Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Hvíl þú í friði, elsku amma mín.
Þín
Sædís Austan.
Elsku amma. Okkin- systumar
langar að þakka þér fyrir allar frá-
bæru stundimar sem við áttum hjá
þér á Njarðvíkurbrautmni. Þú gafst
okkur svo margt og ef það væri hald-
in keppni um bestu ömmu landsins,
svona eins og keppnin um ungfrú ís-
land, þá myndir þú áreiðanlega vinna
hana. Það var alltaf svo frábært og
yndislegt að koma í Njarðvflrina til
þín og afa. Hvort sem það var þegar
við vorum smástelpur, unglingar eða
eldri. Þó að við eigum að teljast full-
orðnar þá vorum við gagnvart þér
alltaf litlu stelpumar hennar Jónu.
Hver dagur með þér var ævintýra-
dagur. Þið afi tókuð svo frábærlega á
móti bamabömum ykkar. Að koma
hlaupandi gangstíginn að húsi ykkar
með fallega garðinum var svo sér-
stakt. Fyrst kom hundurinn ykkar
fagnandi og svo þú, amma, alltaf svo
glöð með prakkaraglampann í augun-
um. Það var nú meira hvað þú
dekraðir við okkur: þú bjóst um okk-
ur, færðir okkur mjólk og smákökur i
kvöldkaffinu að ógleymdu öllu knús-
inu og hlýjunni þinni. Hvað þú gast
verið þolinmóð við okkur.
Svo var það hænsnabúið sem þið
áttuð. Við fengum að aðstoða ykkar
við að þvo eggin og raða þeim og
stundum fengum við meira að segja
að fara með ykkur inn og tína þau;
það var sko sport.
Ekki má gíeyma hestunum ykkar,
hvað þið gátuð talað um þá, það var
svo gaman að hlusta á ykkur. Þetta
var eins og leikrit þegar þið rædduð
saman alveg eins og þið væruð hest-
arnir og vissuð hvað þeir væru að
hugsa. Það hvfldi svo mikil kyrrð yfir
öllu hjá ykkur þó að ávailt væri nóg
um að vera. Alltaf var hægt að finna
sér eitthvað að gera hjá ykkur, fyrir
utan hænsnahúsið og hestana var
róluvöllurinn þar sem þú vannst einu
sinni iyrir langa löngu. Þegar allir
krakkamir sem komu þangað keppt-
ust við að ná athygli þinni og vera í
fanginu á þér þá fannst okkur við
vera heppnustu stelpur í heimi því
þú varst amma okkar.
Þið afi ferðuðust milrið og þegar
þið komuð úr einhverri heimsreis-
unni ykkar hélduð þið myndasýningu
frá fjarlægum löndum eins og Kína.
Þá rn-ðu augu okkar kringlótt af
undrun og hugurinn fór á flug. Okkur
fannst þið svo meridleg og frábær á
allan máta að orð ná ekki yfir það.
Elsku amma, nú ert þú farin úr
lúna líkamanum þínum og ert meðal
ástvina þinna sem líka eru horfnir
héðan. Sjálfsagt ertu á fleygiferð því
nú þarft þú ekki á flugvélum að halda
tfl að skoða heiminn. Ef það er garð-
ur þama hjá þér ert þú örugglega
farin að skipuleggja hann og fegra.
Takk fyrir allar stundimar með þér
og það sem þú gafst okkur.
Sólbjörg Linda og Elsa Hrönn.
„Hún amma mín það sagði mér ...“
Það var nú margt sem amma okkar
sagði og kenndi okkur. Við minn-
umst hennar brosandi og gefandi.
Amma unni heitt öllu sem var lif-
andi. Náttúran var henni mikils
virði. Hún elskaði fuglana sem sungu
í fallega garðinum hennar og afa.
Fuglana kallaði hún litlu vinina sína.
Stundum þegar við vomm lítil fór
amma með okkur að gefa hestunum
sínum brauð. Þá talaði hún við þá al-
veg eins og við okkur. Gosi, hundur-
inn hennar og afa, sem líka er nýdá-
inn, trítlaði þá í kringum okkur. Á
haustin fórum við stundum með
ömmu út í móa að tína ber og þá
sagði hún okkur sögur eða við sung-
um saman. Amma söng mikið og
spilaði á flest hljóðfæri. Alltaf þegar
við komum að heimsækja hana var
hún að lesa í bók. Við vorum lánsöm
að kynnast ömmu.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hlynur, Berglind og Aðalheiður.
BERNIE
SAMPSON
+ Bernie E.
Sampson var
fæddur í Flatrock í
Alabama í Banda-
ríkjunum 13. nóv-
ember 1922 en ólst
að mestu upp f
Tennessee. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili súiu f
Florída hinn 31.
mars síðastliðinn.
Bernie var tví-
kvæntur. Með fyrri
konu sinni, sem
hann missti, eign-
aðist hann tvær
dætur og einn son, Pat, Jeana
og Bernie Jr. Seinni kona hans
„Hann er farinn,“ voru orðin
hennar Böggu þegar hún hringdi og
tilkynnti að maðurinn hennar væri
látinn. Hann hafði orðið bráðkvadd-
ur um morguninn. Farinn eins og
hún orðaði það, farinn yfir móðuna
miklu. Það er sú ferð sem liggur
fyrir okkur öllum að fara. Hann
hafði átt við vanheilsu að strfða að
undanfömu og átti andlát hans því
ekki að koma okkur á óvart, en það
er eins og það er, það kemur alltaf
jafn illa við okkur að kveðja hinstu
kveðju.
Bemie var mikill trúmaður og
vann mikið fyrir kirkjuna sína
ásamt Böggu og var hann ekki í
neinum vafa um að vel yrði tekið á
móti honum hjá Guði. Hann var sér-
lega hlýr í viðmóti og þægilegur í
allri umgengni og hafði góða kímni-
gáfu. Reyndist hann afar traustur
og umhyggjusamur eiginmaður og
reyndist bömunum hennar Böggu
eins og sínum eigin bömum. Ekki
leyndi það sér að hann var mjög vel
liðinn jafnt meðal trúfélaga sinna
sem og annarra.
Bernie var mikill fslandsvinur og
þótti honum alltaf mjög gaman að
koma til íslands. Á sl. sumri komu
þau hjónin hingað, en því miður gat
hann ekki ferðast um landið eins og
hann hefði viljað sökum heilsu-
brests, en hann komst þó á æsku-
stöðvar konu sinnar austur í Kirkju-
lækjarkoti, sem hann hafði mjög
gaman af.
Á yngri áram var Bemie í hern-
um en sökum veikinda varð hann að
hætta. Hin síðari ár ævi sinnar var
hann sölumaður hjá Cadillac eða
þar til hann varð að hætta sökum
aldurs.
Bagga og Bemie bjuggu sér mjög
fallegt heimili í Casselberry. Við
hjónin eram afar þakklát fyrir þau
tækifæri sem við fengum til að
dvelja á heimili þeirra og síðast í
haust voram við hjá þeim og nutum
gestrisni þeirra og áttum afar
ánægjulegar samverastundir með
þeim. Það var fátt sem þau vildu
ekki fyrir okkur gera, sem seint
verður að fullu þakkað, og lét Bem-
ie þá ekki sinn hlut eftir liggja.
Hann hafði afar gaman af að fá
gesti frá íslandi sem honum fannst
að væra eins og hans önnur fjöl-
skylda.
Við þökkum Bernie góð kynni og
biðjum góðan Guð að blessa minn-
ingu hans og gefa Böggu og fjöl-
skyldum þeirra styrk og blessun.
Margrét og Gísli.
Mig langar að minnast Bemie
með örfáum orðum. Það er svo
margs að minnast eftir langar sam-
verustundir. Mér era svo minnis-
stæðar ferðir mínar til Florída
hversu Bernie mágur minn tók
alltaf glaðlega á móti mér. Alltaf
vildi hann gera allt fyrir mig til að
hafa dvöl mína sem skemmtileg-
asta. Það var oft glatt á hjalla því
Bemie átti gott með að koma hlátri
okkar af stað. Ég held að hann hafi
átt fáa sína líka svo mikil var góð-
mennska hans og kærleikur. Ég
held að öllum hafi þótt vænt um
hann sem kynntust honum, hann
var okkur systkinunum mjög kær
frá 1974 var Guð-
björg Jónína
Guðnadóttur frá
Kirkjulækjarkoti í
Fljótshlíð og
bjuggu þau í
Casselberry í út-
jaðri Orlando í
Flórída. Guðbjörg
er dóttir hjónanna
Guðna Markússon-
ar og Ingigerðar
Guðjónsdóttur,
sem bæði eru látin.
títför Bernies
fór fram frá kirkju
Calvary Assembly
safnaðarins í Orlando hinn 3.
apríl.
mágur og er mér óhætt að segja að
okkur öllum hafi þótt vænt um hann
og munum við því sakna hans mjög.
Það var svo gaman að sjá gleði hans
þegar hann kom hingað í sumar
sem leið því hann elskaði að koma
til Islands. Hann dvaldi mestan tím-
ann hjá mér og þegar ég vaknaði á
morgnana fann ég alltaf kaffiilminn
því Bemie var morgunglaður og
byrjaði alltaf á að fá sér kaffi og
lesa i Bibliunni.
Það verður tómlegt að koma til
Florída og sjá ekki Bemie og fá
ekki að heyra hlátur hans. Það
verður tómlegt hjá þér, elsku
Bagga mín, hann sem var þér svo
góður og bömunum þínum, en Guð
læknar öll sár um síðir. Þú ert ekki
ein, elsku systir mín, því þú hefur
gefið þig Jesú og hann huggar og er
með þér. Ég bið Drottin að blessa
þig og böm ykkar og bamaböm.
Blessuð sé minning hans. Hafðu
þökk fyrir allt sem þú varst mér.
Ég kveð þig, kæri mágur, með
þökk fyrir allt og góða kynningu.
Blessuð sé minning þín.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskiinaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
maigs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hjjóta skalt
(V. Briem)
Oddný Guðnadóttir.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsta.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suóurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Atlan sótarhringinn.
+
Sonur okkar og bróðir,
PÁLL ARI PÁLSSON,
Þverbrekku 4,
Kópavogi,
er látinn.
Sólveig Jónsdóttir,
Páll Bjarnason,
Jóna Pálsdóttir,
Gunnar Steinn Pálsson,
Þórunn Pálsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐFINNA GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Vík f Mýrdal,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Víkurkirkju í Mýrdal
laugardaginn 11. apríl kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent
á FAAS-Félag aðstandenda Alzheimer- og minnissjúkra eða Víkurkirkju.
Björgvin Ólafsson,
Anna Ólöf Björgvinsdóttir, Jón Reynir Eyjólfsson,
Oddný Hrönn Björgvinsdóttir, Gunnar M. Gröndal,
Bryndís Dagný Björgvinsdóttir, Guðbrandur Þorvaldsson,
Guðmundur Már Björgvinsson, Júlíana Þorvaldsdóttir,
Davið Þór Björgvinsson, Svala Ólafsdóttir,
Guðlaug Björgvinsdóttir, Halldór Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar,
STEINUNN ÁSGEIRSDÓTTIR,
sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
5. april sl., verður jarðsungin frá Neskirkju
miðvikudaginn 15. apríl kl. 13.30.
Lea Kristin Þórhallsdóttir,
Ásrún Þórhallsdóttir,
Leó Þórhallsson,
Þórhallur Þórhallsson,
Ásgeir Þórhallsson.
t
JÓNAS ÁRNASON,
Kópareykjum,
verður borinn til grafar í Reykholti laugardaginn 11. apríl.
Athöfnin hefst kl. 14.00.
Böm hins látna.
+
MAGNÚS BENEDIKTSSON
málarameistari,
síðast til heimilis á
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
lést föstudaginn 3. apríl síðastliðinn.
Útförin verður gerð frá Áskirkju þriðjudaginn
14. apríl kl. 15.00.
Aðstandendur.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GRÓU Á. GUÐJÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við öllu því starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Skjóls, núverandi og fyrr-
verandi, sem hana önnuðust af alúð og um-
hyggju slðustu æviárin.
Þórunn Jónsdóttir, Sæmundur Gunnarsson,
Guðjón Jónsson, Gréta Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.