Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 62

Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK I' FRÉTTUM Morgunblaðið/Mats Wibe Lund „ÞESSI mynd er tekin árið 1990 og er frá Hattveri sem er sunnan við Landmannalaugar. Þetta er gríðarlega skemmtilegt svæði.“ „ÚTSÝNI yfir Morsárjökul. Það sést enginn munur á því hvort maður tekur myndir í flugvél eða þyrlu. Eini munurinn við tökur er að í þyrlu hefur maður miklu opnara svæði.“ T „ÞESSI mynd er tekin í Ketildöl- um í Arnarfírði. Þetta er mjög fal- legt mótíf. Eg er Norðmaður og hélt að dalirnir hétu í höfuðið á einhverjum Katli en ekki vegna ketilslögunar sinnar." SPORTHÖLLIN SÍMAR 554 3040 OG 895 0795 Einar Vilhjálmsson SÍMI 896 7080 LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ FYRIR ALLA BETRI LÍFSTÍLL - BÆTT HEILSA BIKINY - VORNÁMSKEIÐ 6 vikna fitubrennslunámskeið með fullkomnu aðhaldi, mælingu og vigtun. Matarlistar og fyrirlestrar. Ljósatímar innifaldir. VIÐ BJÓÐUM UPP Á EINKAÞJÁLFUN. Þjálfarar Einar Vilhjálmsson og Ragna Backman. nýjung Einkaþjónusta fyrir félög og hópa á laugardögum eftir kl. 16.00. Þið ráðið ferðinni í fullkominni líkamsræktarstöð þar sem boðið er upp á gufubað, heitavatnsnuddpott, nudd og nálarstungu. Danskennslu ef óskað er. Þekking fagfólks í næringarfræðum og bakmeinum o.fl. Að loknu heilsuefli er boðið upp á hlaðborð og léttar veitingar. Þinn er staðurinn frá kl. 16.00 og frameftir kvöldi ef óskað er. Nitromax og Sportshake ásamt alhliða bætiefnum. Uppl. gefur Einar Vilhjálmsson Viðskiptavinir athugið breyttan opnunartíma á sunnudögum verður opið frá kl. 13-16. SPORTHÖLL.IN SMIÐJUVEGI 1, KÓPAVOGI. Úr myndaalbúmi Ijósmyndara Leggur áherslu á trú- verðugleika MATS Wibe Lund er landskunnur Ijósmyndari sem á áratuga feril að baki. Hann átti lengi vel eigin flugve'I og hefur tekið mikið af landslags- myndum úr Iofti. Að hans sögn eru átthagamynd- ir sívinsælar og enginn skortur á myndefni. Mats hefur í mörg ár verið með stúdíó og vinnuað- stöðu við Laugaveg og þar eru nokkrar af lands- lagsmyndum hans til sýnis. „Ég lærði ljósmyndun í Þýskalandi og Frakk- landi á sínum tíma. Ég flutti til íslands fyrir fullt og allt árið 1966 en þá hafði ég komið hingað um 25 sinnum. Árið 1970 byijaði ég með portrett- myndatökur og var við það í 12-14 ár og hafði mjög gaman af. Þegar ég hætti því sneri ég mér alfarið að loftljósmyndun og landslagsmyndatöku á jörðu niðri. Eg átti lengi vel eigin flugvél og það var atvinnutæki sem varð að nýta.“ Mats segist leggja mikið upp úr því að mynd- irnar hans séu trúverðugar. Af þeim sökum setur hann myndirnar ekki í tölvu til að fegra þær eða breyta. „Mér finnst að ljósmyndarar sem nota tölvur með þessum hætti eigi að merkja myndirn- ar á viðeigandi hátt. Fólk á að fá að vita hvort myndirnar hafa verið meðhöndlaðar eða ekki.“ „ÞESSI mynd er tekin að kvöldlagi á Hvestusandi í Arnarfirði. Mér finnst svo gaman að ferðast þarna um og það er ekki komið sumar nema maður kom- ist vestur. Þetta mótíf er aldrei eins, frá einu útfalli til þess næsta. Munstrið í sandinum stýrist af vindáttinni hveiju sinni.“ Eftir áralangan feril og mikil ferðalög um landið segist Mats hafa kynnst mörgu góðu fólki. „Það eru margir sem kunna vel að meta myndir sem ég hef tekið af átthögum þeirra. Það er ekk- ert sem veitir mér meiri gleði en að hitta fólk í hjartastað með fallegri mynd af bænum þeirra eða sveit.“ „ÞETTA er tekið á Hrafntinnuskeri og sést í átt til Vest- mannaeyja sem er reyndar í skýjaþykkni þarna. Þetta er mjög fallegt mótíf.“ „Gleði að hitta fólk í hjarta- stað með fallegri mynd“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.