Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 35
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 35 AF SÝNINGU Ólafs Elíassonar á Kjarvalsstöðum. í Hellisgerði hugmyndanna MYIVDLIST Kjarvalsstaðir INNSETNINGAR ÓLAFUR ELÍASSON Opið 10 til 18 alla daga. Aðgangseyr- ir 300 kr. Stendur til 12. aprfl. SÝNING Ólafs Elíassonar á Kjarvalsstöðum er að mörgu leyti umfangsmeiri en flestar þær inn- setningarsýningar sem áður hafa verið settar upp hér á landi. Þar hafa verið byggð heil umhverfí fyr- ir áhorfendur: Skáli fyrir utan sem breytist fyi’ir tilverknað vatns og kulda, mannhæðarhá kviksjá og heil grasflöt hefur verið lögð á gangi safnsins með hlöðnum brunni sem sýgur vatn ofan í sig. Auk alls þessa tilheyrir sýningunni bókverk með ljósmyndum úr Hellisgerði, lystigarðinum í hraun- inu í Hafnai-firði. Sýningin er jafn- framt nokkuð sláandi fyrir það að á henni blandast vandaðar útfærslur og viss grófleiki sem felst í því að áhorfandinn verður vel var við það hvernig hlutirnir á sýningunni eru byggðir - það sést í bakhlið þein-a, ef svo má segja, og ekkert er gert til að fela þá hluti sem ekki er gengið frá. Verkin veita áhorfend- um sterka sjónræna upplifun en eru um leið nokkuð hrá svo blekk- ingin er aldrei alveg fullkomnuð. Þetta er tilbúin veröld. Verk Ólafs eru líka allólík því sem við eigum að venjast frá íslenskum lista- mönnum að yfirbragði og maður finnur nokkuð sterkt að umhverfi hans og bakgnmnur eru meginland Evrópu en ekki Island. Ekki svo að skilja að listamenn sem hér starfa hafi einangrast á einhvern hátt eða séu sér ómeðvitandi um strauma í meginlandslistinni - langt í frá. En samanburðurinn sýnir glögglega að í íslensku listaumhverfi hafa mótast efnistök sem eru að ein- hverju leyti sérstök og er það vel. Engu að síður er það náttúran sem er helsta viðfangsefni Ólafs á þessari sýningu - íslensk náttúra - og samband mannsins við hana. I verkunum er mikill leikur og það má jafnvel segja að þar gæti ein- hverrar bjartsýni þótt meðfram henni megi líka gi’eina efasemdir um þátt mannsins í náttúrunni og hugmyndalega afstöðu hans til hennar. Skálann sem Ólafur hefur byggt utan við safnið má til dæmis lesa sem eins konar tákn fyrir manngerða hluti, hús okkar og bæi. Vatnsúðari sér til þess að sprauta vatni yfir þak skálans sem er úr vímeti svo að þegar kalt er í veðri verða til grýlukerti sem hanga niður úr þakinu. Skilaboðin eru að vísu langt frá því afdráttar- laus, en verkið virðist segja hvort tveggja í senn, að náttúran sé og eigi að vera snar þáttur í umhverfi okkar og að hún sé aldrei fullkom- lega byggileg, að hún sé alltaf að einhverju leyti andsnúin okkur. Þetta mótsagnakennda samspil manns og náttúru er líka greinilegt á kviksjánni þar sem gestir sjá sjálfa sig og trén fyrir utan í marg- földuðum speglum, líkt og lista- maðurinn efist um að þeir geti í raun upplifað náttúruna öðru vísi en í gegnum einhvers konar eftir- myndun - einhvern manngerðan leik. Aftur á móti virðist bjartsýnin ríkja ein í bókverkinu með mynd- um frá Hellisgerði því þar eru á ferðinni fallegar ljósmyndir af þessum kyixláta garði í miðjum Hafnarfirði þar sem úfið hraunið og manngerðar viðbætur virðast harmónera fullkomlega. I myndun- um ríkir einhver unaðslegur friður sem virðist benda til þess að Ólafur trúi því eftir allt saman að við séum fær um skilja og lifa með okkar náttúrulega umhvei’fi. Það sem fyrst og fremst ein- kennir þessa sýningu er leikurinn sem er ráðandi í öllum verkunum og það af hve miklu öryggi Ólafur virðist útfæra þau. Þótt honum sé gi-einilega nokkuð mikið niðri fyrir með þessari sýningu lætur hann áhorfendum eftir að ljúka verkun- um með þátttöku sinni og draga sínar eigin ályktanir. Jón Proppé í ANDDYRI Hallgrímskirkju stendur nú yfir sýning á stórum blýteikningum eftir Valgerði Bergsdóttur undir heitinu Passíu- teikningar. Myndirnar eru unnar sérstaklega fyrir Hallgiímskirkju og lýsa atburðum dymbilvikunnar, aðallega föstudagsins langa. Það eru Listasafn Hallgiímskirkju og Listvinafélag kirkjunnar sem standa að sýningunni, en henni lýkur 14. maí nk. Stærst teikninganna er myndin I loftsal sem lýsir síðustu kvöld- máltíð Jesú með lærisveinunum ásamt Maríu Magdalenu að kvöldi skírdags. Önnur verk fela í sér táknrænni tilvísanir í titlunum; Bænin, Miskunnin, Dimman, Fórnin, Fullkomnunin og Birtan. Mannslíkaminn er í forgrunni verka sem í hringiðu blýantsstrika renna saman í symmetrískt mynstur er byggist á grunn- formunum þremur; hringnum, þrí- hyrningnum og ferhyrningnum. Valgerður hefur haldið einka- sýningar hér heima og erlendis frá árinu 1981. A síðustu sýningu hennar árið 1993 voru teikningar við Sólarljóð sem Valgerður vann til undirbúnings glugga fyrir Reykholtskirkju og tengist sú vinna talsvert verkum Valgerðar í Hallgrímskirkju. Síðan þá hefur Valgerður verið skólastjóri Mynd- listarskólans í Reykjavík og ekki sýnt verk sín opinberlega fyrr en nú, þegar hún hefur látið af þeim störfum. „Hluti teikninganna á sýningunni er unninn í beinu framhaldi af hug- leiðingum mínum um Sólarljóð fyrii’ Reykholtskirkju. Þarna fann ég mikið viðfangsefni sem ég nýti mér í þessari sýningu í Hallgríms- kirkju,“ segir Valgerður. Aðspurð hvort hún hafi áður leitað í trúarleg þemu við mynd- sköpun sína svarar Valgerður neit- andi. „Ekki á annan hátt en ég býst við að þeir sem fást við list- sköpun geri. Þegar mér hafði verið falið þetta verkefni tók ég það hins vegar mjög alvarlega. Ég las Biblí- una og reyndi að setja mig inn í margbrotinn heim allegórískra og guðspekilegra tákna og leitaði m.a. til séra Árna Bergs Sigurbjörns- sonar. Verkin hér eru niðurstaða Morgunblaðið/Ásdís MYNDLISTARKONAN Valgerður Bergsdóttir sýnir passíuteikningar í anddyri Hallgrímskirkju í tilefni dymbilvikunnar. úr þessari könnun og vitnisburður um upplifun mína á viðfangsefninu á þeim tíma.“ Án þess að skýra nánar frá hugmyndum sínum að baki verkunum segir Valgerður að það sé hverjum manni gefið að leggja sína huglægu merkingu í tungumálið þó að þau orð sem hún hafi valið í titla verkanna gefi ákveðna hugmynd um það sem verið er að lýsa. Henni þykja tímamir kalla á andsvar. „Öldin okkar er mörkuð af óheftum tækniframfömm og það er ekki óeðlilegt að við lok hennar leitum við svara við hinum margvíslegu siðferðislegu spurn- ingum sem hafa vaknað. í þessu sambandi held ég að það sé okkur nauðsynlegt að kenna börnum okkar bænir í öllu því ofbeldisflóði sem á okkur dynur. Þá er ekki síð- ur mikilvægt að börn fái að njóta undirstöðumenntunar í myndlist og tónlist og lesnar séu fyrir þau vandaðar bækur. Allt þetta og miklu meira af hinum góðu gildum er nauðsynlegt mótvægi við ógnir heimsins, ræktun hugans og hjart- ans hefur gleymst." Umsóknir um styrki til dagskrárgerðar STJÓRN Menningarsjóðs út- varpsstöðva auglýsti eftir umsókn- um um styrki úr sjóðnum til dag- skrárgerðar í janúar sl. Umsókn- arfrestur rann út 16. febrúar. Hlutverk sjóðsins er skilgreint þannig í útvarpslögum að hann skuli..veita framlög til eflingar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu". Umsóknir um styrki til 264 verkefna bárust, alls að fjárhæð 500 milljónir króna, kostnaðará- ætlun verkefnanna er 1.250 millj- ónir króna. Til úthlutunar verða tæplega 50 milljónir króna. Stjórn sjóðsins er nú fullskipuð og getur því hafið vinnu við úthlut- un. Vegna hins mikla fjölda umsókna er ekki ljóst hvenær niðurstöður stjórnar sjóðsins munu liggja fyr- ir. Þó er ljóst að það getur ekki orðið fyiT en í fyrsta lagi seint í maí nk. Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíLL - hannaður fyrir íslenskar aðstæður .Innifaiið í verði bílsins -v 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél v Loftpúðar fyrir ökumann og farþega ■/ Rafdrifnar rúður og speglar S ABS bremsukerfi v Veghæð: 20,5 cm p' s Fjórhjóladrif v 15" dekk v” Samlæsingar v Ryðvörn og skráning ■/ Útvarp og segulband V Hjólhaf: 2.62 m V Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000, HONDA Slmi: 520 1100 Tímarnir kalla á andsvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.