Morgunblaðið - 09.04.1998, Page 13

Morgunblaðið - 09.04.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 13 FRÉTTIR AA-samtökin halda afmæl- isfund í Laugardalshöll RAUÐI krossinn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum hefur skorað á forsætisráðherra landanna að eiga frumkvæði að mótun al- þjóðalaga um verndun barna undir 18 ára aldri gegn þátttöku í vopnuð- um átökum. í bréfi formanna landsfélaganna er því fagnað að ríkisstjórnir á Norðurlöndum og í Eystrasaltslönd- um skuli hafa átt þátt í starfi starfs- hóps mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna um drög að valfrjálsri bókun við samning Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins og þátt- töku barna í hernaðarátökum um leið og hannað er að ekki hafi tekist að ná fram einingu á fundi starfs- hópsins í febrúar um það að aldurs- mark verði hækkað úr 15 árum í 18 ár til að tryggja að börn séu ekki kvödd til herþjónustu. Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans leggja áherslu á fjögur meginatriði í þessu máli: Hvers konar bein eða óbein þátttaka barna yngri en 18 ára í hernaðará- tökum verði bönnuð, lágmarksaldur við herskráningu verði vera 18 ár, þessar reglur skuli gilda jafnt um her sem ríkið rekur eða aðrir og þær skuli gilda bæði um hernaðará- tök milli ríkja og önnur vopnuð átök. „Eitt brýnasta mannúðarmál heimsins nú á tímum er að koma í veg fyrir þátttöku barna í hernaðar- átökum,“ segir í bréfinu til forsætis- ráðherranna. „Hermaður á barns- aldri er fórnarlamb sem þarfnast verndar. Allir kannast við tómlegt augnaráð hermanns á barnsaldri - augu sem hafa orðið vitni að of mörgum hryðjuverkum á fólki og skilja ekki og geta ekki gert sér í hugarlund sorglegar afleiðingar þeirra." AFMÆLISFUNDUR AA-sam- takanna verður haldinn að venju föstudaginn langa, 10. apríl 1998, í Laugardalshöllinni kl. 21, og eru allir velkomnir. Þar tala nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-Anon samtökunum, sem eru samtök að- standenda alkóhólista. Kaffiveit- ingar verða að fundi loknum. Fundurinn verður túlkaður fyrir heyrnarlausa. AA-samtökin á Islandi voru stofnuð föstudaginn langa 1954 eða fyrir 44 árum. Síðan hefur þessi dagur verið hátíðar- og afmælis- dagur samtakanna, alveg sama hvaða mánaðardag hann ber upp á. Undanfarin ár hefur fundurinn rið haldinn í Háskólabíói en nú er bíóið orðið of lítið vegna mikils fjölda fundargesta. I dag eru starfandi 262 deildir um allt land, þar af er á Reykjavík- ursvæðinu 131 deild, erlendis eru 8 íslenskumælandi deildir. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku og er fundar- sókn frá 5-10 manns og upp í 150 manns á fundi. Upplýsingar um fundi og fund- arstaði er hægt að fá á skrifstofu AA-samtakanna, Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 13-17 og er síminn 551 2010. Einnig hafa AA- samtökin símaþjónustu alla virka daga milli kl. 13-20, laugardaga og sunnudaga milli kl. 17-20. Síminn er 551 6373. Morgunblaðið/Ámi Sæberg MAGNÚS B. Jóhannesson og Sighvatur Pálsson frá fyrirtækinu Hug- fangi hf. sýna Nínu Hjaltadóttur, formanni Parkinsonsamtakanna, tjá- ritann, nýtt hjálpartæki fyrir þá sem eiga erfitt með að fjá sig með tali. Parkinsonsamtökin á íslandi Fræðslurit og nýtt tjáskiptatæki PARKINSONSAMTÖKIN kynntu nýlega útgáfu fræðslurits um Park- insonveiki og nýtt tjáskiptatæki fyrir málhamlaða. Alþjóðlegi Parkinson- dagurinn er laugardaginn 11. apríl. Fræðsluritið er ætlað sjúklingum, aðstandendum og þeim sem annast þá sem þjást af sjúkdómnum. Það inniheldur allar tiltækar upplýsingar um Parkinsonveiki, hugsanlegar or- sakir sjúkdómsins, sjúkdómsein- kenni og læknisfræðilega meðhöndl- un. Parkinsonsamtökin standa að út- gáfu ritsins sem þýtt er úr dönsku og sáu Arnfríður Ammundsdóttir og Jónas Gíslason um þýðinguna. Sig- urlaug Sveinbjömsdóttir taugasér- fræðingur veitti faglega ráðgjöf og Ásgeir Ellertsson taugasérfræðing- ur lagði til grein um lyfið Tasmar. Tjáritinn er hjálpartæki fyrir ein- staklinga sem eiga erfitt með að tjá sig með tali, en geta lesið og skrifað. Fyrirtækið Hugfang hf. hefur þróað tækið á undanfórnum þremur áram í nánu samstarfi við talmeinafræð- inga og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Notandi Tjárita ritar inn það sem hann vill segja og birtast færsl- urnar á skjá hjá þeim sem rætt er við. Tækið má einnig tengja við tal- gervil, sem talsetur innsleginn texta. Tjáriti er ætlaður til nota alls staðar þar sem fólk þarf hjálpartæki til að tjá hugsanir sínar og þarfir og er nú þegar í notkun á ýmsum heim- ilum, sjúkrahúsum, stofnunum og fyrirtækjum. Tjáritann má einnig tengja við einkatölvur. Hönnun hans og hugbúnaður eru alíslensk. Á fundinum kom fram að á ís- landi hafi milli 430 og 450 manns greinst með Parkinsonsjúkdóminn. I rannsókn sem Sigurlaug Svein- bjömsdóttir taugasérfræðingur hef- ur unnið að undanfarin tvö ár kem- ur fram að um 30% Parkinsonsjúk- linga eiga nákomna ættingja sem einnig ganga með sjúkdóminn. Hlutfallið er mun hærra en í öðram löndum og hefur verið tekið til nán- ari rannsóknar. Algengast er að þeir sem greinast með Parkinson séu á milli fimmtugs og sjötugs, en æ fleira yngra fólk hefur greinst með sjúkdóminn undanfarið, sem stafar af því að greining er orðin betri og nákvæmari. Sigurlaug hefur skoðað 250 sjúk- linga á Islandi vegna rannsóknar- innar og er enn að. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í rannsókninni snúi sér til endurhæfingardeildar Landspítalans og býðst sjúklingum að vera skoðaðir heima hjá sér. Meðferðarmöguleikar við Parkin- sonsjúkdómnum era tveir. Annars vegar lyfjameðferð þar sem reynt er að bæta fyrir skort á dópamíni í heilanum og hins vegar skurðað- gerðir og er nýtilkomið að beita þrí- víddartækni sem felst í rafertingu utan frá. Era slíkar aðgerðir ein- ungis gerðar erlendis. Læknar beina jafnframt þeim tilmælum til sjúklinga að stunda heilsurækt og hreyfa sig eftir fremsta megni. Fræðsluritið Parkinsonveiki er til sölu hjá Parkinsonsamtökunum og kostar 1.250 kr. Áskorun Rauða krossins Norðurlönd taki forystu gegn þátt- töku barna í hernaði Viðbótarsæti til Benidorm i Barcelona i sumar með Heimsferðum Viðtökur við ferðum Heimsferða í sumar hafa verið ótrúlegar og uppselt er nú í fjölda brottfara. Við höfum nú tryggt okkur fleiri sæti í sólina og bjóðum nú viðbótarsæti í maí, júní, júlí og ágúst til Benidorm og Barcelona á frábæru verði og að sjálfsögðu nýtur þú tryggrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Aðeins 200 viðbótarsæti. Bókaðu mesan enn er lausl. Benidorm Barcelona Viðbótargisting í hjarta Benidorm á Levante ströndinni. Verð k, 39.932 Acuarium, 12. maí, 22 nætur, hjón með 2 börn 2-11 ára. Verð kr. 56.660 M.v. 2 í stúdíó, Acuarium. Beint flug allt í sumar. Verðkr. 31*532 Flugsæti til Barcelona, m.v. hjón með 2 börn 2-11 ára. Verðkr. 49*760 M.v. 2 í herbergi, hótel Adagio í viku m. morgunverð, júlí, ágúst. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.