Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 46

Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, uppeldisfaðir og afi, KRISTINN ÓLAFSSON, Holti, Grindavfk, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 8. mars. Ásdís Vigfúsdóttir, Þorvaldur Jón Kristinsson, Ellen Maja Tryggvadóttir, Ragnar Heiðar Kristinsson, Ragnheiður Katrín Thorarensen, Ólafur Kristinsson, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Hulda Björk Ingibergsdóttir, Kristín Sigríður Þorvaldsdóttir, Kristinn Richardsson og afabörn. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar og tengdamóðir, INGUNN ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR, Hátúni 10B, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 8. mars. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstu- daginn 13. mars kl. 13.30. Einar Sigurðsson, Sigríður Ingunn Bragadóttir, Auður Bragadóttir, Sigurgeir Bragason, Sigrún Elva Kristinsdóttir, Bragi Bragason. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON verslunarstjóri, Ásholti 2, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 7. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Ástríður Ingvarsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sveinn Fjeldsted, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Már Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, AÐALSTEINN BERNHARÐSSON, Hafnartrúni 4, Siglufirði, lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. mars. Guðbjörg Sjöfn Eggertsdóttir, Sofffa Aðalsteinsdóttir, Sigrfður Vala, Gunnar Frans Brynjarsson, barnabörn og systkini. + Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, PÁLL MAGNÚSSON, Hvassafelli, Austur-Eyjafjöllum, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 8. mars. Vilborg Sigurjónsdóttir og börn. + Elskuleg móðir okkar, GUÐMUNDA VIGFÚSDÓTTIR, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 8. mars. Jaróarförin auglýst síðar. '0 Arnfríður Hermannsdóttir, Fjóla Hermannsdóttir. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eft- irfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega h'nu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. PALMI FRIÐRIKSSON + Pálmi Friðriks- son fæddist á Svaðastöðum í Skagafirði 21. des- ember 1943. Hann lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga 8. janú- ar sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 17. janúar. Ljúfur drengur, sem gott var að kynn- ast, er genginn. Það var vor í lofti og hlýr andblær strauk kinn unga mannsins, þegar hann steig inn í bílinn sinn á hlaðinu á Svaða- stöðum. Hann var nítján ára, hraustur og duglegur. Hafði alist upp í hinu gamla en þægilega sveitasamfélagi svo sem margir forfeður hans frá ómunatíð. Lífið brosti við og tækifærin biðu; aðeins þurfti að velja og hafna. Hann hafði nú í vetur lokið vélstjóraprófi og stundað í vor sjó frá Grindavík. Flest benti til þess að æskuárin væru að baki og alvara lífsins tæki við. Þar sem hann ók niður Brotholt- ið varð honum hugsað til stúlkunn- ar ungu sem beið hans. Hún var til- búin að takast á við lífið og tilver- una með honum. Hann jók aðeins við bensíngjöfina og ók léttur í lundu niður Brotholtið. Ungi mað- urinn, sem hér ók úr hlaði, var æskuvinur minn og frændi, Pálmi Friðriksson á Svaðastöðum. Sonur hjónanna þar, Ástu Hansen og Friðriks Pálmasonar. Við kynnt- umst nokkuð sem ungir drengir en meira eftir að Pálmi fór að fara að heiman. Eg sá fljótt að þama fór mannsefni svo sem hann átti kyn til. Okkar leiðir lágu saman á ver- tíð í Vestmannaeyjum og síðan í Grindavík. Þá leigðum við saman herbergi á Akureyri, þegar Pálmi var þar við nám í vélstjóm. Allt okkar samstarf var á einn veg, lip- urt, ánægjulegt og gefandi. Pálmi var alltaf kátur og glaður og fyndi hann að eitthvað amaði að manni reyndi hann að grafast fyrir um vandamálið, ræða það og greiða úr því, væri það mögulegt. Vel man ég þær stundir, þegar hann kom til mín og vildi lífga upp á tilveruna hjá mér. Þá lagði hann gjarnan höndina á öxl mér og hóf að syngja hið gullfallega lag eftir Pétur Sigurðsson við ljóðið „Ætti ég hörpu hljómaþýða“, eftir afa hans Friðrik Hansen. Sérstaka áherslu lagði hann á annað erindið sem hljóðar svo: Lífið allt má léttar falla, ljósið vaka’ í hugsun minni, ef ég má þig aðeins kalla yndið mitt í fjarlægðinni. Hlýjan og góðvildin streymdi til mín og lífið brosti aftur við. Svona var Pálmi. Ég held að honum hafi liðið best á þeim stundum, þegar honum auðnaðist að hjálpa öðmm og styðja svo sem hann mátti. Þessar stundir í lífi hans urðu líka margar. Pálmi myndarlegm-. Honum var létt um hreyfíngar og skarpur var hann til verka og verkfræð- ingur af Guðs náð. Hann sá álltaf einföld- ustu og auðveldustu lausnirnar á hverju viðfangsefni. Hann var greindur vel og ágæt- ur námsmaður. Bjart- sýni var honum í blóð borin og sá hann alltaf leið út úr hveijum vanda. Hann var frá- bær félagi og vinur, sem flutti með sér gleði og góðvild hvar sem hann fór. Það mætti segja um Pálma eins og Armann heitinn Dalmannsson sagði um látinn vin sinn: Kringum hann var löngum líf og Qör, léku á vörum spumingar og svör. Stráka og jafhvel stelpur að sér dró, strákurinn sem inn’ í honum bjó. Það var sumarið 1996 sem Pálmi greindist með krabbamein í lunga. Hann tók þeirri frétt með miklu æðruleysi og karlmennsku og var lengst af í engum vafa um að hann og lífið mundu sigra. En enginn má sköpum renna. Útför Pálma fór fram frá Sauðárkrókskirkju laug- ardaginn 17. janúar sl. Honum fylgdu síðasta spölinn á milli fimm og sex hundruð manns. Slíkar voru vinsældir hans. Stúlkan unga sem beið hans, þegar hann ók niður Brotholtið, var Svala Jónsdóttir frá Molastöð- um í Fljótum. Þau hafa síðan staðið hlið við hlið og stutt hvort annað í blíðu og stríðu. Það var Pálma mik- ið gæfa að kvænast svo góðri konu. Saman hafa þau byggt sér fallegt heimili að Háuhlíð 6 á Sauðárkróki og komið upp fjórum myndarleg- um og vel gerðum börnum. Vinur minn. Þú hefur gengið þína lífsgöngu hér á jörð og hverf- ur nú til nýrra heimkynna og ann- aiTa starfa. Ég veit að þar mun þér vegna vel. Ég þakka þér samfylgd- ina og fölskvalausa vináttu sem aldrei bar skugga á. Við sem eftir sitjum erum fátækari en um leið ríkari að hafa átt þig að vini og förunaut. Aldraður faðir syrgir nú annan son sinn og systir sinn ann- an bróður og bið ég Guð að leiða þau og styrkja. A þau hefur mikið verið lagt. Og Svala mín, Guð styrki þig og bömin ykkar á þess- um vegamótum. Megi andblær vorsins strjúka þér um kinn. Góður frændi er genginn, sem gott er að minnast. Sigtryggur Jón Björnsson frá Framnesi. Crfisdrykkjur 'VcWngahú/ið GRPi-mn Sími 555-4477 Erfidrykkjur u Sími 562 0200 LXXXXXIXXIIXl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.