Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM „ÞESSI mynd var tekin í Soller á Mallorca þeg- ar konur voru að halda upp á nokkurs konar frelsisbaráttudag. Þær telja sig hafa bjargað þessu þorpi frá glötun þegar sjóræningjar heijuðu á það fyrr á öldum. Þær halda upp á þennan dag sem heilag- an konudag og klæða sig allar upp. Baráttan er sett á svið árlega þar sem sjóræningjar gera atlögu að þorpinu." SIGURGEIR Siguijónsson með dótturson sinn Benjamín Liam. Morgunblaðið/Sigurgeir Siguijónsson „MYNDIN er tekin fyrir fyrirtæki í Oregon í Bandaríkjunum sem heit- ir Northern Gas Company. Þeir vildu fá mann í heitu laugarumhverfi og ég tók myndina í heitum Iæk sem var í Oskjuhlíð. Myndin var notuð í kynningarbæklingi fyrirtækisins." Úr myndaalbúmi Ijósmyndara Haldið í fortíðina með myndum SIGURGEIR Siguijónsson hefur starfað sem ljós- myndari um árabil og starfrækti lengi Svipmyndir á Hverfísgötu. „Ég er aðallega að vinna við auglýs- ingaljósmyndun. Svo hef ég verið að gefa út þessar íslandsbækur. Ég er að koma með eina núna í vor sem heitir „Amazing Iceland" og á næsta ári ætla ég að gefa út bók sem heitir Þjóðgarðar Islands en þá er ég hættur að taka landslagsmyndir. Þá er ég búin að strika yfir þetta og búinn að gera þetta,“ segir Sigurgeir ákveðinn. Hann hefur á undanförn- um árum sent frá sér nokkar ljósmyndabækur sem notið hafa vinsælda og sumar verið gefnar út á mörgum tungumálum. „Stundum langar mig áð breyta til og fara að gera eitthvað annað. Maður má ekki festast í ein- hveiju ákveðnu. Þegar ég byijaði ætlaði ég aldrei að taka landslagsmyndir en tók svo að mér að mynda dagatal fyrir Eimskip. Eftir sjö slík átti ég ágætt safn af landslagsmyndum og bókahugmyndin varð til.“ Sigurgeir segist ekki fylgja ákveðnum reglum eða hugmyndafræði þegar Ijósmyndun er annars vegar. Hann lærði ljósmyndun í Stokkhólmi í tvö ár og var auk þess eitt ár í Bandaríkjunum. „Maður er „ÞETTA er tekið á Prado í Madrid á Velasques-sýningu. Það er bannað að mynda þarna inni og þá langar mann svo rosalega til að mynda. Ég var með hljóð- láta vél og ekkert flass. Það er einhver stemmning í þessari mynd sem virkar." alltaf að halda í fortíðina með myndum. Þegar fjöl- skyldan er á ferðalagi reynir maður að mynda hana í bak og fyrir því maður er svo hræddur um að þetta hlaupi allt frá manni og vill eiga eitthvað til minningar. Ég fékk svo góðan ljósmyndaskóla í upphafi að minn smekkur liefur ekkert breyst síðan. Svo ólst ég upp með góðu fólki hérna heima sem hafði fína sýn á ljósmyndun, myndlist og annað. Það er mest gaman að mynda þegar maður getur leikið sér og er ekki beinlínis að vinna fyrir ákveðinn viðskipta- vin. En lífið er ekki bara leikur og dans á rósum,“ segir Sigurgeir að lokum. „ÞETTA er konan mín og kötturinn okkar. Það er svo falleg morgun- stemmning í myndinni. Þetta var nokkuð óvænt. Hún var að koma úr baði og kötturinn var nálægur. Það er fallegt ljós í henni, sumarbirta sem kemur inn um gluggann." „ÞETTA er kotbóndi sem heitir Sigurjón Jóhannsson. Myndin er 18 ára gömul og var tekin á heimili hans á Rangárvöllum. Við Gunni Örn málari vorum að þvælast upp á Heklu og fundum bæ sem hét Kot og fannst við vera komnir þónokkur ár aftur í tfmann."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.