Morgunblaðið - 11.03.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 11.03.1998, Qupperneq 64
Drögum næsl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS ISLANDSFLUG gerlr fleirum fært aö fljúga 570 8090 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX HÉR stíga fyrstu Dalvíkingarnir, Hlini og Hörður, út úr snjóbílnum á Öxnadalsheiði áður en þeir voru fluttir með jeppum björgunarmanna til Akur- eyrar. Við hiið Hlina er Guðmundur Ingvason úr Björgunarsveit Slysavarnaféiagsins á Dalvík. Dalvfkingarnir fímm komu til byggða um hádegi í gær Segja bj örgimarmennina vera hreinar hetiur FIMM björgunarsveitarmenn frá Dalvík komust loks til byggða laust fyrir hádegi í gær eftir að hafa dvalið í snjóbyrgi í um 1.200 metra hæð við Þorbjarnartungur í hálfan annan sólarhring. „Þetta eru hörkunaglar,“ sagði Smári Sigurðsson í/-—-■ sem ásamt félögum sínum kom fyrstur að snjó- byrginu. Smári sagði þá hafa verið kalda, en ekkert stór- vægilegt amað að þeim og þeir hefðu gert það sem réttast var í stöðunni, koma sér í skjól og grafa sig í fönn. Missti ekki vonina vang um kl. 5.15 og hélt með fimmmenningana áleiðis til byggða. „Það var frábært að sjá björgunarmennina,“ sagði Birkir Bragason, einn fimmmenninganna eftir læknisskoðun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, og sagði hann björgunarmennina vera hreinar hetjur. Bað hann fyrir miklar þakkir til þeirra allra. Birkir og félagar voru vel á sig komn- ir þrátt fyrir langa vist í snjóbyrginu. Sagði Birkh- þá þreytta en tíminn hefði ekki verið lengi að líða og menn hefðu stappað stálinu hver í annan. Hann sagði þá aldrei hafa misst trúna á að þeir yrðu sóttir, þeir hefðu verið vissir um að félagar þeirra þrír sem höfðu haldið gangandi til byggða í birt- ingu á mánudagsmorgni, kæmust á leiðarenda og að hjálp bærist. í hópi fímmmenninganna voru tveir bræður, en sá þriðji sem var með í för hafði farið með jeppa niður úr Laugafelli. Gunnar Gunnarsson faðir þeirra sagðist aldrei hafa misst vonina og alltaf trú- að því að þeir myndu skila sér. Hann sagði jafn- framt að bið eftir fréttum af sonum sínum hefði verið erfið, en björgunarsveitir unnið frábært starf. Nærri 70 björgunarsveitarmenn tóku þátt í að- gerðunum, auk nokkurra tuga annarra sem voru í biðstöðu og störfuðu í stjómstöð leitarinnar í að- setri Flugbjörgunarsveitar Akureyrar. Flugvél Flugmálastjórnar sveimaði yfir staðnum alla að- faranótt þriðjudags til að unnt væri að koma á fjarskiptasambandi milli hópa björgunarmann- anna og við stjórnstöðina. ■ Reyndustu/6 ■ Frábært/32 Umfangsmiklar leitar- og björgunaraðgerðir höfðu þá staðið yfir allt frá sunnudagskvöldi og náðu fyrstu leitarmenn til Dalvíkinganna kl. 1.15 aðfaranótt þriðjudags. Snjóbfll var kominn á vett- Fjármálaráðuneytið Sala fast- eigna boðin út? í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU er nú til athugunar að bjóða út á al- mennum markaði umsjón með sölu og kaupum fasteigna rfldsins. Akveðið hefur verið í tengslum við umfangsmiklar breytingar sem ákveðnar hafa verið á skipulagi ráðu- neytisins að færa umsýslu þessara mála út úr ráðuneytinu fyrir 1. maí nk. Hefur einnig verið rætt um að fela Ríkiskaupum þessa umsjón en skv. upplýsingum Magnúsar Péturs- sonar ráðuneytisstjóra kemur vel til greina að bjóða þetta út og fela einkaaðilum umsjón með kaupum og sölu fasteigna. Formlegt samstarf við aðila utan ráðuneytis Meðal breytinga sem unnið er að í ráðúneytinu er að komið verði form- lega á fót sérstakri efnahagsnefnd fjármálaráðherra, sem verði sam- starfsvettvangur þriggja ráðuneyta, Seðlabanka og Þjóðhagsstofnunar. Samstarf við Alþingi verður styrkt með stofnun ríkisfjármálanefndar og efnt verður til formlegs samstarfs við hagsmunaaðila um málefni sem varða starfsskilyrði atvinnulífsins. Hefur fjármálaráðherra ákveðið að leita til þessara aðila um að koma á fót samstarfsnefnd atvinnulífs og fjármálaráðherra. ■ Samstarf/6 --------------- Veikur sjó- maður sóttur á haf út TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, var send af stað um kl. 23 í gær- kvöldi til að sækja veikan sjómann um borð í togara sem staddur var um 100 sjómílur vestur af Látra- bjargi. Skömmu eftir að þyrlan var lögð af stað kom í ljós bilun og var henni snúið við til Reykjavíkur. Var TF-SIF þá send eftir manninum um miðnættið. Ottast var að sjómaður- inn væri alvarlega veikur og lágu ekki fyrir nákvæmar upplýsingar um ástand mannsins í gærkvöldi. Samstarfssamningur um orkuver við Villinganes Afla á heimildar til að reisa 30-40 MW virkjun FORSVARSMENN Rafmagns- veitna ríkisins og eignarhaldsfélags- ins Norðlensk orka ehf. undirrituðu í gær á Sauðárkróki samstarfssamn- ing í því skyni að vinna að undirbún- ingi þess að reisa og reka 30-40 MW raforkuver í Héraðsvötnum við Vill- inganes og tengd mannvirki. Ætla samningsaðilar í framhaldi af þessu - að óska eftir því við iðnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að samn- ingsaðilar fái virkjanaheimild fyrir Villinganesvirkjun, en sú heimild er nú í höndum Landsvirkjunar. „Markmiðið með þessum samningi hjá Rafmagnsveitum ríkisins er að ná hagkvæmri orkuöflun fyrir sína viðskiptavini til þess að ná lægra raf- '^•orkuverði og styrkja eigin orkuöflun *fyrirtækisins,“ segir Kristján Jóns- son, forstjóri RARIK. Hann segir að ef virkjunarheimild fáist hafi fyrir- tækið áhuga á að koma virkjuninni í gagnið sem fyrst, en það ráðist einnig af þörfum markaðarins. Kostnaður áætlaður 4-5 milljarðar Stefna samningsaðilar að því að stofna hlutafélag um virkjunina og er gert ráð fyrir að eignarhald þess skiptist þannig að RÁRIK eigi að lágmarki 75% en Norðlensk orka allt að 25%. Er áætlaður heildarkostnað- ur við framkvæmdirnar á bilinu fjór- ir til fímm milljarðar króna. Náðst hefur samstaða meðal heimamanna í Skagafirði um að standa að undirbúningi virkjunar- innar í samstarfí við RARIK. Að Norðlenskri orku standa annars veg- ar Rafveita Sauðárkróks, sem er í eigu Sauðárkróksbæjar og hins veg- ar eignarhaldsfélagið Skagfirsk orka ehf. sem samanstendur af Akra- hreppi, Lýtingsstaðahreppi og Kaupfélagi Skagafjarðai-. Er mark- miðið með stofnun Norðlenskrar orku að tryggja íbúum Skagafjarðar og Sauðárkróks sem hagstæðast orkuverð. Ætla samningsaðilar að hafa sam- vinnu um að vinna að framgangi málsins í samvinnu við stjórnvöld og Alþingi í því skyni að nauðsynlegar lagaheimildir um virkjanaréttindi nái fram að ganga. Krístján segist vonast til að afstaða stjómvalda til virkjunaráformanna sé jákvæð. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Mikil loðnuveiði MIKIL loðnuveiði hefur verið und- anfarna daga, þegar veður hefur leyft. Loðnan er á hraðri göngu vestur með landinu og hefur síðustu daga veiðzt mest við Vestmannaeyj- ar og vestur frá þeim að Þjórsárós- um. Loðnan er komin mjög nálægt hi-ygningu og hefur loðnufrystingu fyrir Japan verið hætt, en hrogna- vinnsla er að hefjast. Á vertíðinni hafa þrír stærstu framleiðendurnir samtals fryst um 18.600 tonn af loðnu á Japansmark- að, en alls voru flutt út um 21.554 tonn af frosinni loðnu til Japans á síðustu vertíð. Verðmæti Japans- loðnunnar nú má áætla um 1,1 millj- arð króna. Það er Heimaey VE sem er á landleið með fullfermi á myndinni hér að ofan og er hún rétt utan Vík- ur í Mýrdal. ■ Verðmæti/Dl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.