Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 41
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
PASKAR -
SIGURHÁTÍÐ LÍFSINS
KROSSINN var ekki endalok Jesú,“ segir Sigurbjörn
tf biskup Einarsson í bók sinni Haustdreifum, „heldur
nytt upphaf, nýr sáttmáli, nýtt, skapandi máttarverk Guðs,
opinberað í upprisunni.“ Þetta eru orð að sönnu. Páskarnir
eru sigurhátíð lífsins yfir dauðanum. „Dauðinn dó, en lífið
lifir,“ segir í kunnum sálmi. í hverfulleika lífsins getum við
leitað halds og trausts í þeirri vissu, að Jesús lét lífið á
krossinum fyrir alla menn.
Fagnaðarboðskapurinn, sigur lífsins yfir dauðanum, er
kjarninn í helgi páskanna. Föstudagurinn langi, píslarganga
Krists og krossfesting hans á Golgata eru á hinn bóginn
vitnisburðir um breyzkleika mannanna, sem eru hinir sömu
í dag og fyrir tvö þúsund árum. Dómarar, sem dæmdu
Krist, hermenn, sem pyntuðu hann, og lýður sem heimtaði
Barrabas lausan eiga sér hliðstæður með öllum kynslóðum,
einnig okkar eigin. Styrjaldir 20. aldarinnar og margs konar
hörmungar, sem þjóðir heims hafa leitt hver yfir aðra - sem
einstaklingar á líðandi stundu leiða hver yfir annan - bera
þessum breyzkleika fjölmörg, átakanleg og sorgleg vitni.
Mannlegt eðli er samt við sig þótt ytri aðstæður fólks hafi
breytzt til hins betra, einkum á þessari öld tækni og vísinda.
En hvarvetna heims um ból má einnig finna hið
gagnstæða, kærleikann, sem Kristur boðaði. Kristin
kenning hefur með margvíslegum hætti sett mark sitt á
samfélög manna, menningu og viðhorf. Þessa sjást merki í
löggjöf þjóða, almannatryggingum, heilbrigðisþjónustu og
margs konar mannúðarstarfi, m.a. fjölþjóðlegu
hjálparstarfi. Kærleiksboðskapur kristninnar segir og til
sín í samskiptum fólks, ekki sízt þegar óvæntir atburðir og
ytri aðstæður kalla á samstöðu þess og samhjálp. Það
þekkjum við Islendingar, sem byggjum harðbýlt land þar
sem náttúruhamfarir eru hluti af lífsreynslu kynslóðanna.
í þessu sambandi verður heldur ekki komizt hjá því að
minna á leit mannsins að tilgangi og fegurð í tilverunni. Þar
sem maðurinn rís hvað hæst í þessari fegurðarleit, í
listsköpun og -túlkun, bókmenntum, myndverkum og
tónlist, verður árangurinn ekki skýrður með líkamlegum
þörfum, heldur fyrst og fremst með Guðsneistanum í sálu
hans.
Sigurbjörn biskup Einarsson segir í Haustdreifum, sem
fyrr er vitnað til: „Páskarnir hans [Krists] eru eilífgild
yfirlýsing, óhagganlegt sigurorð hans: Eg lifi. Og nú er það
sælt að hugsa til þess að mega áfram eiga vitund, líf, tilveru
um endalausar aldir, sem þó verða aldrei annað en ein eilíf
andrá fullkominnar, ólýsanlegrar lífsnautnar í ríki þeirrar
elsku, sem brauzt í gegnum allar víglínur hins illa á páskum.
Þá var það stríð unnið, sem markar endanlegan sigur í
styrjöldinni, þó að enn sé barizt og myrkrið á flótta sínum
máttugt og ægilegt. Það er dæmt. Og þá vil ég ekki láta
myrkrið eiga mig, dauðans dæmda myrkur. Ég vil játast
lífínu. Það er trú, kristin trú, páskatrú að taka sigur Guðs
gildan og láta sigrast af honum, sem hefur lykla dauðans og
heljar og lifir um aldir alda.“
Framundan er vorið þegar hækkandi sól vekur
gróðurríkið til nýs lífs af vetrarsvefni. Þessi árstíð fellur vel
að boðskap páskanna, sigurhátíðar lífsins yfír dauðanum:
Kristur, sem er ljós heimsins, sólin í hugarheimi og trúarlífi
fólks, leiðir það frá lífi til lífs. Þessi boðskapur hefur fyllt
huga skáldsins og þjóðskörungsins Hannesar Hafsteins,
fyrsta ráðherra okkar [1904], þegar hann lofar Guð vors
lands í eftirfarandi ljóðlínum:
Sólunni meiri er sálin, og sálnanna faðir ert þú.
Sálirnar saman þú leiðir um sólfegri, leiftrandi brú,
brú frá lífi til lífs; til lífs, sem ei mannvitið skilur,
lífs, sem þú áttir um eilífð, en ennþá dauðinn oss hylur.
Sannlega sú kemur stund, að vér sjáum, skynjum og reynum,
endalaus ógrynni dýi'ðar, sem opnast ei dauðlegum neinum.
En dauðlegir eru þeir einir, sem ei vilja Drottin sjá,
og skortir vit til að vilja, og viljann: sigur að fá.
Morgunblaðið árnar lesendum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegra og slysalausra páska.
—--
••53»
93,5% allra teiknimynda fyrir börn sem sýndar em í bandarísku sjónvarpi hafa að
geyma eitt eða fleiri ofbeldisatriði.
ein kona. Ungt fólk í sjónvarpi er að-
eins þriðjungur af því sem það er í
raunveruleikanum og gamalt fólk í
sjónvarpi er ekki nema einn fimmti
hluti hins raunverulega hlutfalls.
Aðrir minnihlutahópar sjást enn
minna í sjónvarpinu.“ Minnihlutahóp-
arnir eru einnig þeir sem verða verst
úti í ofbeldiskenndri veröld sjón- '* 1
varpsins. Athyglisvert er að einstak-
lingar úr minnihlutahópum gjalda
einnig fyrir beitingu ofbeldis hærra
verði. Þannig býi- Gerber til „ofbeld-
isgoggunarröð" fyrir minnihlutahópa
í sjónvarpi og kemst að eftirfarandi
niðurstöðu: a) Konum er refsað harð-
ar fyrir beitingu ofbeldis en körlum.
b) Því lægra sett sem persóna er í
þjóðfélagsstiganum því harðari refs-
ingu fær hún fyrir að beita ofbeldi. c)
Gamalt fólk geldur fyrir beitingu of-
beldis dýrara verði en yngra fólk. d) v>
Harðast verða úti konur af öðrum
kynþætti en hvitum fyrir að beita of-
beldi.
Elur á ótta og óöryggi
Sá hugmyndaheimur sem birtist
börnum og unglingum í veröld sjón-
varpsins er samkvæmt þessu ekki
einasta brenglaður heldur hreinlega
rangur og siðlaus. Og hér erum við
kannski komin að kjarna málsins; að
ef siðferðilegt og hugmyndafræðilegt
uppeldi barnsins er ekki þeim mun
traustara þá er hætt við að barnið
sogist inn í veröld sjónvarpsins og
upplifi veruleikann í sömu afmynd-
uðu hlutföllunum og þar birtast.
Helgi Gunnlaugsson bendir reyndar
á að í umhverfí íslenskra barna sé
ýmislegt sem dragi úr afsiðandi áhrif-
um sjónvarpsins. „Fyrir utan heimilið
má nefna skólana og æskulýðs- og
íþróttastarfsemi ýmiss konar. Það
eru heldur ekki aðeins börnin sem
verða fyrir áhrifum af þessu tagi
heldur hinir fullorðnu líka,“ segir
Helgi. „Ofbeldisefni í fjölmiðlum get-
ur ýtt enn frekar undir þá tilfínningu
að ofbeldi sé vaxandi vandi og í kjöl-
farið alið á ótta og óöryggi borgar- ‘
anna, jafnvel meira en hinn opinberi
veruleiki ofbeldis gefur tilefni til,“
segir Helgi Gunnlaugsson. „í þessu J
samhengi hafa bandarískar rann-
sóknir sýnt að mikill meirihluti borg- - .
aranna álítur að glæpir séu sífellt að J
aukast á meðan þess sér ekki stað í
opinberum skýrslum. Skýringar á þ,J
þessu ósamræmi hafa verið raktar til Jv,
fréttamats fjölmiðla sem leggja mikla vj;
áherslu á fréttir af afbrotum, sérstak- ,
lega ofbeldisbrotum. Áhrif fjölmiðla ;
felast því hugsanlega meira í þvi að te
hafa áhrif á skynjun okkar á ofbeldi í
samfélaginu en hafa e.t.v. minni bein
áhrif á fjölda ofbeldisverka."
Heimildir: Ofbeldi í sjónvai-pi. Hilmar
Thor Bjarnason 1996.
Ofbeldi og samfélag; fjölmiðlar, hinn
fullkomni sökudólgur. Heigi Gunn-
laugsson 1998.
Violence in TV Drama. George Ger-
bner.Nordicom-UNESCO 1.3.1997.
Children’s Fright Responses to Tel-
evision and Films. Joanne
Cantor,Nordicom-UNESCO 1.3.1997.
Moving Images - Understanding
Cbildren’s Emotional Responses to
Screen Violence. David Buckingham, ,
Nordicom-UNESCO 1.3.1997.
Ofbeldi í
sj ónvarpi
Aukin umræða um neikvæð áhrif ofbeldis í
sjónvarpi á börn og unglinga hefur spunnist
á undanförnum döfflim í kjölfar skelfilegra
atburða sem áttu sér stað í Jonesboro í
Arkansas í Bandaríkjunum. Hávar Sigur-
jónsson kynnti sér rannsóknir og ræddi við
afbrotafræðing og fjölmiðlafræðinff.
FÉLAGS- og fjölmiðla-
fræðingar hafa um árabil
rannsakað áhrif ofbeldis í
sjónvarpi og kvikmynd-
um á börn og unglinga og
komist að fróðlegum niðurstöðum þó
aldrei hafí fengist afgerandi svar við
þeirri einföldu spurningu hvort of-
beldi í sjónvarpi valdi auknu ofbeldi í
samfélaginu. Svar fræðimannanna er
að í raun sé þetta langt frá því svo
einfalt en þegar skelfilegir atburðir
gerast er reynt að fmna sökudólg og
á undanförnum vikum hefur því bein-
línis verið haldið fram að ákveðnar
gjörðir, ákveðinna einstaklinga, megi
rekja til þess að þeir hafí horft á of-
beldi í sjónvarpi. Þeir eru einnig
margir sem vilja tengja aukið ofbeldi
í samfélaginu við síaukið framboð á
ofbeldisefni í myndmiðlunum.
„Þessar skýringar þurfa ekki að
koma á óvart,“ segir dr. Helgi Gunn-
laugsson afbrotafræðingur. „Fjöl-
miðlar verða sífellt stærri hluti af lífí
okkar og því hefur verið haldið fram
að meðalunglingurinn í Bandaríkjun-
um hafi eytt meiri tíma fyrir framan
sjónvarpið en í venjulegt skólanám.
Dæmigerður bandarískur 18 ára ung-
lingur hefur orðið vitni að um 30 þús-
und morðum í sjónvarpi og kvik-
myndum og íslenskir unglingar eru
væntanlega litlir eftirbátar jafnaldra
sinna bandarískra."
Hilmar Thor Bjarnason fjölmiðla-
fræðingur segir að um 80% rann-
sókna á þessu sviði hafí verið gerðar í
Bandaríkjunum. „Það er afar mikil-
vægt að hafa þetta í huga, einkum
þegar verið er að yfirfæra rann-
sóknaniðurstöður eins lands eða sam-
félags yfir á annað. Því íylgja oft
vandamál. Hafí tekist að sýna fram á
að um tengsl milli ofbeldisefnis í fjöl-
miðlum og ofbeldis í samfélaginu í
einu tilteknu landi sé að ræða, þá er
ekki þar með sagt að slíkt gildi um
önnur lönd eða samfélög." Helgi
Gunnlaugsson tekur í sama streng og
bendir á að í sumum ríkjum þriðja
heimsins þar sem almenningur hefur
engan aðgang að sjónvarpi sé ofbeldi
viðvarandi. „Ýmsir fræðimenn hafa
komist að þeirri niðurstöðu að áhorf á
ofbeldisefni er í raun lítt tengt ofbeldi
í samfélaginu (Krutschnitt o.fl 1986).
Kanada og Bandaríkin eru gott
dæmi, en þessar tvær þjóðir bjóða
upp á tiltölulega sambærilegt fram-
boð á fjölmiðlaefni, en götuofbeldi er
eigi að síður algengara og alvarlegra í
Bandaríkjunum en í Kanada. Hvað
þá ef við tökum dæmi frá fjarlægum
og nauðstöddum ríkjum eins og t.d.
Sómalíu. Þar blasir ofbeldið og árás-
argirnin hvarvetna við en aðgangur
að sjónvarpi er þrátt fyrir það lítill
sem enginn. Sama má segja um hvar
ofbeldi ber niður innan samfélagins
en það er mjög breytilegt og virðist
fara eftir einhverju öðru en framboði
og áhorfí á ofbeldisefni. Aðrir þættii’
eins og lífsstíll, menning, búseta og
þjóðfélagsstaða eru mikilvægir í því
samhengi."
Schramm-rannsóknin
Sumt sjónvarpsefni getur verið
skaðlegt sumum börnum undir sum-
um kringumstæðum. Fyrir önnur
böm við sömu kringumstæður, eða
fyrir sömu börnin undir öðrum
kringumstæðum getur sjónvarpsefn-
ið verið gott og gagnlegt. Fyrir flest
börn við flestar kringumstæður er
flest sjónvarpsefni sennilega hvoi’ki
skaðvænlegt né sérstaklega gott og
gagnlegt (Schramm, Lyle, Parker
1960).
Þannig hljómaði niðurstaða einnar
fyrstu meiriháttar rannsóknarinnar
sem gerð var á áhrifum sjónvarps á
bandarísk og kanadísk börn í lok
sjötta áratugarins. Tilgangur rann-
sóknarinnar var ekki endilega að
kanna áhrif ofbeldisefnis í sjónvarpi á
börn en lítilsháttar var tekið á þeirri
spurningu. Niðurstaðan var engan
veginn afgerandi heldur nánast opin
til túlkunar á hvern þann veg sem
menn vildu. Hilmar Bjarnason segir
merkilegast við þessa rannsókn að
þarna var strax sýnt fram á hversu
mikilvægu hlutverki heimilið og
heimilisaðstæður gegna í lífi barna og
ungmenna. „Samkvæmt niðurstöðum
Schramms og félaga er heimilið ein
meginuppspretta félagslegra og sið-
ferðilegra gilda í þjóðfélaginu. Ef
fjölskyldan og þar með foreldrarnir
eru samstiga í að veita bömunum ör-
uggt og ástúðlegt umhverfí til að al-
ast upp í og ef börnin taka virkan
þátt í „heilbrigðum" og jákvæðum at-
höfnum sem ekki fela í sér setu fyrir
framan sjónvarpstæki eru líkurnar á
að börnin verði fyrir skaðlegum
áhrifum af völdum sjónvarps afar litl-
ar,“ segir Hilmar.
Aldur ræður viðbrögðunum
Fjölmiðlafræðingurinn Joanne
Cantor hefur rannsakað óttaviðbrögð
barna við efni í sjónvarpi og kvik-
myndum og niðurstöður hennar bein-
ast í aðalatriðum í sömu átt og þær
sem að ofan greinir. Hún bendir þó á
að mjög er misjafnt eftir aldri barna
hvers konar efni vekur með þeim
ótta. Börn á aldrinum 2-7 ára óttast
mest útlit þeirra fyrirbæra sem birt-
ast á skjánum. Á þessum aldri hræð-
ast böm mest grimm, árásargjörn
dýr, „ógeðslegar" skepnur eins og
slöngur, leðurblökur og köngulær,
myndrænar útlistanir á meiðslum og
líkamlegum afskræmingum. Breyt-
ingar á fólki vekja sérstaklega með
þeim ótta, t.d. þegar persóna breytist
í vampíru eða einhvers konar
skrímsli.
Fyrir eldri börn, 8-12 ára, minnkar
óttinn við útlit fyrirbæra, þar sem
LÆRDÓMURINN sem börn draga af ofbeldisatriðum í sjónvarpi er að ofbeldi er beitt til að ná fram markmiðum hratt og örugglega.
hæfileiki þeirra til rökhugsunar hefur
aukist, en það sem virðist vekja með
þeim mestan ótta er raunveruleiki
frásagna, t.d. í fréttum og frétta-
tengdu efni og í tilbúnum frásögnum
þar sem ýtt er undir tilfinningu
þeirra fyrir eigin varnarleysi fyrir of-
beldi. Cantor bendir á að líkamleg
hughreysting sé besta ráðið við litlu
börnin en við eldri börnin er árang-
ursríkast að beita skynsamlegum
rökum. Hún segir þó einna minnst
gagn að því að undirstrika hversu litl-
ar líkur eru á að óttalegur atburður
gerist í raunveruleikanum. Með því
er um leið gefíð í skyn að líkurnar séu
samt einhverjar.
Ofbeldi í fréttum
Annar þekktur fjölmiðlafræðingur
David Buckingham hefur bent á að
um leið og opinbera umræðan snýst
að mestu um hugsanleg eftiröpunará-
hrif sjónvarpsofbeldis þá beinist
áhyggjur flestra foreldra fremur að
tilfinningalegum viðbrögðum barna
sinna en áhrifum ofbeldisefnisins á
hegðun þeirra. Kenningar sínar
byggir Buckingham á mjög ítarlegri
rannsókn sem hann gerði fyrir Ut-
varpsréttarnefnd Bretlands (Broa-
dcasting Standard Council) árin 1994
og 95. Buckingham tekur dýpra í ár-
inni en Cantor og segir greinilegt að
fréttir af raunverulegu ofbeldi og
myndir af slíku hafí margfalt meiri og
alvarlegri áhrif á börn en tilbúið of-
beldi. Hann kemst þó að þeirri mikil-
vægu niðurstöðu að ekkert bendi til
þess að börn sem horfi á tilbúið of-
beldi í sjónvarpi verði ónæmari fyrir
raunverulegu ofbeldi í kringum sig en
ella. „Börn sem horfa á mikið af of-
beldi í sjónvarpi verða vissulega
ónæmari fyrir því, en ekkert bendir
til þess að þau verði um leið ónæmari
fyrir raunverulegu ofbeldi."
Afskræmdur raunveruleiki
Bandaríski fjölmiðlafræðingurinn
George Gerbner var á sjöunda ára-
tugnum fenginn til að gera úttekt á
ofbeldi í bandarísku sjónvarpi á veg-
um nefndar sem Johnson forseti
skipaði til að kanna orsakir ofbeldis í
samfélaginu. Eitt af því sem nefndin
beindi sjónum sínum að var sjónvarp-
ið og áhrif þess. Gerbner komst að
þeirri niðurstöðu að um 80% allra
þátta hjá ABC, CBS og NBC sjón-
varpsstöðvunum í Bandaríkjunum
innihéldi a.m.k eitt eða fleiri ofbeldis-
atriði. Mesta ofbeldið var að fínna í
glæpamyndum (hlutfallið var 96,6%)
en næst á eftir komu teiknimyndir
fyrir börn, 93,5% allra teiknimynda
höfðu að geyma eitt eða fleiri ofbeld-
isatriði. Gamanmyndir höfðu fæstar
ofbeldissenur eða 66,3%. Gerbner
skoðaði einnig þá veröld ofbeldis sem
birtist í sjónvarpinu og þær niður-
stöður voru býsna athyglisverðar og
fara hér á eftir:
1. Ungir ókvæntir karlar og mið-
aldra karlmenn eru líklegri til að
beita ofbeldi en aðrir.
2. Hvítir menn svo og innfæddir
Bandaríkjamenn eru ekki eins of-
beldishneigðir og svertingjar og út-
lendingar.
3. Ókunnugir eru líklegri en vinir
og vandamenn til að beita ofbeldi.
4. Miðaldra karlmenn svo og svert-
ingjar eru líklegri til að láta lífið fyrir
tilstilli ofbeldis en aðrir.
5. Lögreglumenn eru upp til hópa
jafn líklegir til að grípa til ofbeldis og
þeir sem standa hinum megin laga og
reglna.
6. Þrátt fýrir að fortíðin og nútíðin
í sjónvarpsþáttum einkennist af of-
beldi, einkennist framtíðin af enn
meira ofbeldi.
7. Þrátt fyrir að hægt sé að láta líf-
ið fýrir tilstilli ofbeldis, virðast slags-
mál ekki valda mönnum teljandi sárs-
auka eða óþægindum.
8. Þeir sem verða vitni að beitingu
ofbeldis grípa sjaldnast í taumana.
9. Þeir sem beita aðra ofbeldi virð-
ast ekki hafa áhyggjur af hugsanlegri
refsingu.
10. Hinir svokölluðu „góðu gæjar“
beita iðulega ofbeldi ef tilgangurinn
helgar meðalið. „Góðu gæjarnir“ eru
jafn miklir ofbeldisseggir og „vondu
gæjarnir".
Sú veröld sem hér birtist er veru:
lega frábrugðin raunveruleikanum. í
fyrsta lagi er sjónvarpsveröldin mikl-
um mun ofbeldisfyllri en raunveru-
leikinn. Annað sem stangast á við
raunveruleikann er að samkvæmt öll-
um opinberum skýrslum og gögnum
eru vinir og vandamenn mun líklegri
til að beita ofbeldi en ókunnugir og
líkurnar á að verða fyrir ofbeldi innan
veggja heimilisins eru margfalt meiri
en að verða fyrir því á götum úti.
Gerbner er enn í fullu fjöri og í ný-
legri grein bendir hann á að í hefð-
bundnum barnatíma í bandarísku
sjónvarpi séu á milli 20 og 25 ofbeld-
isatriði á hverri klukkustund en í
barnaefninu er ofbeldið yfirleitt klætt
í búning gamansemi; „þannig er auð-
veldara að kyngja því,“ segir Ger-
bner. „Ofbeldi er lýsing á valdi. Lær-
dómurinn sem börn draga af ofbeldis-
atriðum í sjónvarpi er að ofbeldi er
beitt til að ná fram markmiðum hratt
og örugglega." Gerbner bendir einnig
á aðrar og ekki síður athyglisverðar
niðurstöður af rannsóknum sínum. í
veröld sjónvarpsins sé hlutfall kynj-
anna og ýmissa minnihlutahópa mjög
rangt og misvísandi. „Aðeins ein af
hverjum þremur persónum í leiknu
efni er kona og af hverjum 7 persón-
um sem birtast í fréttum er aðeins