Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 41 AÐSENDAR GREINAR Frjálslyndi eða stjórnlyndi? Illugi Gunnarsson Orri Hauksson INGÓLFUR Bend- er, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, ritar grein í Morgun- blaðið 7. mars síðast- liðinn. Forsagan er heimsókn Robert Rowthorne, hagfræði- prófessors, hingað til lands í boði samtak- anna. Rowthorne lagði meðal annars til að tekinn yrði upp nýr sveiflukenndur skattur á sjávarútveg og féð lagt í sérstakan sjóð. I grein sinni ber Ingólfur undirrituðum á brýn að rangtúlka og kippa úr samhengi orðum Rowthorne um að auð- lindaskattur hefði líklega „nei- kvæð áhrif á útgerðarfyrirtæki og tiltekna útgerðarbæi". Samhengið Þar sem Ingólfur sakar okkur um að kippa ofangreindum orðum Rowthorne úr samhengi er eðli- legt að birta allt samhengið: „Þegar illa áraði ætti að taka úr sjóðnum, en leggja í hann í góð- æri, og með því móti ætti að vera unnt að jafna innstreymi útflutn- ingstekna. Reikna má með því, að álagning veiðileyfagjalds yrði ís- lenzku þjóðinni í heild til góðs, en hún myndi væntanlega hafa nei- kvæð áhrif á útgerðarfyrirtæki og tiltekna útgerðarbæi.“ Af þessu má sjá að hér hefur engu verið kippt úr samhengi. Undirritaðir geta einfaldlega ekki greint annað af síðustu orðum Rowthorne, en að hann sé sammála þeirri við- teknu og rökréttu skoðun að auð- lindaskattur hefði neikvæð áhrif i þeim byggðum landsins sem styðjast aðallega við sjávarútveg. Túlkunin Rögnvaldur Hannesson, pró- fessor í hagfræði, var einn að ráð- gjöfum Rowthorne við samningu skýrslu hans. Undirritaðir vitn- uðu til ummæla Rögnvaldar um að auðlindaskattur á sjávarútveg- inn yrði ekki borinn af útgerðar- mönnum einum. Okkur þótti ekki ósennilegt að Rowthorne hefði verið kunn þessi kenning Rögn- valdar, enda hefur hún notið al- mennrar viðurkenningar. Á það ber þó að líta að ekkert var fullyrt þar um. Ásakanir Ingólfs um að við höfum gert Rowthorne upp skoðanir eiga því ekki við rök að styðjast. Eftir stendur að stað- hæfingar um að útgerðarmenn einir beri skattinn, t.d. af hendi forustumanna Alþýðuflokksins, standast engan veginn. Þar sem koma Rowthorne hefur skerpt á þessu atriði má gera ráð fyrir að umræðan um áhrif auðlindaskatts hérlendis verði nú markvissari en áður. Réttar forsendur? Þar sem Ingólfur Bender sá ástæðu til að stinga niður penna hefði verið fengur í að heyra skoð- anir hans á ýmsum atriðum sem undirritaðir gerðu að meginmáli greina sinna í síðustu viku. Til dæmis voru gerðar athugasemdir við þá forsendu Rowthorne að framundan væri stöðnun í íslensk- um sjávarútvegi. Við bentum þar m.a. á að þorskstofninn sé nú vax- andi, tekin voru dæmi um van- nýtta nytjastofna, jákvæð áhrif séreignaréttar, sterka stöðu greinarinnar á alþjóðlegum vett- vandi og nær óþrjótandi tækifæri í markaðsmálum. Einnig gagn- rýndu undirritaðir þá staðhæf- ingu að íslenskur iðnaður líði nú fyrir sambúðina við sjávarútveg. Máli okkar til stuðnings drógum við fram þá staðreynd að fram- þróun og aukin fjölbreytni at- vinnulífsins gerist á forsendum hagkvæmni og viðskiptafrelsis, en ekki með opinberri stýringu. í því sambandi töldum við m.a. upp fjölmörg tækifæri í hérlendum iðnaði. Niðurstaðan er sú að hags- munir sjávarútvegs og iðnaðar fara að mestu saman og við bent- um á tölur frá undanförnum ára- tug sem styðja þetta jákvæða samband. Það hefði gagnast les- endum Morgunblaðsins ef Ingólf- ur hefði í grein sinni vikið að þessum athugasemdum. Gegn miðstýringu Kjarni þessa máls er að annað hvort treystum við fyrirtækjunum til að takast á við umhverfi sitt eða við felum það verkefni opin- berri nefnd. Tilgangur undirrit- aðra var fyrst og fremst að vara við þeirri miðstýringaráráttu sem felst í opinberum sveiflujöfnunar- Kjarni þessa máls er, segja Illugi Gunnars- son og Orri Hauksson, að annaðhvort treyst- um við fyrirtækjunum til að takast á við um- hverfí sitt eða við felum það verkefni opinberri nefnd. sjóðum. Rowthorne tekur einmitt fram í skýrslu sinni að tillaga um slíkan sjóð sé umdeilanleg. í þessu sambandi röktum við bitra reynslu íslendinga af slíkum til- raunum og ræddum þau óyfirstíg- anlegu vandamál sem opinber sveiflujöfnunamefnd stæði frammi fyrir. Opinber nefnd getur aldrei öðlast alla þá þekkingu sem dreifð er um allt samfélagið; stór hluti hennar er einfaldlega hvergi skráður. Fyrirtækin sjálf eiga hins vegar allt sitt undir því að greina rétt þann hluta markaðarins sem að þeim snýr og ákveða sjálf hvenær eigi að spara, fjárfesta eða hækka laun. Þeirra er ábyrgðin og þau íyrirtæki týna tölunni sem ekki læra að takast á við umhverfi sitt. Hagsagan sýnir að hagkerfi byggð á frjálslyndi trvggja íbúun- um betri lífskjör en þar sem stjórnlyndi er beitt. Ein tegund stjórnlyndis er að vernda atvinnu- greinar fyrir eigin raunveruleika með opinberri forsjá, eins og til- laga um sveifluskatt felur í sér. Afstaða manna til auðlinda- skatts og sveiflusjóðs hlýtur að byggjast á þessum grundvallar- sjónarmiðum. Illugi er hagfræðingur. Orri er verkfræðingur. Kringlukast mið., fim. föst. og lau. VERO mODA Laugavegi 95-97, sími 5521444, Kringlunni sími 568 6244. Kringlukaststilboð: Blur langermabolir Dolk peysur Adrian leðurjakki SendumI póstkröfu Ju-28300 Nú kr. 1.490 Nú kr. 2.490 Nú kr. 17.900 JACK&JONES UNLIMITED Laugavegi 95-97, sími 5521844, Kringlunni, simi 581 1944 Lok jnkkapesya -MW kr. 2.990 Hurrycane frakki -feW kr. 5.590 Garlic pils kr^2W kr. 1.590 Garlic kjóll kt.^SW kr. 1.990 Adrian peysa JW kr. 2.490
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.