Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ , 58 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 ■ SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON + Sigurður Raiul- ver Sigurðsson var fæddur í Reykja- vík, 28. febrúar 1951. Hann varð bráðkvaddur við kennslustörf á Sel- fossi 1. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Siguröur Ólafsson múrari og kona hans Guðbjörg Guðbrandsdóttir. Sigurður Ólafsson, faðir hans, var fædd- ur í Reykjavík, 29. ágúst 1908, d. 9. október 1967. Hann var sonur Ólafs Jens Sigurðssonar sjó- manns sem fæddur var á Rauðs- stöðum í Arnarfírði og Ingibjarg- ar Sveinbjarnardóttur sem fædd var á Vogalæk á Mýrum. Sigurð- ur Ólafsson átti því ættir sínar að rekja til Vestfjarða, einkum Dýrafjarðar og ArnarQarðar, og í Borgarfjarðarhérað. Guðbjörg Guðbrandsdóttir, móðir hans, var fædd í Ólafsfirði, 22. júm' 1910 og lést í Reykjavík 15. apríl 1982. Hún var dóttir Guðbrands Rand- vers Bergssonar bónda og sjó- manns þar sem fæddur var í Ólafsfirði og konu hans Halldóru Jónsdóttur sem fædd var á Siglu- firði. Bæði áttu þau hjón þó ættir að rekja til Skagafjarðar. Sigurð- ur Randver var yngstur barna þeirra en eldri systkini hans eru Hulda, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, Þórdís, hjúkrunar- fræðingur í Kópavogi, Halldóra, laganemi f Reykjavfk, Ingibjörg, lést þriggja mánaða, Ólafur Jens, sóknarprestur á Hellissandi, Ingibjörg, hjúkrunarfræðingur í Kópavogi. Arið 1974 gekk Sigurður að eiga Málfríði Kolbrúnu Guðna- dóttur kennara frá Selfossi, nú aðstoðarskólastjóra við Sandvík- urskóla, sem fædd er 20. nóvem- ber 1951. Hún er dóttir Guðna Einarssonar kennara og Gerðar Kolbeinsdóttur kennara. Sigurð- ur Randver og Kolbrún eignuð- ust fjögur böm. 1) Gerður Hall- dóra, f. 1974, leiðbeinanda á Sel- fossi, hennar maður er Benedikt Þór Axelsson tæknimaður og eiga þau saman soninn Axel. 2) Katrín Gróa, f. 1975, vinnur við kökugerð. 3) Guðbrandur Rand- ver, f. 1977, nemi. 4) Þórhildur Edda, f. 1984, grunnskólanemi. Sigurður Randver gekk sem barn f Langholtsskóla og sfðar í Vogaskóla, þaðan sem hann lauk landsprófi. Hann varð stúdent af stærðfræði- og nátt- úrufræðibraut frá Menntaskólanum við Hamrahlfð árið 1971. Næstu tvö árin ias hann sagnfræði við HÍ en hvarf frá því námi eftir að hann hóf kennslu- störf sem hann stundaði sfðan til dánardægurs. Sig- urður Randver lauk prófum til kennslu- réttinda frá Kenn- araháskóla íslands og sfðar BA prófi í sérkennslufræðum frá sama skóla fáum ámm sfðar. Með störfum sfnum bjó hann sig undir að ljúka MA prófi í sömu fræðum. Sigurður Randver hóf upphaf- lega kennslu við Kennaraháskól- ann, sfðar réðst hann að Gagn- fræðaskólanum á Selfossi um skeið. Á ámnum 1975-1977 kenndi hann við Héraðsskólann á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu og eftir það einn vetur við Árbæj- arskóla í Reykjavík. Haustið 1978 réðst hann að Barnaskólanum á Selfossi, nú Sandvíkurskóla, og þar kenndi hann til dánardægurs að undanskildum tveimur árum sem hann kenndi við Sólvalla- skóla á Selfossi, þ.e. Gagnfræða- skólann á Selfossi. Sigurður Randver tók virkan þátt f félagsmálum á Selfossi, stóð að útgáfu Bæjarblaðsins þar í mörg ár og var lengst af rit- stjóri þess. Hann var m.a. for- maður Alþýðubandalagsfélags Selfoss og nágrennis í allmörg ár. Hann sat í ýmsum nefndum á vegum Selfossbæjar fyrir Al- þýðubandalagið og sat þar einnig sem fulltrúi kennara á Selfossi. Þá starfaði hann af mikilli atorku að málefnum fatlaðra barna á Suðurlandi og var formaður Þroskahjálpar á Suðurlandi um árabil. Sigurður var formaður Kennarafélags Suðurlands um 6 ára skeið og gegndi þar for- mennsku þar til á sl. hausti. Hann sat fyrst í fulltrúaráði Kennara- sambands íslands og síðar í stjórn þess, í kjararáði og samn- inganefndum og gegndi þar fé- lags- og samningastörfum allt til dánardægurs. Sigurður Randver Sigurðsson verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju laugardaginn 11. apríl og hefst athöfnin klukkan 13.30. Eins og hendi væri veifað og með bylmingshöggi er eitt líf úr þessari jarðvist tekið. Manni finnst óþyrmi- lega að vegið, er ósáttur og illa minntur á hve lífsins þráður er endasleppur. Og nú stóð það mér nær en oftast, því nú var höggvið í systkinahóp minn og það yngsta okkar systkinanna af sex fyrirvara- laust tekið á braut. Það veldur óbærilegum sársauka og hugar- ■ angri. Sigurður Randver bróðir minn var tekinn frá okkur gjörsamlega fyrirvaralaust á blómaskeiði lífs síns og úr miðju dagsverki frá eigin- konu, bömunum öllum, systkinum og öðrum samferðamönnum, nýorð- inn 47 ára gamall. Og við, sem ætl- uðum í samfloti yfir Kjöl í sumar til að njóta þar friðar og fegurðar landsins. Við höfðum rætt það. Hann sagði mér frá því hversu un- aðslegt sér þætti að vera i himneskri þögninni uppi á hálendi landsins með víðáttuna allt um- hverfis, þar væri best að vera. Hann var fimm árum yngri en ég. Eg minnist þess þegar hann fædd- ist á heimili okkar á Langholtsvegi 24 og ég minnist bemskuára hans. Lítill, ljóshærður glókollur, allra manna hugljúfi. Hann þótti hafa svo ljúfa lund að öðrum mátti vera til I* eftirbreytni. Eldri systkinin stóðu vörð um hann og öllum þótti óskap- lega vænt um hann. Og þannig hélst það alla tíð. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð þeg- ar hann stóð á tvítugu. Það ár hitti hann lífsforunaut sinn Kolbrúnu og saman gengu þau lífsins veg. Börn- in komu fljótt hvert af öðm og við tók brauðstrit hins vinnandi manns. Frekari menntun varð að bíða. Á þau Sigga og Kollu hefur reynt meira en margan annan. Þau fengu verkefni að vinna, komung, sem þau tókust á við af svo mikilli sam- heldni, fullkomnu æðraleysi, þolin- mæði og þekkingu að aðdáunarvert er. Saman stóðu þau í blíðu og stríðu, samtaka um uppeldi barna og um rekstur og skipulagningu heimilis. Þau hafa átt sameiginlegan vinnustað og deilt félagslegum og pólitískum áhuga. Þau keyptu sér hús á Selfossi og þar reis heimili þeirra. Siggi bróðir, völundur í höndunum, sneið húsið eftir þörfum hverju sinni, breytti, bætti við og lagaði, allt eftir því hve margir vora heima hverju sinni, hvað þurfti mörg svefnherbergi og hvað mikið rými mátti taka til ann- arra nota. Það hefur verið með ólík- indum að sjá hverju hann hefur áorkað. Svo nákæmur, vandvirkur og smekklegur. MINNINGAR Þegar börnin stækkuðu og komust á legg var fram haldið með menntunina og ráðist í háskólanám. Siggi bróðir átti Ijúfa lund og var mikill friðarins maður en hann átti líka til talsverðan skaphita að hætti Vestfirðinga og Mýramanna. Þess varð maður helst var þegar rætt var um ýmis þjóðfélagsleg baráttumál sem snertu afkomu og velfamað fólksins í landinu, svo sem um kaup og kjör. Hann var einstaklega traustur og orðvar. Orðagjálfur og orðskrúð vora ekki hans stíll, en þegar þess þurfti með komst hann beint að efninu og sagði skoðun sína umbúðalaust. Og Siggi bróðir minn gat átt það til að tala hátt og láta mikið í sér heyra þegar hann þurfti að tala um þjóðfélagsmál. Fylginn sínum flokki frá æskuáram til dauðadags. Hann var með lífsgildi sín fullkomlega á hreinu, um þau lék enginn vafi. Hann gaf sér stundum leyfi til að hirta mig svolítið, ef honum mislík- aði viðhorf mitt eða fannst ég á skjön við pólitíska trú hans og sann- færingu, en ég held að okkur hafi tekist að læra það með áranum að sýna hvort öðra dálitla tillitssemi í þeim efhum og gefa hvort öðru svig- rúm til þess að skoða hvert mál hverju sinni án afdráttarlausrar af- stöðu. Hann var blíður og hjálpsamur og gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur og það var gott að leita í smiðju til hans. Margoft hafa þau Siggi og Kolla veitt mínu fólki bæði húsaskjól og aðra fyrirgreiðslu á ferðum okkar austanfjalls, bæði fyr- ir menn og hross, nú síðast í sumar. Frá öllu var gengið og vandað til allra verka eins og hans var háttur. Á örskotsstundu var útvegað hús og hey fyrir langþreytt hrossin, og ná- kvæmt Ijósrit af reiðleið inn og út úr bænum. Ég hringdi í hann í lok febrúar- mánaðar, þá fysti mig að vita um leiðir á Mýrdalsjökul og annað sem tilheyrir slíkri ferð. Þar bar að sama branni. Vel upplýstur, ráðagóður og hvetjandi sem alltaf veitti hann ná- kvæmar og ítarlegar upplýsingar sem auðvelda for. Ég amraði við hann um leið, að við værum nú tekin að reskjast og þyrftum að muna eftir að hringja annað veifið, hann hló við og spurði hvort í systur sína væri komið eitt- hvert gamalmennatal og gerði að mér gys. Hvoragt okkar renndi minnsta gran í að samverastundum á þessari jörð færi fækkandi. Og nú er hann elskulegur yngri bróðir minn allt í einu farinn og horfinn. Hann kemur ekki aftur með hressilegan andblæ á Nýbýla- veginn í kvöldverðarhlaðborðið á nýársdag með alla fjölskylduna eins og undanfarin ár. Stundum hafa veður verið tvísýn og brotist hefur verið í gegnum hríðarkófið en þegar Siggi bróðir birtist hér á tröppun- um með allan flokkinn sinn, þá jókst líf og þá jókst fjör, umræður jukust og hófust hátt þó ekki næðist endi- lega pólitísk sátt. Og allt hefur þetta verið umvafið hlátrinum góða hennar Kollu. Við munum geyma margar minn- ingar um Sigga Randver bróður minn þar sem hann situr hér og rökræðir málefni líðandi stundar, skoðanafastur að vanda, trúr og fylginn eigin lífsgildum. Hans verð- ur innilega og sárt saknað. Ég þakka svo elskulegum bróður mínum lífsgönguna í þau 47 ár sem við áttum saman. Hann var góður og vandaður drengur og ég kveð hann með miklum trega og eftirsjá og mun heiðra minningu hans alla tíð. Við biðjum algóðan Guð föður að taka við og vemda sálu Sigurðar Randvers bróður míns. Við biðjum þess, að hann haldi sinni styrku Drottins vemdarhendi yfir Kollu og krökkunum öllum. Við biðjum hann að gefa þeim kraft og þrek til að takast í sameiningu á við ókominn tíma og leiða þau áfram lífsins veg í anda Sigga bróður. Ingibjörg Sigurðardóttir Kolbeins Minn kæri bróðir Sigurður Rand- ver er látinn, það er víst tilgangs- laust að neita að trúa því lengur að hann sé farinn úr þessu jarðlífi og ekki í kallfæri. Þar sem mér finnst enn fjarstæðukennt að skrifa minn- ingargrein um hann svo ungan, ætla ég að skrifa á blað nokkrar minn- ingar sem leita upp í huga minn. Ár- in era orðin 47 síðan ég sá hann fyrst nýfæddan en við eldri systur hans höfðum beðið óþreyjufullar eftir því heilan dag að hann léti sjá sig og í sér heyra. Sumarið eftir fékk ég það ábyrgðarhlutverk að gæta hans hluta úr degi og hófst þá okkar vin- áttusamband sem hélst alla tíð. Seinna gætti hann bamanna minna, en 10 ára gamall gætti hann elsta sonar míns sumarlangt sem þá var tæpra tveggja ára. Betri bamfóstra fékk ég ekki fyrir Grétar og Sigga „second", eins og systkini mín köll- uðuð nafna hans. Ef við foreldramir bragðum okkur út kvöldstund, kom- um við aftur að öllu í betri röð og reglu en verið hafði er við fóram út, gilti það bæði um bömin og heimil- ið. Hann gegndi hlutverki eldri bróður fyrir Grétar og Sigga og tengslin voru sterk. Hann lét sig einnig varða um yngri kynslóðina mína eins og ég kalla þau Guðrúnu og Guðmund og á Guðrún góðar minningar frá því að dvelja hjá þeim Kolbrúnu á sumrin sem bam og unglingur, en Gerður og hún era jafnöldrar og góðar vinkonur. Áhugamál hans vora mörg strax í bemsku og á unglingsáranum og naut ég góðs af ljósmyndaáhuga hans og vinar hans Einars á menntaskólaárum þeirra. Á ég margar skemmtilegar fjöl- skyldumyndir frá þeim tíma. Hann var snemma áhugasamur um marga hluti og var virkur þátttakandi í líf- inu. Hann var hlýr og gefandi, um- hyggjusamur og hjálpsamur, sonur, bróðir, heimilisfaðir og síðar afi. Minningar um góðar samvera- stundir með honum, Kollu og böm- unum þeirra ylja okkur Eyþóri, mági hans, um hjartarætur en með þeim myndaðist strax gott vináttu- samband þrátt fyrir nokkum ald- ursmun. Ég held satt að segja að Eyþór hafi stundum talið hann með sem elsta soninn og vissi frá upphafi hversu kær hann var mér. Ég er þakklát fyrir kvöldstund- imar í vetur er hann skaust inn til okkar og sat og spjallaði við okkur í smástund þegar hlé var gert á samningaviðræðunum sem hann tók þátt í fyrir sitt félag. Við vissum bara ekki þá að þetta yrðu svo til okkar síðustu samverustundir. Elsku Kolla, Gerður, Kata, Guð- brandur, Þórhildur, Benni og litli Axel. Missir ykkar er mikill og sorgin þungbær, en ef við sem syrgjum Sigga, stöndum saman og styðjum hvert annað mun sársauk- inn hverfa með tímanum og góðu minningamar lifa. Megi minn góði bróðir hvíla í friði. Þórdfs systir. „Fögnuður hjarta vors er þrot- inn, gleðidans vor snúinn í sorg.“ Þegar Sigurður Randver bróðir minn er allur þeytast um hugann minningar tengdar honum. Ekkert er mér þó ofar en það hversu feginn ég varð, þá sjö ára snáði, þegar hann fæddist. Búinn að vera áram saman einn í fans fjögurra systra. Móðir okkar var lögst á sæng fáum dögum fyrr og við hlið hennar stóð uppbúin karfan. En það lét á sér standa að eitthvað kæmi í hana. Dögum saman hafði ég hlaupið heim þegar skólaklukka Laugames- skólans glumdi til að aðgæta hvort nokkuð væri komið í körfuna, sætti háði systra minna sem fannst ég barnalegur. En ég lét það ekki á mig fá. Og loks lá þar lítill drengur og draumur minn hafði ræst, nú var ég eklri lengur einn í þessum kvennafans. Og líklega hafa tilfinn- ingar mínar til hans mótast alla tíð af þessum ríka fógnuði sem fylgdi fæðingu hans. Mér fannst hann fal- legri og betri en allt sem ég hafði áður séð. Gaf ekki öðram smáböm- um nema takmarkaðan gaum á þeim áram. Kleppsholtið var eins og eitt stórt bamaheimili, var að byggjast upp af ungu og fram- sæknu fólki eftirstríðsáranna sem átti sér þann draum að bjarga sér, búa sér og sínum mannsæmandi heimili og koma börnum sínum til manns. Þetta vora hollar uppeldis- slóðir og enginn leiddi að því hug- ann að í næsta nágrenni var stærsta geðsjúkrahús landsins og margir sjúklinganna gengu um á meðal okkar barnanna og urðu vinir okk- ar, jafnvel heimilisvinir. Þar gætti hvorki fordóma né ímyndaðs ótta, langtum fremur samúðar og skiln- ings á döpram örlögum. Skímin hans Sigurðar bróður míns er mér líka minnisstæð þótt liðin séu öll þessi ár. Hvort sr. Garðar heitinn Svavarsson kom á hjólinu sínu neðan úr Laugamesi og inn í Kleppsholt til að ausa hann vatni man ég ekki lengur fyrir víst, en hjólandi kom sr. Garðar gjarnan. Bílar sáust sjaldan, utan strætis- vagnar og vörabílar. En ég minnist hins, hvemig fjölskyldan hafði öll tillögurétt að nafngjöf. Sýndist þar sitt hverjum og tillögurnar reynd- ust misjafnlega ábyrgðarfullar. Reynt var að draga um nöfn en ekki náðist heldur sátt um það en að lok- um birtist eins og Salómonsdómur að hann skyldi bera nöfnin Sigurð- ur, sem sótt var í föðurætt hans og fylgt hafði henni öldum saman, og Randver, seinna nafn móðurafa hans, Guðbrands. Sigurður Rand- ver hafði á bemsku- og æskuáram sínum einstaklega ljúfa lund og kom sér alls staðar vel. Er mér minnis- stætt hvemig aldrað fólk í hverfinu hændi hann að sér og vék oft ein- hverju góðgæti að honum. Það var brosið hans og hlýjan sem frá hon- um streymdi sem olli þessu. Stund- um granuðum við strákguttann um að vera farinn að nota sér þetta til að verða sér úti um góðgæti sem gamla fólkið átti í fóram sínum. En það var alls ekki. Þetta var hin rétta og eðlilega skaphöfn hans, sem átti síðan eftir að þroskast og mótast síðar á ævinni. Það varð ekki til að spilla fyrir ánægju minni með þennan bróður minn og þakklæti fyrir að hafa feng- ið hann svona síðastan og óvænt í hópinn, að hann varð strax bráð- þroska og kotroskinn og gekk nám sitt vel svo alltaf gat maður verið stoltur af þeim einkunnum sem hann var sendur með heim úr skóla og hann kom sér vel meðal kennara og nemenda. Ég var stoltur af því að vera stundum sendur fyrir hönd foreldra minna á foreldrafundi til að heyra um hann lofsverðan vitnis- burð. Foreldrar mínir treystu mér til þess og gátu verið fyrirfram viss- ir um að ekki þurfti að ræða nein vandræði í kringum hann eða náms- feril hans. Sama var upp á teningn- um þegar hann á skólaáram leitaði sér sumarvinnu, enginn þóttist svik- inn af verkum hans og var það ekki. Þegar Halldór tengdafaðir minn í Bæ féll skyndilega frá sumarið 1969 og okkur bráðvantaði mann til að ganga í störf hans gaf Sigurður Randver sig samstundis fram, þá 18 ára gamall. Engum treysti ég betur en honum til að taka það að sér að vera inni á heimilinu og sinna þeim verkum sem þurfti, þótt ungur væri. Enda fór það svo að enginn var svikinn af verkum hans en mest var um vert að hann vann sér vin- áttu og velvild allra sem hann þurfti að umgangast og vináttu tengda- móður minnar átti hann meðan hún lifði fyrir vikið. Sigurður Randver var mjög ung- ur þegar faðir okkar féll skyndilega frá haustið 1967 og hafði þá nýhafíð nám við Menntaskólann við Hamra- hlíð. Alla tíð höfðum við verið sam- rýndir en dauði föður okkar skilaði okkur enn nær hvor öðram, þannig að stundum fannst mér ég eiga og verða að gegna hálfgerðu föðurhlut- verki gagnvart honum. Bæta hon- um upp missinn. Og þannig liðu árin þar til við gerðumst báðir fjöl- skyldumenn, eignuðumst konur og börn. En þar sem við bjuggum báð- ir á landsbyggðinni gat þar aldrei orðið daglegur samgangur og líktist fremur gestakomum, því miður. Við vissum þó alltaf hvor af öðram og það sem skipti mig mestu var að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.