Morgunblaðið - 03.03.1998, Síða 66

Morgunblaðið - 03.03.1998, Síða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM A Ert þú áskrifandi ? EIÐFAXI TÍMARIT HESTAMANNA Áskriftarsími 5882525 Thiessen áfram í Beverly Hills ► LEIKKONAN Tiffani-Amber Thiessen hefur skrifað undir samning um að leika í þáttaröð- inni „Beverly Hills 90210“ í haust og áskilur sér rétt til að leika í fleiri þáttum í framtíðinni. Thiessen hafði íhugað að hætta í þáttunum og byrja með eigin þáttaröð, en nú lítur út fyr- ir að hún sé að hefja nýjan feril í kvikmyndum. Hún skrifaði fyrir skemmstu undir samning um að fara með aukahlutverk í mynd- inni „Texas Blood Money“, sem er framhald af vampírumynd- inni From Dusk Till Dawn“. Falleg oggagnleg fermingargjöf Fæst hjá öllum bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjaöskju á aðeins kr. 3.990 Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð Oröabókaútgáfan Flutt á sjúkrahiís á afmælis- daginn ELIZABETH Taylor var flutt á sjúkrahús í Los Angeles síðasta fóstudag eftir að hún datt á heimili sínu og marðist á mjöðmum og baki nokkrum klukkutímum áður en hún hugðist fagna 66 ára afmæli sínu. Að sögn kynn- ingarfulltrúa stjörnunnar, Shirine Ann Coburn, voru meiðslin ekki al- varleg og búist við því að Taylor Eiízabeth i0sni af sjúkra- Taylor húsinu innan fárra daga. „Hún beygði sig til að ná í eitthvað úr náttborðinu og datt þegar hún reisti sig upp,“ sagði Coburn og neitaði fregnum um að Taylor hafi misst meðvitund eftir fallið eða brotið bein. Elizabeth Taylor gekkst undir skurðaðgerð fyrir ári þegar fjar- lægja þurfti góðkynja heilaæxli. Sjúkrahússaga leikkonunnar er orð- in ansi löng því hún hefur lengi ver- ið bakveik auk þess sem skipt var um báða mjaðmaliði hennar fyrir nokkrum árum. í september 1995 var leikkonan lögð inn á sjúkrahús vegna óreglulegs hjartsláttar og ár- ið 1990 var hún við dauðans dyr vegna öndunarerfiðleika og dvaldi á sjúkrahúsi í þrjá mánuði. Björk aflýsir tónleikum með Radiohead BJÖRK Guðmundsdóttir hefur hætt við að koma fram á femum tónleikum með bresku sveitinni Radiohead og gefið þá skýringu að margbrotinn og flókinn sviðsbúnaður sveit- anna tveggja hefði skapað of mörg vandamál, áð sögn talsmanns hennar. „Báðar hljómsveitimar em með sviðsbúnað sem er mjög umfangsmikill," sagði Joel Am- sterdam hjá Elektra, útgáfufyrirtæki Bjarkar í Bandaríkjunum. „Þær þurfa báðar flókinn tæknibúnað og áhorfendur hefðu því þurft að bíða of lengi milli atriða." Aætlað hafði verið að Björk kæmi fram með Radiohead 12. apríl í Maple Leaf Gar- dens í Toronto, 13. apríl í Molson Centre í Montreal, 15. apríl í Worcester Centram í Worcester og 17. apríl í Radio City Music Hall í New York. Bæði Amsterdam og Jenny Bendel, fjöl- miðlafulltrúi Radiohead, voru sammála um að ef Björk hefði farið með í tónleikaferðina hefði biðin milli atriða verið um klukkutími og fannst bæði Björk og meðlimum Radiohead að það væri óviðunandi. Bendel sagði að rokksveitin Spiritualized, sem þegar átti að hita upp fyrir Radiohead á níu tónleikum, myndi leika á öllum 13 tónleikum ferðarinnar. Þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem Björk þarf að aflýsa tónleikum í Banda- ríkjunum. Hún þurfti að aflýsa tónleikaferð til Bandaríkjanna í desember vegna nýrna- sýkingar. Amsterdam sagði að Björk hefði orðið fyrir sárum vonbrigðum því hún héldi mikið upp á Radiohead og hefði viljað koma fram á tón- leikunum. Hún bætti við að óljóst væri hvenær Björk myndi fara í tónleikaferð um Bandaríkin. I NÝJASTA hefti tímaritsins Vox er Björk £ nítjánda sæti af tuttugu yfir „eftirsóttustu" konur ársins 1998. Hún er ekki í amalegum félagsskap því með henni á listanum eru konur á borð við Madonnu, sem er í efsta sæti, Courtney Love, Spice Girls, kd lang, Erykah Badu, Tori Amos, Sinéad O’Connor, Skin og Polly Harvey. Rafrænn ■ t : : JL r ffcaiirTi ÓÐINSVÉ Hringiðan Intemetþjónusta ^„SÍNWIRKINN irwfii iMtii TmCveitingahúsid m&Ste H.J WATCH HERMANN JONSSON iJQJI© BOOK'S MENSWEAR RfAD THE MESSAGE Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt FRIÐINDAKLUBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is Stutt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.