Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUÐAGUR 3. MARZ 1998 FRÉTTIR TARZANI tókst með brilljant innkomu á elleftu stundu að bjarga Jane sinni úr klóm skúrkanna ... Tónleikar í Háskolabíói fimmtudaginn 5. mars kl. 20:00 Haflibi Hallgrímsson: Hljómsveitarhugmyndir op. 19 Carl Nielsen: Sinfónía nr. 5 Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói vib Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Nánari upplýsingar á sinfóníu- vefnum: www.sinfonia.is Miöasala á skrifstofu hljómsveitarinnar ogviö innganginn „Loksins hægt að skrifa um stærðfræði á íslensku“ HINGAÐ til hefur ekki reynst auð- velt að rita um stærðfræði á ís- iensku, segir Reynir Axelsson, dós- ent í stærðfraeði við Háskóla Is- lands. Með útkomu Ensk-íslensku stærðfræðiorðaskrárinnar verður þar bragarbót á enda var leitast við að hafa í bókinni sem flest af þeim stærðfræðilegu orðum og orðasamböndum sem gera megi ráð fyrir að notuð séu í skólum iandsins, allt frá grunnskólum til háskóla. Bókin hefur að geyma fleiri en 8.000 ensk uppflettiorð með íslenskum skýringum auk ís- lensks-ensks lykils. Reynir, sem ritstýrði verkinu, segir að bókin eigi að nýtast ekki einungis þeim sem stundi stærð- fræðirannsóknir heidur einnig mennta- og háskólanemum. „Þegar við byrjuðum á þessu verki fyrir meira en tuttugu árum var mjög erfitt að skrifa um stærðfræði því orðin vantaði. En nú er þetta satt að segja miklu þægilegra því nú eru komin orð yfir flest þau mikil- vægustu hugtök sem á þarf að halda í stærðfræðiiðkun." Reynir sagði engan hafa getað séð fyrir í upphafi hversu mikil vinna ætti eftir að fara í ritið. „Við vorum nú kannski ekkert heldur að flýta okkur, því við vorum að reyna að vanda okkur í stað þess að koma bókinni út sem fyrst.“ Biðin hefur borgað sig að mati Reynis og að menn séu almennt sáttir við útkom- una. „Ég held við getum verið til- töiulega ánægðir með útkomuna núna og ánægðari heldur en við hefðum kannski verið ef við hefð- um flýtt okkur meir.“ Auk Reynis sátu í ritstjórn Guð- mundur Arnlaugsson, Hermann Þórisson, Jakob Yngvason, Jón Ingólfur Magnússon, Jón Ragnar Stefánsson, Kristín Halla Jónsdótt- ir, Kristján Jónasson, Ragnar Sig- urðsson og Robert Maguus en bók- in er gefin út af íslenska stærð- fræðifélaginu í samvinnu við Há- skóiaútgáfuna. MORGUNBLAÐIÐ Heilsutengd lífsgæði Lífsgæði sjúkra batna ekki án meðferðar Tómas Helgason ANÆSTU dögum eiga um 2.800 manns von á að fá í hendur spum- ingalista um heilsutengd lífsgæði. Um er að ræða slembiúrtak af Islendingum sem komnir eru yfir tvítugt. Spumingalistamir eru liður í rannsókn sem nú stendur yf- ir á heilsutengdum lífsgæð- um. Tómas Helgason, fyrr- verandi yfirlæknir og pró- fessor við Landspítalann, er einn aðstandenda rannsókn- arinnar en auk hans koma að henni Júlíus Bjömsson sál- fræðingur, Kristinn Tómas- son geðlæknir, Halldór Jóns- son yfirlæknir á bæklunar- deild, Þórður Harðarsson prófessor og yfirlæknir á lyf- íæknisdeild Landspítalans og Guðmundur Vikar Ein- arsson yfirlæknir á þvagfæra- deild Landspítalans. - Hversu lengi hefur þessi rannsókn staðið yfir? „Við höfum frá byrjun síðasta árs verið að skoða heilsutengd lífsgæði hjá ýmsum sjúklinga- hópum á Landspítalanum. Núna er nauðsynlegt að fá vitneskju um hvemig heilsutengd lífsgæði íslendinga era almennt. Þær nið- urstöður verða síðan bomar saman við niðurstöður rannsókn- ar okkar hjá sjúklingunum." - Hvað eru heilsutengd lífs- gæði? „Heilsutengd lífsgæði fjalla um líðan og lífsfyllingu fólks með tilliti til sjúkdóma þess og þeirr- ar meðferðar sem það fær. Lífs- gæði era bæði persónubundin og efnisleg. Þau síðamefndu er hægt að mæla hlutlægt. Líðan og lífsfylling era persónubundin lífsgæði og verða ekki metin nema huglægt af einstaklingun- um sjálfum." Tómas segir að mat á þessum lífsgæðum sé mikilvægt til að hægt sé að gera sér grein fyrir líðan sjúklinga og hugsanlega notkun þeirra á heilbrigðisþjón- ustunni sem er meira háð líðan fólks en þeim sjúkdómum sem það hefúr.“ - Hvernig mælið þið heilsu- tengd lífsgæði? „Við höfum búið til spuminga- lista eða próf sem við köllum HL-prófið, heilsutengd lífsgæði. Annars vegar metur prófið heilsutengd lífsgæði í heild sinni og hins vegar tólf mismunandi þætti sem skipta máli fyrir fólk í þessu sambandi. Þessir þættir eru almennt heilsufar, þrek, einbeiting, dep- urð, kvíði, verkir, líkamsheilsa, svefn, samskipti við annað fólk, fjárhagur, sjálfsstjóm og almenn líðan. í prófinu era lagðar fyrir fólk 32 spumingar og gefnir nokkrir svarmöguleikar við hverri spumingu.“ - Hversu margir sjúklingar hafa tekið prófíð? „Við rannsökuðum heilsutengd lífsgæði hjá 1.195 sjúklingum sem voru á biðlistum eða í byrjun meðferðar á fimm mismunandi deildum á Landspítalanum.“ Tómas segir að þegar sé kom- ið í ljós að heilsutengd lífsgæði era mismunandi hjá mismunandi sjúklingahópum. „Við getum tek- ið sem dæmi að lífsgæði bæklun- arsjúklinga era heldur lakari en ►Tómas Helgason er fæddur í Kaupmannahöfn árið 1927. Að Ioknu námi við læknadeild Há- skóla íslands stundaði hann framhaldsnám hér heima og í Bandaríkjunum og Danmörku. Hann Iauk doktorsprófi frá há- skólanum í Árósum árið 1964. Tómas var prófessor í geð- Iækningum og yfirlæknir Kleppsspítala og síðar geð- deildar Landsspítalans á árun- um 1962-1997. Eiginkona Tómasar er Þór- unn Þorkelsdóttir og eiga þau þrjá syni. hjartasjúklinga og lífsgæði áfengis- og annarra geðsjúklinga era lökust af þessum hópi sjúk- linga.“ Tómas segir að lífsgæði fólks batni eftir meðferð en hann bendir á að ýmsir þættir batni mismunandi mikið. „Lífsgæði þeirra sem sitja eftir á biðlistum og komast ekki í meðferð era óbreytt eða fara versnandi." - Skipta heiisutengd lífsgæði miklu máli fyrir fólk? „Það er meginmál fyrir fólk að þau séu góð. Niðurstöður úr rannsóknum okkar sýna að mjög mikil tengsl era milli heilsu og ánægju með lífið. Þau skipta líka máli fyrir skipulagningu heil- brigðisþjónustu vegna áhrifa þeirra á eftirspumina.“ Tómas segir að það að heilsu- tengd lífsgæði batni eftir með- ferð en standi í stað eða versni án meðferðar undirstriki nauð- syn þess að fólk sem á annað borð þarf að komast í meðferð komist fljótt að og þurfi ekki að bíða langtímum saman eftir henni. - Verða umræddir spuminga- listar sendir til fólks í pósti? „Já og vegna sjálfsagðrar nafnleyndar eru þeir ómerktir svo að engin leið er að rekja þá til svarendanna. Við munum því senda áminningar- og þakkar- bréf til allra sem fengið hafa lista og biðjum þá velvirðing- ar sem þegar verða búnir að svara að þeir skuli fá ítrekun. Það skiptir á hinn bóginn miklu máli að sem allra flestir svari þessum spumingum svo öraggur grannur fáist til samanburðar við sjúklinga- hópana. Þurfi fólk frekari upp- lýsingar eða aðstoð við að svara má hafa samband við aðstoðar- mann okkar, Erlu Grétarsdóttur á Rannsóknarstofu geðdeildar Landsspítalans." Heilsutengd lífsgæði eru meginmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.