Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Georg Kr. Lárusson sýslumaður Tekur við emb- ætti 1 GEORG Kr. Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segist munu taka við embætti varalögreglustjóra í Reykjavík frá og með 1. maí næst- komandi. „Það var að vísu misvísandi frétt í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi (sl. þriðju- dagskvöld) en samkvæmt skipunar- bréfinu ber mér að taka við embætti varalögreglustjóra 1. maí,“ segir Ge- org. Aðspurður hvort breytingar verði á skipulagi lögreglunnar með . maí nýju skipuriti sagðist Georg þekkja lít- ið innviði hjá lögreglunni í Reykjavík og kvaðst lítið geta tjáð sig um það. „Það er ekkert sem stendur til annað en að ég taki við embætti vara- lögreglustjóra í Reykjavík. Það er á valdi dómsmálaráðuneytisins hvenær það verður, en samkvæmt skipunar- bréfinu er það frá og með 1. maí,“ sagði Georg. „Eg stend ekki í neinu stríði við Böðvar Bragason," sagði hann ennfremur. Reuter FLOTKVÍIN sem hefiir rekið sijórnlaust 4-500 sjómflur suður af ís- landi síðan á laugardag. Varðskip fór frá íslandi í fyrrinótt og þess er nú freistað að ná kvínni í tog. Varðskip á leið- inni að flotkvínni Rekur stjórnlaust suður í Atlantshafi Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÁRNI Samúeisson ásamt sonum sínum, Alfreð og Birni, við sviðið í að- alsal Bfóborgarinnar. Miklar breyting- ar á Bíóborginni Svavar Gestsson Laxveiðimálið Þjóðviljanum óviðkomandi í UMRÆÐUM á Alþingi um lax- veiðikostnað Landsbankans á mánudag og ummælum í fjölmiðl- um nefndi Davíð Oddsson forsæt- isráðherra skuld Þjóðviljans við Landsbankann sérstaklega og sagði Svavar Gestsson, þingmað- ur og fyrrverandi formaður Al- þýðubandalagsins, af því tilefni að þetta mál væri „laxveiði- hneykslinu algerlega óviðkom- andi“ og sýndu ummælin aðeins erfiða stöðu forsætisráðherra. í Morgunblaðinu í gær sagði Davið að sér hefði þótt eðlilegra að bera laxakostnaðinn saman við það að Landsbankinn hefði tapað 100 milljónum króna á viðskiptr um við Þjóðviljann, þótt forusta Alþýðubandaiagsins hefði opin- berlega sagst ábyrgjast skuldina, en að bera hann saman við rekst- ur heilsugæslustöðva eins og Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, hefði gert á þingi. „Davíð hefur orðið að athlægi um land allt fyrir ummæli sín þar sem gárungamir segja að það sé mikil gæfa fyrir þjóðina að eiga annan eins heimspeking á stóli forsætisráðherra, sem sér sam- hengi á milli gjaldþrots Þjóðvilj- ans og laxveiðiáráttu yfirmanna Landsbankans," sagði Svavar að- spurður um ummæli Davíðs. Hann sagði að ákveðin upphæð hefði verið gerð upp við Lands- bankann og borguð, en hann hefði verið kominn út úr rekstr- inum þegar blaðið var gert upp: „Það sem skiptir máli í sambandi við okkur er það að Landsbank- inn gerði ekki kröfu í þrotabú Þjóðviljans. Af hveiju gerði hann það ekld? Sennilega vegna þess að hann átti enga kröfu.“ Svavar sagði að það væri ótrú- legt að forsætisráðherra lægi yfir blaðaúrklippum í önnum sínum við að endurskipuleggja ríkis- stjómina: „Mér finnst hann vera að gera lítið úr laxveiðihneyksl- inu. Ekki bara að draga athyglina frá því, heldur gera lítið úr því.“ í samtalinu, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, sagði Davíð Oddsson að því hefði ekki verið mótmælt að yfirlýsingar forustu- manna Alþýðubandalagsins hefðu verið að þeir myndu standa skil á þessum skuldum og hefðu ábyrgst þær með framlögum, sem þingflokkurinn fengi á fjár- lögum hverju sinni. í raun hefði flokkurinn fengið heimild til að bera aðeins ábyrgð á skuldunum meðan blaðið kæmi út: „Það er merkileg ábyrgð eða hitt þó held- ur. Það væri hægt að ábyrgjast nánast allan rekstur í landinu með þess háttar ábyrgð, að ábyrgjast skuldimar meðan fyr- irtækið væri í rekstri, en um leið og það væri komið á hausinn væri ekki ábyrgð fyrir einu eða neinu. Þetta er þokkalegt viðskiptasið- ferði, bæði af bankans hálfu og þessa flokks, sem er síðan að gagnrýna aðra. Það var það, sem ég var að vekja athygli á.“ ÁÆTLUN um björgun flotkvíar Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði, sem rekur stjórnlaust suður í Atlantshafi, var breytt í fyirinótt þegar varðskip fór til að freista þess að ná kvínni í tog. Til stóð að senda annan dráttar- bát frá Englandi en að mati Trygg- ingar hf., sem tryggir kvína, var varðskipið betur í stakk búið en dráttarbáturinn til að vinna verkið auk þess sem áætlað var að það yrði helmingi fljótara á staðinn en drátt- „MÉR sýnist að fíkniefnaneysla sé álíka útbreidd hjá fslenskum unglingum og í Stokkhólmi. Eit- urlyf eru í tísku í Svíþjóð hjá ungu fólki. Ungt fólk virðist ekki vilja læra af reynslu fyrri kyn- slóða. Margir unglingar vilja frekar taka eiturlyf en áfengi af því að þeir telja að þeir geti tekið eiturlyf en samt verið vel á sig komnir líkamlega en að áfengis- neysla geri þá líkamlega slappa," Þetta segir Carl-Filip Henriks- son, lögregluþjónn frá Nacka í úthverfi Stokkhólms, sem um þessar mundir starfar hjá lög- reglunni í Reykjavík. Carl-Filip er sérþjálfaður, að sögn, í því að greina einkenni og hegðun ungs fólks undir áhrifum eiturlyfja. Hann starfar við grenndarlöggæslu og ffkniefna- eftirlit á sínu heimasvæði. í tengslum við samstarfsverk- efni á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar fékk hann sig flutt- an hingað til lands um þriggja mánaða skeið. Áhugi hans á að starfa hér kviknaði þegar hann kom hingað sem ferðamaður fyrir þremur ár- um og varð var við það að eitur- lyf eins og ecstacy og sveppir voru að festa rætur meðal ung- menna hér á landi og að þróunin hér var komin mun skemmra á veg en í Svíþjóð. Hann hefur frá því 1. mars starfað hér með starfsmönnum félagsmálayfirvalda og nú með fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavfk. Sá 12 undir áhrifum ffkniefna á tónleikum Carl-Filip hefur meðal annars sótt heim skemmtistaði í Reykja- vík og tónleika hljómsveitarinnar arbáturinn, sem talað hafði verið um. Reiknað var með að varðskipið yrði komið að kvínni síðustu nótt. Að sögn Eiríks Orms Víglunds- sonar, framkvæmdastjóra Vél- smiðju Orms og Víglundar, gera menn sér vonir um að varðskips- mönnum takist það sem áhöfn dráttarbátsins hefur enn ekki tekist en hins vegar hafi menn áhyggjur af slæmu veðri á svæðinu en þar hafa verið 8-9 vindstig og hauga- sjór. Prodigy hér á landi fyrir viku og hann segist hafa orðið var við það að eiturlyfjaneysla er tals- vert útbreidd hér á landi við þær aðstæður. Hann telur sig hafa fært rök að því að hann hafi sjálfur hitt u.þ.b. 12 manns sem voru undir áhrifum eiturlyfja á Prodigy tónleikunum, einkum amfetamíns og ecstacy. Hvemig getur hann staðhæft þetta? Hann segir að í Svíþjóð hafi lögreglumenn fengið þjálfun við að meta einkenni eiturlyljaá- hrifa út frá því að ná augnsam- bandi við ungmenni. Stærð auga- steina, viðbrögð þeirra við Jjósi, ýmis einkenni á borð við gæsa- húð f miklum hita og fleira gefi glögglega til kynna annarleg áhrif. Einnig hafi hann rætt við ungmenni sem hafi játað við sig neyslu þessara efna þetta kvöld. Þótt hann segist ekkert vilja staðhæfa um aðra einstaklinga, sem hann fylgdist með á ung- AÐALSALUR Bíóborgarinnar við Snorrabraut var opnaður að nýju í gær eftir miklar breytingar sem hafa Iingasamkomum hér á landi, þar sem niðurstöður þvag- og blóðprufa þurfi til slíks, segist hann telja að fiest bendi til að ástand mála hér sé sambærilegt við það sem gerist f Stokkhólmi. Hann hefur hins vegar lagt megináherslu á að kynna sér hvemig staðið er að eftirliti fé- lagsmálayfirvalda með ffkni- efnaneyslu ungmenna hér á landi og hvernig lögregla og fé- lagsmálayfirvöld standa að sínu samstarfi. Hrifinn af samstarfi í Grafarvogi „Ég varð stórhrifinn af því samstarfi sem hefur verið komið á milli lögreglu og félagsmála- stofnunar í Grafarvoginum. Þar vinna starfsmennimir náið sam- an. Ég ætla í minni skýrslu til yf- irmanna minna að mæla með því að við tökum upp hliðstætt sam- starf í Saltsjö-Boo í Nacka.“ staðið yfir undanfarinn mánuð. Búið er breyta salnum til að hægt verði að reka þar leikhús og halda tónleika samhliða kvikmyndasýningum. Meðal þess sem hefur verið og verður gert, að sögn Bjarna Hauks Þórssonar, er að sviðið er orðið 120 fermetrar að stærð, settur verður upp fullkominn ljósabúnaður, skipt um gólf og klæðningar á veggjum o.fl. Ámi Samúelsson stendur að breytingunum. „Þetta eru umfangsmiklar breyt- ingar þótt við höfum gætt þess að breytingamar valdi sem minnstri röskun á að nýta húsið. Ekki verður þó mikil röskun á hefðbundinni starfsemi fyrr en þar verður frum- sýndur söngleikur um mánaðamótin ágúst - september," segir Bjarni. Þegar Áusturbæjarbíó var rekið í húsinu var Leikfélag Reykjavíkur með miðnætursýningar um árabil í salnum og vinsælar hljómsveitir tróðu upp, en þegar Árni eignaðist húsið 1987 voru gerðar breytingar á því og hefur það nær eingöngu verið nýtt til kvikmyndasýninga síðan. Stefnt er að því að ný útgáfa af söng- leiknum Chicago verði sett upp í húsinu í haust. ------------------ títvarpsráð hafnar kröfu MH UTVARPSRÁÐ hafnaði í gær kröfum Nemendafélags Menntaskólans í Hamrahlíð um að liði MH í spuminga- keppni framhaldsskólanna, Gettu bet- ur, yrði dæmdur sigur í keppninni. MH-ingar fóru fram á til vara að úr- slitakeppnin gegn liði Menntaskólans í Reykjavík yrði endurtekin. Utvarpsráð ákvað á fundi sínum í fyrradag að fara fram á greinargerð frá dómara keppninnar, Gunnsteini Ólafssym, sem MH-ingar gagnrýndu hart í bréfi sínu til ráðsins, og fela for- manni ráðsins og framkvæmdastjóra Sjónvarps að svara erindi nemendafé- lagsins. Þeir gerðu það bréflega í g»r og sögðu að útvarpsráð gæti ekki orð- ið við kröfunum. í greinargerð sinni svarar Gunn- steinn Ólafsson þeim atriðum dóm- gæslu, sem MH-ingar gagnrýndu, segir á hveiju hann byggði úrskurði sína og hvaða atriði þurftu að koma fram í svörum til að stig fengjust fyr- ir. Undir greinargerðina ritar hann Gunnsteinn Ólafsson, stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Sænskur lögreglumaður starfar í Reykjavík Fíkniefnaneysla virðist áþekk og hjá sænskum ungmennum Morgunblaðið/Ásdís CARL-Filip Henriksson í porti lögreglustöðvarinnar í Reykjavík í sinum sænska einkennisbúningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.