Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 65 JÓNA Guðmundsdóttir, Magdalena Kristinsdóttir og Halla Sveinsdóttir, eigandi. Ný vefnaðarvöruverslun í Hlíðarsmára OPNUÐ hefur verið ný vefnað- arvöruverslun, Saumalína, í Hlíðasmára 14, Kópavogi, þar sem áhersla er lögð á vönduð efni í saumaskapinn. Eigandi verslunarinnar er Halla Sveins- dóttir. Verslunin flytur inn efni frá Belgíu, Þýskalandi og Hollandi ásamt fleiri aðilum. Borgaraleg- ferming í tíunda sinn UM 900 manns voru viðstaddir borgaralega fermingu sem fór fram í Háskólabíói sunnudaginn 29. mars. Þetta er tíunda árið í röð sem borgaraleg ferming er haldin. Mörg fermingarbörn tóku virkan þátt í hátíðinni með hljóðfæraleik, ljóðaupplestri, ávarpi og flutt var frumsamin tónlist. Hátíðinni stjórn- aði Þorleifur Hauksson, íslensku- fræðingur. Ræðumenn voru Haf- steinn Karlsson, skólastjóri, og Guðlaug María Bjarnadóttir, leik- kona. „Borgarleg ferming er kostur sem margar fjölskyldur velja. Um 260 fjölskyldur hafa tekið þátt í borgaralegri fermingu undanfarin 10 ár. Félagið Siðmennt sér um at- höfnina og undirbúningsnámskeið, þar sem m.a. er fjallað um mannleg samskipti og siðfræði óháð trúar- brögðum," segir í frétt frá Sið- mennt. ---------------- • • Hverinn í Oskju- hlíð gýs um páskana GOSHVERINN í Öskjuhlíð hefur notið sívaxandi vinsælda borgarbúa og gesta sem til borgarinnar koma, bæði innlendra sem erlendra. Vegna þess fjölda sem daglega kemur að skoða hverinn hefur verið ákveðið að lengja tímann sem hver- inn gýs nú um páskana og mun hann þá gjósa frá kl. 13-17 dag hvern. Fyrst um sinn mun hverinn einnig gjósa á sama tíma allar helg- ar. Athugasemd frá formanni Dagsbrúnar-Framsóknar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hall- dóri Björnssyni, formanni Dags- brúnar-Framsóknar: í grein í Morgunblaðinu miðviku- daginn 8. apríl krefur Björgvin Þor- varðarson undirritaðan skýringa á ólýðræðislegum og einræðislegum vinnubrögðum í Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélagi. Þeim hluta greinarir.nar var svar- að í Morgunblaðinu í gær, þar sem farið var nákvæmlega yfir ásakanir vegna póstatkvæðagreiðslu í félag- inu, afstöðu stjórnar D&F til sam- einingar við Sókn og FSV, þannig að ekki er ástæða til að endurtaka þau svör. Rétt er þó að benda á að samein- ingin hefur hvorki verið samþykkt né afgreidd og niðurstaðan í at- kvæðagreiðslunni í D&F liggur ekki fyrir fyrr en 18. apríl og þá verður tekin afstaða til framhalds málsins. Annað mál er ásakanir hans á mig vegna „Ölfusborgasukksins" sem hann nefnir svo smekklega. Þar verður Björgvin að gera sér grein íyrir að ég er aðeins einn í sjö manna stjórn. Þar með er hann að bera þessar sakir á alla stjórnina, þar með fulltrúa annarra stéttarfé- laga. Hann heldur því fram að D&F sé að byggja marmarahöll í Ölfusborg- um á kostnað orlofssjóðs félagsins. Sannleikurinn er sá að verið er að byggja timburhús á einni hæð ca. 380 fm til að bæta úr allri kennslu- og fundaraðstöðu í Ölfusborgum svo hægt sé að veita orlofsbyggðinni og félögunum fullnægjandi þjónustu. Dagsbrún og Framsókn - stéttarfé- lag er einn af 23 eigendum í Ölfus- borjnim. Akvörðun um byggingu þessa húss í Ölfusborgum var tekin á lög- legum aðalfundi 1997, þar sem mik- ill meirihluti húseigenda samþykkti að fara út í þessa framkvæmd. Við erum ekki að byggja þetta hús fyrir fjármagn úr oriofssjóði félagsins nema sem svarar eignarhlutdeild okkar í byggðinni. í öðrum orlofs- byggðum, þar sem þjónustumið- stöðvar hafa verið byggðar, hefur það verið framkvæmt með þessum hætti án þess að til ágreinings hafi komið. í Ölfusborgum er hins vegar kominn upp ágreiningur um lög- mæti samþykktar aðalfundarins frá 1997, en það mál er ekld kosninga- mál í Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélagi, eins og Björgvin vill láta gerast. Það mál verður tekið fyrir á fulltrúaráðsfundi í rekstrar- félagi Ölfusborga seinna í þessum mánuði og það er rétti vettvangur- inn til að leiða það til lykta en ekki í framboðsslag í Dagsbrún og Fram- sókn - stéttarfélagi. En mér er ijúft að vera kallaður „sukkari“ ef það á að vera einkunn- arorð um þá sem vilja auka og bæta aðstöðu félagsmanna í orlofsbyggð- unum. Allur þessi málatilbúnaður lýsir óskaplegri málefnafátækt þess hóps sem kallar sig „Framboð verka- fólks“ og segist stefna að stjórnar- framboði við stjórnarkjör 1998. Ferðafélag Islands með páskaferðir FERÐAFÉLAG íslands efnir til nokkurra ferða um bænadaga og páska og er rútuferð frá Reykjavík í þær frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin og Ferðafélagshús- inu, Mörkinni 6. A skírdag, fímmtudag 9. apríl, kl. 10.30 er bryddað upp á skemmtilegum nýjungum í ferðum en þá er höfð samvinna við Ferða- málafélag Ölfushrepps í tveimur ferðum. Annars vegar er strand- ganga frá Þorlákshöfn í Selvog sem er gönguferð um mjög sér- stæða strandlengju er tekur um 4 klst. í þessari ferð er farið frá fé- lagsheimilinu Þorlákshöfn kl. 11.30. Hins vegar er um að ræða fjölskylduferð Ferðamálafélagsins í Selvog. Þetta er létt ganga með Hlíðarvatni niður að ósi. Hin fræga Strandarkirkja verður heimsótt og síðan komið við í fjárhúsunum í Vogsósum og skoðuð nýfædd lömb. I Þorlákshöfn er farið í þessa ferð á einkabílum frá félagsheimil- inu kl. 11.30. Fararstjóri í fjöl- skylduferðinni er Edda Pálsdóttir frá Ferðamálafélagi Ölfushrepps. Heimkoma til Reykjavíkur er áætl- uð um kl. 17.30. A föstudaginn langa 10. apríl kl. 10 er ferð á söguslóðir í Rangár- þingi. Farið verður á Njáluslóðir og aðrar söguslóðir. M.a. farið að Odda, Bergþórshvoli, ýmsum stöð- um í Fljótshlíð, Njálumiðstöðin á Hvolsvelli heimsótt, komið að Keldum og víðar. Fararstjóri er Sigurður Kristinsson. A mánudaginn annan í páskum 13. apríl kl. 13 er gengin Almenn- ingsvegur í Vatnsleysustrandar- hreppi. Genginn hluti þessarar elstu samgönguleiðar í hreppnum og tekur gangan um 3 klst. -------♦-♦-♦----- Norskur predik- ari í heimsókn NORSKI leikpredikarinn Gunnar Hamnoy kemur hingað til lands um næstu helgi. Hann hefur í mörg ár verið starfsmaður Kristniboðssam- bandsins í Noregi og hefur haft mikil áhrif víðsvegar í heimalandi sínu. Hamnöy hefur komið áður til íslands. í tilefni af heimsókn Hamnöys verður haldin samkomuröð, alls fimm samkomur, í Kristniboðssaln- um, Háaleitsbraut 58 í Reykjavík, þar sem gesturinn predikar. Mál hans verður túlkað. Fyrsta sam- koman verður þriðjudaginn 14. þ.m. og hefst kl. 20.30. Einsöngur, tví- söngur eða kvartettsöngur verður öll kvöldin og mikill almennur söng- ur. Hamnöy mun einnig tala á al- mennum samkomum í félagsheimili KFUM og K, Holtavegi 28, sunnu- dagana 19. og 29. þ.m. og hefjast þær kl. 17. Þá verður hann á Akur- eyri mánudag og þriðjudag í næstu viku og predikar þar í sal KFUM og K í Sunnuhlíð. Allir eru velkomnir á samkomur Gunnars Hamnöy. Kirkjuskóli á snældu KIRKJUSKÓLINN minn heitir ný snælda sem gefin hefur verið út af útgáfufyrirtækinu September ehf. en það rekur m.a. stafrænt hljóðver. Eigendur þess eru Þórð- ur Guðmundsson, Hafþór Guð- mundsson og Siggeir Pétursson. Um er að ræða nokkurs konar sunnudagaskóla þar sem bæði eru sungið og talað, segir í fréttatil- kynningu. Á þessari snældu syngja stúlkur úr Hjallaskóla í Kópavogi undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur og Þóru V. Guðmundsdóttur. Lögin sem stúlkurnar syngja eru ein- faldir hreyfisöngvar, svo sem: Jesús er besti vinur barnanna, Djúp og breið. Þá er einnig að finna sálma frá fyrri tíð, eins og t.d. Ó Jesús, bróðir besti og skírn- arsálminn Ó, blíði Jesús blessa þú. Á milli sálmanna er kristileg fræðsla og boðun sem sr. Karl V. Matthíasson, sóknarprestur í Grundarfirði, flytur. Fjallar hann um ást Guðs á okkur mönnunum, víkur að páskum, skírninni og fermingunni, ásamt því sem hann talar um mikilvægi þakklætisins í lífinu. Efninu lýkur svo með bæn sem sr. Karl fer með, en þar er beðið fyrir Iandi og þjóð ásamt öðrum bænarefnum. Snældan er seld í Kirkjuhúsinu við Laugaveg og Akureyrarkirkju en einnig munu börn ganga sums staðar í hús og bjóða hana til styrktar ýmissi æskulýðs- og ung- lingastarfsemi. LEIÐRÉTT Rangur opnunartími í BLAÐINU í gær miðvikudag birt- ist myndlistardómur Gunnars J. Árnasonar um sýningu Jónasar Braga Jónassonar í Stöðlakoti. Rangur opnunartími var greininni og er beðist velvirðingar á því. Rétt- ur opnunartími er að það er opið alla daga frá kl. 14-18. Stjórnvöld mega ekki I Morgunblaðinu í gær, miðviku- dag 8. apríl, birtist grein eftir Guð- mund Hauksson, sparisjóðsstjóra SPRON, með yfu'skriftinni: Sann- gjarnar leikreglur. Villa var í út- drætti með greininni, sem átti að vera þessi: Stjórnvöld mega ekki, segir Guðmundur Hauksson, grípa til aðgerða sem skekkja samkeppnis- stöðu fyrii-tækja á fjármálamarak- aði. Ekki trúartónlist í fréttatilkynningu frá Óháða söfnuðinum í Morgunblaðinu á þriðjudag segir að tónlistarmaðurinn KK, Kristján Kristjánsson, muni „syngja trúartónlist sem hann hefur samið“ í kirkju safnaðarins næst- komandi fóstudag. Til fyrirbyggja misskilning vill Kristján taka fram að hann hvorki syngi né semji „trú- artónlist", heldur hyggist hann flytja lög úr safni sínu sem hann telur við- eigandi að syngja í kirkju á fóstu- daginn langa. Ekki framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins I Morgunblaðinu í gær var Einar Karl Haraldsson sagður fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Hann var framkvæmdastjóri flokks- ins frá 1992 til haustsins 1996, en gegnir því starfi ekki lengur. --------♦-♦-♦-------- ■ STJÓRN Bandalags háskóla- manna lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í heilbrigðisþjónustu vegna viðtækra uppsagna hjúkrunarfræðinga. Stjórn bandalagsins skorar á stjórnvöld að beita öllum tiltækum ráðum til að bæta starfskjör hjúkr- unarfræðinga í þeim tilgangi að laða þá til starfa við heilbrigðisstofnanir, segir í ályktun. Skemmtanir ■ Á MÓTI SÓL er komin á fullt skrið eftir smávetrarfrí. Hljóm- sveitin leikur á Gjánni Selfossi föstudagskvöld frá kl. 00-4 og Höfðanum, Vestmannaeyjum laug- ardags- og sunnudagskvöld. Þess má geta að hljómsveitin er nú í hljóðveri að taka upp tvö lög sem verða á safnplötu sem Skífan sendir frá sér í byrjun júní. I rammanum a-ö var hljómsveitin sögð heita Á túr og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. ■ BÍÓBARINN Hljómsveitin Croysztantz leikur fýrir dansi föstudagskvöld frá miðnætti. Að- gangur ókeypis. ■ REGGAE ON ICE leikur fóstu- dagskvöld í Inghóli Selfossi og með þeim í för er trúbadorinn Jónas úr Sólstrandargæjunum. Á laugardag verður haldið páskaball í Sjallanum á Akureyri. Fræðslufyrirlestur um geð- heilsu barna og unglinga FRÆÐSLUFYRIRLESTRAR um geðheilsuvanda barna og unglinga á vegum barna- og unglingageð- deildar Landspítalans. í tilefni af Álþjóðlegum geðheil- brigðisdegi þann 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starfsfólki barna- og unglingageð- deildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings mánaðar- lega í tíu skipti. Fræðslukvöldin bera yfirskrift- ina: Hegðun, tilfinningar og þroski - Hefur þú áhyggjur af barninu þínu? Efni þeiiTa hefur verið skipt í þema. Þannig fjalla fyrstu kvöldin um geðheilsu barna, næst verður tekið fvrir geðheilsa ungbarna og að lokum verður fjallað um geð- heilsu unglinga. Næsta fræðslukvöld verður þriðjudagskvöldið 14. apríl kl. 20 á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, Dalbraut 12 (ekið inn frá Leirulæk). Efni kvöldsins verður: Frávik í hegðun og þroska fyrstu fimm æviárin. Umsjón er í höndum Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfir- læknis, Páls Magnússonar, sál- fræðings, og Málfríðar Lorange, sálfræðings. Spurningar frá þeim sem sækja fræðsluna verða vel þegnar. Aðgangur að fræðslu- kvöldunum er ókeypis. I boði verða kaffiveitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.