Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMHJALP VIÐ SJÚKA EITTHVERT mesta áfall, sem nokkur fjölskylda getur orðið fyrir, er alvarlegt slys eða langvinnur sjúkdómur barns eða foreldris, og segir það sig sjálft, að auk líkam- legra og sálrænna þjáninga bætast við fjárhagsleg skakka- föll. í sumum tilfellum kann fjárhagur fjölskyldunnar að leggjast í rúst. Enginn Islendingur vill horfa upp á slíkar hörmungar meðbræðra sinna án þess að leggja sitt af mörk- um til hjálpar, enda hefur samhjálp verið ríkur þáttur í fari landsmanna allt frá landnámsöld. I velferðarþjóðfélagi nútímans hefur Tryggingastofnun ríkisins verið falið það hlutverk að annast hjálp samfélags- ins við sjúka og aldraða. Almennt séð gegnir stofnunin þessu hlutverki vel og eins og til er ætlast, þótt á stundum sé deilt um bótaupphæðir og hversu víðtækur stuðningurinn eigi að vera. A hverju ári koma þó upp tilfelli, þar sem að- stoðinni er greinilega ábótavant. Það er fyrst og fremst vegna langrar dvalar erlendis vegna lækninga. Samkvæmt reglum Tryggingastofnunar eru í þeim tilvik- um greiddir dagpeningar með sama hætti og til ríkisstarfs- manna, sem dvelja erlendis við þjálfun, nám og eftirlitsstörf. Eftir þriggja mánaða dvöl lækka dagpeningarnir um fjórð- ung. Þessar dagpeningagreiðslur duga sjálfsagt í mörgum tilfellum, en í öðrum ekki, og er þá nauðsynlegt, að Trygg- ingastofnun hafi úrræði til að bæta úr því. Á það má benda, að ríkisstarfsmenn við störf erlendis eru væntanlega full- frískir og hafa allt aðra möguleika til að bjarga sér en fár- sjúkt fólk og fylgdarmenn þess. Ríkisstarfsmennirnir eru auk þess á fullum launum, en foreldri, sem fylgir barni sínu, missir í mörgum tilfellum laun sín, en verður þó ef til vill að halda uppi heimili á Islandi með öllum þeim útgjöldum, sem því fylgir í nútíma þjóðfélagi. Tryggingastofnun þarf að taka tillit til þessa, hver sem viðmiðun fjármálaráðuneytisins er um greiðslur til ríkisstarfsmanna við allt aðrar aðstæður. Það er ekki boðlegt, að Tryggingastofnun hafi ekki svig- rúm til að víkja frá almennum reglum í þeim tilvikum, þar sem sjúkrameðhöndlun erlendis leiðir óbærilega fjárhags- örðugleika yfir fjölskyldur. Nóg er nú samt, sem þetta fólk þarf að þjást, og varla er um svo mörg sjúkratilfelli að ræða, að kostnaðurinn við aukna aðstoð sé óviðráðanlegur fyrir þjóðfélagið. Að þessu þurfa heilbrigðis- og tryggingayfir- völd að hyggja. BANDARÍSK MENNIN G ARÁHRIF BANDARÍSKI sagnfræðingurinn, dr. Richard Pells, sem rætt var við í Morgunblaðinu í gær heldur því fram að bandarísk menningaráhrif séu ekki jafnmikil í Evrópu og löngum hefur verið haldið fram. Pells segir að Evrópumenn hafi vissulega tekið upp margt úr bandarískri fjöldamenn- ingu en iðulega umbreytt því og lagað að eigin siðum og menningu. Sem dæmi bendir Pells á skyndibitafæði sem hefur verið lagað að smekk Evrópubúa. Hann segir að þegar Evrópubúar fárist yfir bandarískum áhrifum á menningu sína horfi þeir jafnan fram hjá öðrum áhrifaþáttum, svo sem bakgrunni fólks og starfi. „Stundum er „Big Mac“ líka bara „Big Mac“ en ekki einhver hugmyndafræði eða tilraun til að umhverfa menningarlegu gildismati þess sem borðar hann. Sú staðreynd að fólk hefur gaman af bandarískum kvik- myndum og sjónvarpsþáttum og þykir gott að borða MacDonalds hamborgara þýðir ekki endilega að viðkomandi sé að tileinka sér eða samþykkja bandarískan lífsstíl og lífs- gildi, ekkert frekar en að Bandaríkjamaður sem keyrir um á Volvo sé að tileinka sér sænsk lífsgildi." Pells varar við tilhneigingu evrópskra ríkja til að vernda þjóðmenningu sína fyrir utanaðkomandi áhrifum en það hafi í mörgum tilfellum unnið gegn eðlilegri framþróun. Hann telur að í grundvallaratriðum verði að leyfa markaðslögmál- unum að ráða, sé eftirspurn eftir bandarískum kvikmyndum sé réttast að svara henni. Pells telur raunar að óttinn við að láta markaðslögmálið ráða í menningarmálum sé ástæðu- laus, sagan hafi leitt í Ijós að það sé engin sjálfsögð fylgni á milli markaðsvæðingar og vondrar listar. Viðhorf Pells eru athyglisverð. Vafalaust er það rétt að ótti Evrópubúa við bandarísk menningaráhrif sé að mörgu leyti öfgakenndur og að aðrir þættir ráði meiru um mótun menningarvitundar þjóða en erlend áhrif. Því verður hins vegar vart á móti mælt að útbreiðsla bandarískrar fjölda- menningar er gríðarlega mikil og hlýtur að hafa mótandi áhrif á önnur þjóðfélög að einhverju leyti. Einn Dalvíkinganna sem bjargac Frábært að heyra í björgunar- monnunum Aðgerðum til bjargar fímm Dalvíkingum lauk um hádegisbil í gær þegar þeir komu til byggða með björgunarsveitarmönnum. Margrét Þóra Þórsdóttir, Kristján Krist- jánsson, Jóhannes Tómasson og Ragnar Axelsson fylgdust með málalokum. — AÐ kom aldrei sú stund að við efuðumst um að okkur yrði bjargað og það var frá- bært að heyra í vélsleðunum þegar björgunarmennimir komu. Þeir eru hetjur," sagði Birkir Braga- son, einn fimmmenninganna frá Dal- vík eftir að hann kom úr læknisskoð- un á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri laust eftir hádegi í gær. Þar dvöldu þeir aðeins í um hálfa aðra klukkustund og voru þá útskrifaðir enda vel á sig komnir miðað við 36 tíma dvöl í snjóbyrgi í 1.200 metra hæð á Þorbjamartungum rétt vestan við Hraunárdal. Birkir hafði orð fyrir hópnum og með honum vora Hlini Gíslason, Hörður Másson og bræðurnir Gunnar og Haukur Gunnarssynir. Ásamt Birki spjallaði Stefán Gunnarsson við fjölmiðla, en hann var einn þeirra þriggja sem gengu til byggða að morgni mánudags til að láta vita um ferðir hópsins. Með Stefáni í fór þá vora Rnstbjörn Arngrímsson og Marinó Ólason. Mennirnir era allir frá Dalvík og nágrenni og milli tví- tugs og þrítugs. Stefán fór aftur á fjallið með björgunarsveitarmönnum frá Dalvík. Héldu þeir á snjóbíl upp Kaldbaksdal út frá Öxnadal á móts við sæluhúsið Sesseljubúð. Birkir var spurður hvernig þessi langa vist á fjallinu hefði verið: „Hún var ágæt, við voram blautir en samt ekki mjög kaldir og ástandið á okkur var nokkuð gott og enginn hafði orðið fyrir kali. Við drápum tím- ann með því að reyna að halda á okk- ur hita, sváfum eða dottuðum aðeins öðra hverju." Reiðubúnir að dvelja á fjallinu annan sólarhring Misstuð þið aldrei vonina? „Nei, við vissum af góðum mönnum á leiðinni til okkar og efuðumst aldrei um að þeir þrír sem fóru niður í Djúpadal myndu ná á leiðarenda. Við vorum reiðubúnir að dvelja annan sól- arhring á fjallinu og vorum búnir að ákveða að sjá til eftir það. En það var ánægjulegt að sjá snjóbflinn. Þá vor- um við drifnir í þurr ullarfót og teppi og inn í bílinn og svo var haldið af EFTIR læknisskoðun á FSA fengu I stað,“ en áður höfðu vélsleðamennirn- ir sem fyrst komu að þeim geflð það litla nesti sem þeir áttu eftir og hlúð að þeim. En hvernig höfðu vélsleða- mennirnir fundið þá? „Við höfðum eina stöngina á vélsleðanum uppúr og þeir höfðu séð hana en vissu líka nokkurn veginn hvar við voram því skyggnið var lítið sem ekkert," sagði Birkir. „Við heyrð- um í sleðunum og rakum út og það var frábært að heyra í þeim.“ Birkir sagði þá fímmmenninga hafa haft baunir og eitthvað smálegt að nærast á en erfiðast var með vökva: „Við reyndum að bræða snjó í plast- vösum innan á okkur og það varð að duga.“ Einu sinni töldu þeir sig heyra í flugvél og sagði Birkir þá hafa snarað Leitar- og bjöi aðgerðin í hnc HÉR verður stiklað á stóru í leitar- og björgunaraðgerðunum. Síðdegis á sunnudag Farið að óttast um átta vélsleðamenn frá Dalvík sem ekki komu fram, þar sem þeir höfðu gefíð í skyn, í Þormóðs- staðadal í austanverðum Eyjafírði. Sunnudagur kl. 20 Óskað eftir aðstoð Flugbjörgunar- sveitar Akureyrar og Hjálparsveitar skáta á Akureyri. Sunnudagskvöld og nótt Björgunarsveitamenn í skálum á hálendinu austan og sunnan við Eyja- fjörð og dölum þeim megin og innst í firðinum. Eknar allar aðalleiðir milli Laugafells og byggða. Hvasst og skaf- renningur. Mánudagur kl. 6.20 Þyi’lusveit Landhelgisgæslunnar ræst út. Mánudagsmorgunn Þyrla og björgunarsveitir leita áfram og leitarsvæðið stækkað. Kall- aður til liðsauki frá sveitum í ná- grannabyggðum, m.a. Dalvík, Húsa- vík, Þingeyjarsýslum og Skagafirði. Sveitir í Ólafsfirði og Siglufirði í við- bragðsstöðu. Veður enn afleitt. Hádegi á mánudegi Leitarsvæðið útvíkkað enn og björgunarsveitir sunnan heiða settar í viðbragðsstöðu. Mánudagur kl. 12.55 Tilkynnt að þrír menn hafi komist að innsta bæ í Djúpadal, Stóradal. Þeir sögðu félaga sína fimm enn haf- ast við í snjóbyrgi í um 1.200 m hæð rétt vestan við Hraunárdal þar sem heita Þorbjamartungur. Mánudagur kl. 13 Leit hætt á öllum svæðum og verk- efnið einangrað við að ná fimmmenn- ingunum. Þyrlan bíður átekta á Akur- eyrarflugvelli; ráðgert að senda hana ef lægir. Mánudagssíðdegi Björgunarsveitarmönnum stefnt á vettvang úr þremur áttum. Sex vélsleðamenn halda frá Laugafelli í norðurátt. Hópur vélsleðamanna legg- ur upp úr Djúpadal og þrír menn á snjóbfl og 8 sleðamenn í kjölfarið aka upp frá Öxnadalsheiði um Kaldbaks- dal. Enn hvasst og skafrenningur á öllu svæðinu. Mánudagur kl. 18 Vélsleðamenn sem lögðu upp úr Djúpadal eiga í erfiðleikum, m.a. vegna snjóleysis. Skíða- og göngu- menn sendir af stað þá leiðina. Mánudagur kl. 19 Flugvél Flugmálastjórnar sveimar yfir svæðinu. Hlutverk hennar að end- urvarpa fjarskiptum milli hópa og við björgunarmiðstöðina. Engum hópi björgunarmanna tekst að nálgast vett- vang svo neinu nemi. Mánudagur kl. 21.15 Fokker flugvél Landhelgisgæslunn- ar lendir á Akureyrarflugvelli með 30 skíðamenn úr björgunarsveitum af höfuðborgarsvæðinu. Leitarstjórn segir nú alla sterkustu björgunar- menn landsins freista þess að komast til Dalvíkinganna. Mánudagskvöld Skíðamenn sendir af stað úr Djúpa- dal og nýr hópur fer af stað úr Va- skárdal úr Öxnadal. Flugmálastjórn- arvélin lendir til eldsneytistöku og fer SNJÓBÍLLINN frá Dalvík sem sótti upp á þjóðveginn við Sesseljubúð an 11 í ga í loftið á ný klukkan 23.45. Þriðjudagur kl. 01.10 Fyrstu björgunarmennirnir komast á vettvang, þrír vélsleðamenn. Þeir höfðu verið á ferðinni allan mánudag- inn, komu sunnan úr Laugafelli, áðu í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.