og brúðurin bíð- ur eftirvæntingarfull eftir hjónavígslunni. BRÚÐGUMINN rýnir í eyðublað sem átti að fylla út fyrir athöfnina. Brúðurin fylgist með í gegnum myndavél. ÞAÐ getur verið meira en að segja það að ganga í heilagt hjónaband. Því fengu þau að finna fyrir bandarísku hjónaleys- in Michael Shulman og Karen Busey frá Orlando, sem komu alla leið til íslands um helgina í þeim tilgangi en höfðu ekki erindi sem erfiði. Ástæðan var sú að þau höfðu ekki tilskilin vottorð en brúðguminn, sem skildi við fyrri konu sína fyrir tuttugu árum, segir að þeir pappírar ásamt öðru hafi glatast í felli- býl á Miami fyrir mörgum árum. Hjónaleysin komu hingað til lands á laugardag og bjuggu á Hótel Esju - í brúðarsvítunni. Starfsfólk hótelsins að- stoðaði þau við að útvega kirkju og prest og varð úr að þau fengu inni í kirkjunni í Árbæjarsafni og séra Sig- urður Grétar Helgason, prestur á Sel- tjarnarnesi, var kallaður til að gefa þau saman. Þegar til kom reyndust þau ekki hafa tilskilda pappíra sem nauðsynlegt er að prestur fái í hendur áður en hann gefur hjón saman. Þau biðu í hálfan annan klukkutíma í kirkjunni í sínu fín- asta pússi meðan presturinn hringdi um allt til að reyna að finna lausn á málinu, en vottorð sem þau höfðu fengið í bandaríska sendiráðinu reyndist ekki duga til, svo þau urðu frá að hverfa, enn ógift. Þá var kannað hvort hægt væri að gefa þau saman að heiðnum sið og var PRESTURINN hefur komist að því að ákveðin vottorð og upplýsingar vantar og fer í símann til að kanna hvort hægt sé að bjarga málinu. EKKI gekk það - og brúðguminn er heldur dapur í bragði, þar sem hann get- ur ekki dregið hring á fingur sinni heittelskuðu. „Hún hefur grátið í alla nótt og grætur enn“ Jörmundur Ingi, allsherjargoði ásatrú- armanna, kvaddur til og stóð til að at- höfnin færi fram í Fjörukránni í Hafn- arfirði í gærmorgun áður en hjónaleys- in héldu af landi brott. Þegar nánar var að gáð reyndist það heldur ekki fram- kvæmanlegt, því allshetjargoðinn þurfti að sjá sömu vottorð áður en af vígslunni gæti orðið. Því héldu þau Michael Shulman og Karen Busey heimleiðis síðdegis í gær, enn ógift. „Hún grét í alla nótt og hún grætur enn,“ sagði hann um konuefnið, í stuttu símtali við Morgunblaðið rétt áður en þau flugu vestur um haf síðdeg- is í gær. Þau voru nýkomin úr Bláa lón- inu, þar sem þau nutu þess að synda í heitu vatninu. Ekki tókst konunni þó al- veg að skola burt tárin í Ióninu. „Þetta er verulega erfitt fyrir hana,“ sagði hann. „Vonandi tekst okkur að leysa málið. Nú förum til baka til Bandaríkjanna og beint til Date county í Miami, þar sem ég skildi við fyrri konu mina fyrir tutt- ugu árum, förum í réttinn þar og reyn- um að hafa uppi á skilnaðarpappírun- um. Mér skilst að það sé möguleiki að finna þetta þar á örfílmu, það er eigin- lega eina vonin. Annars yrðum við að reyna að hafa uppi á fyrrverandi eigin- konu minni, guð veit hvar hún er, og reyna að fá pappírana hjá henni. En ég er því miður hræddur um að biðji ég hana um það þá muni hún fleygja þeim.“ Þegar pappírarnir eru fundnir, eftir einhverjum leiðum, hafa þau skötuhjúin mikinn hug á að koma aftur til íslands, halda alvörubrúðkaup og eyða hér hveitibrauðsdögunum. „Því þrátt fyrir kuldann, óvæntan snjóinn og þessi vand- ræði með vottorðin þá voru þetta yndis- legir dagar í þessu fallega landi. Og það var hlýtt og gott að koma í Bláa lónið,“ sagði Michael Shulman áður en hann gekk út í flugvélina. Rausnargjöf Guðmundar H. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra BYKO, til Skógræktarfélags Kópavogs Skógræktarfélag Kópavogs mun í dag veita viðtöku glæsilegri gjöf sem Guðmundur H. Jónsson, fyrr- verandi forstjóri BYKO, hefur ákveðið að láta af hendi rakna. Með gjöfinni felur Guðmundur Skóg- ræktarfélaginu að annast land- spildu í Vatnsendalandi sem hann hefur á undanfómum þrjátíu árum ræktað upp á eigin spýtur og kom- ið upp hinum vænsta lundi. Skóg- ræktarfélaginu hlotnast ekki ein- ungis mikið rými lands heldur er því ætlað að sinna öllum þeim mannvirkjum, trjágróðri og öðrum gæðum sem landinu fylgja. Landið er ekki fjarri Heiðmerk- ursvæðinu og telst vera um sex og hálfur hektari að stærð. Baldur Helgason, formaður Skógræktar- félags Kópavogs, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi gjöf myndi án efa styrkja starfsemi Skógrækt- arfélagsins mjög og svæðið ætti eftir að reynast ómetanlegt sem útivistarsvæði í framtíðinni. „Þetta er stórkostleg gjöf því þama er á ferðinni reitur inni á því svæði í LOFTMYND Nýkomnar vörur Höfum glæsilegt úrval bútasaumsefna, úrval efna í fermingafatnaðinn og gardínuefni með merki Manchester United. /ögu< gluggatjaldadeild, Skeifunni 8 Morgunblaðið/Árni Sæberg af svæðinu sem um ræðir. Vatnsendalandi sem Skógræktar- félagið hefur að undanfömu verið að rækta. En það svæði er mjög nýtt, ekki nema eins til tveggja ára gamalt, þannig að plönturnar sjást ekki enn sem komið er. Þessi reitur sem Guð- mundur gefur nú er hins vegar þrjátíu ára gamall og trén þarna era komin upp í sex til átta metra hæð og því kominn dágóður skóg- ur.“ Baldur taldi að þetta svæði yrði án efa mið- stöð inni í öllu göngu- leiðakerfi sem hefði verið hannað á undan- fömum áram fyrir Kópavogsbæ, Garðabæ BALDUR Helgason, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, á landinu sem Guðmundur H. Jónsson gefur félaginu. tíu til fimmtán sumarbústaðalóðir. Þessi rausnarlega gjöf var að mati Baldurs vísbending um þann hug sem Guðmundur ber til landsins: „Við eram því ákaf- lega þakklátir fyrir það traust sem Guð- mundur sýnir okkur með því að gefa okkur þetta land sem hann hefur sjálfur sinnt svo vel.“ Aðspurður kvaðst Guðmundur H. Jóns- son glaður yfir því að geta lagt sitt af mörk- um til skógræktar- mála en vildi annars gera sem minnst úr hlut sínum. Guðmund- ur sagðist vera orðinn það fullorðinn að hann og allar nærliggjandi byggðir, jafn- vel inni í Heiðmörk. Baldur benti auk þess á að þetta landsvæði sem Guðmundur gæfi nú væri svo stórt að það spannaði að minnsta kosti GUÐMUNDUR H. Jónsson væri hættur að hugsa um landið. Mestu máli skipti að landið væri í góðum höndum og taldi Guðmund- ur að Skógræktarfélagið væri vel að gjöfinni komið. „Félagið vel að þessu komið“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.