Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 28
26 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Sfmvakinn CDD-Z5 -WH Slðumúla 37-108 Reykiavlk S. 588-2800 - Fax 5684774 Geymir 150 símanúmer Þar af 50 númer með nafni Valhnappur Blikkljós Geymir útfarandi númer 3 mismunandi hljóðmerki ií< Tímamælir öll samtöl jslenskar leiðbeiningar íslenskar merkingar Telur dúmuna fella Kíríjenkó ALEXANDER Kotenkov, full- trúi Borís Jeltsíns í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, sagði í gær að Sergej Kíríj- enkó, sem Jeltsín skipaði for- sætisráðherra fyrir tveimur vikum, ætti mjög litla mögu- leika á að hljóta samþykki dúmunnar í atkvæðagreiðslu sem áformað er að fari fram á morgun. Ummæli Kotenkovs voru fyrstu opinberu viðbrögðin frá forsetaembættinu um að þar á bæ væri talin hættu á því að Kíryenkó hlyti ekki samþykki þingsins í fyrstu tilraun. Gaf Kotenkov hins vegar til kynna að svo gæti farið að samþykkið næðist í annarri eða þriðju at- kvæðagreiðslu. Á myndinni eru brúður í líki Jeltsíns og Kírfjenkós færðar til á meðan á upptökum stóð í vinsælum háðsádeiluþætti rúss- neska sjónvarpsins. NÁMSMANNASTYRKIR Námsmannalínufélagar munið að umsóknarfrestur til að sækja um námsstyrk rennur út 1. maí Veittir verða 12 styrkir hver að upphæð 125.000 krónur Styrkirnir skiptast þannig: * útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands * útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema * styrkir til námsmanna erlendis Einungis félagar i Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef Búnaðarbankans www.bi.is og í öllum úíibúum bankans NÁMS LÍNAN Á Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. maí til Búnaðarbanki íslands hf. Markaðsdeild, Austurstræti 5 155 Reykjavík Skýrslu Starrs um Clinton nær lokið Málið sent full- trúadeildinni Washington. Reuters. KENNETH Starr, óháður saksókn- ari í málunum gegn Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, er kominn langt með skýrslu um ávirðingar forsetans varðandi Monicu Lewinsky og mun senda hana fulltrúadeild þingsins. Ef réttar reynast gætu þær hugsanlega verið næg ástæða til að krefjast af- sagnar hans. Kom þetta fram í The Washington Post í gær. Blaðið sagði, að meðal annarra at- riða, sem einnig gætu verið ástæða málshöfðunar til embættismissins, væru „eiðsvamar yfirlýsingar forset- ans um fjármál sín í Arkansas“ en málareksturinn snerist í upphafi um Whitewater-málið svokallaða, gjald- þrot fasteignafyrirtækis, sem þau hjónin, Clinton og Hillary, áttu hlut í er hann var ríkisstjóri í Arkansas á síðasta áratug. „Starr og aðstoðarmenn hans telja sig í fyrsta sinn hafa nógu mikið í höndunum til að senda fulltrúadeild- inni skýrslu um það,“ sagði blaðið en í skipunarbréfi Starrs segir, að það skuli hann gera telji hann tilefni til. Sagt er, að Starr stefni að því að senda fulltrúadeildinni Lewinsky- skýrsluna fyrir næstu mánaðamót en talið er, að skýrslan um Whitewater- málið muni taka marga mánuði enn. I henni mun þó ekki vera neitt, sem hugsanlega gæti varðað embættis- missi. Nokkrum atriðum lokið Auk þessa er Starr að rannsaka hvers vegna Clinton og lögfræðingar hans létu ekki af hendi bréfin, sem Kathleen Willey skrifaði honum, þegar lögfræðingar Paulu Jones kröfðust þess. Pau voru birt síðar í því skyni að ómerkja fullyrðingu hennar um kynferðislega áreitni. Nokkrum atriðum í rannsókn Starrs virðist vera lokið án þess að meira verði að gert. Meðal þeirra eru leitin á skrifstofu Vince Fosters, ráðgjafa í Hvíta húsinu, eftir að hann svipti sig lífi 1993; brottrekstur nokkurra starfsmanna á ferðaskrif- stofu Hvíta hússins 1993 og sú tilvilj- un, að skjöl frá Rose-lögfræðistof- unni skyldu allt í einu hafa komið í leitimar í Hvíta húsinu löngu eftir að dómari hafði krafist þeirra. Vörðuðu þau vinnu Hillary fyrir Madison Gu- aranty Savings and Loan, gjaldþrota sparisjóð, sem James heitinn McDougall, félagi Clintons í Whitewater, rak. Frönskum lögum breytt vegna EMU Valdið frá seðla- banka til ECB FRANSKA þjóð- þingið samþykkti í gær að breyta lögum um seðla- banka landsins, en þessar breyt- ingar voru nauð- synlegar til að Frakkland uppfyllti öll ákvæði Ma- astricht-sáttmála Evrópusambands- ins (ESB) um skilyrði fyrir stofnað- ild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Atkvæðagreiðslan í þinginu um þessa breytingu á stöðu og starfs- reglum franska seðlabankans hafði orðið efasemdarmönnum um ágæti Evrópusamrunans - ekki sízt innan raða stjómarflokkanna - tilefni til að blása í herlúðra, en fmmvarp stjómarinnar var samþykkt með miklum meirihluta. Það gengur út á að ákvörðunar- vald yfir peninga- og gengismálum verði flutt frá bankanum til hins til- vonandi Evrópska seðlabanka, ECB, sem stofn- aður verður í sumar og tekur við þessu valdi í öllu myntbanda- laginu eftir að því hefur verið hleypt af stokk- unum um næstu áramót. Klofningnr í sljómarliði vinstrimanna Atkvæði féllu þannig í neðri deild þingsins, að 117 þingmenn studdu frumvarpið en 28 höfnuðu því. Klofningur varð í liði stjómarinnar, sem sósíalistar og kommúnistar standa að. Kommúnistar greiddu atkvæði á móti og nokkrir af vinstrivæng sósíalistaflokksins. Græningjar sátu hjá. Að nokkrum þingmönnum lengst á hægrivængnum undanskildum studdu allir þingmenn mið- og hægriflokkanna, sem eru í stjómar- andstöðu, atkvæði með frumvarpinu. ***** EVRÓPA^ Brezkir viðskiptajöfrar sameinast gegn EMU London. The Daily Telegraph. RÚMLEGA 100 brezkir við- skiptajöfrar hyggjast á næstunni hleypa af stað áróðursherferð gegn hinu fyrirhugaða Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), með því að vekja athygli á hagfræðilegum rökum gegn því. Samkvæmt frásögn The Daily Telegraph hyggjast þessir fram- mámenn brezks viðskiptalífs gefa út sameiginlega yfirlýs- ingu, þar sem þeir tíunda áhyggjur sínar af EMU- áformunum. Munu þessir viðskiptajöfrar ætla sér að birta eins konar stefnuskrá gegn hinni sameigin- legu mynt í beinni sjónvarpsút- sendingu frá Café Royal í London hinn 3. júlí í sumar, þar sem þeir Iýsa því hvemig þeir telja að EMU muni leiða til auk- innar skattheimtu, hærra verð- bólgustigs, skaða samkeppnis- hæfni brezks efnahagslífs og spilla fyrir kauphöllinni í London, stærsta ljármálamark- aði Evrópu. Á meðal þeirra sem orðaðir em við hina fyrirhuguðu áróð- ursherferð em hótelrekandinn Sir Rocco Forte, fiármálajöfur- inn Sir John Craven og Sir Stan- ley Kalms, forseti Dixons, en um skipulagninguna sér European Research Group, rannsókna- stofnun sem stýrt er af Sir Mich- ael Spicer, þingmanni íhalds- flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.