Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN •• / Vestfirðir Grunnskólarnir á Flateyri og í Holti voru sameinaðir í haust í Grunnskóla Onundarfjarðar. Afram er kennt á báðum stöðum en kennarar eru samnýttir og gerð er tilraun með að aka börnunum á milli einn til tvo daga í viku. Helgi Bjarnason kom við í Holti og ræddi við skólastjórann, Rósu B. Þorsteinsdóttur. Tilgangurinn að styrkja litla skóla # Kennarar segja að Holt sé drauma- staður fyrir börnin # Væri ráð að keyra börn frá Isafírði í skólann í Holti? # Kennaranám ætti að innihalda kennslu á landsbyggðinni FRÆÐSLUNEFND ísa- fjarðarbæjar vildi gera tilraun með að sameina yfirstjóm þessara tveggja skóla, áleit að það gæti orðið til góðs,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Önundar- fjarðar. I haust voru grunnskólam- ir á Flateyri og í Holti í Önundar- firði sameinaðir undir stjóm Rósu sem var skólastjóri í Holti. Afram er kennt á báðum stöðum en til- raunir hafa verið gerðar með að flytja kennara og böm á milli. Tilgangurinn með sameiningu skólanna er að bæta báða skólana, að sögn Rósu, að byggja upp báðar þessar einingar. Erfitt hefiir verið að fá kennara til starfa við þessa skóla eins og skóla víða á lands- byggðinni. Með samvinnu nýtast kraftar kennaranna betur. „Fræðslunefnd tók fram að ekki væri ætlunin að spara með þessari breytingu en sú er ábyggilega hug- myndin í framtíðinni, það er að segja ef vel tekst til með þessa til- raun,“ segir Rósa. Grunnskólamir í Holti og á Flat- eyri em báðir litlir og nemendum hefur fækkað, ekki síst á Flateyri þar sem nú era 47 böm og ungling- ar. Skólinn í Holti er fyrir böm úr gamla Mosvallahreppi í Önundar- firði og þar er 21 nemandi í vetur, í 1. til 8. bekk. Tveir elstu árgang- amir sækja skólann á Flateyri. Fyrirsjáanleg er mikil fækkun Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrnpflngveili og Rábhústorginu -kjarni málsins! nemenda á skólasvæði Holts, stórir árgangar era að hætta og fámennir að koma í staðinn. Þannig er útlit fyrir að aðeins 14 nemendur verði í skólanum næsta vetur og enn færri árið þar á eftir, ef ekkert nýtt ger- ist. Bæði Flateyri og Mosvalla- hreppur urðu hluti af Isafjarðarbæ eftir sameiningu margra sveitarfé- laga á svæðinu fyrir tveimur áram. Gerði mikla lukku Eftir að Rósa tók við yfirstjóm beggja skólanna í haust skipulagði hún flutning kennara og nemenda á milli. Þannig vora nemendur úr tveimur efstu bekkjunum í Holti keyrðir út á Flateyri tvo daga í viku og nemendur í fjóram neðstu bekkjunum á Flateyri fóra í Holt einn dag í viku. Rósa telur að vel hafi tekist til. „Foreldrar yngri bamanna á Flateyri segja mér að þetta hafi gert mikla lukku. Ekki hafi þurft að vekja þau daginn sem þau áttu að fara í Holt.“ Dregið var úr keyrslu á milli skólanna á miðönninni, í svartasta skammdeginu, vegna veðurs því erfitt getur verið að fara Hvilftar- ströndina yfir háveturinn. Færðin hefur reyndar ekki háð ferðalögum á milli skólanna í vetur. „Eins og við er að búast hafa töluverðar breytingar orðið á skólastarfinu. Þær hafa kostað mikla vinnu fyrir allt starfsfólk skólans en það hefur verið skemmtileg vinna. Starfsemi skól- ans er mikið tilfinningamál hjá for- eldram bamanna og breytingar geta því verið erfiðar. Eg tel þó að þessi tilraun okkar hafi gengið vel það sem af er. Við eigum auðvitað eftir að gera hana upp. Til þess að aðstoða okkur við það fengum við Rannsóknastofnun Kennarahá- skóla íslands í lið með okkur eftir áramótin," segir Rósa. Hefur gildi fyrir börnin ísafjarðarbær rekur marga litla skóla um allt sveitarfélagið og era þeir tiltölulega dýrir í rekstri, þeg- ar litið er á kostnað á hvem nem- anda. Skólinn í Holti er til dæmis eins og ein bekkjardeild í stóra skólunum og á Flateyri samsvarar nemendafjöldinn tveimur bekkjar- deildum. Sveitarfélagið er einnig í vandræðum á ísafirði þar sem ekki er hægt að einsetja skólann fyiT en bætt hefur verið við húsnæði. Rósa bregst hart við þegar hún er spurð að því hvort ekki væri skynsamlegt, í Ijósi fyrirsjáanlegr- ar fækkunar nemenda, að leggja Morgunblaðið/Helgi Bjarnason BÖRNIN í Holti eru mikið uti við. Hér eru nokkrir strákar að leika sér við hundana, skólahundinn Hugo og Týru frá Holti; Borgar Björgvinsson, Brynjólfur Óli Árnason, Einar Örn Einarsson og Ómar Halldórsson. í baksýn sést skólahúsið. Stór þáttur í lífínu í sveitinni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason KENNARAR og skólastjóri Grunnskóla Önunarfjarðar í Holti með nokkrum nemendum, f.v. Rósa B. Þorsteinsdóttir skólastjóri, Kjell Hymer, Sindri Gíslason og Sólveig Ingvarsdóttir. KENNARARNIR í grunnskólan- um í Holti sjá ýmsa kosti við til- færslu nemenda og kennara milli skólanna í Holti og á Flat- eyri. Sindri Gíslason segir að aðal- breytingin felist í því að kennar- amir séu með stærri nemenda- hóp en áður. Jafnframt verði þeir hluti af stærri hópi kenn- ara. „Það er til bóta og við fáum víðari sýn á viðfangsefnin," seg- ir hann. Tíu kílómetrar em til Flateyr- ar og Hvilftarströndin getur verið slæm á vetmm. Sindri og Sólveig Ingvarsdóttir segja að ferðalögin hafi gengið vei í vet- ur og veðrið ekki hamlað. Menn viti hins vegar að þama geti hvesst, eins og annars staðar á Vestfjörðum. „Ég tel að þessi breyting sé tii þess fallin að styrkja þessa skóla og hún sé eina leiðin til þess,“ segir Kjell Hymer kennari, eig- inmaður Rósu skólastjóra. „Holtsskóli þarf að eflast og það var draumur okkar að hann yrði rekinn áfram og þar boðið upp á annan valkost í skólastarfi í þessu sameinaða sveitarfélagi. En það em blikur á lofti vegna þess hvað bömunum fækkar," segir Kjell. Kennararnir segja að Holt sé draumastaður fyrir börnin. Þau séu úti í náttúmnni og það nýt- ist bæði í leik og skóiastarfi. Vettvangsferðir þurfi aðeins að fara út í móa, fyrir utan skóla- girðinguna, og niður í Qöru. Þau leggja áherslu á að í skól- anum sé öflugt félagslíf og fþróttastarf með miklum blóma. I nokkur ár hefur verið lögð áhersla á æfingar í skíðagöngu og það hefur skilað þeim ár- angri að í þessum fámenna skóla em nokkrir af efnilegustu skíða- göngumönnum og konum lands- ins, meðal annars Islandsmeist- arar í yngri aldursflokkum. Þau segja einnig að skólinn sé í einstöku sambandi við heimilin í sveitinni meðal annars vegna þess að skólahúsið er jafnframt félagsheimili sveitarinnar. „Þetta er lítil samrýnd eining, eins og heimili,“ segir Sólveig. Bömin fá alltaf morgunverð og tvíréttaðan hádegismat þegar þau em í skólanum og reynt er að hafa ailt sem heimilislegast enda er heimili skólastjórans inni í skólahúsnæðinu. Sem dæmi um góð tengsl við umhverfið nefna kennararnir að foreldrar barnanna komi alltaf með þeim þegar eitthvað er um að vera í skólanum og stundum systkinin og jafnvel afi og amma. Þá sé hefð fyrir því að öll sveitin komi í kaffi við skóla- setningu og skólaslit og svo hafi einnig verið við setningu Grunn- skóla ÖnundarQarðar í haust. „Skólinn er afar stór þáttur í líf- inu í sveitinni," segir Sindri. niður skólann í Holti og aka börn- unum út á Flateyri þar sem hægt væri að kenna þeim öllum. „Eg vona að ísafjarðarbær ákveði það ekki. Með því væri hægt að spara fáeinar krónur en við töpuðum svo mörgu öðra. Það hefur gildi fyrir börnin að vera í skóla í því um- hverfi sem við höfum hér í Holti. Börnin era í nánum tengslum við umhverfið og náttúrana. Ég hef verið hér í fjögur ár og ég veit að í þessum skóla hefur tekist að byggja upp einstaklinga. Maður sér einnig hvernig litlu krakkarnir frá Flateyri upplifa það að koma hingað.“ Talsmaður samkennsluskólans Menn hafa skipst á skoðunum um það hvort samkennsla, eins og nauðsynleg er í fámennum skólum, sé betri eða verri en venjuleg ár- gangakennsla í stærri skólum. Rósa er talsmaður samkennslu- skólans. Hún bendir á að margt af því nýbreytnistarfi sem átt hafi sér stað í skólum undanfarna áratugi, svo sem opinn skóli, einstaklings- kennsla, sjálfstæð vinnubrögð og aldursblöndun námshópa eigi sér rætur í fámenna samkennsluskól- anum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.