Morgunblaðið - 10.03.1998, Page 19

Morgunblaðið - 10.03.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 19 SAMTÖK verslunarinnar - Félag ís- lenskra stórkaupmanna hyggjast senda Eftirlitsstofiiun EFTA (ESA) í Brussel nýja kæru vegna álagningar vörugjalda hérlendis sem þau telja að eigi ekki rétt á sér. Þá standa þau fyrir málarekstri í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hið opinbera er krafið um endurgreiðslu oftekinna vörugjalda sem nemur álögðum vöru- gjöldum á 25% heildsöluálag. Þetta kom fram á aðalfundi Sam- taka verslunarinnar - FÍS, sem haldinn var síðastliðinn fóstudag. Þar fjallaði Jón Asbjörnsson, for- maður samtakanna, um helstu við- burði liðins starfsárs í atvinnu- og viðskiptalífi og staldraði m.a. við ný- lega ógildingu samkeppnisráðs á kaupum Myllunnar á Samsölubak- aríi. Sagði hann að fákeppni og ríkis- einokun væru á undanhaldi í þjóðfé- laginu og Samkeppnisstofnun hefði gefið aðvaranir og fellt ýmsa góða Bréf í Compaq falla í verði New York. Reuters. HLUTABRÉF í Compaq, umsvifa- mesta framleiðanda einkatölva í heiminum, féllu í verði í gær. Fyrir- tækið hefur varað við því að það muni koma slétt út á fyrsta ársfjórð- ungi, en í Wall Street hafði verið bú- izt við hagnaði. Tvö önnur hátæknifyrirtæki, Intel og Motorola, hafa varað við slakri af- komu á fyrsta ársfjórðungi og til- kynning Compac hefur ýtt undir lækkun bréfa í tæknigeiranum. Verð hlutabréfa í Compaq lækkaði um 2,31 dollar í 25,31 í kauphöllinni í New York. Bréf annarra einkatölvu- framleiðenda lækkuðu einnig í verði. Bréf í Dell Computer Corp. lækkuðu um 4 dollara í 65,25 og bréf í Gateway 2000 lækkuðu um 81 sent í 36,9375. Nasdaq hlutabréfavísitalan, sem byggist að miklu leyti á tæknibréf- um, lækkaði um 4,52 punkta í 1748,97, en Dow Jones visitalan hækkaði um 28,89 punkta í 8598,28. Dræm sala í Norður-Ameríku Compaq sagði í yfirlýsingu á fóstudag að sala á tölvum til fyrir- tækja í Norður-Ameríku hefði verið dræm. Sérfræðingar teja að ein ástæðan séu vandamálin í Asíu. Compaq hefur verið eftirlæti fjár- festa í Wall Street, en nú gætir var- kárni í garð fyrirtækisins og mála sem tengjast kaupum þess á Digital Equipment Corp. fyrir 9,6 milljónir dollara. Eftirspurn er engin frá Asíu. Fyr- irtæki hafa frestað tölvukaupum þar til Microsoft hefur sölu á nýju stýri- kerfi síðar á þessu ári og viðgerðir tæknideildar fyrirtækja á tölvukerf- um til að bjarga þeim frá hruni árið 2000 kosta stórfé að sögn sérfræð- inga. Samspil þessara þátta kom Compaq í opna skjöldu. Sterkt, auðvelt, fljótlegt - á frábæru verði SINDRI V E R S L U N BQRGARTUNI 31, SIMI 575 OOOO Samtök verslunarinnar grípa til aðgerða í vörugjaldsmálinu Undirbúa málarekstur hjá ESA í Brussel úrskurði, en nýleg ógilding á kaup- samningi tveggja fyrirtækja væri af- ar langsótt. Of mikil afskipti af við- skiptalífinu væru því umdeilanleg að þessu leyti. Jón vék einnig að smíði fyrirhug- aðs hafrannsóknaskip sem greitt verður af útgerðinni. „Kvótakóng- amir og sjávarútvegsráðuneytið hafa komið sér saman um sjávarút- vegsstefnuna, hið umdeilda kvóta- kerfi sem stutt er af fiskifræðingum Hafrannsóknastofnunar, sem friðun- araðgerð meðan aðrir fiskifræðingar mæla með sóknarstýringu. Er ekki sjálfstæði þessara vísindamanna okkar, fiskifræðinganna, skert sem launþegar sjávarútvegsráðuneytis- ins og starfandi á fljótandi rannsókn- arstofu frá kvótaeigendum?" Afnám vörugjalda er eitt af stóru málum Samtaka verslunarinnar en að sögn Jóns skrumskæla þau kostn- aðarvitund neytenda og hamla auk- inni verslun erlendra ferðamanna hérlendis. „Vörugjöldin eru leifar gamaldags og úreltra fjáröflunar- leiða ríkisvaldsins sem eru ekki á nokkum hátt í takt við þá tíma sem nú fara f hönd, þar sem frjálsræði í viðskiptum án landamærahindrana ræður ríkjum og alþjóðavæðing með alþjóðamarkaðssetningu er boðskap- ur dagsins. Samtökin undirbúa nú frekari aðgerðir í vömgjaldsmálinu, þar á meðal er að senda ESA í Brassel nýja kæra vegna þessa máls. Nýlega var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur endurkröfumál á hend- ur hinu opinbera um endurgreiðslu oftekinna vöragjalda sem nemur álögðum vöragjöldum á hið reiknaða 25% heildsöluálag." Á aðalfundinum lýstu Samtökin yfii- andstöðu sinni við innheimtu markaðsgjalds og undran sinni á innheimtu iðnaðarmálagjalds, sem rennur til Samtaka iðnaðarins. „Skattálagning og opinber innheimta upp á 100 milljónir, sem ganga til hagsmunasamtaka, ætti að heyra sögunni til og stenst tæplega samn- inga okkar um hið evrópska efna- hagssvæði," segir í ályktun fundar- ins um málið. Samtökin fógnuðu niðurstöðu samkeppnisráðs í greiðslukortamál- um og sögðu hana samrýmast stefnu Evrópusamtaka verslunar í málefn- um greiðslumiðlunar. 3ja ára ábyrgð á tölvu. 'w-. ’ ' ■ W'-f. Soundblaster samhæft hljóðkort. 233 - 300 MHz Intel Pentium II örgjörvl með MMX 512KB Cache minni. 3.5” disklingadrif. 15“ 17“ 19“ 21" tölvustýrðir, hágæða lítaskjáir Nýjasta tækni (hraðvirkum Ultra-DMA hörðum diskum 32MB DIMM SDRAM minni (10 ns) Digital PC 5510 mmm Pentium II Verð frá: 179.995,- Þú þarft ekki að sætta þig við neitt minna en Digital gæði Hún er komin, tölvan sem slær allar aðrar tölvur út Nú hefur þú tækifæri til að eignast gæðatölvu þvf við höfum náð mjög hagstæðum samningum við Digital. Þess vegna getur þú fengið Digital PC 5510 Pentium II á hálfgerðu Asíuverði. Hún er nýjasta afkvæmi Digital, ameríska tölvurisans, tæknilega fullkomin með mikla afkastagetu. Vegna einstaks gæöaeftirlits og samprófunar er bilanahætta i lágmarki og svo ábyrgist Digital tölvurnar 13 ár. Hringdu f okkur eða Ifttu inn á heimasíðuna okkar: uuu • digital • is ogfáðu tilboð. DIGITALA ÍSLANDI Vatnagörðum 14 • síml 533 5050 • fax 533 5060 • http/Zwww.digftal.te

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.