Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 53 I I í I ) ) I I I I I I I I I I I sem að lokum bar hana ofurliði eftir langa og stranga baráttu, en hún lést hinn 30. mars sl. í hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Síðasta árið sem hún lifði var henni erfitt, en hún naut frábærrar umhyggju tengdaföður míns, Björgvins, og barna sinna sem gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð til að létta henni baráttuna og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir. Einnig langar mig til að flytja starfsfólki og lækn- um Skógarbæjar þakkir fyrir þeirra umönnun. Erfitt er fyrir íslendinga nútím- ans að skilja þá örbirgð sem víða ríkti í byggðum landsins á milli- stríðsárunum, er fólk átti ekki aðra auðlegð en þá sem fólgin var í stór- um bamahópi sem þó var erfitt að framfleyta. Um skólagöngu var oft ekki að ræða, heldur aðeins stopula farkennslu. Þetta fólk vann hörðum höndum við að byggja upp það þjóð- félag sem við nú búum í. Af þessari kynslóð var Guðfinna, vinnusöm, út- sjónarsöm og forkur duglegur til allra verka. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að fá að kynnast þessari góðu konu. Bið ég henni guðsblessunar í þeirri full- vissu að hún eigi góðrar heimkomu von. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Gunnar M. Gröndal. Elsku besta amma! Ég trúi ekki enn að þú sért dáin, alveg sama hvað ég reyni. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu og mér þótti mjög vænt um þig. En þú varst orðin mikið veik og ég veit að þér líður núna vel hjá Guði og öllum englunum. Þú varst mér alltaf svo góð, gafst þér alltaf tíma til að hlusta á mig og tala við mig þegar ég þarfnaðist þín. Þú vildir hjálpa öllum og máttir ekkert aumt sjá. Ég á margar góðar minningar um þig, eins og þegar þú og afi fóruð með okkur til Spánar. Þá varstu ekki orðin svona mildð veik. Ég mun aldrei gleyma hlátrinum þínum, hann var svo glaðvær og bjartur. Þú reyndir alltaf að horfa á björtu hliðamar, sama á hverju gekk. Þú varst líka handlagin og flink að sauma og hekla. Ég man líka að alltaf þegar ég kom í heimsókn til ykkar afa, þá var alltaf tekið svo vel á móti mér og ég fékk alltaf eitthvað gott að borða. Þú varst ábyggilega besta amman í öllum heiminum og ég þakka fyrir að hafa átt þig að. Þú munt ætíð eiga stað í hjarta mínu, elsku amma. Við biðjum Guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg en við eigum minningarnar til að hugga okkur við. Elsku amma. Ég sakna þín og minnist þín, alltaf. Ragnheiður. Mig langar að minnast hennar Gauju frænku minnar í nokkrum línum. Guðfinna Guðlaugsdóttir eða Gauja, eins og hún var kölluð, var ein af 15 bömum móðurafa míns. Samskipti okkar hófust að ein- hverju ráði þegar ég, landsbyggðar- bamið, þurfti að koma til höfuð- borgarinnar að mennta mig, eins og svo margir aðrir af landsbyggðinni. Einhvers staðar þurfti ég að búa og foreldrar mínir gengu frá því við Gauju og Björgvin, mann hennar, að ég fengi herbergi og fæði hjá þeim. Þau bjuggu þá á Ferjubakk- anum og var ég þar tvo vetur. Fyrri veturinn bjuggu þar einnig Davíð sonur þeirra og Guðfinna, dóttir Önnu. Var dekrað við mig þar á all- an hátt eins og þeirra var von og vísa. Gulla, yngsta dóttir þeirra var þá í skóla á Laugarvatni, en kom auðvitað öðm hvom heim og vomm við þá saman í herbergi. Var það upphafið að góðum vinskap okkar á milli. Eftir þessa tvo vetur flutti ég annað en var fastur gestur á heimili þeirra hjóna, þá á Kóngsbakkanum. Fannst mér alltaf ég vera hálfgerð fósturdóttur á heimilinu. Leiðir skildi í nokkur ár, meðan ég bjó í Svíþjóð. En um leið og ég kom aftur heim fór ég að venja komur mínar í Auðarstrætið, en þangað vora þau þá flutt, áttu hæð og kjallaraíbúð, ásamt garði. Þá fékk nú blessunin hún Gauja loksins draumagarðinn sinn. I kjallaranum bjó þá Gulla, fyrst ein en síðan með draumaprinsinum, honum Dóra. Þegar þau keyptu sér íbúð annars staðar, buðu þau Gauja og Björgvin mér að flytja í kjallaraíbúðina. Þar bjó ég í sambýli við þau í nokkur ár, eða þar til þau þurftu að selja og flytja í þjónustuíbúð vegna sjúk- dóms Gauju. Þetta var gott sambýli, þau tóku alltaf vel á móti mér ef mig vantaði aðstoð með eitthvað, eða þurfti að fá eitthvert smáræði lánað, stundum var það á hinn veginn, þó að það væri nú sjaldnar. Úr Auðar- strætinu minnist ég helst Gauju með mold á hnjánum og með gul- brúna gúmmíhanska, sem upphaf- lega vora gulir en orðnir brúnir af mold úr garðinum. Karlamir (eigin- maður, synir og tengdasynir) í fjöl- skyldunni vora nú svo elskulegir að byggja handa henni lítið garðhýsi og þar ræktaði hún hinar ýmsu plöntur, rósir og fleiri tegundir sem ég kann ekki að nefna. A réttum tíma fyrir þess konar, setti hún nið- ur lauka og einn góðan veðurdag, alveg að óvöram sá maður blómin kíkja upp úr moldinni. Éinn sið Gauju og Björgvins verð ég minnast á, það er jólapakka- skiptin. Á aðfangadag, frá hádegi og fram eftir degi komu böm, tengda- böm og bamaböm og skiptust á gjöfum við þau og þá vora nú aldeil- is veitingarnar. Þá var Gauja búin að útbúa hlaðborð af alls konar kaffibrauði. Það voru flatkökur með hangikjöti, randalín, smákökur og fleira. Þegar ég var ekki á mínum æskuslóðum um jólin, var mér boðið í þessa veislu. Hin síðari ár fóra þau hjón í nokkrar utanlandsferðir, heimsóttu þá m.a. Davíð, son sinn til Banda- ríkjanna og seinna til Sviss, fóru á Islendingaslóðir í Kanada og til sól- arlanda. Nutu þau þessara ferða mjög og fékk maður ferðasöguna í máli og myndum þegar þau komu heim. Alltaf færðu þau mér eitt- hvert smáræði úr þessum ferðum eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gauju og þakklát fyrir alla vinsemd og góðmennsku hennar í minn garð. Eg votta Björg- vini, börnum, tengdabömum, barnabörnum, bamabarnabömum og Óla og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Gerður Magnúsdóttir. Amma var búin að vera veik. Maður vissi að hún færi ekki heim aftur og einhvem veginn fannst mér þegar ég heimsótti hana í síð- asta sinn áður en ég flutti yfir hafið til suðurlanda að við myndum ekki hittast aftur í þessu lífi. Þegar pabbi hringdi svo og sagði mér að amma væri dáin hélt ég að ég væri undir það búinn. En það er alveg sama maður hefur hugsað áður það er altaf jafn sárt að fá fréttirnar og maður gengur jafn mikið í gegnum þetta sérkennilega minningaflæði sem gerir mann svo sorgmæddan og lætur mann sakna. Ég man fyrst eftir ömmu á Ferjubakkanum þar sem hún og afi bjuggu þegar ég fæddist. Þar átti maður vísa hlýju með kalda fætur af daglangri útivera í frosti og snjó og öruggt skjól ef Breiðholtsvillingam- ir höfðu gert mann að skotskífu. Þar var amma og blés lífi í krók- loppnar tær og huggaði sært stolt með sykraðum pönnukökum sem öllu öðra matarkyns tóku fram að ljúffengi. En hús ömmu var meira en skjól undan veðri og villingum því þangað gat maður líka sótt sér félagsskap og skemmtun. Aldrei þreyttist amma á að spila við mann ólsen og meira að segja leyfði hún manni að svindla pínu þegar hún var búin að vinna of oft. Og alltaf var jafn gaman að fara með henni í þvottahúsið á Ferjubakkanum en til að komast þangað þurfti maður að ganga mikla neðanjarðarganga. I þessu þvottahúsi var tæki sem mér þótti á þessum tíma merkilegra en flestir aðrir hlutir en það var stór + Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÁSDÍS STURLAUGSDÓTTIR, Suðurbraut 3, Kópavogi, lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins 6. apríl si. Jarðsett verður frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 15. apríl kl. 15.00. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins fyrir góða aðhlynningu og einstakan hlýhug. Aðalheiður Eyjólfsdóttir, Sturlaugur Þorsteinsson, Helga Lilja Pálsdóttir, Valdimar Óli Þorsteinsson, Katrín Guðmundsdóttir, Steinar Þór Sturlaugsson, Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Stefán Örn Sturlaugsson, Ann Kristine Thorsteinsson, Þorsteinn Óli Valdimarsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, EWALD BERNDSEN, Ránargötu 8, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 8. apríl. og mikil tauralla. Aldrei þreyttist ég á því að skoða þessa taurullu og nánast í hvert skipti sem ég kom til ömmu suðaði ég um það að fara í þvottahúsið með henni. Ég neita því ekki að það kom stundum fyrir að ég yrði fúll þegar amma sagði að hún ætlaði ekki í þvottahúsið. Ég skdldi það ekki þá en skil það vel núna að fullorðið fólk á bara ekki alltaf erindi í þvottahús. Og fleira var brallað í ömmuhúsi. Ég held að amma hafi alltaf haft svoldið gaman af því þegar maður herjaði með stríðni og prakkaraskap á Gullu ungling svo allt ætlaði um koll að keyra. í það minnsta þreyttist hún seint á því að rifja upp og hlæja að þessum uppátækjum. En eins og henni fannst mátulegt að litlir menn stríddu unglingaveikri stelpuskjátu, sem var dóttir hennar, var hún alltaf fyrsta manneskjan til bjargar þegar afi tók upp á að stríða litlu mönnunum. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var aðeins farinn að stálpast og amma og afi vora flutt í Auðarstrætið að ég fór heimsókn þangað á heilögum Þorláki til að borða með þeim skötu því sá siður er ekki við hafður í mínum foreldra- húsum. Þegar við öll vorum orðin mett og tekin til við að melta þurfti afi endilega að fara að fræða mig um það hvemig þetta sérstaka bragð kæmi af skötunni. Og það var sama hvað ég reyndi að fá hann of- an af því, hann stóð fastur á því að skatan hefði legið í mold í heilt ár og skötukarlamir hefðu notað hvert tækifæri sem þeir gátu til að míga á staðinn þar sem hún var grafin. Við þetta fór skatan að láta illa í maga og mér stóð hreint eldd á sama um það hvaða afleiðingar átið gæti haft á mig. En þá kom amma til bjargar, hvíslaði að mér að þetta væri tóm vitleysa í karlinum, hann væri bara að stríða mér. Hún gat ekki horft upp á að það væri verið að stríða barnabaminu svona og mér skánaði í maganum. Þetta var sérstakt við ömmu, hún passaði upp á mann og læknaði ótrúlegustu kvilla þó að hún gerði það ekki beint með látum. Nú er komið að því að kveðja og það er með söknuði í hjarta sem ég rita þessar línur. Þó að höf skilji að er hugur minn allur hjá afa og fjöl- skyldunni á þessari erfiðu kveðju- stund. Og ég sendi þér, amma, bestu kveðjur á því ferðalagi sem nú hefur tekið við og Bjarki og Mirra biðja líka að heilsa. Ekki veit ég hvort þú ert engill sem svífur á vængjum, hvort þú ert fótgangandi eða hvort þér hefur verið boðið far með einhverri glæsikerranni. En ég er viss um að þú ferðast á þann hátt sem þú hefðir sjálf kosið enda átt þú það skilið. Góða ferð. Sjáumst síðar. Björgvin ívar. Elsku amma okkar. Nú er komið að kveðjustund og ýmsar góðar minningar koma upp í hugann, tengdar þér. Við eigum margar góð: ar minningar með þér og afa. I garðinum í Auðarstræti, sem þú hugsaðir svo vel um, ferðirnar út á land með ykkur og ekká má gleyma bæjarferðunum með þér. Þá var afi að vinna sem strætisvagnabílstjóri og þú leyfðir okkur stundum að fara með honum eina hringferð meðan þú sinntir erindum. Að ferð loldnni tókst þú á móti okkur með bros á vör. Alltaf þegar gesti bar að garði í Auðarstrætið varst þú ekki lengi að hella upp á kaffi og baka þínar ein- stöku pönnukökur sem okkur finnst svo góðar. Elsku amma, svona minnumst við þín, umhyggjusamrar og úrræðagóðrar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við vitum að nú nýtur þú hvíldar eftir löng og erfið veikindi, guð geymi þig. Minning þín er Ijós í lífi okkar. Elsku afi, guð styrki þig á þessum erfiðu tímum. Auður Hrefna, Sigríður Hrönn, Aldfs og Oddur Ingi. Hulda Knútsdóttir, Baldvin Berndsen, Sigurður Berndsen, Edda Guðmundsdóttir, Ellert Berndsen, Eydís Mikaelsdóttir, Björgvin Berndsen, Birgir Berndsen. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Austurbrún 6, sem lést á Landakotsspítala föstudaginn 3. apríl, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 13.30. Kristján Richter, Kristbjörg Richter, Guðrún Sveinsdóttir, Jón Björgvin Sveinsson, Dóra Skúladóttir, Pétur Rafn Sveinsson, Eyrún Inga Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ANNA HULPA EINARSDÓTTIR frá Borg, Brekkustíg 35, Njarðvlk, lést á St. Jósefsspítala þriðjudaginn 7. apríl. Einar Jónsson, Hafdfs Garðarsdóttir, Jón, Garðar, Anna Hulda og Vfðir Einarsbörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SÓLBJÖRG JÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR, Njarðvfkurbraut 16, Innri-Njarðvfk, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 11. apríl kl. 13.30. Guðmundur Sveinsson, Vigfús Heiðar Guðmundsson, Svanhildur Stella Júnfrós Guðmundsd., Dagný Austan Vernharðsdóttir, Karl E. Vernharðsson, Vfgsteinn Vernharðsson, Jóna Þórunn Vernharðsdóttir, Þorbjörg Helgadóttir, Óskar Ásgeirsson, Herbert Kristjánsson, Anna Brynja Richardsd., Christina Draghici, Reynir Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.