Morgunblaðið - 03.03.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
F-RIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 51
samúðarkveðjur og biðjum guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Hreinn Kristinsson.
Ég þekkti ömmubróður minn,
hann Kjartan, ekki nógu vel. Mig
langaði alltaf til að kynnast honum
betur. Alveg frá því ég var lítill var
ég heillaður af þessum karli sem
annað slagið hoppaði af kæti og allt
að því hófst á loft og sveif um í dá-
litla stund. Hann hafði rafmagnaða
nærveru og hugtakið glaðværð fékk
skýrari merkingu ef maður hugsaði
til hans. Eða svo fannst mér.
Og það er fleira sem fær ljósari
merkingu þegar ég minnist þessa
frænda míns. Bjartsýni og kraftur,
sem kenndur hefur verið við aldamó-
takynslóðina, bjó í honum og hann
hafði með sér einhvem heiðríkan og
drenglundaðan anda frá annarri öld.
Hann var af kynslóð sem fædd var í
moldarkofum, kynslóð sem sá bjar-
mann af nýrri gullöld og trúði á mátt
sinn og megin. Kynslóð með óbilandi
dug og óbilandi trú á eitthvað betra,
betra Island, skógi vaxið.
Já, skógi vaxið Island milli fjalls
og fjöru. Það eru stórhuga menn
sem láta sig dreyma um slíkt. ís-
lensldr skógræktarmenn eins og
Kjartan sem vildu sjá landið með
augum landnámsmannsins. Islenskir
enduireisnarmenn. Eins og nafni
sinn Ólafsson var Kjartan Sveinsson
mikill sundmaður á sínum yngri ár-
um.
Einu sinni sagði hann mér frá því
að þegar hann var á Lýðskólanum á
Laugarvatni, hefði komið upp met-
ingur milli skólafélaganna um sund-
kunnáttu og Kjartan skoraði á mót-
stöðumann sinn, Reykvíking að mig
minnir, og spurði hvort hann gæti
synt yfir Ólfúsá fyrir neðan brá. Á
tilsettum tíma var Kjai-tan ásamt fé-
lögum kominn á oddann fyrir neðan
kirkjuna á Selfossi, en Reykvíking-
urinn sást hvergi, tilkynnti veikindi.
Engu að síður synti Kjartan yfir
„skáhallt undan straumi, þá fleytir
hann manni áfram.“
Svo sem ekkert mál. Kjartan
hafði reynslu af því að synda jökul-
vötn. Heima á Ásum höfðu þeir Sig-
ursveinn bróðir hans synt yfir Eld-
vatnið á sumrin, stytt sér leið á
engjar. Og nú er Kjartan kominn yf-
ir um, tók síðasta stökkið og sveif
yfir á hinn bakkann. Þar er sjálfsagt
allt skógi vaxið milli fjalls og fjöru.
Ég vil votta eftirlifandi eiginkonu
hans, Bergþóra Gunnarsdóttur, og
fósturdóttur, Ragnheiði Hermanns-
dóttur, innilegustu samúð mína.
Benedikt Erlingsson leikari,
Kaupmannahöfn.
Þótt árin hafi verið orðin áttatíu
og fimm og líkaminn borið þess
ákveðin merki, kom það mér samt á
óvart að Kjartan Sveinsson skyldi
kveðja okkur svo snögglega. En
hann kvaddi með reisn að morgni
laugardagsins 21. þ.m. þá albúinn
þess að fagna nýjum degi með konu
sinni, Bergþóru, á heimili þeirra.
Það gustaði svo sannarlega af
þessum athafna- og hugsjónamanni
alla tíð, hvort heldur var í einkalífi
eða starfi. Áhugasviðin voru mörg,
en auk þjóðfélagsmála átti rafmagn-
ið og skógræktin hug hans allan.
Við það bættist umhyggja og kær-
leikur heimilisfóðurins og eigin-
mannsins. En þar var Bergþóra
stoð hans og stytta, svo sem hún
hafði einnig verið honum bæði í
námi og starfi.
Það var Rafmagnsveitu Reykja-
víkur mikil gæfa að fá Kjartan til
starfa sem nýútskrifaðan rafmagns-
tæknifræðing frá Katrineholm-skól-
anum í Svíþjóð 1949. Gæfa Raf-
magnsveitunnar fólst ekki síst í því
að áhugasviðin skyldu bæði vera
rafmagn og skógrækt, svo sem fljót-
lega kom í ljós.
Áður en Kjartan hélt til náms í
Svíþjóð hafði hann dvalist að Laug-
arvatni og Hvanneyri. Það er sam-
merkt þessum stöðum báðum að
þar var snemma lögð rækt við raf-
magnsmál og ræktunarstörf.
Námsár Kjartans í Svíþjóð voru
honum lærdómsrík og þar eignaðist
hann marga góða félaga. En það
sem honum var efst í huga við
námsdvölina í Svíþjóð var styrkur-
inn sem Bergþóra gaf honum. Hann
þreyttist aldrei á að segja frá því
hvernig hún studdi hann í náminu
ekki síst vegna takmarkaðrar mála-
kunnáttu hans sjálfs. Hann fullyrti
oft við mig að hann hefði aldrei
komist í gegnum námið án stuðn-
ings og aðstoðar Bergþóru. Rejmd-
ar orðaði hann það svo að líklega
hefði hún átt léttara með að taka
prófið en hann sjálfur og væri því
betur að skírteininu komin. Sterka
hlið hans var auðvitað tækniþekk-
ingin og svo ágætis stærðfræði-
kunnátta.
Fljótlega eftir að Kjartan kom til
Rafmagnsveitunnar varð hann
verkstjóri götuljósa og sinnti því af
þeim krafti og eldmóði sem ein-
kenndi hann alla tíð. Verst þótti
honum ef sendingar af ljósaperum
frá útlöndum brugðust. Þá fengu
ýmsir orð í eyra, innkaupamenn
Rafmagnsveitunnar og aðrir „blý-
antsnagarar“ á skrifstofu fyrirtæk-
isins, en einnig innflytjendur og um-
boðsmenn úti í bæ.
Síðar á starfsævi sinni hjá Raf-
magnsveitunni tók Kjartan við nýju
starfi sem fólst í því að hafa umsjón
með tæknilegri bilanaleit. Þetta var
og er vandasamt ábyrgðarstarf en
því sinnti Kjartan af sömu kost-
gæfninni og hinu fyrra með hina
ágætustu aðstoðarmenn sér við hlið.
Þama kom tækniþekking hans ekki
síður að notum en við umsjón með
götuljósakerfinu.
En þrátt fyrir vel unnin störf á
rafmagnssviðinu, verður það líklega
alúð hans og áhugi á skógræktar-
störfum sem halda mun nafni hans
hæst á loft þegar stundir líða. Víða
hefur hann þar lagt hönd á plóginn,
en ég læt nægja að geta starfa hans
í Elliðaárhólma og annars staðar í
nágrenni Elliðaánna. Kjartan hóf
þegar afskipti af skógræktarmálum
þegar hann kom til Rafmagnsveit-
unnar. Ræktunarstarfið í sjálfum
hólmanum hófst á 30 ára afmæli
Rafmagnsveitunnar 27. júní 1951 en
þá beitti Steingrímur Jónsson, þá-
verandi rafmagnsstjóri, sér fýrir
fyrsta skógræktardegi starfs-
manna. Hann gróðursetti sjálfur
fyrstu plöntuna en starfsmenn
fengu þá frí frá störfum hálfan dag
á ári til gróðursetningar í hólman-
um. Svo sem von var reyndust
vinnubrögðin ekki eins fagmannleg
og vera þurfti, og kom það í hlut
Kjartans ásamt aðstoðarmönnum
hans að fylgja í kjölfarið og sjá til
þess að frágangur allur væri sam-
kvæmt ströngustu kröfum. Á þess-
um íyrstu áram var formaður Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur Guð-
mundur Marteinsson rafmagnseft-
irlitsstjóri og unnu þeir Kjartan vel
saman að skógræktarmálum í hólm-
anum, og reyndar einnig í Heið-
mörk. Samstarf við Skógræktarfé-
lagið hefur alla tíð síðan verið náið á
þessu sviði.
Útsjónarsemi Kjartans kom m.a.
fram, þegar hann fann einn af skjól-
bestu reitum í Elliðaárdalnum rétt
vestan við núverandi Félagsheimili
Rafmagnsveitunnar. Þar hóf hann
að gróðursetja trjáplöntur til upp-
eldis og flutti síðan til annarra staða
m.a. út í hólmann. Gróðursældin var
svo mikil á þessum stað og um-
hyggja Kjartans slík, að þarna reis
fljótlega kraftmikill og þéttur lund-
ur ýmissa trjátegunda.
Rafmagnsveitunni þótti því við
hæfi að heiðra Kjartan á afmælis-
degi Rafmagnsveitunnar fyrir
nokkrum árum með því að koma
fyrir áletruðum steini á þessum stað
og gefa honum heitið Kjartanslund-
ur. Bergþóra kona hans afhjúpaði
steininn að viðstöddum mörgum
eldri og yngri starfsmönnum Raf-
magnsveitunnar.
Eftir aðeins örfá ár verða 50 ár
liðin frá því að skógræktin hófst, en
allan tímann hefur Kjartan gengið
um hólmann, og bæði haft þar eftir-
lit og hin síðari ár gengið sér til
hressingaj' eftir því sem heilsan hef-
ur leyft. Á seinni árum hefur mikill
fjöldi Reykvíkinga gengið um El-
liðaárhólmann og notið útivistar í
þeirri paradís sem borgarbúar eiga
á þessum stað. Og fram á síðasta ár
hefur mai-gt þessa göngufólks mætt
öldnum manni á göngu sinni um
hólmann en til þess þurfti hann tvo
stafi sér til trausts og halds. ■
Á síðastliðnum tveim áratugum
áttum við Ragna margar ánægju-
stundir með Kjartani á gönguferð
um hólmann eða á bökkum Elliða-
ánna. Úr svip hans skein ávallt
sama frásagnargleðin, ánægjan og
þakklætið. Þakklætið fyrir að hafa
fengið að eiga svo ríkulegan þátt í
að gera Elliðaárdalinn að því sem
hann er í dag.
Við Ragna sendum Bergþóru
innilegar kveðjur okkar og biðjum
henni og fjölskyldunni allri blessun-
ar um ókomin ár.
Aðalsteinn Guðjohnsen.
Við fráfall Kjartans Sveinssonar
raftæknifræðings sjá skógræktar-
menn á bak ötulum liðsmanni. Hann
má telja einn af framkvöðlum skóg-
ræktar og trjáræktar í höfuðborg-
inni. Meðal annars lagði hann grund-
völl að skógrækt í Elliðaárdal þótt
fleiri kæmu þar að síðar. Skógræktin
þar er margx-a ára eljuverk hans og
alla tíð hjartans mál. Það var því eðli-
legt að Kjartan gengi til liðs við fé-
lagshreyfíngu skógræktarmanna.
Þar var hann traustur og einlægur
vormaður og fylgdi hverju því er
hann sinnti heils hugar. Hann var
meðal stofnfélaga í Skógræktarfélagi
Reykjavíkur og sat í stjóm þess frá
1969 til 1990. Var honum mjög um-
hugað um velferð þess félags og vora
stefnumið þess brennandi áhugamál
hans til dauðadags. Tryggð hans við
málstað ræktunar var óbilandi. Fylk-
ing okkar er lítið eitt þynnri og ekki
söm og fyrr þegar návist hans og
glaðværð er fjarri. Þótt sporin máist
munu verk hans lengi sýnileg, trén
sem hann kom á legg halda minning-
unni vakandi. Fyrir hönd Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur flyt ég honum
þakkir fyrir allt það er hann vann fé-
laginu og sendi fjölskyldu hans sam-
úðarkveðjur.
F.h. Skógræktarfélags Reykjavík-
ur,
Ásgeir Svanbergsson.
Kveðja frá Skógræktar-
félagi Islands
Kjartan Sveinsson hafði skóg-
ræktarhugsjónina að leiðarljósi og
lét til sín taka á þeim vettvangi af
heilum hug, líka eftir að hinni hefð-
bundnu starfsævi lauk. Hann var í
hópi brautryðjenda, sem völdu sér á
fyrri hluta aldarinnar að ganga í lið
með hinum jákvæðu náttúraöflum
og var alla tíð ákafur málsvari skóg-
ræktar á íslandi, bæði í huglægum
skilningi og í verkum sínum. Með
góðu fordæmi og af eldlegum áhuga
hafði hann úhrif á afstöðu almenn-
ings til uppgræðslu og trjá- og
skógræktar á gemýttu, ógrónu
landi og sér þess ekki hvað síst
merki hér á höfuðborgarsvæðinu.
Hann var í hópi þeirra forgöngu-
manna um endurheimt skóga, sem
vöktu athygli forráðamanna
Reykjavíkurborgar um miðja öldina
á þeirri staðreynd að lítið mundi
okkur verða ágengt í baráttunni við
gróður- og jarðvegseyðingu ef ekki
kæmi til áhugi og samstaða almenn-
ings við málstaðinn.
Kjartan starfaði á vegum Raf-
magnsveitu Reykjavíkur um ára-
tuga skeið og naut þess að vinnu-
veitendur á þeim bæ skildu mikil-
vægi skógræktar og lögðu henni lið
á margan hátt. Kjartan var liðsmað-
ur Skógræktarfélags Reykjavíkur
og ásamt félögum sínum þar beitti
hann sér fyrir skóg- og trjárækt
víða í höfuðborgarlandinu. Nærtæk-
asta dæmið er Elliðaárdalurinn þar
sem honum var falin umsjón jafn-
framt daglegum störfum hjá Raf-
veitunni. Dalurinn er nú orðinn fög-
ur gróðurvin og eftirsóttur útivist-
arstaður Reykvíkinga, sem fæstir
vilja án vera.
Við ævilok þessa hugumprúða fé-
laga og baráttumanns viljum við
þakka góð kynni. Hans verður lengi
minnst í röðum skógræktarmanna.
Fjölskyldu Kjartans Sveinssonar
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Hulda Valtýsdóttir, formaður
Skógræktarfélags Islands.
Dánarfregnir minna alltaf á
hverfulleika og vinaskilnað. Ef sá
sem látinn er átti samleið með okk-
ur langan veg eða skamman þá
staðnæmast menn við andartak í
önn dagsins og leyfa huganum að
hverfa til liðinna daga. Þannig fór
okkur gömlum vinnufélögum Kjart-
ans Sveinssonar deildartæknifræð-
ings þegar við heyrðum að hann
væri látinn. Kjartan kom til starfa
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í
ágúst 1949 og starfaði samfellt til
áramóta 1980-1981, en þá hafði
hann lokið starfstíma sínum hjá fyr-
irtækinu. Kjartan vann um tíma í
spennistöðvardeild en var um árabil
yfirmaður götulýsingar en lengst af
starfaði hann við bflamælingar. Við
þetta starf naut þekking Kjartans
sín vel því starfið krafðist ná-
kvæmni í útreikningum og sam-
viskusemi. Á þessum fyrstu áram
voru bilanaleitartækin ófullkomin í
samanburði við þau tæki sem mæla-
deildin hefur yfir að ráða í dag.
Samt var það með ólíkindum hve
mælingar Kjartans og starfsmanna
hans skiluðu réttum mælingum með
þessum ófullkomnu tækjum. Þegar
bilun verður í jarðstreng er ekkert
hægt að gera fyrr en mælingar
liggja fyrir um staðsetningu bilun-
ar. Það veltur því á miklu að mæl-
ingar séu réttar því það er seinlegt
verk að berja upp harðar götur á
vetram í leit að bilun.
Eitt stærsta áhugamál Kjartans
alla ævi var skógrækt en þar naut
Rafmagnsveitan góðs af þekkingu
hans og eldmóði sem áttu sér engin
takmörk. Kjartan sýndi mikla elju-
semi í skógrækt Elliðaárdalsins og
áram saman var hann í forystusveit
starfsmanna sem leiddu gi'óður-
setningarstarfið í Elliðaárhólmum
er ræktunarstarf hófst þar fyrir
fjöratíu og sex áram fyrir atbeina
Steingríms Jónssonar fyrrum raf-
magnsstjóra. Á hverju sumri þegar
jörð klæddist sumarskúða fjöl-
menntu starfsmenn einn dag til
gróðursetningar í hólmunum. Þarna
urðu oft fyrstu kynni ungra manna
af trjárækt og sumir fengu bakterí-
una sem hefur enst þeim fram á
þennan dag. Kjartan deildi út
áburði og trjáplöntum til gróður-
setningar og lét nokkur kröftug
heilræði fylgja til okkar viðvaning-
anna. Nú er kominn góður trjágróð-
ur þar sem áður var berangur að
stærstum hluta. Elliðaárdalurinn er
nú eitt vinsælasta útivistarsvæði í
miðju borgarlandinu allan ársins
hring. Sérstakur lundur var gerður
Kjartani til heiðurs í nágrenni við
félagsheimili starfsmanna; Kjart-
anslundur, og var áletraður steinn
afhjúpaður þar á sjötíu og fjögurra
ára afmæli Rafmagnsveitunnar.
Kjartan hafði eftirlit með hólm-
anum eftir að hann lauk starfi sínu
hjá fyrirtækinu, grisjaði skóginn og
sá um áburðardreifingu fyi’stu árin.
Ég veit að hann kunni vel að meta
þær óskir yfirmanna sinna að hann
hefði þetta starf með höndum á
meðan að heilsan leyfði.
Kjartan var einn af frumbyggjum
í Smáíbúðahverfinu sem áttu það
sameiginlegt að koma sér upp hús-
næði með eigin vinnu. Þetta var
nokkuð sérstakt hverf, stærð hús-
anna var miðuð við þarfir og efna-
hag byggjenda og má fullvíst telja
að þetta framtak borgarinnar hafi
gert mörgum kleift að koma þaki
yfir sig og að verða efnahagslega
sjálfstæðir. Atvikin höguðu þvi svo
að nokkrir starfsmenn RR fengu út-
hlutað lóðum í hverfnu sem lágu
saman. Þetta styrkti samhjálp með-
al vinnufélaga og vinnuskipti komu
alltaf í staðinn fyrir peninga sem
voru af skomum skammti á þessum
tíma. Ég byggði þarna ásamt fóður
mínum og bjuggum við og fjöl-
skylda mín í nábýli við Kjartan og
Árna Magnússon fyrrum verkstjóra
hjá RR. Fleiri starfsmenn bjuggu
neðar í götunni. Það var afskaplega
gott að vera nágranni Kjartans og
Bergþóra konu hans. Á þessum
tíma unnu menn öll kvöld í Smáí-
búðahverfnu langt fram á nótt og
þóttu helgarnar bestar því þá náðist
samfelldur vinnutími. Hamarshögg-
in heyrðust dag eftir dag langt fram
eftir nóttu. Aldrei var kvartað þó
eitthvað heyrðist í smíðatólum að
næturlagi. Þessi tími í byggingar-
sögu borgarinnar er þess verður að
vera varðveittur því hann markaði
tímamót í lífi margra.
Áratuga kynni okkar Kjartans
geyma margar góðar minningar
enda var hann traustur vinur,
skemmtilegur og spaugsamur.
Ég og fjölskylda mín þökkum
samfylgdina og sendum Bergþóru,
Ragnheiði og öðram ættingum sam-
úðarkveðjur. #
Guðmundur Egilsson.
„Mikið væri nú tilveran hér í
Heiðargerðinu litlausari án Kjart-
ans og Bergþóru," hefur oft verið
sagt hér á bæ, ekki síst eftir að ná-
grannar hafa komið saman kvöld-
stund og þrjár kynslóðir gert sér
glaðan dag. Þar hafa Kjartan og
Bergþóra verið hlrókar alls fagnaðar
með glaðlyndi sínu og nýjum og
gömlum sögum. Við höfum stundum
hlegið í marga daga á eftir og unga
fólkið haft á orði að það væri ekki
mikið að því að eldast ef maður yrði
eins og þau.
En nú er Kjartan Sveinsson vinur
okkar allur, hálfnfræður. Eftir að
hann hætti að hugsa um að selja
húsið sitt og flytja í hólf í elliblokk
hafði hann oft á orði að úr Heiðar-
gerðinu myndum við ekki losna við
hann lifandi. Og hann stóð við orð
sín og gerði það með stæl. Hann var
kominn á fætur og ætlaði að fara að
hnýta á sig hálsbindið á undurfögr-
um laugardagsmorgni þegar kallið
kom. Landið skartaði sínum feg-
urstu vetrarklæðum af virðingu við
þetta náttúrubarn sem unni landinu
sínu og helgaði líf sitt að verulegu
leyti skógrækt.
Kjartan og Bergþóra voru í hópi
frambyggja í Heiðargerðinu á árun-
um upp úr 1950. Frumbyggjasamfé-
lög era alltaf merkileg. Menn
standa saman, þótt oft reyni á, og
böndin verða ótrúlega sterk. Kjart-
an og Bergþóra hafa þurft að
kveðja marga góða granna, hús hafa
skipt um eigendur og skipt um lit.
En Heiðargerði 3 hefur ekki breyst,
það hefur lýst sínum ljósa lit, bjart
og reisulegt eins og hugur íbúanna.
Og hvílík fon-éttindi það hafa verið
fyrir tvær kynslóðir á grannbæjun-
um að fá að alast upp í skininu frá
Heiðargerði 3, hitta Bergþóra og
Kjartan úti fyrir, finna áhuga þeirra
á velferð og viðfangsefnum æskunn-
ar og heyra sögur Kjartans frá ár-
unum á Laugarvatni og í Svíþjóð,
skógræktinni, Elliðaárhólmanum,
af Jónasi frá Hriflu og mikilvægi
góðrar stærðfræðikunnáttu. Þar
hefur ekki verið neitt kynslóðabil.
Oft hefur þá hvarflað að manni að
mörgum unglingnum - og mörgum
öldungnum - myndi vegna betur
hér í borg ef fólki væri ekki raðað
eins mikið í blokkir og hverf eftir
aldri og nú er gert.
Þegar heimasæta hér á bæ átti að
skrifa örstutta persónulýsingu í ís-
lenskutíma fyrir nokkrum árum var
valið ekki erftt. Hver annar en
hann Kjartan? - og hún skrifaði:
„Hann er orðinn áttræður, hann
vinur minn og frændi. Á sínum
yngri áram var hann áhugasamur
íþróttamaður, gekk m.a. á höndum
og eitt sinn synti hann yfir Olfusá.
Hann er lágvaxinn en sterklega
byggður og hefur grátt hár og ljós-
blá augu. Hann er rómsterkur og
talar hátt, sérstaklega um áhuga-
mál sín sem eru skógrækt og póli-
tík, og þar til nýlega lagði hann
gjarnan áherslu á orð sín með því að
kreppa hnefana og hoppa jafnfætis
upp. Hann er þó ekki mjög fótviss
lengur og því tekur hann afar lítil
skref, smáhleypur. Hann eyðir
flestum stundum sínum í að lagfæra
húsið sitt og garðinn. Hann er mjíjg
elskulegur og barngóður maður og
gerir lífið í kringum sig litríkt og
skemmtilegt."
Þótt Kjartan sé nú allur og
kvaddur í dag þá vonum við að
minningin um hann og vináttan við
Bergþóru muni áfram gera lífið lit-
ríkt og skemmtilegt.
Þórdís Árnadóttir og
fjölskylda, Heiðargerði 1.
• Fleirí minningargreinar um
Kjartan Svcinsson bfða birtingar og
nwnu birtast í blaðinu næstu daga.