Morgunblaðið - 03.03.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 03.03.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 43 * Sjávarútvegurinn og r flokkur allra stétta LANDSMENN hafa ekki farið j varhluta af þrætum og átökum inn- an sjávarútvegsins á íslandi. í dag standa menn frammi fyrir þeim sannindum að Ai- þingi íslendinga og rík- isstjóm íslands hafa, með inngripi sínu í átök útgerðarmanna og sjó- manna á dögunum, varpað skýrara ljósi á að ríkjandi er meingall- að kerfi í sjávarútvegi. Endurspeglast þetta í þvi ástandi sem nú rík- ir. Endurskoðun laga Það kerfi sem deilan hefur staðið um er kvótakerfíð, kerfi sem þarf að laga að nýjum tíma. Þörf er fyrir kerfi sem heftir sókn í takmarkaða auðlind, auðlind sem þjóðin lifir á. Það liggur þó ljóst fyrir að lög nr. 38 um stjórn fiskveiða frá árinu 1990 vernda fiskinn í hafinu en virð- ast ekki vemda þær starfsstéttir sem vinna í sjávarútvegi. I ljósi þessa tel ég að Sjálfstæðisflokkur- inn og þá sérstaklega þingmenn flokksins eigi að horfa til þeirra gmndvallaratriða sem þeir hafa gengist undii’ sem sjálfstæðismenn. Að setja lög á verkfall sjómanna, eða að huga að slíkum leiðum, er einfaldlega aðför að einni stétt í landinu og stangast bersýnilega á við þær ályktanir sem sjálfstæðis- menn og fulltrúar þeirra á Alþingi íslendinga hafa samþykkt á lands- fundi flokksins. Hins vegar tel ég að menn vilji vel með því að bjarga því sem bjargað verður, en þeir verða þó að stuðla að því að lögin séu skýr og verndi hagsmuni allra sem þau heyra til. Hagsmunir sjómanna verði virtir í 12. mgr. sama landsfundar segir m.a. í ályktun um sjávarút- vegsmál: „Eðlilegast er að bein afskipti ríkisins af sjávarútveginum verði sem minnst en hlutverk stjórnvalda hverju sinni ætti að vera að skapa almennan efnahagslegan ramma fyrir sjávar- útveginn.“ Þegar inngrip hins opinbera á sér stað, t.d. með setningu laga á verk- fall sjómanna, er ljóst að fulltrúar þess virðast ekki horfa til þessara sjónarmiða. Vissulega verður að grípa til aðgerða þegar þjóðarhags- munir eru í húfi. Auðvitað verða ekki allir sáttir við setningu laga til að stöðva verkfóll og því síður þeir valdhafar sem grípa til slíkra ör- þrifaráða. Hins vegar er ljóst að í þeirri deilu sem nú er ríkjandi hefur ekki verið reynt til hins ýtrasta með samningaumleitanir og útgerðar- menn virðast geta hér eftir sem hingað til gert ráð fyrir lögum á verkfall sjómanna. Sjaldan er ein báran stök í þess- um efnum og það er einfaldlega Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sáttaafl í ís- lenskum stjórnmálum. -------------7--------- Sveinn Oskar Sigurðsson telur að honum sé best treystandi til að leysa sj ómannadeiluna. ekki hollt fyrir útgerðarmenn að geta gert ráð fyrir þessum við- brögðum hins opinbera æ ofan í æ. Því verður Alþingi að grípa inn í og sjá til þess að deiluaðilum sé ekki att saman vegna gallaðra laga. Vinnufriður á að ríkja og það er hinu opinbera, deiluaðilum og allri þjóðinni til heilla. í 8. mgr. landsfundar Sjálfstæðis- flokksins segir einnig í ályktun um sjávarútvegsmál: „Frelsi við verð- lagningu og markaðssetningu á fiski er sjávarútveginum til framdráttar og gerir nýjar kröfur til þeirra sem starfa í greininni. Fiskmarkaðir hafa gegnt sívaxandi hlutverki í frjálsri verðmyndun og framþróun sjávarútvegs. Mikilvægt er að efla þessa þróun enn frekar og stuðla þannig að aukinni fullvinnslu og sérhæfingu innlendrar fiskvinnslu." Þegar þessi ályktun er skoðuð nánar er ljóst að lög um stjómun fiskveiða fullnægja ekki þeim skil- yrðum sem verða að gilda innan sjávarútvegsins. Lögin virðast ekki Sveinn Óskar Sigurðsson loka fyrir þá óeðlilegu verslun með kvóta sem oftast hefur gengið undir nafninu kvótabrask. Slík mál virðist ekki vera hægt að semja um því lög- in halda ekki utan um hagsmuni sjó- manna í þessu efni. I stað breytinga á gölluðum lögum má ljóst vera að valdhafar láti útvegsmenn og sjó- menn hártogast um þessi mál. Undarleg atburðarás Hinn 7. janúar 1994, fyrir fjórum árum, afhentu samtök sjómanna forsætisráðherra tillögur sínar til lausnar kjaradeilu sem þá hafði staðið frá áramótum. Allar þessar tillögur byggðust á lagabreytingum og voru í fjórum liðum. I frétt Morgunblaðsins 8. janúar 1994 seg- ir m.a.: „Loks er tillaga um að út- gerðarmaður skuli sjá til þess að afli sé seldur á löggildum uppboðs- og fjarskiptamarkaði. Sé afli ekki seldur á fiskmarkaði skal verð ein- stakra tegunda í aflanum vera ákveðinn hundraðshluti af meðal- verði markaða innanlands." Daginn eftir að frétt Morgun- blaðsins birtist kallaði sjávarút- vegsráðherra deiluaðila á sinn fund og að loknum fundi sagði hann eng- in rök fyrir því að setja lög á sjó- menn og að það þjónaði engum til- gangi að banna verkfall sjómanna með lögum. Fáum dögum síðar lýsti forsætisráðherra því yfir að hann útilokaði ekki lagasetningu á sjó- menn, enda væru miklir hagsmunir í húfi. Hinn 14. janúar 1994, fimm dögum frá yfirlýsingu sjávarútvegs- ráðherra, var búið að ákveða að setja lög sem stöðva skyldu verk- fallið til 15. júní sama ár. Þetta er grátbrosleg staðreynd og mætti halda að þetta hefði gerst nú að undanfömu, hins vegar eru fjögur ár liðin frá þessum atburð- um. Ekki fór á milli mála að sjó- menn mótmæltu þessu framferði stjómvalda á þessum tíma. I vinnu nefndar átti að taka á kvótabraski og Alþingi átti síðan að taka á mál- inu, ekkert gerðist og vandinn óleystur. Arið eftir eða 9. maí 1995 stranda svo deilur þessara aðila aft- ur á verðmyndunarmálum. Miðlun- artillaga ríkissáttasemjara var felld^ eftir mánuð og málið komið í hnút. Reynslan kallar á brejdingar Reynslan sýnir stjómvöldum að þessi mál leysast ekki nema með breytingu á lögum nr. 38. frá 15. maí 1990. Ásteytingarsteinli deilu- aðila er að sjómenn viija fiskinn á markað. Vissulega em deiluefnin fleiri og viðamikil. Hins vegar er fullljóst að lögin taka ekki á þessu máli á skýran hátt. Því verða þing- menn Sjálfstæðisflokksins að taka á þessu máli, þeim er best treystandi til þess að taka á erfiðum og flókn- um málum með hugrekki og fram- sýni. Frjáls verðmyndun á fiski verður að ríkja í sjávarútvegi og á meðan allur fiskur fer ekki á markað er fullljóst að verð hans á mörkuðum í dag endurspeglar ekki markaðsverð heildaraflans. Menn sem íylgjandi em frelsi í efnahagsmálum eiga að sjá að sú verðmyndun, sem á sér stað í sjávarútvegi í dag, fullnægir ekki þeim skilyrðum sem gilda eiga á frjálsum markaði. Á meðan þetta ástand er ríkjandi ná laun sjómanna aldrei að endurspegla það verðmæti sem þeir sækja úr sjó og því verðuiw hlutaskiptakerfið ónýtt. Eg vil sjá sjálfstæðismenn taka á þessum málum af dugnaði og hug- rekki en láta ekki viristri minnihlut- ann, eða samstarfsmenn sína í ríkis- stjóm, ná forystu í þessu efni. Þetta er einfaldlega spuming um hvort Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram sáttaafl í íslenskum stjómmálum og flokkur allra stétta. Höfundur er með BA-gráðu íheim- speki og hagfræði og fv. sljórnar- maður i Sambandi ungra sjálfstæð- ' - ismanna. ^arðarfcaupa VALUESI ahoays Aðstandendur (Qrmwm (áður í Borgarkringlu) verða á staðnum kl 2-6 alla daga. tlressa viku kynnum við í IBMmmmM vriM Sfygfttím nýjar vörurfrá JÁSÖN, framleiðanda Aíim& Wíbww, Alltfrábœrar náttúruvörur. Meðal annars sjampó og hárnceringu unna úr olíu ástralska tetrésins. Einnig sérstakt sjampó fyrir böm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.