Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 31 ÞAÐ ER blandaður hópur fólks seni rekur listhús í hverfinu og meðal þeirra er Mehdi nokkur Chounakri, sem telst dæmigerður listhúsa- eigandi af ungu Berlínarkynslóðinni, þótt fæddur sé í Alsír. Hann opnaði listhús sitt í október 1996 nieð gjörningi Danans Jens Haan- ing, sem var eitthvað mitt á milli tilbúinnar listar, „ready made“, og skattsvindls. Haaning breytti listhúsinu í ferðaskrifstofu og hagnýtti sér að í Þýskalandi eru skattar á listir 8% lægri en neysluvörur. A meðan á sýningunni stóð gat fólk þannig keypt sérstimplaða flugmiða út um allar trissur undir almennu markaðsverði. En dytti einhverjum í hug að notfæra sér miðann hætti hann um leið að vera list! Slíkir gjörningar eru inni í hitanum í listumræðu dagsins eins og gjörla hef- ur mátt greina um alla Evrópu, og útskerið þá engan veginn undan- skilið. Naumast er þó hægt að tala um utangarðslist í venjulegum skilningi, þar sem hún er „in“ hjá sýningarstjórum, listsögufræðing- um og safnstjórum, þar að auki kennd í tjöltæknideildum listskóla víða um heim. Meginveigurinn er, að kjarninn í sköpunarverkinu sé sambandið á milli hlutarins og skoðandans. Kraftbirting listaverksins felst í lifuninni andspænis því. A myndinni afgreiðir Jens Haaning einn sýningargestanna. JEANNA Mammen (1890-1976), var kona sem elskaði konur, einkum konur næturinnar. Myndin Revíudömur, hún sjálf og systur hennar, er máluð um 1929 og er olía á pappa 64x47sm. Berlínsku listasöfnin. Hin myndin skýrir sig sjálf, en á skiltinu stendur, herbergi laust. Blý- antur, akvarella, blek, 47x34,2 sm., um 1931. Safn Marvins og Janet Fishman, Milwaukee. Batavegur Perahia FYRIR tæpum sex árum var sagt um Murray Perahia að hann væri meðal stórkostlegustu píanóleikara í heimi. Allt benti til að honum yrði skip- að á bekk með helstu virtúósum pí- anósins. Svo skar hann sig lítillega á pappírsblaði. Hann gerði ekkert í því til að byrja með. En þumalfingurinn bólgnaði og iyiT en varði voru fjögur ár horfin í misheppnaðar sjúkdóms- greiningar og aðgerðir og oft var hann búinn að ákveða að hefja leik að nýju til þess eins að hætta við. Hann gat ekki sofið, hvað þá heldur spilað á píanó, og gerðist þunglyndur. „Sársaukinn var ofboðslegur," sagði hann nýverið í viðtali við Newsweek. „Jafnvel þótt ég væri ekki að spila. Þótt ég bara sæti og gerði ekkert fann ég alltaf tíl.“ Gróu- sögur fóru á kreik. Hann var sagður hafa fengið taugaáfall. Nei, hann hafði meitt sig við að opna niðursuðu- krukku. Nei, þetta var allt Horowitz að kenna, hann hafði att Perahia út í áhættusamari verkefni og það hafði endað með þessum ósköpum. A endanum tókst að komast fyrir það sem hrjáði hann og eftir aðgerð 1995 fór hann að feta sig varlega af stað og er nú kominn á fullan sprett. Fyrir skömmu kom frá honum diskur með verkum eftir Handei og Scarlatti, fjögurra diska sett með áð- ur útgefnu efni og tveir Schumann- diskar sem Newsweek segir „stór- kostlega". Svo er hann að hefja tón- leikaferð um 26 borgir víðs vegar á hnettinum og ekki má gleyma út- komu disks með verkum eftir Bach nú í mars. í Newsweek segir að mai’gir - þ.á m. Perahia sjálfur - telji hann betri pí- anista nú. Leikurinn sé fi-jálsari, breið- ari og úthugsaðri. Núorðið sé bygging tónverks rétt eins mikilvæg fyrir hann og sú tilfinning sem í veririnu felist, ekki síst vegna þess að í „fríinu" neyddist hann til að fást við tónlist á fræðilegum forsendum eingöngu. Það hafí verið við því að búast að hann sneri sér að Bach, bæði til and- legrar upplyftíngar og eins vegna hinnar fullkomlega rökréttu bygg- ingar verka meistarans. Hann notaði kenningar Heinrichs Schenkers tíl að túlka hvert verkið á fætur öðru. „Tónlist er alltaf á hreyfingu," segir hann við Newsweek. „Hún hefst og henni lýkur í stöðugleika, en þar á milli er drama, spenna og slökun . . . þetta er eins og flugvél - það er alls ekki auðvelt að koma maskínunni af stað. Æfingin ein er ekki nóg.“ Murray Perahia Kraftur, bjartsýni, kærleikur TÓJVLIST Fella- og llólakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Bach, Hándel, Beethoven, Vaughan Williams, Mozart og Ross- ini. Tríó Reykjavíkur (Guðný Guð- mundsdóttir, fiðla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, pianó). Gestur: Sig- rún Hjálmtýsdóttir sópran. Fella- og Hólakirkju, sunnudaginn 1. marz kl. 17. HLJÓMBURÐUR hefur aukið svo vægi sitt í vitund fólks á síðari árum, að m.a.s. kirkjur eru meir hannaðar með tilliti til hans en áður var, og velmeinandi kvenfélög hika nú oftar við að alteppaleggja must- erin af sömu ástæðum. Það er löngu vitað, að hljómgóðar kirkjur eiu eftirsóttar til hljómleikahalds, en nýtt er að þær beinlínis sækist eftir því, eins og Fella- og Hóla- kirkja í Breiðholti, sem tók nýverið af skarið og bauð Tríói Reykjavíkur aðstöðu, að því að Gunnar Kvaran kynnti á tónleikunum s.l. sunnudag. Þegar Gunnar hóf 3. einleikssvítu Bachs í C-dúr, var auðvelt að heyra hvers vegna tríóið þáði boðið. Sjald- an hefur maður heyrt jafn hliðholl- an hljómburð fyrir selló og hér, nema þá á efstu hæð Héðinshússins eins og hún var fyrir um 4 árum, þegar Sigurður Halldórsson lék þar einleik. Kirkjan myndaði fullkomna umgjörð fyrir söng knéfiðlunnar, sem bókstaflega fyllti hvern krók og kima, án þess að vottaði fyrir áreynslu. Reyndar komst undirrit- aður að þessum kostum guðshúss- ins þegar fyrir nokkium árum er Guðný Guðmundsdóttir lék þar m.a. fiðludúó eftir Bartók. Allt frá því er Pablo Casals dró sellósvíturnar sex upp úr gleymsku hafa hljómlistarmenn reynt, að þær eru verkefni fyrir lífstíð. Þær verða ekki teknar með skyndiáhlaupi. Gunnar Kvaran hefur sinnt þessum meistaraverkum meir en aðrir hér- lendir sellistar í seinni tíð, og fer sú ástundun að skila sér. Eins og lista- maðurinn orðaði það sjálfur, felst í þeim kraftur, bjartsýni og kærleik- ur, og gildir það í raun um ílest verk Bachs, þar sem bjartsýni hans huggar í sorg og heillar í gleði um- fram önnur tónskáld. Það er álitamál hvort þurfi upp- hitunarstykki áður en lagt er til at- lögu við verk eins og einleikssvít- urnar, einkum ef Prelúdían er leik- in „á fullu blasti“, eins og stundum má heyra. A hinn bóginn má segja, að hún sé í sjálfri sér n.k. innbyggð upphitun handar og hugar, líkt og þegar organisti hefur leik með leit- andi fantasíu ex tempore. Gunnar kaus þessa íhugandi inngangsleið, sem reyndar eimdi svolítið eftir af í Allemöndunni og Courante-þættin- um, er hefðu mátt vera aðeins ákveðnari í púlsi og mótun. Aftur á móti voru síðustu þrír þættir fluttir af hreinni snilld, kannski ekki sízt Sarabandan, e.t.v. sá þáttur sem af- hjúpar mest innri mann og erindi hans við tónverkið, og var í öllum þrem gaman að heyra í senn ferska, ígrundaða og sjálfstæða túlkun, sem opinberaði stundum jafnvel nýja slípifleti á þessum marghliða gimsteini með frumlegri beitingu á mismiklu víbratói, dýnamík og smekklegu rúbatói. í samanburði við Bach voru hin dagskráratriðin léttvægari. Sigi'ún Hjálmtýsdóttir söng með Tríóinu tvær þýzkar aríur frá því snemma á ferli Hándels, þar sem sérstaklega hin flúraða Flammende Rose, Zier- de der Erden (HVW 210) hljómaði glæsilega, þó að núorðið sé erfitt að sætta eyrun við slaghörpu fyirir sembal í barokk-tríósónötuáhöfn, jafnvel þótt smekklega sé leikið, eins og hér var gert af Peter Máté. Þau Peter og Guðný léku síðan Ró- mönzu Beethovens í F-dúr fyrir fíðlu og hljómsveit (píanóumritara var ekki getið), og þar gekk betur að kyngja staðgengilshlutverki pí- anósins, enda vel útfært af píanist- anum. Guðný túlkaði þetta ofur- melódíska verk fallega, þrátt fyrir heldur of hvassan tón fyrir akústík kirkjunnar og stundum ofurlítið sára intónasjón. Meginathyglin í síðustu 4 atrið- um beindist að gestinum, þegar Sigrún söng 2 ensk þjóðlög við fiðluundirleik eftir Vaughan Willi- ams, sem undiir. heyrði áður með þeim stöllum í Hafnarborg s.l. nóv- ember. Runnu þau jafnljúflega nið- ur nú og þá, þrátt fyrir smá upp- hafsörðugleika á seinna laginu. Máté var undirleikari í síðustu þrem lögum, Söng Rusölku (Dvórák), frábærlega sungnum af Sigrúnu, Brottnámsaríu Constönzu úr Die Entfiihrung (Mozart), þar sem manndræpu tónstökkin tókust afbragðsvel eins og við mátti búast af Sigrúnu, þó að röddin sé e.t.v. að verða ögn of dramatísk fyrir hlut- verk af þeirri léttleikagráðu, og bravúru-Cavatínunni úr Rakara Rossinis frá Sevillu, Una voce per fa, sem Sigrún skilaði að vanda með tilþrifum, allt við sleipan píanóund- irleik Peters Máté. Ríkarður Ö. Pálsson Stuðbræður TÓNLIST lláskólabíó KÓRTÓNLEIKAR Islenzkir karlmenn. Söngskemmtun karlakórsins Fóstbræðra og Stuð- manna. Sljórnandi: Arni Harðarson. Háskólabiói, laugardaginn 28. febrú- ar kl. 14. ÞAÐ HLAUT að koma að því - að einhverjum hugkvæmdist það snjallræði að demba einum fremsta karlakór landsins og því næsta sem landsmenn hafa komizt Bítlunum að lagrænni fjölbreytni í poppútgerð í eina sæng. Árangurinn mátti heyra og sjá í troðfullu Háskólabíói á laug- ardaginn var, og þurfti þó alls að þrítaka tónleikana til að anna eftir- spurn. Leiðir lágu reyndar fyrst saman í kostulegi'i kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur um karlakórinn Heklu, þótt á öðrum nótum væri, þar sem Stuðmennimir Egill Ólafs- son og Ragnhildur Gísladóttir léku á móti Fóstbræðmm og Garðari Cortes. Myndaði sú filma, ásamt óborganlegri gamanmynd Ágústs Guðmundssonar „Með allt á hreinu“, ramma lagavalsins. Lög úr fyrri myndinni voru fyrir hlé, og úr seinni bæði fyrir og eftir. Kom kór- inn fyrst fram á kjólfotum í sam- ræmi við hefðbundnar máttarstoðir karlakóralagavals eins og Brennið þið vitar, en síðar í svörtum rúllu- kragapeysum, sem settu grallara- legan nútímabófablæ á mannskap- inn, líkt og lagt væri út af einum Stuðtextanum: Að vera í takt við tímann getur tekið á. /Að vera „up to date“ er okkar innsta þrá. /Hverskyns fanatík er okkur fram- andi /og sem handbremsa á hugann lamandi.“ Orð í (nú)tíma töluð. Gamli tíminn birtist í sígildu kór- lögunum Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson og Hraustir menn eftir Romberg, sem kórinnn söng af vel kunnum eðalbomum þrótti; hið síð- ara með Garðari Cortes í vel út- færðu einsöngshlutverki. Garðar söng einnig I fjarlægð eftir Karl 0. Runólfsson, þar sem Ragnhildur kom inn í niðurlagsdúett, og söng hún einsöng með kórnum í Nótt eft- ir Árna Thorsteinsson. Þá sungu Fóstbræður sígaunakvennakórinn Noi siamo zingarelle úr La Traviata eftir Verdi, sem sumir þekkja helzt sem „Vespré-kórinn" úr tiltekinni sjónvarpsauglýsingu. Nútíminn - eða í það minnsta ný- legur nútími (1975-85) - var í yfir- hönd, þar sem voru ein fimmtán lög eftir Stuðmenn með Egil Ólafsson (sem ásamt Ragnhildi Gísladóttur bar hitann og þungann af öllum hrynbundnum einsöng), Jakob F. Magnússon og Valgeir Guðjónsson fremsta meðal jafningja í lagasmíði. Áðumefnd fjölbreytni minnkaði ekki við að eigi fæm en fimm út- setjarar lögðu hönd á plóg. Islenzk- ir djassarar hafa verið furðulinir við að nota þessa ríku uppsprettu, líkt og með perlur Jóns Múla (sem er enn furðulegra), en þá verða aðrir að koma til, svo að beztu lögin hljóti það langlífi sem þau eiga skilið. Kom hjálpin hér óneitanlega úr ólíklegri átt, en ef úr hljómplötu verður, sem kvittur mun uppi um, er ekki að efa að téðir 15 popp- ópusar muni festast enn betur í sessi en orðið hefur. Of langt mál yrði að tíunda hvert atriði, né heldur treysti undirritað- ur sér til að gera upp á milli þeirra. Sama gildir um einsöngvarana, út- setjarana, kóreógrafann, 6 manna blásarasveitina, píanóleikarann, hljóð- og ljósamenn og marsbúann litla. Allir skiluðu frábæru dags- verki. En þó að þessir tónleikar væru hrein og ómenguð skemmtun, bmtu þeir samt ákveðið blað í sögu íslenzks tónleikalífs. Hér leiddu í fyrsta sinn saman hesta sína dæmi- gerðir miðlar ólíkra kynslóða. ís- lenzk poppsveit reyndist fær um að geta borið á borð frambærilegt efni til frekari útfærslu, og ein rótgrón- asta tónflutningsstofnun lýðveldis- ins sýndi jafnframt vilja og getu til að endurnýja sig á alþýðlegum nót- um, og það með glæsibrag. Það er kannski tímanna tákn, að fyrst nú stendur yngsta listgreinin hér á landi það traustum fótum, að menn komast upp með að slá á jafn- létta strengi og hér gat að líta. Forðum tíð mátti fyrir engan mun draga hina Dýru List „niður í svað- ið“, og er t.a.m. kjólfataeinkennis- búningurinn tíl minja um það. Ann- að dæmi er hvað „létt“ útfærsla í umgjörð fagurtónlistar hefur enn misjafnt orð á sér. Ástæðan er í senn orsök og afleiðing. Þeir sem slíkt reyna átta sig einfaldlega allt of sjaldan á því hversu mikið þarf að vanda til verks - bæði útsetninga og flutnings - svo að dæmið gangi upp. En hér tókst það. Dæmið gekk upp, og áheyrendur skemmtu sér í meðvitund um að hvergi væri kastað til höndum. Miðað við hvað viðgengst í nýj- ustu popplýrík þurfa Stuðmanna- textar ekki að skammast sín, og hefði verið viðeigandi að birta þá í tónleikaskrá. Fer reyndar að verða tímabært að gefa út alla texta þeirra félaga (ásamt kannski text- um Þursanna og Spilverks þjóð- anna) í handhægu broti, því margt hefur þar burði til að lifa sígrænu framhaldslífi. Ríkarður 0. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.