Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 46
—46 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Er borgar- stj órinn stikkfrí? Hafa vináttu- og fjölskyldutengsl borgarstjórans í íslenska fjölmidla- heiminum lamandi áhrifá gagnrýnis- mátt „fjórda valdsins “ svokallaða ? Eða eru íslenskir fjölmiðlar hvort eð er máttlitlir gagnrýnendur? Ingibjörg Sólrún borgar- stjóri sýnist njóta mikilia vinsælda nú um stundir og fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur hennar og R-listans í komandi borgarstjórn- arkosningum. Eflaust er Ingi- björg Sólrún um margt makleg að vinsældum sínum, hún hefur ýmsa augljósa kosti til að bera sem stjórnmálaforingi og áreið- anlega ýmislegt skörulegt gert í borgarstjóratíð sinni. En maður stendur sig að því að spyrja hvort vinsældir hennar kunni að ein- hverju leyti að stafa af því að ís- lenskir fjölmiðlar hafi tekið á henni með silki- VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson hönskum? Þótt fátt komi manni lengur á óvart um fjölskyldu- og vinatengsl í fámenninu hér á skerinu, þá vekja tengsl núverandi borgar- stjóra í íslenska fjölmiðlaheimin- um óneitanlega nokkra furðu. Aðalritstjóri Dags er æskuvin- ur og einn af helstu pólitísku ráð- gjöfum borgarstjórans og oft kallaður til í útvarpsþætti sem eins konar óopinber talsmaður R- lista'ns. Annar ritstjóri DV er svili borgarstjórans og þingmaður AI- þýðuflokksins. Fréttastjóri sjón- varps er fyrrverandi varaþing- maður Framsóknarflokksins og eiginmaður nánasta samstarfs- manns borgarstjórans. Aðaleig- andi Stöðvar tvö og Bylgjunnar veitti R-listanum fjárhagsstuðn- ing fyrir síðustu kosningar í formi lánafyrirgreiðslu, að eigin sögn, og er af ýmsum talinn stuðningsmaður R-listans. Þá mun Ingibjörg Sólrún svo sem al- kunna er vinmörg á fréttastofu útvarps; raunar segja gárungarn- ir að þar á bæ sé einungis einn D- lista maður - í felum. Utan þessa tengslanets borgar- stjórans um íslenska fjölmiðla- heiminn stendur því Morgunblað- ið eitt. Ætli sé ekki fádæma í vest- rænu lýðræðisríki að valdamikill stjórnmálaforingi eigi þvílík ítök í „fjórða valdinu" svokallaða sem öðrum þræði er ætlað að gæta hagsmuna almennings gagnvart valdsmönnum? Ekki skal því haldið fram hér að þeir fjölmiðlar þar sem tengsl- in eru mest sláandi hafí beinlínis misbeitt valdi sínu í þágu Ingi- bjargar Sólrúnar og R-listans. Stjórnendur þessara fjölmiðla vita fullvel að það er aðeins hægt að beita nútíma fjölmiðlum með þeim hætti að vissu marki. En óneitanlega vakna ýmsar spurn- ingar um sjálfstæði ofangreindra fjölmiðla, að Morgunblaðinu und- anskildu. Hvaða áhrif sem þessi tengsl borgarstjórans í íslenska fjöl- miðlaheiminum hafa raunveru- lega haft, er víst að stjórnarat- hafnir Ingibjargar Sólránar hafa ekki sætt markvissri gagnrýni fjölmiðla. Gagnrýnin hefur nánast öll verið í formi aðsends efnis til dagblaðanna eða símhringinga til ljósvakamiðlanna. Hvað er hæft í því að beitt hafi verið bókhaldskúnstum til að fegra niðurstöðutölur í reikning- um borgarsjóðs? Ber Ingibjörg Sólrún ábyrgð á því hvernig kom- ið er í samgöngumálum Grafar- vogshverfis? Við erum eiginlega engu nær um réttmæti þeirra ásakana sem í slíkum spurningum felast. Fjöl- miðlarnir hafa ekki sjálfír reynt að brjóta ági-einingsefni borgar- stjórnarflokkanna til mergjar, heldur hjakka í sama gamla far- inu - tala við einn í dag og and- stæðing hans á morgun. Staðhæf- ing stendur þvi gegn staðhæf- ingu. Af hverju reiknuðu ekki fjöl- miðlarnir sjálfir út áhrifin af til- færingunum með leiguíbúðir borgarinnar? Nei, þeir bíða eftir að borgarstjóri haidi blaða- mannafund og mati þá á töluleg- um upplýsingum. En er ekki trú- legt að borgarstjórinn reyni að fegra myndina? Fjölmiðlarnir sem taka athugasemdalaust við þessum upplýsingaáróðri sýnast ekki í stakk búnir til að gera sér grein fyrir forsendum útreikning- anna. Þeir birta gagnrýnislaust það sem borgarstjóri hefur að segja til að réttlæta gerðir sínar. Næsta dag segja þeir frá athuga- semdum minnihlutans - líka án þess að gi-afast fyrir um hans for- sendur. Er þetta góð blaðamennska? Um margt er hún það, því upplýs- ingum er komið óbrengluðum á framfæri við almenning. í sumum útlendum fjölmiðlum finnst manni stundum fuillangt gengið í að túlka og matreiða staðreyndir um málsatvik frétta. íslenska aðferð- in, að láta lesendur eða hlustend- ur sjálfa sem mest um að draga ályktanir af fréttaflutningi er því að ýmsu leyti til fyrirmyndar. En blaðamennsku af því tagi þaif að fylgja eftir með fréttaskýringum eða yfirlitsþáttum þar sem mála- vextir eru skýrðir og settir í sam- hengi og andstæðar skoðanir vegnar og metnar. Þetta er vissulega oft gert, samanber t.d. vandaða umfjöllun Morgunblaðsins um frumvarp heilbrigðisráðherra um gagna- grunn með upplýsingum um heilsufar landsmanna. En það kemur engu að síður of oft íyrir, einkum um pólitísk ágreinings- efni, að slík vinnubrögð eru látin undir höfuð leggjast. E.t.v. eru þetta síðustu leifar hins pólitíska forræðis stjómmálaflokkanna yf- ir fjölmiðlunum. Margt í fréttum dagsins er auðvitað þannig vaxið að það má skoða frá ýmsum sjónarhornum og fjölmiðlarnir geta ekki gerst, og eiga ekki að gerast, einhvers konar allsherjar dómstóll um það hvert sjónarhornið sé hið rétta. En í ýmsu efni er hægt að leggja staðreyndir máls á vogar- skálar og þá eiga fjölmiðlarnir vitaskuld ekki að skirrast við að gera það. Mótmæla ummælum fj ármálaráðherr a FRAMKVÆMDASTJÓRN Verkamannasambands Islands lýs- ir furðu sinni á ummælum sem Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur látið falla um atvinnu- laust fólk, segir í ályktun frá stjórninni. „Á hádegisverðarfundi Verslun- arráðs, sem haldinn var á Akureyri 31. mars, velti Friðrik Sophusson fjármálaráðherra upp þeirri spurn- ingu hvort atvinnuleysisbætur væru það háar hér á landi að fólk vildi fremur njóta þeiiTa, en leita út á vinnumarkaðinn. Gera verður kröfu til þess að lágmarksþekking sé til staðar hjá þeim sem kjósa að fjalla um svo al- varleg mál sem atvinnuleysi er. Staðreyndir málsins eiu þessar: I skýrslu félagsmálaráðuneytis fyrir febrúar voru 5.683 atvinnu- lausir síðasta virkan dag mánaðar- ins. Enginn af þessum nær sex þúsund valdi sér sjálfur að vera at- vinnulaus. Þegar nægilegt framboð var á vinnu fyrir 1990 var undantekning að skráð væri atvinnuleysi og ekki fram yfir það sem eðlilegar orsakir lágu til. Meðaltekjur almenns verkafólks eru í dag u.þ.b. 120 þúsund. Lág- marksdagvinnulaun eru 70 þúsund. Fullar atvinnuleysisbætur eru tæplega 60 þúsund. Meðalbótarétt- ur atvinnulausra er líklega ríflega 40 þúsund. Af framansögðu ætti því að vera augljóst að margir af þeim sem at- vinnulausir eru hafa ekki haft möguleika til að stunda fulla vinnu. Þetta fólk mundi hiklaust skipta á sínum 40 þúsund, fyrir vinnu og 120 þúsund króna mán- aðartekjur. Af orðum ráðherra má álykta að hann telji að hinir atvinnulausu séu vandamálið, en ekki atvinnuleysið. Að hinir atvinnulausu hafi vaMð sér að vera atvinnulausir. Að hann telji að atvinnuleysisbætur á Islandi, sem eiu hlutfaMslega lægri en nokkurs staðar í Norður-Evrópu, séu of háar. Þessi orð eru ekki orð einhvers leikmanns, hér er ráðherra í ríkis- stórn að fjalla um viðkvæmt og mikilvægt mál. Því er rökrétt að álykta að hann sé hér að tala út úr umræðu á vettvangi ríkisstjórnar. Þess er því krafist að forsætisráð- herra, eða formenn ríkisstjórnar- flokkanna, geri opinberlega grein fyrir því hvort hér sé verið að boða enn einar grundvallar breytingar á lögum um skráningu atvinnuleysis og bótarétt atvinnulausra,“ segir ennfremur. ÖSLAÐ til lands með stórbleikju úr Soginu ... VORVEIÐIN hefur yfirleitt gengið vonum framar og víðast þar sem opnað hefur verið, hafa menn verið að setja í ‘ann. En hvað hefur vorsil- ungurinn verið að taka? Eins og fyrri daginn er það eitt og annað. Stórveiðin sem tekin var í Eldvatni um síðustu helgi, 23 sjóbirtingar í beit í einum af neðstu hyljum árinn- ar, var t.d. öll tekin á spón sem heit- ir Bucks Special. Veiðimenn sem opnuðu Hörgsá töluðu laumulega um sérstakan „Hörgsárspón“, en er á þá var gengið kom á daginn að þeir höfðu veitt marga sjóbirtinga á nýtt agn sem þeir kölluðu „Irish Rubber" og er einhvers konar gúmmíblöðku- spónn á þríkrók. Hann fæst í ýms- um litum, en Hörgsármenn notuðu aðallega rauðan. Irish Rubber er nýtt agn á íslandi, en það gat ekki verið annað en tímaspursmál hvenær menn færu að nota hann hér á landi, því hann hefur gefist af- ar vel ytra, einkum þó í heimalandi sínu Irlandi þar sem það er lax sem menn veiða aðallega á agnið. Svokallaðir „Nobblerar" hafa verið drýgstu flugurnar og er það ekki nýtt af nálinni. Oft hefur það verið appelsínugulur, en nú í vor hefur heyrst að menn séu með „Francesrauðan" og jafnvel bleikan. Púpur hafa verið að virka og þá hið nýlega fvrirbæri kúluhausai’, eða þverhausar eins og sumir kjósa að kalla það. Kúla er á hausnum, eins og auga, og þyngir kúlan agnið. Það gefst vel þar sem vorfiskurinn Buck’s Special og Irish Rubber stendur djúpt í köldu vatninu. Þá ríður á að koma agninu niður til fisksins. Menn hafa gjarnan hnýtt kúluhaus á Peacock og númerin 8 til 10 hafa virkað vel. Bestu silungsárnar Veiðimálastofnun sendi nýverið frá sér lokatölur úr silungsveiðiám frá síðasta sumri. Loðir við þær ár að erfitt er oft að fá heildartölur fyrr en stofnunin er búin að fá öll gögn í hendur og vinna úr þeim. Bestu urriðaámar voru Laxá í Þing. ofan Brúa, 4005 fiskar, Grenlækur með 2493 fiska, Fremri Laxá á Ás- um með 2379 físka, Skaftá með 969 fiska og Laxá í Aðaldal með 929 fiska. Bestu bleikjuárnar vora Eyja- fjarðará með 3625 fiska, Vatnsdalsá með 1861 fisk, Fljótaá með 1648 fiska, Víðidalsá ásamt Fitjá með 1551 fisk og Staðarhólsá og Hvolsá með 1316 fiska. Þetta voru svipaðar heildartölur og 1996 og í skýrslur voru skráðir alls 51.970 silungar, þar af 22.970 urriðar og 29.480 bleikjur. Segja þeir á Veiðimálastofnun að skráning á silungi fari batnandi ár frá ári. V eiðitækj aleigur Vaxandi áhugi á stangaveiði síð- ustu árin hefur leitt m.a. af sér að veiðitækjaleigur hafa sprottið upp. Arni Baldursson og fyrirtæki hans Lax-á hefur tekið upp á þessu og fer starfsemin fram í gegnum versl- unina Litlu fluguna. I fréttabréfi frá Lax-á kemur fram, að í Litlu flug- unni sé hægt að leigja gegn vægu gjaldi flugustangir, kaststangir, dorgstangir, fluguhjól, kasthjól, margar gerðir af flugulínum, vöðlur í flestum stærðum, ýmiss konar fatnað, svefnpoka og jafnvel jeppa. Skóstofan í Dunhaga er einnig með veiðitækjaleigu sem býður upp á litrófið í veiðitækjum. Bæði Árni Baldursson og Lárus Gunnsteins- son í Skóstofunni segja að það hafi komið þeim á óvart hversu mikil eftirspurn hefði verið eftir veiði- tækjum til leigu og oftar en ekki hefði ekki veitt af að hafa meira af græjum tiltækt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.