Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Förg’un olíugeyma af vamarsvæðinu Ekki ^ eytt eins og samið var um KOMIÐ hefur í ljós að um það bil helmingi af alls 16 olíutönkum, sem fjarlægðir hafa verið af vamar- svæðinu í Keflavík skv. sérstöku samkomulagi á milli vamarliðsins og íslenskra aðalverktaka hf., var aldrei fargað eins og gert var ráð fynr í samkomulaginu. Islenskir aðalverktakar sáu um tankamir vom fluttir út af vall- arsvæðinu. Tankarnir vora hreins- aðir og því næst sendir til undir- verktaka, sem tók að sér að skera þá niður og átti að annast eyðingu þeirra. Nú hefur hins vegar komið á daginn að um helmingi tankanna var ekki eytt heldur fóra þeir eða hlutar úr þeim til ýmissa nota. Ekki liggur fyrir hvar þeir era allir niður komnir. Munu sumir hafa verið soðnir saman aftur skv. upplýsing- um blaðsins og era í notkun. ^ Ekki er talin stafa mengunar- f'~^hætta af tönkunum þar sem þeir vora allir hreinsaðir rækilega þegar þeir vora fjarlægðir. Skv. heimildum blaðsins er þetta mál litið nokkuð alvarlegum augum innan íslenska stjórnkerfisins, og talið slæmt fyrir samskipti vamar- liðsins og íslenskra aðalverktaka, sem era ábyrgir gagnvart vamar- liðinu vegna þessa, þótt forráða- menn fyrirtækisins hafí verið í góðri trú um að tönkunum hafi verið farg- að eins og til stóð. Standa fyrir dyrum viðræður milli Islenskra aðalverktaka og vamarliðsins um þessi mál í næstu viku. Ekki munu vera uppi neinar gransemdir um misferli eða lögbrot - i' málinu. -------------- Fengu loðnu á Meðallands- bugt PRJÚ loðnuskip voru í gær að veið- um á Meðallandsbugt og höfðu tvö þeirra fengið góðan afla síðdegis, en hið þriðja var að koma á mið- in.Þessi veiði er miklu austar en verið hefur undanfarna daga, en um helgina veiddist loðnan við Vestmannaeyjar. ' _ Það vora bræðurnir Sigurjón og ísak Valdemarssynir á Beiti NK og Guðrúnu Þorkelsdóttur SU sem voru að fá loðnu á Meðallandsbugt- inni. Börkur NK var að bætast í hópinn, þegar Morgunblaðið ræddi við Sigurjón á Beiti. Björgunarmenn komu Dalvfkingunum til hjálpar kl. 01.15 í nótt Mennirnir fímm heilir á húfí en mjög þrekaðir BJÖRGUNARMENN komust að fimmmenningunum frá Dalvík um klukkan 01.15 í nótt og voru mennirnir sæmilega haldnir, en orðnir mjög þrekaðir og einnig björgunarmenn sem lengi höfðu verið á ferðinni við erfiðar aðstæður. Mennirnir höfðu haldið kyrru fyrir í snjóhúsi í um 1200 metra hæð norðan við Nýjabæjar- fjall í um 34 klukkustundir. Enn var skafrenningur og hvasst á þessum slóðum. Fyrirhugað var að senda þyrlu Landhelgisgæsl- unnar af stað í nótt til að freista þess að sækja mennina. Hópurinn sem fyrst kom að Dalvíkingunum var á sex vélsleðum, en skammt undan var snjóbíll og átta vélsleðar með honum og einnig voru sjö göngumenn á skíðum á leiðinni upp úr Hraunárdal og áttu þeir einnig skammt ófarið á staðinn. Erfið ganga til byggða Átta manna hópur á vélsleðum frá Dalvík hafði ætlað niður í Eyja- fjörðinn austanverðan á sunnudag en sneri við og varð að ráði að fara frekar út með Eyjafirði að vestan enda var þá gott veður. Eftir há- degi á sunnudag skall á þá hið versta veður, grimmdarfrost og skafrenningur og sleðamir átta bil- uðu svo til allir á sömu stundu. Voru mennimir þá staddir á fjalls- brúnunum nokkru vestan við Hraunárdal og létu þar fyrir ber- ast á sunnudagsnótt. með norður í flugvél Landhelgis- gæslunnar. Hluti af þeim hóp lagði einnig af stað á snjóbíl og síðan vélsleðum í átt að staðnum um Vaskárdal í Öxnadal. í þeim hópi var einn þremenninganna sem í gærmorgun gengu til byggða. ■ Björgunarstörf/14-16 Morgunblaðið/Kristján ÞREMENNINGARNIR Kristbjörn Amgrímsson, Stefán Gunnarsson og Marinó Ólason gengu til byggða í gærmorgun, en fimm félagar þeirra héldu kyrm fyrir í snjóhúsi í 34 klukkustundir norðan við Nýjabæjar- fjall í um 1.200 metra hæð þar til hjálp barst klukkan rúmlega 01 í nótt. Mennimir átta bjuggu um sig í snjóhúsi í fyrrinótt en þrír komust síðan niður að bænum Stóradal í Eyjafirði laust eftir hádegi í gær og létu vita um ferðir hópsins. Þre- menningamir sem gengu til byggða voru hraktir og kaldir og sögðu gönguna til byggða hafa ver- ið gífurlega erfiða og einn þeirra sagðist ekki hafa haft orku til að fara lengra. Hópurinn háfði ekki mikið af mat meðferðis. Veðrið hamlaði björgun með þyrlu en hún hafði leitað mannanna meðan veður leyfði frá birtingu og fram yfir hádegi. Beið hún síðan átekta á Akureyrarflugvelli. Þrem- ur hópum björgunarsveitarmanna var síðdegis í gær stefnt að Nýja- bæjarfjalli, einum úr Öxnadal, öðr- um frá Laugafelli og þeim þriðja írá Djúpadal. Þaðan lögðu björg- unarmenn fyrst upp á vélsleðum en urðu frá að hverfa vegna veðurs og snjóleysis. Um kvöldmat lögðu um 20 menn upp fótgangandi úr Djúpadal og síðar bættust við menn úr björgun- arsveitum syðra sem flogið var Morgunblaðið/RAX FOKKER-flugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Akureyrarflugveili laust eftir klukkan 21 í gær með 30 skíða- menn úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Jákvætt innlegg til lausnar ■ Loðnufiystingu/23 ------........ tír hættu eftir hnífsstungu KONA var úrskurðuð í gæsluvarð- hald síðastliðinn laugardag granuð um að hafa stungið mann um fimm- tugt í brjóstið í húsi í Kópavoginum 3. mars síðastliðinn. Maðurinn er úr lífshættu. Lög- reglan í Kópavogi hefur árásarmál- til rannsóknar. Rannsóknin er langt á veg komin, að sögn lögreglu. SAMTÖK sjómanna hafa fallist á til- lögur nefndar sjávarútvegsróðherra um verðmyndun á fiski og telja þær vera jákvætt innlegg til lausnar á deilu sinni og útvegsmanna. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir þessa niðurstöðu mjög mikil- væga, þar sem þar með sé mikilvæg- asta ágreiningsefnið í kjaradeilunni komið í ákveðinn farveg. Samtök sjómanna kynntu sjávar- útvegsráðherra afstöðu sína á fundi í gærmorgun. Eftir hádegið var stutt- ur fundur í kjaradeilunni hjá ríkis- sáttasemjara. Nýr fundur hefur verið boðaður eftir hádegið í dag og er al- mennt búist við að viðræður um önn- ur atriði í kjaradeilu sjómanna og út- vegsmanna fari þá í fullan gang, en verkfall sjómanna hefst á nýjan leik 15. mars næstkomandi hafi samning- ar ekki tekist fyrir þann tíma. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, sagði að þetta væri sameiginleg niðurstaða allra sjómannasamtakanna. Deilan um verðmyndun á fiski væri frá að því tilskildu að kjarasamningur næð- ist. Mörg mál væru óleyst sem þyrfti að leysa áður en hægt væri að aflýsa verkfalli. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagðist fagna því að samtök sjómanna hefðu loks komist að nið- urstöðu. Það hefði tekið þá langan tíma. Þó ekki væri allt að skapi út- vegsmanna sem í þessum tillögum fælist, væri ætlunin að setja þær með lögum og þar með yrðu útvegs- menn að láta þær yfir sig ganga. Það væru hins vegar mörg atriði eftir í þessum viðræðum um nýja kjara- samninga sem þyrfti að leysa til þess að ekki kæmi til verkfalls. „Það þurfa allir að gefa eitthvað eftir til þess að þetta megi komast saman og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að leysa deiluna,“ sagði Kristján. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fískimanna- sambandsins sagði að þó verðmynd- unin hefði verið efst á baugi i samn- ingaviðræðunum til þessa hefðu menn einnig rætt ýmis önnur atriði. Vanir samningamenn ættu að vera farnir að sjá í hverju farvegurinn gæti legið. Áuðvitað þyi’ftu báðir að- ilar að slaka eitthvað til, „en að því gefnu að menn fari í slíka vinnu af fullum heilindum er ekkert því til fyrirstöðu að ljúka kjarasamningi á þremur sólarhringum eða eitthvað þar um bil,“ sagði Guðjón Arnar enn- fremur. ■ Mikilvægasta/35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.