Morgunblaðið - 03.03.1998, Page 30

Morgunblaðið - 03.03.1998, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR MARGUR mun kannast við hinn fræga svarta ferning Kasimirs Sewerinowitsch Malewitsch, sem drottnunarstefnan, suprematisminn, er kenndur við, en færri Berlínarmálarann Matthias Koeppel. Sá var með sérstæða sýningu í listhúsi skammt frá Guggenheim á Unter den Linden, sýndi þar stúrar og lífmiklar Berlínarmyndir, mettaðar ísmeygilegri kímni þar sem hann blandaði saman nútíð og fortíð. Var sjálfur á staðnum og á fullu við að mála með sinni flinku hönd og var innlitið hið ánægjulegasta. Óvænt atvik átti sér stað er ég síðla dags var á sömu slóðum á bakaleið og mætti brosandi pari er kastaði á mig kveðju. Áttaði mig ekki strax, en svo rann upp fyrir mér að hér var málarinn sjálfur kominn og konan sem seldi mér nokkur kort á sýningunni! Afturkoma svarta ferningsins er máluð á síðasta ári og er olía á léreft 120 x 160 sm. Laufgæsahátíðin er mun stærri, eða 170 x 200 sm og er máluð í upphafí ársins! Myndir frá Berlín Sjónmenntavettvangur Ekki svo að ganga eigi alfarið framhjá rót- tækum núlistum í greinum mínum um upp- gang og ris Berlínar, segir Bragi Asgeirs- son, en almenn listhús mættu einfaldlega af- gangi í ferð minni að þessu sinni vegna framboðs mikilvægra stórsýninga, sem ryksuguðu upp allan tíma minn að segja má. Væntanlega verður hlutur almennu lishúsanna bætt- ur innan tíðar þegar allt er á fullu, en á fyrstu dög- um nýs árs er skiljanlega minna um að vera. Þá er einnig von, að framvegis verði mögulegt að greina frá stórsýningum á upphafsreit, en sérstök foropnun er ætluð blaða- mönnum heimspressunnar ásamt ýmsum mikilvægum gestum öðr- um, og varðandi risaframkvæmdir getur hún náð yfir heila fjóra daga. Vegna hins ómælda áhuga sem er á slíkum viðburðum, ólympíuleikum og heimsbikarakeppnum listarinn- ar, er þeim yfirleitt gerð vegleg skil á forsíðum menningarkálfa stór- blaðanna. Óvíða er litríkara mannhaf og það eitt líkast fjölþættum gjöm- ingi, aldrei eins frá degi til dags. Þá er fólk til muna menntaðra á sjón- listir en fyrrum og yfirsýn ólíkt meiri, þökk sé tæknibyltingunni og nýjum áherslum í menntakerfun- um, hér hafa spár örtölvufræðinga gengið eftir. Listhúsin eru nokkuð dreifð, þau helstu í nágrenni Lista- háskólans, Savignyplatz, Kurfurst- endamm og allt til Charlottenburg, en eftir fall múrsins hefur myndast nýr kjarni á bak við safnaeyjuna í Mitte-hverfinu. Fyrrum tilheyrði hverfið austur- hlutanum og þar í einskonar einskismannslandi eru mörg fimm hæða hús og gamlar ráðuneytis- byggingar í sovétstflnum og hér hafa utangarðslisthúsin hreiðrað um sig, eru komin vel á fjórða tug- inn og fjölgar stöðugt. Sagt er, að hverfið dragi núlistahúsin til sín líkast flugnapappír, eins og Soho- hverfið í New York gerði fyrrum, og enn þurfa menn litlar áhyggjur að hafa af leigunni meður því að fjárfestar halda að sér höndum um framkvæmdir í austurhlutanum af ótta við að aukist atvinnuleysi komi til árekstra milli borgarhlutanna. Og í Ijósi yfirþyrmandi upp- stokkunar og endurskipulagningar eygja menn óþrjótandi möguleika í þessari borg framtíðarinnar. Krakkið í listheiminum 1991 kom einkum illa við Köln, og nú líta margir til Berlínar sem listhöfuð- borgar framtíðarinnar og hópast þangað, hafa sömuleiðis meiri áhuga á því að opna þar framsækin listhús en í París eða London. Aðallega eru listhúsin í Mitte, á milli Alexanderplatz og synagógu gyðinga, en þau teygja sig í átt til Hamburger- brautarstöðvarinnar, þar sem safn samtímalistar er nú tfl húsa í nágrenni Lehrter-stöðv- arinnar. Staðsetningin getur þannig trauðla verið ákjósanlegri, einnig í ljósi safnaeyjunnar, þar sem uppbyggingin er nú á fullu, gamla þjóðlistasafninu lokað í janú- ar vegna endurbyggingar. ROBERT Delaunay (1885-1941) þróaði ásamt eiginkonu sinni, Sonju Delaunay Terk, óhlutlægan litakúbisma, sem skáldið Guillaume Appoloninaire gaf nafnið orphism- us, og hafði þá Orfeus í huga. Stfll- inn átti eftir að hafa ómæld áhrif á hvers konar skreyti- og klæðahönn- un. Myndin Stóra portúgalska kon- an, frá 1916, er dæmi um myndferli sem er á mörkum hins hlutlæga og sértæka. Vaxlitir á léreft 180x205 sm. Galerie Gmurzynska, Köln. Enn af Gamla húsinu Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir LEIKARAHÓPURINN æfír leikritið Ég er hættur, farinn. / Eg er hættur, farinn LEIKI.IST Leikfélag Menntaskólans að Laugarvatni DJÖFLAEYJAN eftir Einar Kárason. leikgerð Kjart- ans Ragnarssonar. Leikstjóri: Þórar- inn Eyfjörð. Leikendur: Hermann Orn Kristjánsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Anna Vilborg Rún- arsdóttir, Magnús Þórarinsson, Gest- ur Gunnarsson, Sverrir Hjálmarsson, Einar Rúnar Magnússon, Anna Ýr Böðvarsdóttir, Skúli Skúlason o.fl. Búningar: Dagný Tómasdóttir, Ólöf Þórarinsdóttir Frumsýnt að Laugar- vatni, 28. febrúar 1998. ER EKKI hægt að segja að þrí- leikurinn um lífið í Thulekampnum sé bókmenntaleg klassík frá síðari hluta 20. aldar? Leikfélag Menntaskólans að Laugarvatni frumsýndi laugar- dagskvöldið 28. febrúar Djöflaeyj- una í leikgerð Kjartans Ragnars- sonar. Þetta er sama leikgerð og Leikfélag Reykjavíkur sýndi í BÚR- skemmunum við Meistara- velli 1987-’88. Leikstjóri Laugai-vatnsuppfærsl- unnar er Þórarinn Eyfjörð. Hann hefur leikstýrt fjölda verka á und- anfórnum árum en að mínu mati kemur Djöflaeyjan vel til greina sem fjöður fjaðra hans. Hlutverkin eru rúmlega tuttugu talsins og í sjálfu sér er ekki hægt að benda á neitt eitt og segja að það sé aðal- hlutverkið, nema ef vera skyldi Gamla húsið. Hermann Örn Kristjánsson og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir náðu virkilega góðum tökum á hlut- verkum sínum þó persónur þeirra, Tommi og Lína, séu a.m.k. fjörutíu árum eldri en þau. Eg veit ekki hvors heiðurinn er, Þórarins leik- stjóra eða Hermanns Arnar, en Tommi átti samúð allra í salnum. Þetta eilífa buxnastrengsfitl hans í einræðum sínum opnaði áhorfend- um tvær til þrjár nýjar víddir til að skoða sálartetur þess litla manns sem Tommi er í göfuglyndi sínu. Magnús Þórarinsson lék „kolbít- inn“ Danna, sem rís úr öskustónni er hann fær flugpróf og verður sá eini sem býður hinum einskis nýta bróður sínum birginn. Baddi er leikinn af Gesti Gunnarssyni sem nær honum út í yztu endimörk töffarastælanna, jafnvel og hann af- hjúpar manninn bakvið grímuna (já, ótrúlegt en satt, Baddi er manneskja þrátt fyrir allt). Andiúmslofti eftirstríðsáranna og braggatímabilsins var svo náð með frábæru fata- og búningavali; afajökkum, undirpilsum og boms- um. Sýnt var í íþróttahúsinu og því var stærð sviðsins u.þ.b. hálfur körfuboltavöllur. Það er á margan hátt ekkert of mikið fyrir svo fjöl- mennt og flókið verk sem Djöfla- eyjan er, en á stundum fannst mér þó leikendur eiga í eilitlum erfið- leikum með allt þetta rými sem þeir höfðu til umráða. Kannski hefði mátt láta áhorfendapallana ná lengra og hafa annað „hliðarsvið", einsog það sem hljómsveitin hafði, í stærri atriðum? Bara hugmynd. Mörgum kynni að þykja þetta verkefnisval djarft svona stuttu eft- ir kvikmyndina. Það má vel vera rétt, en sitt er hvað; kvikmynd og leikrit. Samanburður þar á milli er svipaður og að ætla sér að bera saman Síðustu kvöldmáltíð Da Vincis og Jóhannes 13 - sama efni, en lengra nær líkingin varla. Heimir Viðarsson Egilsstöðum - Leikfélag Fljótsdals- héraðs er að setja upp leikritið Ég er hættur, farinn (ég er ekki með í svona asnalegu leikriti), eftir Guð- rúnu Kristínu Magnúsdóttur og verður frumsýning föstudaginn 6. mars nk. í Valaskjálf á Egilsstöð- um. Verkið ijallar um Áslák og Berg- þóru eftir skilnað og hvernig þau takast á við nýjar heimilisaðstæð- ur. Nýja kona Ásláks, Dollý, flytur inn í húsið þeirra en Bergþóra býr um sig uppi á lofti. Leikarar eru 20 á aldrinum 14- 76 ára og hljómsveit sem skipar 10 manns, en áðurtaldir leikarar eru hluti hennar. AIls koma um 50 manns að sýningunni. Leikstjórinn Guðjón Sigvaldason segir verkefn- ið skemmtilegt og ganga vel. Handritið bjóði uppá marga mögu- leika varðandi sköpun og útfærslu. Þetta er í fjórða sinn sem Guðjón leikstýrir fyrir Leikfélag Fljóts- dalshéraðs, en fyrri verk hans eru Kardimommubærinn, Knall og Dagbók Önnu Frank. Auk þessa hefur Guðjón haldið námskeið í skólum á Austurlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.