Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 56
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS ÁRNASON + Jónas Árnason fæddist á Vopna- firði 28. maí 1923. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness hinn 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Jónas- dóttir og Árni Jóns- son, ritstjóri og al- þingismaður. Systk- ini hans eru Valgerð- ur, Jón Múli, Guðríð- ur (dó 1988) og Ragn- heiður. Eiginkona Jónasar var Guðrún Jónsdótt- ir, fædd 22. septem- ber 1923. Hún lést á síðasta ári. Börn Jónasar eru: Jón B., eigin- kona hans er Þórdís Thoroddsen, Ingunn Anna, eigin- maður hennar er Engilbert Guðmunds- son, Ragnheiður, var gift Unnari Þór Böðvarssyni, Birna Jóhanna, eiginmaður hennar er Ilákon Bjarnason, og Árni Múli, eiginkona hans er Amheiður Helga- dóttir. Guðrún og Jónas eiga 10 barna- börn. Jónas var blaða- maður, kennari, al- þingismaður og rit- höfundur. Útfór Jónasar fer fram í Reyk- holti laugardaginn 11. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. Jónas Árnason, tengdafaðir minn, glataði að mestu lífslöngun sinni fyr- ir tæpu ári þegar hann missti lífs- akkeri sitt, hana Gunnu sína. Og nú á lönguföstu féll tjaldið eftir loka- þáttinn í hóflega löngu en afar við- burðaríku lífsdrama. Aðalpersónan í því drama var stórbrotin og nokkuð öfgakennd. ___Jónas var ekki aðeins stór maður vexti og neflangur. Lífsskoðun hans og hugsjónir voru líka stórbrotnar. Jónas þótti afskaplega skemmtileg- ur maður og þegar stuð var á honum á framboðsferðalögum heillaði hann heilu sýslurnar upp úr skónum. Tengdafaðir minn var athafnasamur og lét víða til sín taka. Hann var með bestu blaðamönnum á árunum eftir seinna stríð. Hann þótti af- burðagóður kennari og er minnis- stæður nemendum sínum sem margir vilja þakka honum fleira gott *cn íslensku- og enskukunnáttu sína. Hann var alþingismaður í 16 ár við góðan orðstír. En fyrst og síðast var Jónas rithöfundur, höfundur frá- bærra ævisagna og vinsælla leikrita og svo eru það auðvitað söngtext- arnir. Jónas er nálægur á hverju mannamóti þar sem Islendingar taka lagið og á hverjum leikskóla þar sem börnin vagga sér og syngja bíum bíum bambaló, auk þess sem rómantískt fólk hefur í heilan mannsaldur raulað ágústkvöldið og aðra fallega texta Jónasar við tón- listarperlur bróður hans Jóns Múla. Það var aldrei lognmolla í samskipt- um og samstarfí þeirra bræðra Jónasar og Jóns og saman sköpuðu þeir mörg stórkostleg listaverk. Að baki þeim stóð svo stóra systir þeirra, Valgerður, en um hana talaði Jónas af meiri hlýju en um flestar aðrar manneskjur. Þegar ég kynntist Jónasi var hann að fara í framboð á Vestur- landi í fyrsta sinn. Þingsætið vannst en kosningasjóðurinn var hins vegar neðan við núllið. Þingmaðurinn ný- kjörni kom sér þá í pláss á skak- bátnum Haferni, hjá karli fóður mínum, og dró þorsk og ufsa þar til skuldirnar voru uppgreiddar. Þessi lausn á efnahagslegum vanda var dæmigerð fyrir Jónas. Hann leysti gjarnan málin á óhefðbundinn hátt. Hann tók hagfræðina ekki alltof há- tíðlega og taldi það ekki sérstakan mælikvarða á gáfur „að skilja vísi- töluna". Gróðafíkn þótti honum flestum mannlegum tilhneigingum lágkúrulegri. Þrátt fyrir drjúgar tekjur af bókum, leikritum og söng- textum safnaði Jónas aldrei verald- legum auði. Hann lagði sig afskap- lega lítið eftir að halda bókhald yfir debet og kredit í tilverunni. Það get ég, sem stundum lenti í því að ann- ast fyrir hann skattaframtalið, stað- fest. Hann var ekki fastheldinn á fé t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir og afi, SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON kennari, Lambhaga 19, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laug- ardaginn 11. apríl 1998. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 12.00 á hádegi. Kolbrún Guðnadóttir, Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Benedikt Þór Axelsson, Katrín Gróa Sigurðardóttir, Guðbrandur Randver Sigurðsson, Þórhildur Edda Sígurðardóttir, Axel Benediktsson. t Innilegar þakkir fyrir hlýju og samúð við andlát og útför HJÖRDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Vesturgötu 50A. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 3 á Hrafnistu í Reykjavík. Þórunn Gestsdóttir, Elíza Guðmundsdóttir, Ari Guðmundsson, Gestur Ben Guðmundsson, Ingi Þór Guðmundsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Þórunn Hekla Ingadóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Ásthildur E. Guðmundsdóttir, Kristin I. Hákonardóttir, Björgvin Finnsson, Viktor Ben Gestsson. og margir sem af einhverjum ástæð- um voru tímabundið fallnir út af launaskrá litu á það sem nokkurs konar happdrættisvinning að rekast á Jónas á förnum vegi. Jónas fyrir- leit peningalegt húmbúkk og snobb. Hann ók um á druslum af hinu fjöl- breytilegasta tagi. Merkust þeirra gekk undir nafninu Þrumuvagninn í pólitíkinni á Vesturlandi, en bifreið þessi var svo hávær að sagt var að þegar Jónas æki upp Bröttubrekku á leið í Dali heyrðu framsóknar- menn á Fellsströnd hávaðann og færu á taugum. Ekki skyldu menn þó halda að Jónas hafi verið einhver meinlæta- maður, síður en svo. Hann gekk jafnan í vönduðum fötum, jafnvel svo að sumum pólitískum hreinlífs- mönnum á vinstri vængnum þótti nóg um. Og lystisemdir lífsins lét hann ekki framhjá sér fara, var til að mynda svo sólginn í sælgæti að hann gat spænt í sig heila Mackin- toshdós á augabragði. Nokkrum dögum fyrir andlát sitt sendi hann dótturdóttur sína út í búð eftir 10 lindubuffum. Jónas var stjómmálamaður og rithöfundur. Honum tókst að sam- eina þetta tvennt. I pólitíkinni voru það þjóðemismál og friðarmál sem áttu hug hans. Hann var einhver einarðasti andstæðingur hernaðar- brölts og erlendra stóriðjufram- kvæmda í landinu. Mörg leikrita hans höfðu einnig þann sama boð- skap að færa. Og ef mér leyfist að gerast djúpur og gáfulegur, með þeim hætti sem hvað mest fór í taugarnar á Jónasi, þá sýnist mér að Jónas og Jörundur hundadagakon- ungur hafí verið sammála um að Is- lendingar væru alltof lotnir í sam- skiptum sínum við erlent auðvald. Þeir áttu báðir þann draum að á ís- landi byggju menn, sem „uppréttir kjósa að ganga“. Það var þó ekki stjórnmálamaður- inn eða skáldið í Jónasi sem ég þekkti best heldur fjölskyldumaður- inn og heimilisfaðirinn. Það gat ver- ið afar skemmtilegt að heimsækja hann og Guðrúnu. Jónas var ein- staklega fjölfróður og gat haldið uppi innihaldsríkum umræðum um margs konar grundvallarmálefni á borð við hæfileika knattspyrnukapp- anna í gullaldarliði Skagamanna, fiskni Binna í Gröf, hernaðartækni Gengis Khan í samanburði við taktíska hæfíleika Kjartans Olafs- sonar, fyrir svo utan Kiljan, Þór- berg, Hemingway og Snorra Sturlu- son, að ógleymdum Daríó Fó. Og svo fylgdu þessu alls kyns sögur, hlátur og skemmtilegheit og á góðu kvöldi var kannski farið með nýjan texta sem hann var að semja eða þá limrur sem Jónas skemmti sér við að setja saman hin seinni árin. Á meðan Guðrún hafði enn heilsu var þessu öllu skolað niður með lút- sterka kaffínu hennar ásamt Mack- intosh, ís, lakkrískonfekti eða hverju því sem efst var á vinsældalistanum um þær mundir. Svona kvöld með þeim tengdaforeldrum mínum, Jónasi og Guðrúnu, eru ógleyman- leg og fyrir þau mun ég ævinlega vera þakklátur. Engilbert Guðmundsson. Ef einhver gæti talist pólitískur iærifaðir minn þá er það Jónas Árnason, rihöfundur og fyrrverandi alþingismaður sem andaðist 5. apríl sl. Jónas var ótvírætt mikill örlaga- valdur í mínu lífi enda með öllu óvíst að ég hefði lent svo ungur í fremstu víglínu stjórnmálanna ef hann hefði ekki ýtt mér út í slaginn. Eg kynntist Jónasi fyrst fyrir 40 ánim, haustið 1958. Þetta var nokkrum dögum eftir að landhelgin var færð út í 12 mflur. Jónas bað mig að koma með sér í fundaferða- lag um Austfirði og Norðurland ásamt séra Rögnvaldi Finnbogasyni sem þá var prestur í Hornafirði. Fundarefnið var landhelgismálið og hersetan. I þeirri ferð héldum við átta fjölsótta fundi en tveimur vik- um síðar fórum við Jónas um norð- anverða Vestfírði ásamt Jóni Bald- vin Hannibalssyni, skólabróður mín- um. Jónas var heillandi persónuleiki og sannarlega til forystu fallinn. Ræðurnar sem hann flutti á þessum fundum voru bókmenntaverk í sjálfu sér, meistaralegt sambland brenn- andi predikunar og skoplegra at- hugasemda, eins og hver og einn getur sannfærst um sem gluggar í ræðusafn hans, sem bar heitið Sprengjan og pyngjan og kom út á þessum árum. Eftir þessa ferð urð- um við Jónas nánir félagar og vopnabræður í stjórnmálum og sú samvinna stóð óslitið í tvo áratugi eða til 1979, þegar Jónas hvarf af þingi. I Jónasi fór saman sterk siðferðis- kennd, róttæk þjóðfélagsgagnrýni, einlæg samúð með fátæku alþýðu- fólki, óbeit á fjármálabraski, aðdáun á því óspillta, einlæga og tilgerðar- lausa í fari fólks ásamt frjóu og sí- kviku skopskyni sem litaði sterkum litum flest sem frá honum kom. Hann var skapmaður mikill og fór ekkert dult með gremju sína og reiði þegar honum mislíkaði. Hann hafði meðfætt ógeð á hvers konar hé- gómaskap, tilgerð og skrúðmælgi og var lítt hrifinn, þegar hann fann tómahljóð á bak við hátíðleikann. Hann hóf sinn rithöfundarferil sem blaðamaður á Fálkanum og seinna Þjóðvfljanum og vakti strax mikla athygli með skrifum sínum. En skyndilega sárvantaði Sósíalista- flokkinn frambjóðanda á Seyðisfirði í þingkosningum 1949. Jónas var sendur á vettvang til að bjarga því sem bjargað yrði, en þar hafði hann átt heima sem barn í nokkur ár. Jónas fékk 66 atkvæði í þessu minnsta kjördæmi landsins og það nægði til að hann varð landskjörinn þingmaður, þá 26 ára gamall. Seinna talaði hann oft um það sjálfur, að at- kvæðin hefðu öll rúmast í einum strætisvagni. Eftir fjögur ár á þingi varð hann kennari á Norðfirði og undi sér þar afar vel. Hann fór að senda frá sér hverja bókina af annarri með smá- sögum og stuttum frásagnarþáttum og allar hlutu þær frábærar viðtök- ur. Jónas má tvímælalaust telja einn helsta brautryðjanda íslenskrar leikritunar. Hann var einnig hag- mæltur vel, þótt aldrei færi hann reyndar með kveðskap í þingveisl- um og setti sjaldan saman vísu í þinginu. Hann var söngmaður ágæt- ur eins og faðir hans hafði verið, og með Jón Múla bróður sinn sér við hlið kom það af sjálfu sér, að flest hans sviðsverk urðu leikrit með söngvum. Jónasi þótti skemmtilegast að semja söngvana og samdi þá oft fyrst, áður en hann byrjaði á leiktextanum. Söngvarnir í mörgum þessara verka eru tvímælalaust það besta sem fínna má í íslenskum söngleikjum. Frumraun þeirra bræðra, Deleríum Búbónis, kom strax upp um snilld þeirra, og brátt fylgdi hvert sviðsverkið af öðru, sem hann ýmist samdi einn eða í sam- vinnu við aðra. Persónulega fínnst mér, að Skjaldhamrar hafi verið hans besta verk. Jónas var ekki mik- ill aðdáandi skandinavískra höfunda, en þeim mun hrifnari af breskum og írskum höfundum. Honum fannst norræni arfurinn þungur og húmor- lítill en arfurinn frá Bretlandseyjum þeim mun líflegri. Bernard Shaw og Oscar Wilde voru hans menn, einnig írsku höfundarnir, Behan og Synge, og þýddi hann leikverk eftir báða þá seinastnefndu af einstakri snilld. Jónas var einn helsti forystumað- ur herstöðvaandstæðinga um langt árabil og sat á þingi fyrir Alþýðu- bandalagið 1967-79. í landhelgis- deilunni við Breta á tímum vinstrist- jórnarinnar 1971-74 fór hann marg- ar ferðir til Bretlands að kynna mál- stað okkar og vakti mikla athygli hvar sem hann fór. Jónas var kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur sem lést fyrir hálfu ári og áttu þau fimm börn. Um leið og við Hallveig færum þeim og fjölskyld- unni allri samúðarkveðjur okkar, kveðjum við Jónas með þakklæti fyrir ógleymanlegar ánægjustundir sem við áttum með þeim Guðrúnu. Ragnar Arnalds. Um tvítugsaldur hafa kynni af fólki mótandi áhrif á opinn huga og minningar frá því æviskeiði eru lit- ríkar og ljóslifandi eins og kvikmynd sem rennur fyrir hugskotssjónir. Kynni okkar af Jónasi Árnasyni ollu straumhvörfum í lífi okkar og starfi. Hann var skemmtilegasta og unglegasta „gamalmenni" sem við höfðum kynnst. Hann var reyndar aðeins 45 ára, en okkur þóttu þau ár mörg. Minningin um þennan hávaxna, raddsterka alþingismann sem stökk yfir götuna til að fylgjast með æf- ingum á leikriti sínu um Jörund hundadagakonung gleymist ekki. Hann hló hátt, sagði skemmtisögur og lýsti því yfir að ætti hann að velja í hvoru leikhúsinu hann starfaði, t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út- farar JÓRUNNARJÓNSDÓTTUR, Háholti 10, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umönnun. Guðríður Sigurjónsdóttir, Ragnar G. Gunnarsson, Halldór Sigurjónsson, Hrönn Jónsdóttir, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Ómar Blöndal Siggeirsson, Gunnar Jón Sigurjónsson, Þorbjörg Skúladóttir, Kristjana Jónsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU J. JÓNSDÓTTUR, Sólvangi, áður Fjóluhvammi 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs. Guð blessi ykkur öll. Jón Gunnar Jóhannsson, Unnur Jóhannsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Helga Ólafsdóttir, Hjalti Jóhannsson, Helga Bjarnadóttir, Edda Jóhannsdóttir, Kristinn Friðrik Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.