Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/RAX UNGIR myndlistamenn ‘98 er yfirskrift samsýningar sem verður opn- uð í Listaskálanum í Hveragerði nk. laugardag. Fermin^ ^argjafir Pyrir dömur og kerra g Okkar emíði^ Prákært verð w DEMAN i AHÚSIÐ NÝJU KRINGLUNNl i SlMI 588 9944 Ast á SÝNING á verkum 17 ungra mynd- listarmanna verður opnuð í Lista- skálanum í Hveragerði laugardag- inn 11. apríl kl. 15. Yfírskrift sýningarinnar er Ungir myndlistamenn og mun þetta vera í þriðja sinn sem slík sýning er haldin hér á landi. Félag íslenskra myndlist- armanna stóð að fyrstu sýningunni í anddyri Laugardalshallar árið 1967 og 16 árum síðar efndu Kjarvalsstað- ir til samsvarandi sýningar. Auglýst var eftir þátttoku ungra myndlistar- manna um og undir 30 ára og bárust 100 verk eftir 28 listamenn. Dóm- nefnd skipuð myndlistarmönnunum Daða Guðbjömssyni og Helga Þorgils Friðjónssyni auk Onnu Jór- unnar Stefánsdóttur, fulltrúa Menn- ingarmálanefndar Hveragerðisbæj- ar, valdi 48 verk 17 listamanna til sýningar. Við opnunina nk. laugar- dag verða einum þátttakendanna af- hent sérstök verðlaun dómnefndar. Markmiðið með samsýningunni er að vekja athygli á því markverðasta meðal yngri kynslóðar myndlistar- manna í dag. Að mati eins dóm- nefndarmanna, Daða Guðbjörnsson- lífínu ar, er góður kjarni yngri listamanna samankominn á þessari sýningu. Þó segir hann að verkin gefi fremur vís- bendingu um stöðuna í málaralist- inni þar sem lítið hafi borist af þrí- víðum verkum. „Mér þótti mjög spennandi að fara í gegnum þessi verk,“ segh- Daði. „Flesth- lista- mannanna hafa sýnt verk sín áður en þeir hafa aldrei sýnt saman svo margir áður. Hér fæst því ákveðin heildarmynd sem ekki hefur verið sýnileg áður.“ Fjölbreytni verkanna er mikil en Daði segir áberandi hversu mikið sé lagt í handverkið og vinnubrögð séu vönduð. „Það er komið að ákveðnum skilum í módernismanum sem erfítt er að skýra fyrr en frá líður. Nálg- unin í listinni er mjög ólík því sem var þegar ég var hefja feril minn. I dag felst ögrunin í mildi í stað ofsa. Segja má að mótmælin nú séu með öfugum formerkjum því þau lýsa fyrst og fremst væntumþykju og ást á lífinu. Þetta eru breytingar sem maður hefur fylgst með gerast síð- asta áratuginn og eru nú endanlega staðfestar.“ Spáð MYNDLIST \ý I i sI n sa I ii i 0 LJÓSMYNDIR/TEXTI ANNA EYJÓLFSDÓTTIR Opið alla daga nema mánudaga. Sýn- ingin stendur til 13. apríl. SPÁKONUR hafa lengi gegnt sér- stöku og mikilvægu hlutverki í ís- lensku samfélagi og hafa kannski á vissan hátt verið miðja hvers samfé- lags, leyst úr vanda fólks og greitt úr framtíð þess. Aðferðirnar við spádóminn eru margar, en algeng- ast hefur líklega verið hér á landi að spá í bolla, á spil eða í lófa. Á sýningu sinni í forsal Nýlista- safnsins hefur Anna Eyjólfsdóttir tekið fyrir þessa spádómshefð á sér- stakan og skemmtilegan hátt. Hún hefur fengið tólf listakonur til að leita til spákonunnar Amy Engil- berts og láta hana spá í lófa sinn. Á sýningunni má síðan sjá texta spá- dómsins og nafnlausar Ijósmyndir eftir Leif Þorsteinsson af lófum þeirra sem spáð var fyrir. Allar eru þessar listakonur þekktar og hafa sýnt verk sín á undanfömum árum en þótt handbragð þeirra sé þekkt er ekki auðvelt að þekkja þær sund- ur á lófunum og því ógerningur að átta sig á því hvaða spá á við hverja þeirra. Kunnugir segja þó að margt hafi reynst „passa“ af því sem Amy las í lófana. Orðræða spákvenna er athyglis- vert rannsóknarefni því leiða má líkur að því að það sé í samræðun- um, ekld síður en í lófalestrinum, að spádómurinn mótast. Spákonan spyr og segir frá og spáir svo af inn- sæi um líf og örlög. Á sýningu Önnu sjáum við eingöngu orð spákonunn- ar, ekki svörin sem hún fékk, og við lesturinn fær maður góða tilfinn- ingu fyrir spádómslistinni. Spum- ingar Amyar og spádómar eru eins 11.EIKFIMI 1 KARULEIKFIMI TAI-CHI Y0GA SALSA TANGÖ jAFRÖ! Hafdís. Lella, Ástrós Hafdís, Ástrós Guðný Ingibjörg Carlos Bryndís & Hany GESTAKENNAHI morgna-hádegi-síðdeoj kvöld síðdegi morgna-síðdegi byrjendur tramhalds Issa Camara SÍMI SS1 B103 öt‘ í lófa og ljóð eða leikur þar sem línur skýrast smátt og smátt, ýmis smá- atriði koma í ljós og smátt og smátt verður til spádómur um líf hins óþekkta viðmælanda. Hugmyndin að spádómssýningu Önnu er einföld en útfærslan hrein og skemmtileg. í gryfju Nýlista- safnsins sýnir Anna síðan verk sem samanstendur af risastórri rótar- hnyðju og gömlu útsaumsmunstri sem hún hefur unnið í tré á stórt spjald á vegginn. Ekki er jafnljóst hvað Anna er að fara með þessu verki en í sýningarskrá tengir hún það sögunni um nýju fötin keisar- ans. II o r n i ð LJÓSMYNDIR KJARTAN EINARSSON Opið alla daga 11 til 23.30. Sýningin stendur til 15. apríl. LÖNDIN í Himalayafjöllum eru í hugum flestra sveipuð ævintýra- ljóma, fjarlæg, óþekkt og framandi. Vestrænir menn þekktu þessi lönd ekki fyrr en liðið var á saútjándu öldina og lengi vel eftir það var lítið um ferðir, enda löndin stundum al- farið lokuð útlendingum. Menning- areinkenni þessara þjóða eru líka sterk og þær hafa verið fastheldnar á sína siði þrátt fyrir þrýsting bæði úr vestri og austri. í þessum harð- býlu löndum virðist daglegt líf fólks lúta öðrum lögmálum en nú ríkja víðast hvar og þangað ímyndar maður sér að megi fara til að sjá hvernig lífið var fyrir tíma borga og iðnaðar, fyrir nútímann. Eflaust eru hugleiðingar af þessu tagi að miklu leyti rómantísk ímyndun, en ljósmyndir Kjartans Einarssonar frá Nepal vekja þó óneitanlega von um að enn megi finna þar annars konar mannlíf en við eigum að venjast, að ekki sé allt mannkynið enn orðið að einsleitum hóp. Myndir Kjartans eru blátt áfram og einfaldar, myndir af fólki sem að því er virðist hefur aðeins numið staðar í sinni daglegu iðju meðan smellt var af myndavélinni. Ljósmyndir af þessu tagi, tilgerðar- laus skráning á því sem fyrir augu ljósmyndarans ber, hafa alla jafna mest áhrif á áhorfendur. I slíkum Ijósmyndum getur opnast fyrir þeim heill fjarlægur heimur í augnatilliti eins manns. Jón Proppé -------♦♦♦------- Samsett verk í 20 fm HELGI Ásmundsson opnar sýn- ingu í Galleríi 20 fm, Vesturgötu lOa, kjallara, laugardaginn 18. apríl kl. 16. Hann sýnir nú samsett verk, ann- ars vegar úr íslenskum grásteini þar sem einföldum og jöfnum form- um er raðað saman þannig að úr verður bergstuðull er myndar inn- byrðis andhverfu líkt og mótstæðir kraftar takist á en skapa jafnframt jafnvægi sín í milli, og hins vegar rauðan lit í olíu á striga. Helgi nam á sínum tíma högg- myndalist við Listaskólann í Kaup- mannahöfn en lagði seinna leið sína til Sankti Pétursborgar. Þetta er hans fjórða einkasýning, en hann hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningarrýmið er opið miðviku- daga til sunnudaga frá kl. 15-18 og stendur sýningin til 3. maí. LYFJA Lágmúla 5 Opið alla daga kl. 9-24 "T-------▼-------------- I dag er 25% afsláttur af nýjasta nikótínlyfmu frá Nicorette: NICDRETTE innsogslyf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.