Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 57i Iðnó eða Alþingi, mundi hann ekki þurfa að hugsa sig um tvisvar, hann veldi það fyrmefnda. Petta var lífs- skoðun að okkar skapi, fyndin en þó með alvarlegum undirtóni. Við þrjú sem áttum að flytja tón- listina í leikritinu urðum heilluð af manninum og kveðskap hans. Þegar við höfðum safnað í okkur kjarki til að anda því útúr okkur hvort hann væri tilleiðanlegur til að semja fyrir okkur nokkur ljóð til viðbótar, sló hann sér á lær og sagði að hann hefði einmitt verið að hugsa það sama. Við værum fjörugt tríó og ættum líka að syngja utan leikhúss- ins. Hann mundi hafa gaman af að vinna með okkur og væri meira að segja búinn að fínna nafn á hópinn. Þrjú á palli skal það vera! í því nafni væri bæði skírskotun til pallsins okkar í leikhúsinu og svo hins þjóð- lega baðstofupalls þar sem menn lágu eða sátu uppi og skemmtu hverjir öðrum. Þannig hófst margra ára samstarf okkar við þennan kraftmikla og hjartahlýja mann. Hann færði okkur á silfurfati ljóð til söngs á fímm hljómplötur og verður sú gjöf aldrei fullþökkuð. Jónas var mikill stemmningsmaður og átti auðvelt með að hrífa aðra með sér. Það sá- um við svo oft þegar hann steig uppá pallinn til okkar og söng full- um hálsi: Og íslands klukkur þann dýrðardag, tfl dýrðar Jörundi hringja. Og lýðurinn uppi á landinu þvi, lærir þá kannski að syngja. Arídú-arídúradei, arídúarídáa. Við þökkum fyrir samvinnuna og gleðina og sönginn. Blessuð veri minning Jónasar Árnasonar. Þrjú á palli. Eigi má sköpum renna. Ein ögurstund er liðin frá því mágkona mín og skólasystir í Reyk- holtsskóla kvaddi þennan heim. Þá var við kveðjuathöfnina gamall en ungur í anda frá löngum kynnum, Jónas Amason skáld og samstarfs- maður okkar í milli. Ég ætla ekki að leggja saman á eina útkomu allar þær tölur, sem ég geymi með mér hinna fjölda hand- rita, sem Jónas Arnason mataði mig á, súr og sæt, þegar ég sem vélsetj- ari setti fyrir hann frábærar snilli- greinar frá hendi hans í Borgar- prenti. En Jónas heitinn var að mínu skapi stuttorður og kjamyrtur; fljótur að ráða úr hvað fór best á til hláturs og íhugunar alvörunnar og virtist fyrirhafnarlítið koma því til skila á réttan stað í brjóstkössum manna. Stundum hvessti hjá hon- um, eins hann átti kyn til, þar sem faðir hans, Árni Jónsson frá Múla, var harður fyrir í stormi lífsins, en sá gállinn gekk heiðarlega yfir og báðir feðgamir tóku koppalogni með fjaðraþyt og söng. Mér var brugðið við andlát Jónasar Árnasonar, sem ég hitti við jarðarför og töluðum við ekki á lágu nótunum í erfidrykkjunni sem þá stóð yfir, heldur létum kátínu minn- inganna ganga fyrir, þegar við rifj- uðum upp genginn veg, hann sem stjórnandi í „brúnni" og ég sem „há- seti“ á þurru landi við setjaravélina. Vængur strýkur augu kyrrðarinnar Þú ferðast heiðan himin upprisunnar Við geymum ljós þitt í augum okkar (Kristinn Gísli Magnússon.) Ég votta aðstandendum innilega samúð. Kristinn Gísli Magnússon. Jónas hafði stundum þann for- mála á heimsóknum sínum í Iðnó, árin sem hann sat á þingi, að sér leiddist svo í hinu leikhúsinu, þessu við Austurvöll. Honum fannst stundum fullmikið fjasað um lítil efni. Og leikhús er vissulega líðandi stund. En stundin sú er líka minn- ingar, tilfinningar og kenndir, harmur og hlátur, svo horft sé til þekktra kennileita. Jónas Ámason gaf okkur af gleði sinni, ástinni og umhyggju fyrir því sem einatt á undir högg að sækja. Hann stillti upp myndum í textum sínum, sem allir skildu, góður að ríma, glúrinn í tilsvörum. Þessa njótum við í verk- um hans, ekki síst leikritunum, sem íslenskt leikhús hlýtur að þakka og meta. Eflaust eiga þau eftir að koma til skoðunar og skilgreininga í tímans rás, en engum blandast þó hugiu- um að hann var einhver snjallasti leikhöfundur okkar og naut sín ekki síst í þeirri tegund verka sem kalla má ádeiluskop, eða satíru. Síðbúin kynni mín af Jónasi Árnasyni urðu í haust er leið, þegar ég tók að mér að setja saman og stjórna verkefni, sem fékk heitið Augun þín blá. En Leikfélag Reykjavíkur vildi með þvi minna á heilladrjúgt samstarf þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar Ámasona í texta og tónsmíð gegnum tíðina. Leiðir okkar Jónasar höfðu vita- skuld oft legið saman fyrr, en þarna urðum við að þreifa hvor á öðrum í talsvert nánu, en spretthörðu sam- starfi. Það duldist mér ekki að heilsa Jónasar stóð höllum fæti. Hann var ekki jafn glaðbeittur og hvatur sem oft áður. Hins vegar var maðurinn hress andlega og með fullum sönsum, kannski umfram það sem margur þykist þótt fíl- hraustur sé á kroppinn. Sannast sagna kenndu þessi samskipti mér margslungna lexíu um viðhorf til lífs og lands, sem deyr ekki þótt hold verði mold: Um drengskap, ást og tryggð, um mat á því sem verð- mætt er burtséð frá duftinu. - Það var sannur heiður fyrir mig að fá að stýra þessu verki, sem Jónas átti bróðurpart af. Ég veit að Leikfélag Reykjavíkur gladdi með því hans gamla hjarta. íslenskt leikhús stendur allt í þakkarskuld við þenn- an haga leiksmið og góða dreng og mun vonandi sýna honum þá rækt sem hann á skilið um ókomna daga. Ég þakka að lokum samstarf og ljúf kynni og bið fólki hans blessunar. Jón Hjartarson. Kveðja frá Félagi tónskálda og textahöfunda Með Jónasi Árnasyni er genginn frumlegur og skemmtilegur texta- höfundur sem setti svip sinn á ís- lenska sönghefð og textagerð um áratuga skeið. Söngtextar Jónasar eru margir hverjir hrein snilld og hann fór oft ótroðnar slóðir í þeim skáldskap sínum. Fyrst og fremst verður að telja hann skáld alþýð- unnar og það í tvennum skilningi, hann sótti efnið oftar en ekki í líf ís- lenskrar alþýðu og söngtextamir urðu fljótt á allra vörum. Er að lík- indum vandfundinn sá íslendingur sem ekki getur sungið texta eftir Jónas. Kímni Jónasar og hjarta- hlýja kemst vel til skila í söngtext- unum og þótt gamanið sé þar oft í aðalhlutverki lét honum ekki síður að yrkja um angurværð og trega. Á seinni árum var Jónas sífellt með hugann við að yrkja nýja texta og átti í fórum sínum mörg gullfalleg söngljóð sem sjaldan eða aldrei hafa verið flutt. Þeirra eigum við eflaust eftir að njóta að honum gengnum. Jónas Amason var heiðursfélagi í Félagi tónskálda og textahöfunda og árið 1995 vom honum ásamt Jóni Múla veitt heiðursverðlaun Sam- bands norrænna tónskálda og textahöfunda fyrir framlag þeirra bræðra til íslenskrar leikhústónlist- ar. FTT þakkar Jónasi Árnasyni fyr- ir að efla og auðga íslenska söng- ljóðamenningu og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Maður hættir að muna eftir þeim sem eru lengi í burtu. Við erum far- in að tala mest um Eiríksjökul við Kristínu, og hún svarar með því að segja okkur frá Snæfellsjökli. Þessar línur rakst ég á í gömlu bréfi frá Jónasi Ámasyni til Rögn- valdar sem þá dvaldist í Skotlandi og hafði verið nokkra mánuði erlendis. Þetta kann að vera satt. Samt hygg ég að Jónas Ámason hafi verið mað- ur sem seint gleymist þeim sem hon- um kynntust, þótt hann eigi eftir að vera í burtu um sinn. Sjálf mun ég hafa kynnst Jónasi skömmu eftir að kynni okkar Rögn- valdar hófust, fyrir nær 40 ámm, en þeir vom þá og ætíð síðan góðir vin- ir - að frátöldum þeim tíma þegar þeir móðguðust hvor við annan og töluðust þá auðvitað ekki við all- lengi - og leiddist víst báðum á meðan. Ég fékk snemma að heyra allt um ferðalag þeirra félaga um landið þvert og endilangt í fundaferð á vegum hernámsandstæðinga, eða Friðlýsts lands sem þá hét, ásamt unglingnum Ragnari Arnalds. Þar hafa örugglega eftirminnilegar ræð- ur verið fluttar og margt skemmti- legt spjallað milli funda. Og til em gamlar ljósmyndir austan úr Hornafirði af litlum bömum og blaðungum foreldrum, sennilega teknar á þeim árum sem Jónas og Guðrún vom í Neskaupstað en Rögnvaldur prestur í Bjamanesi. Ég á líka gamlar myndir af okkur Guðrúnu ungum og fallegum á ferð um Þingvöll að Gullfossi á Mercedes Benz. Þá var nú stíll yfir sumu fólki. Oftast hittumst við þó eftir að við Rögnvaldur vomm flutt að Staða- stað og Jónas og Guðrún bjuggu á Kópareykjum. Hann var dulegur að ferðast um kjördæmi sitt meðan hann sat á þingi og Guðrún alltaf með í för. Rögnvaldur hafði stund- um orð á því, að það væri mikil mildi að ekki væri löngu búið að drepa hana Guðrúnu, Jónas alltaf að draga hana með sér á þessa voða vinnustaði, t.d. færi hann með hana á hverju hausti í hvert einasta slát- urhús á Vesturlandi. Erindi þeirra hjóna heim að Stað á Ölduhrygg var þó hátt hafið yfir pólitískt dægur- þras, það var miklu oftar að draga fyrir bleikju eða sjóbirting í Vatns- flóanum. í þeim veiðiferðum féll margt spaklegt orð og mörg lífsgát- an var ráðin. Og nú er ég ein eftir af þessu veiðimannagengi fyrir utan strákana mína sem fengu stundum að koma með ef þeir gerðu allt eins og þeim var sagt. Við þessar veiðar þurfti nefnilega einn - eða tveir - að stjórna. Veiðistjórarnir tveir vom ekki alltaf sammála um allt, en um eitt vom þeir þó eins hugar þegar við Gunna vorum látnar ösla um fló- ann berfættar, að konur þyldu kulda svo miklu betur en karlar. Það er vísindalega sannað. Jónas hélt áfram að koma í heim- sókn líka í húsið okkar í Borgarnesi, en þá var Guðrún orðin veik og ekki eins gaman að lifa og fyrrum. Samt gat verið gaman líka þá og gömlu vinirnir spekingslegir sem fyrr. Jónasi Árnasyni var margt til lista lagt og eftir hann liggja mörg frábær verk. Hann átti mörg áhugamál og var margfróður og víð- lesinn. Það var gaman að hitta hann þegar hann var með nýtt leikrit í smíðum, gaman að fá hann í heim- sókn á dögum landhelgisdeilunnar við Breta og hlusta á einarðan mál- flutning hans, skemmtilegt að koma að Kópareykjum þegar húsbóndinn var upptendraður af kynnum við írska höfunda og leikhúsfólk. Hans hjartans mál mun þó ætíð hafa verið sjálfstæðisbarátta íslendinga, það mál sem fékk þá þremenninga forð- um til að aka um vegi og hálfgerðar vegleysur til fundahalda víðsvegar um land fyrir meira en 40 árum. í því efni, að við skyldum vera laus við erlendan her, var engin mála- miðlun til í huga Jónasar Árnason- ar, hvorki fyrr né síðar. Úr húsinu mínu í Borgarnesi hef ég útsýn bæði til Snæfellsjökuls og Eiríksjökuls. En nú er Jónas Árna- son horfinn. Við hvem má þá tala um Snæfellsjökul og fá í staðinn fregnir af Eiríksjökli? Eg sendi bömunum hans Jónasar og hennar Guðrúnar innilegar sam- úðarkveðjur frá mér og bömunum okkar Rögnvaldar. Kristín R. Thorlacius. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS ARNAR MAGNÚSSONAR, Bergþórugötu 16, Reykjavfk. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BJARNA ÞÓRARINS ÓLAFSSONAR frá Neðri-Rauðsdal. Svanhvít Bjarnadóttir, Sigurjón Árnason, Ólafur Bjarnason, Arndís Sigurðardóttir, Björg Bjarnadóttir, Karl Höfðdal Magnússon, Samúel Bjarnason, Kolbrún Ingólfsdóttir, Elsa Bjarnadóttir, Sigurður Jónsson, afabörn og langafabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU KRISTÍNAR FRIÐBJARNARDÓTTUR, Álfheimum 42. Dóra Ingvadóttir, Samúel Ingvason, Anna K. Pétursdóttir, Guðrún P. Ólafsdóttir, Hlynur Ingvi Samúelsson, Ólafur Oddsson, Sabína Jónsdóttir, Hjörtur Þór Grjetarsson, Helga G. Ólafsdóttir, Halldóra K. Hjartardóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför FRÍÐU STEFÁNSDÓTTUR EYFJÖRÐ, Víðihlíð 14, Reykjavík. Friðrik J. Eyfjörð, Jórunn Erla Eyfjörð, Robert J. Magnus, Edda Magnus, Friðrik E. Magnus. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, FRIÐGEIRS EIÐSSONAR, Víðilundi 24, Akureyri. Ása A. Kolbeinsdóttir, Kolbrún Friðgeirsdóttir, Kristján Jóhannesson, Ása Arnfríður, Hilmar, og Friðgeir Jóhannes. + Hjartans þakkir færum við öllum, ættingjum og vinum, sem sýndu okkur samhug við and- lát elskulegs föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS HELGASONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi, 3. hæð. Sigriður Ólafsdóttir, Martha Aðalsteinsdóttir, Pétur Jónsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Anders Nielsen, Hildigunnur Ólafsdóttir, Hilmar Sigurðsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.