Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐFINNA GUÐLA UGSDÓTTIR Guðfínna Guð- Iaugsdóttir fæddist í Vík í Mýr- dal 22. ágúst 1923. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skógar- bæ 30. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- laugur Gunnar Jónsson (f. 8.2. 1894, d. 24.4. 1984) og Guðlaug Matt- hildur Jakobsdóttir (f. 24.8. 1892, d. 6.2. 1938). Systkini Guð- finnu: Jakob (f. 6.7. 1917, d. 4.6. 1992), Valgerður (f. 7.10. 1918), Jón (f. 28.9. 1919), Anton (f. 26.11. 1920, d. 22.8. 1993), Guð- rún (f. 4.7. 1922), Sólveig (f. 24.12. 1924), Guðlaug Sigurlaug (f. 6.2. 1926), Einar (f. 9.5. 1927, d. 16.6. 1996), Guðbjörg (f. 27.6. 1929), Ester (f. 9.3. 1931), Erna (f. 30.4. 1932), Þorsteinn (f. 24.8. 1933), Svavar (f. 27.4. 1935) og Guðlaug Matthildur (f. 10.1. 1938). Hinn 30. apríl 1947 giftist Guðfinna Björgvini Ólafssyni (f. 3.6. 1922). Þau eignuðust sjö börn: 1) Guðlaug (f. 18.10. 1944, d. 29.9. 1958), 2) Onnu Ólöfu (f. 18.8. 1946), gift Steinari Óskari Jóhannssyni og átti með honum tvö börn, Guðfínnu og Jóhann. Þau skildu. Sambýlismaður Önnu er Jón Eyjólfsson. Guð- finna á dótturina Önnu Eir. 3) Odd- nýju Hrönn (f. 28.1. 1949). Gift Gunnari Magnúsi Gröndal og eiga þau þrjú börn, Gunnar Orra, Hauk Frey og Ragnheiði. 4) Bryn- dísi Dagnýju (f. 4.10. 1950), gift Guðbrandi Þor- valdssyni og eiga þau þrjú börn, Björgvin ívar, Sig- ríði Hrönn og Al- dísi. Björgvin Ivar á tvö börn, Bjarka og Mirru. 5) Guðmund Má (f. 22.1. 1955), kvæntur Júlíönu Þorvaldsdótt- ur og eiga þau tvö börn, Auði Hrefnu og Odd Inga. Áður hafði Júlíana eignast Þorvald Má. 6) Davíð Þór (f. 9.4. 1956), kvænt- ur Svölu Ólafsdóttur og eiga þau þrjá syni, Davíð Stein, Ólaf Birgi og Hjalta Þór. 7) Guð- laugu (f. 4.6. 1958), gift Halldóri Halldórssyni og eiga þau þrjú börn, Heiðar Pál, Helgu Rún og Björgvin Smára. Áður hafði Björgvin eignast soninn Jón Stefán (f. 30.5. 1943). Hann er kvæntur Ingibjörgu H. Krist- jánsdóttur og eiga þau þrjú börn, Stefán, Soffíu og Selmu. títför Guðfínnu fer fram frá Víkurkirkju í Mýrdal laugar- daginn 11. apríl og hefst at- höfnin klukkan 14. Að kvöldi 30. mars sl. lést tengda- móðir mín, Guðfinna Guðlaugsdótt- ir, 74 ára að aldri. Hún hafði átt við -^lvarleg veikindi að stríða síðastlið- ið ár og hefur því verið leyst undan þrautum sínum. Nú að leiðarlokum langar mig til þess að rifja upp lífs- hlaup hennar. Guðfmna var sjötta barn foreldra sinna, sem eignuðust alls fimmtán böm á tuttugu árum, og rúmu ári Krossar d íeiði Ryðfrítt stáí - varaníeg t efni Krossamir emjramkiddir úr úvíthúðuðu, ryðfríu stáíi. M innisvarði sem endist um ókomna ttð. Sóíkross m/geisium. Hceð 100 sm.frájörðu. Tvcfaídur kross. Hœð 110 smfrájörðu. Hringið í síma 431-1075 og fáið litabækiing. BLIKKVERKt Dalbraut 2, 300 Akranesi. J Simi 431 -1075, fax 431 -3076 eftir að hún fæddist eignuðust for- eldrar hennar sjöunda barnið og því var Guðfinnu komið í fóstur, árs- gamalli, að Kerlingardal í Mýrdal. Þar bjó Oddur Sverrisson, ásamt öldruðum foreldrum sínum. Hann gekk Guðfinnu í fóðurstað. Skömmu síðar fór Oddur sem ráðsmaður til ekkju er bjó að Skammadal í Mýr- dal og fylgdi Guðfinna honum þang- að. Þar bjuggu þau til ársins 1930, en það haust lést Oddur af slysför- um. Var það Guðfinnu mikið áfall enda mjög kært með þeim. Hún minntist hans ávallt með mikilli hlýju og skírði síðar eina af dætrum sínum eftir honum. Eftir andlát Odds tóku hjónin Lárus Helgason og Elín Sigurðar- dóttir á Kirkjubæjarklaustri Guð- finnu að sér og dvaldi hún hjá þeim fram til tvítugs, en þá fluttist hún til Reykjavíkur. Veturinn 1941-1942 gafst Guðfinnu kostur á námi við húsmæðraskólann á Hallormsstað. Hafði hún gaman af þeirri skólavist og kynntist þar stúlkum sem hún tengdist vinaböndum. Arið 1943 réðst Guðfinna sem vinnukona á heimili í Reykjavík og það sama ár tókust ástir með henni og Björgvini Ólafssyni, síðar eigin- manni hennar. Þau höfðu þá reynd- ar vitað hvort af öðiu um árabil. Björgvin, tengdafaðir minn, sagði mér eitt sinn að fyrsta minning hans um Guðfinnu væri frá árinu 1937. Hann var að spila á harm- oníku á dansleik sem haldinn var í sveitinni þegar hann sá glæsilega dökkhærða stúlku í salnum. Þessi stúlka reyndist vera Guðfinna. Hún var þá aðeins fjórtán ára en Björg- vin fimmtán ára gamall. Haustið 1944 hófu Guðfinna og Björgvin búskap og hinn 18. októ- ber sama ár eignuðust þau frum- burð sinn, soninn Guðlaug. Hann misstu þau svo tæplega 14 ára gamlan og var hann foreldrum sín- um mikill harmdauði. Guðfinna og Björgvin bjuggu alla tið á Stór-Reykjavíkursvæðinu og eignuðust alls sjö böm. Þrátt fyrir stóran barnahóp og þröngan húsa- kost var heimili þeirra ávallt opið þeim sem áttu um sárt að binda eða þurftu á tímabundinni aðstoð að halda. Um 12 ára skeið bjó föður- bróðir Björgvins, Davíð Ólafsson, hjá þeim. Þá tóku þau Ólaf, systur- son Björgvins, í fóstur um sex ára skeið eða þar til hann gat aftur farið til móður sinnar. Sterk tengsl mynduðust á milli Guðfinnu og Ólafs og kallaði hann hana ávallt mömmu. Einnig bjó hálfbróðir Björgvins, Sigurður Sveinsson, á heimilinu einn vetur er hann var við nám í Samvinnuskólanum. Þá áttu bamabömin athvarf hjá ömmu sinni og afa þegar á þurfti að halda. Þessu stóra heimili sinnti Guðfinna af einstökum dugnaði og ósérhlífni. Líf Guðfinnu snerist um fjölskyld- una og heimilið. Hún sinnti þessum störfum af einstakri alúð, um- hyggjusemi og trúmennsku. Hún hafði sérstakt lag á bömunum og minnast þau þess ekki að hún hafi nokkurn tíma skammað þau. Því trúi ég vel, því að Guðfinna þurfti ekki að byrsta sig til þess að á hana væri hlustað. Hún hafði þá eigin- leika að laða fram það besta hjá hverjum og einum með hógværð og tillitssemi. Hún umgekkst börnin sem jafningja sína og þessara eigin- leika hennar nutu barnabörnin í rík- um mæli. Eg kynntist Guðfinnu árið 1984 er ég giftist syni hennar Davíð Þór. Þegar frumburður okkar fæddist var gott að geta leitað til hennar því hún var ævinlega boðin og búin að aðstoða okkur og gefa nýbökuðum foreldrum góð ráð. Aldrei gagnrýndi hún okkur eða fann að því sem við gerðum. Guð- finna var glaðvær kona, ávallt bros- andi og fagnaði manni í hvert sinn sem maður kom í heimsókn. Barna- börnin tók hún í faðm sinn um leið og þau birtust. Hún var einstök tengdamamma og amma. Hún gat komið í stað margra en enginn kem- ur í hennar stað. Síðustu ár ævinnar þjáðist Guð- finna af erfiðum sjúkdómi og þurfti mikla aðstoð frá degi til dags. Eig- inmaður hennar, Björgvin, varð þá hennar stoð og stytta og hugsaði um hana af einstakri ástúð og nær- gætni allt til hinstu stundar. Síðast- liðið ár var Guðfinnu sérstaklega erfitt og fór svo að hún þurfti að flytja á hjúkrunarheimilið Skógar- bæ þar sem hún þurfti umönnun all- an sólarhringinn. Þar var fyrir fólk sem sýndi henni hlýlegt viðmót og gætti þarfa hennar í hvívetna. Ég er viss um að Guðfinna kvaddi þessa jarðvist sátt við sitt hlut- skipti. Vissulega varð hún fyrir mótlæti eins og aðrir á lífsleiðinni, en hún hafði lengst af mikið andlegt þrek og góða heilsu. Hún var svo lánsöm að eignast sjö mannvænleg böm og mann sem stóð alla tíð við hlið hennar og hin síðari ár eins og klettur. Þau hjónin áttu saman skemmtileg efri ár, ferðuðust víða og létu þá drauma rætast sem þau gátu ekki uppfyllt á yngri árum. Meira að segja höfðu þau keypt sér nýja og fallega íbúð skömmu áður en Guðfinna veiktist. Því miður auðnaðist þeim ekki að vera lengur saman þar. Tengdamóður mína kveð ég með þakklæti, bið góðan Guð að blessa minningu hennar og vaka yfir eigin- manni hennar, börnum og öðrum aðstandendum. Svala. Ég kynntist þér, Guðfinna mín, fyrir rúmlega 12 ámm, nokkru eftir að ég fór að venja komur mínar í Auðarstrætið til hennar Gullu dótt- ur þinnar. Þið Björgvin bjugguð á miðhæðinni en Gulla í kjallaranum. Við Gulla fundum það fljótlega að við áttum vel saman og því kom að þvl óhjákvæmilega; að vera kynntur fyrir tengdó! Ekki er hægt að segja að ég hlakkaði til þessarar stundar. Tengdamömmur hafa ekki orð á sér að vera nein lömb að leika sér við. Og daginn sem mér var boðið í mat til ykkar var ég „skítnervus". Til að gera langa sögu stutta, þá reyndist þessi ótti algerlega ástæðulaus. Þið tókuð mér einstak- lega vel og ég fann frá fyrstu stundu að ég var velkominn. Upp frá þessu tókust kynni okk- ar. Þín létta lund og alþýðlegt við- mót snarsneri tengdamömmuí- myndinni sem ég hafði byggt upp í huga mér. Mér þótti afar vænt um þig, ekki síst þegar þú tókst upp málstað minn þegar Gulla var að kvarta undan kenjunum og uppá- tækjunum í mér. Þú vildir alls ekki trúa þeim upp á mig. Að sjálfsögðu hafði Gulla alveg rétt fyrir sér, en það var samt gott að hafa þig mín megin. Þú varst líka svolítið uppá- tækjasöm og til í ýmislegt. Til dæm- is skelltirðu þér umhugsunarlaust á hestbak einu sinni þegar þú komst upp í hesthús með mér, enda þótt þú hefðir ekki farið á hestbak síðan í æsku. Þegar börnin okkar Gullu komu í heiminn þá voru þau fljót að finna að hjá þér var gott að vera. Heiðar Páll, sá elsti, varð sérstaklega hændur að þér og milli ykkar mynduðust sterk tengsl. Þegar Helga Rún og síðar Björgvin Smári fóru að stálpast var heilsu þinni því miður farið að hraka, en engu að síðm- gastu gefið þeim svo mikið af sjálfri þér. Þið hjónin nutuð hvorugt þeirrar gæfu að alast upp í foreldrahúsum. Líklega er það m.a. ástæða þeirrar hluttekningar sem þið sýnduð þeim sem minna mega sín. Þeir voru fleiri en einn og fleiri en tveir ein- stæðingarnir sem þið ýmist skutuð yfir skjólshúsi eða aðstoðuðuð yfir ævina. Og það þótt þið ættuð sex börn og byggjuð sjálf við takmörk- uð efni framan af. Þeir sem sýna öðrum svona mik- inn kærleika og gefa svona mikið af sér eins og þú eiga skilið að eiga ánægjulega daga þegar Iíða fer á ævina. Því miður fékkst þú ekki þau laun sem þú áttir skilið. Heilsunni hrakaði hægt og sígandi og þú þurftir að takast á við erfiðan sjúk- dóm sem nú hefur tekið sinn endan- lega toll. Þetta var erfiður tími fyrir þig og ástvini þína. En það var fal- legt að sjá hvernig þið hjónin fóruð saman gegnum þetta tímabil. Ég tek ofan fyrir þér og Björgvini tengdafóður mínum sem sýndi ein- stakan styrk í veikindum þínum og var þér ómetanleg stoð. Þakka þér fyrir allt. Halldór. „Amma er dáin.“ Þessi frétt barst okkur bræðrum til Danmerkur mánudagskvöldið 30. mars. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért horfin úr þessum heimi, elsku amma, en við vitum að þú ert komin á betri stað þar sem þú hefur öðlast frið. Þú varst ætíð styrk stoð. Alltaf var hægt að líta inn hjá ykkur afa þar sem manni var tekið opnum örmum og þú vildir ætíð allt fyrir alla gera. Þú bjóst yfir svo mikilli hlýju og óeigingirni sem þeir, er nutu návistar þinnar fundu ávallt sterkt fyrir. Þú varst eina amman sem við kynntumst og varst því mjög mikil- væg persóna í tilveru okkar bræðra. Það er óskiljanlegt þegar einhver sem alltaf hefur verið til staðar er skyndilega horfinn. En minningarn- ar eru margar og góðar og við kom- um til með að lifa á þeim um ókomna tíð. Þú munt ávallt eiga stað í hjörtum okkar og við minn- umst þín með söknuð í huga. Elsku afi, þú stóðst eins og klett- ur við hlið ömmu í hennar erfiðu veikindum. Við biðjum Guð að styrkja þig í þessari miklu sorg og þó að við getum ekki verið viðstadd- ir útfór hennar erum við með þér og fjölskyldunni í anda á þessum erfiðu tímum og sendum ykkur öllum inni- legar samúðarkveðjur. Gunnar Orri og Haukur Freyr. Tengdamóðir mín, Guðfinna Guð- laugsdóttir, er látin eftir erfið veik- indi. Hún var ákaflega hlý og glað- lynd kona. Sjaldan féll henni verk úr hendi. Hún var samviskusöm og vandvirk við það sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var við barnauppeldi eða önnur störf, enda sótti ungviðið í hennar hlýja faðm. Guðfinna hafði mikið dálæti á garðrækt. Mér er mjög minnisstæð- ur garðurinn í Auðarstræti þegar Guðfinna og Björgvin fluttu þangað. Hann var ekki mikið augnayndi fyr- ir utan nokkur hávaxin tré sem í honum stóðu. Það var tekið til hend- inni og ekki liðu mörg ár, þar til þessi garður var orðinn gróinn og fallegur enda ómæld vinna og natni lögð í hann. Á þessum tíma gat maður verið nokkuð viss um að kæmum við í heimsókn að sumar- lagi var Guðfinnu að finna í garðin- um, brosandi og með hæfilega mikið af mold á höndunum og hnjánum. Um nokkurra ára skeið áttu Guð- finna og Björgvin sumarhús í Hveragerði, með dágóðum garði og litlu gróðurhúsi. Þangað fóru þau oftast er þau áttu frí, hvort sem það var að vetri eða sumri. Þar undu þau sér vel við að rækta garðinn og gera hann sem fallegastan. Þarna áttum við fjölskyldan margar ánægjustundir. Ég á eftir að ylja mér um ókomna tíð við þær minn- ingar þegar Guðfinna gekk með okkur um garðinn og sýndi okkur hvernig hann óx og dafnaði. Þá fann maður þá alúð og þann metnað sem hún lagði í hann. Þannig minnist ég Guðfinnu . Með þessu kvæði eftir Þorstein Erlingsson, sem ég veit að þú hafðir mikið dálæti á, kveð ég þig, elsku Guðfinna, og þakka þér fyrir góð kynni og samfylgdina. Blessuð sé minning þín. Sú rödd var svo fógur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni; hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfógur ljóð um svo margt, sem ég unni, og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein - ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. (Þorsteinn Erlingsson.) Elsku Björgvin, börn, barnabörn, barnabamabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Júlíana Þorvaldsóttir. Með nokkrum orðum langar mig til að kveðja hinstu kveðju elsku- lega tengdamóður mína, Guðfinnu Guðlaugsdóttur, en hún verður til moldar borin frá Víkurkirkju í Mýr- dal laugardaginn 11. apríl. Guðfinna fæddist á úthallanda sumri árið 1923 í Vík í Mýrdal og voru foreldrar hennar sæmdarhjón- in Guðlaugur Gunnar Jónsson og Guðlaug Matthildui- Jakobsdóttir. Hún var hin 6. í röð 15 systkina sem öll komust til fullorðinsára. Aðeins rámlega ársgömul var Guðfinna send í fóstur til Odds Sverrissonar í Kerlingardal og má nærri geta að það hefur verið þungbær ákvörðun foreldrum hennar að láta frá sér litlu dóttur sína. Oddur lést af slys- förum árið 1930 og var Guðfinna þá send að Kirkjubæjarklaustri og þar dvaldi hún fram að tvítugsaldri, en hélt þá til Reykjavíkur. I Reykjavík kynntist Guðfinna eftirlifandi manni sínum, Björgvini Olafssyni frá Efri-Steinsmýi-i í Meðallandi, og gengu þau í hjóna- band árið 1946. Þau eignuðust sjö börn og komust öll upp nema það elsta, Guðlaugur, en hann lést fjórt- án ára gamall. Auk bai’na sinna tóku þau hjónin í fóstur systurson Björgvins og ólu hann upp sem sinn eigin. Einnig dvaldi á heimili þein-a um margra ára skeið föðurbróðh Björgvins. Það hlýtur því oft að hafa verið þröngt í búi hjá svo stórri fjölskyldu, en af frábærum dugnaði og eljusemi tókst þeim að koma öll- um börnum sínum manns. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Guðfinnu fyrir röskum 25 árum er ég gekk að eiga dóttur hennar, Oddnýju. Mér varð fljótlega ljóst að þarna fór einstök kona; ein af þess- um fórnfúsu konum sem helga líf sitt fjölskyldu sinni og því að hjálpa og þjóna öðrum á alla lund án þess nokkurn tíma að spyrja hver launin verði. Guðfinna hafði til að bera óbilandi bjartsýni, þolinmæði og viljafestu, ásamt kjarki til að takast á við vandamál líðandi stundar. Hún var glaðlynd og hláturmild og vildi öllum það besta. Börnum var hún einstaklega góð enda hændust þau að henni. Fyrir nokkrum árum greindist Guðfinna með ólæknandi sjúkdóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.