Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJubAÖUR 10. MÁRZ 1998 MORGUNBLADIÐ FRÉTTIR Dagpeningar vegna lækninga erlendis ilL. Bankaeftirlit Seðlabanka íslands Sömu reglur og um dag- peninga ríkisstarfsmanna GREIÐSLUR til sjúklinga og fylgd- armanna vegna lækninga erlendis nema nú 332 þús. krónum á mánuði en eftir þrjá mánuði lækkar upphæð- in um fjórðung niður í 249 þús. krón- ur ámánuði. í viðtali í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins kom fram hjá Sigurbjörgu Ólafsdóttur, móður Torfa Lárusar sem hefur dvalið lengur en þrjá mánuði til lækninga í Boston í Bandaríkjunum, að eftir þrjá mánuði lækkuðu dagpeningar Trygginga- stofnunar um 100 þús. á mánuði. Sagði hún þetta einkennilega ráð- stöfun því ekki batnaði fjárhagur fjölskyldunnar eftir langa dvöl er- lendis. Lækka um fjórðung Kiistján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, sagði að í regl- um Tryggingaráðs um ferðastyrk sjúklinga í utanlandsferðum kæmi fram að greiðsla dagpeninga færi eftir sömu reglum og gilda um þjálf- un, nám og eftirlitsstörf ríkisstarfs- manna á ferðalögum erlendis og er það ferðakostnaðarnefnd fjármála- ráðuneytisins, sem sett hefur þessar reglurnar. I reglum ferðakostnaðarnefndar frá því í júní 1997 segir: „Fari dvöl erlendis fram úr þremui- mánuðum skulu dagpeningar lækka um fjórð- ung þann tíma sem dvalið er lengra en þrjá mánuði.“ Sagði Kristján að sennilega væri hugsunin að baki lækkunar sú að fylgdarmenn væru orðnir hagvanir og búnir að koma sér fyrir á ódýrari hátt í stað þess að búa á dýrum hótelum. Sjaldan kvartað „Það er sjaldan sem kvartað hefur verið undan dagpeningum,“ sagði hann. „Það er annað foreldrið, sem fær dagpeninga og það er talið nóg enda verður oft að sjá um systkin sem skilín eru eftir heima.“ Auk þess sem fylgdarmaður fær dagpeninga eru greiddir dagpeningai- til sjúk- lingsins ef hann dvelur utan sjúkra- hússins í einhver tíma. Ef dvalið er lengur en einn mánuð erlendis eru heimiluð skipti á fylgdarmanni og er fargjaldið greitt fyrir þann sem tek- ur við. Sagði Kristján að árið árið 1996 hafi Tryggingastofnun greitt sam- tals 62 millj. vegna dagpeninga og fargjalda fyrir sjúklinga og fylgdar- menn. Upplýsingar um kostnað fyrir árið 1997 liggja ekki fyrir. „Sjúkra- húskostnaður og fai’gjöld eru greidd að fullu,“ sagði hann. „Þetta er sennilega hvergi betra en á íslandi og hvergi greitt meira.“ Ekki ástæða til aðgerða Sérblað Le Monde um Norðurlönd EINN veiðimanna dorgveiðikeppninnar að störfum. Rússi sigraði í dorgveiði RÚSSINN Boris Artenaiev sigr- aði örugglega á íslandsmóti Dorgveiðifélags íslands sem haldið var síðastliðinn laugardag á Reynisvatni. Keppendur höfðu fjóra klukkutíma til að ná sér í eins mikinn afla og þeir mögu- leika gátu og á þessum stutta tíma náði Artenaiev, sem er starfsmaður rússneska sendi- ráðsins í Reykjavík, sér í 20 fiska sem alls vógu 17 kíló. Keppt var í tveimur fiokkum, yngri og eldri flokki, og voru veitt verðlaun í hvorum fiokki fyrir stærsta fiskinn, flestu físk- ana auk sérstakra verðlauna til þess sem veiddi minnsta fisk keppninnar. Keppendur voru á öllum aldri, að sögn Björns G. Sigurðssonar, formanns Dorg- veiðifélags Islands, og mun sá yngsti hafa verið 4 ára en sá elsti 79 ára. Dorgveiðifélagið lánar bæði beitu og stöng til dorgveiði á BORIS Artenaiev vann íslands- meistaratitilinn 1998 í dorgveiði. Reynisvatni, auk þess sem það borar gat í ísinn fyrir veiði- menn. A Arekstur í hálku á Gullinbrú LOKA varð Gullinbrú í hátt í klukkutíma um kvöldmatar- leytið á sunnudag vegna áreksturs tveggja bifreiða. Mikil hálka var þegar óhappið átti sér stað og eru bílamir mikið skemmdir. Fimm vora fluttir á slysadeild en að sögn læknis þar fóra þeir allir til síns heima á sunnudagskvöld. vegna sýndarviðskipta BANKAEFTIRLIT Seðlabanka ís- lands hefur komist að þeirri niður- stöðu að ekki sé ástæða til aðgerða vegna viðskipta sem áttu sér stað með hlutabréf í nokkram félögum síðpstu daga ársins 1997. í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að Verðbréfaþing hafi ákveðið að vísa nokkrum málum til bankaeftirlits Seðlabanka íslands til frekari athugunar. Eftirlitið hefði kannað ítarlega viðskipti með hluta- bréf nokkurra félaga sem fram hefðu farið í lok síðasta árs og hefði athugunin beinst að því kanna hvort um hefði verið að ræða sýndarvið- skipti með hlutabréf umræddra fé- laga. Athuguninni sé nú lokið og sé niðurstaðan að ekki sé talin ástæða til frekari aðgerða vegna þessara viðskipta. Þórður Ólafsson, foi’stöðumaður bankaeftirlits Seðlabanka íslands, sagði að þrátt fyrir þessa niður- stöðu hefðu viðbrögð Verðbréfa- þings á sínum tíma verið fyllilega eðlileg og réttmæt. Hann vildi ekki upplýsa hvað athugunin hefði tekið til margra fyi'irtækja né um hvaða fyrirtæki væri að ræða. Samherji hf. á Akureyri er eitt þeirra fyrirtækja sem athugunin tók til. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., sagði aðspurður að þessi niðurstaða væri bara í samræmi við það sem hann hefði átt von á. Sér þætti mið- ur að þetta mál hefði komið upp. Það væri alveg ljóst að þetta mál hefði skaðað fyrirtækið. Það sem eftir stæði hins vegar í sínum huga væri að forstjóri Verðbréfaþings hefði skaðað sig með því að vísa málinu til bankaeftirlitsins. Aðspurður hvort einhver eftirmál yrðu af hálfu fyrirtækisins vegna þessa sagði Þorsteinn Már svo ekki vera. Nýkomið ítalskt fleece Gæðaefni Litir: Rautt, dökkblátt, svart, gult, hermannagrænt og beinhvítt. Smásöluverð 1.195 kr. metrinn. bgUÖ-búðirnar Islenskir hestar á forsíðu París. Morgunblaðið. HESTAR og fuglar eru fulltrúar Islands í sérblaði franska dag- blaðsins Le Monde um Norðurlönd sem kom út á laugardaginn. Ein opna er helguð hveiju landi, með myndarlegri grein á hvorri síðu og svo hagnýtum upplýsingum, eins og því, hvað ísland varðar, að best sé að koma þar frá miðjum júní fram til ágústloka. Ljósmynd Ragnars Axelssonar, af íslenskum hestum á leið yfir á, prýðir forsfðu þessa sérblaðs og önnur mynd Ragnars, af skúmi á flugi, er inni í blaðinu. Þar er líka ljósmynd af kindum sem smalað er af fjalli. íslenski hesturinn er sagður táknrænn fyrir „konungdæmi víð- lendisins". Lítill og sterkbyggður, ratvís og áreiðanlegur. Talað er um fimm gangtegundir, sem varð- veist hafi vegna þess að kynblönd- un hafi engin orðið frá landnáms- tíð. Þannig sé hesturinn „beinn af- komandi víkinga". Þessu líkir greinarhöfundurinn Patrick Francés við tungumálið; fólkið tali mál náskylt miðaldaíslensku og geti enn lesið fornsögurnar. í grein um fugla á íslandi segir að þeir séu landsmönnum kærir, sérstaklega þegar dúnninn seljist fyrir háar upphæðir, eins og af æðarfugli. Þessi grein geymir ýmsan fróðleik um sögu og nátt- úru landsins, sagt er frá Vest- mannaeyjum og lundanum þar, frá lóunni sem boði vorið og frá lands- lagi sem taki breytingum öld af öld vegna eldgosa. Talað er um hringveginn og byijað neðan Vatnajökuls, svo er haldið norður að Öskju og Mývatni og sagt frá 15 andategundum á vatninu. Greinarhöfundurinn Jean-Pierre Reymond vekur á einum stað at- hygli á því að íslendingar leggi sér ekki endurnar til munns, kannski vegna þess að önd í appelsínusósu jafngildi ijúpu á frönskum jóla- borðum. Svo bætir hann við að landsmenn skilji eftir hrognasekk hörpudisks, sömuleiðis eftirsótt góðmeti f Frakklandi, forðist að borða fisk sem þeim þykir ljótur, eins og skötusel, en telji svartfugl- skæfu og lundabringur lostæti. Loks er á opnunni lítil klausa um næturlíf í Reykjavík, „paradís nátthrafna“. Sagt er að Banda- rfkjamenn sem vita hvað klukkan slær þekki þetta leyndarmál, tfmaritið Newsweek hafi til dæm- is nýlega talið Reykjavík meðal æsilegustu borga. Lesendum Monde er sagt að helgarnar séu bestar í þessu sambandi, óvenju- mörg vertshús séu á litlu svæði í miðborginni og ógjörningur að taka einhver útúr því breytingar séu örar. Eini gallinn sé að öllu sé lokað klukkan þrjú, en þá þyki mörgum, að minnsta kosti heima- mönnum, nóttin ung.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.